Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 Kirkjur eru í hugum flestra varla hús, heldur helgir staöir, þar sem stiklað er á stórum stund- um í mannsæfinni. Skírn, ferming, giftingar og jarðarfarir, allar þessar athafnir vekja upp margþættar tilfinningar sem spanna sálarlíf okkar næstum endimarka á milli. En kirkjur gegna líka ýmsum öllu hversdagslegri hlut- verkum. Þær eru m.a. samkomustaðir safn- aða, æfíngastaðir kirkjukóra og geymslustað- ir fyrir ýmiskonar muni. Flestir þeirra eru þess eðlis að þeir eiga varla annars staðar heima en fáeinum virðist hafa skolað þar á land fyrir einhverja blinda tilviljun. Sýnir og gamlir gripir í Dómkirkjunni Rætt við séra Þóri Stephensen og Erlu Stefánsdóttur járna ekki hesta á þessum tíma. Það var Jón Helgason biskup sem stakk uppá að aðalmessutíminn klukkan tólf yrði færður til klukk- an tiu á sunnudagsmorgnum til að útreiðarfólk gæti farið í útreiðar eftir messuna. Hann var þá prestaskólakennari. Byggingarfyrirmyndir í kórdyrum Dómkirkjunnar hef- ur að sögn séra Þóris orðið fyrir- mynd að hvelfingum í kirkjuloft- um út um allt land. Einnig hafa bæði núverandi kirkjuturn, sem reyndar hallar aðeins, svo og gamli turninn, orðið fyrirmyndir að fjölmörgum turnbyggingum út um landið. Turninn sem nú er á kirkjunni átti að vera bráða- birgðaturn á sínum tíma en nú telja menn orðið vonlaust að setja nýjan turn á kirkjuna svo miklar vinsældir hefur hann áunnið sér. Safnaðarloftið Það liggur þröngur stigi upp á neðra kirkjuloftið. Það er nú notað sem safnaðarsalur. Þar fara fram barnaspurningar, kvenfélagið heldur þar fundi vikulega og kirkjukórinn æfir þar tvisvar til þrisvar í viku. Þar eru digrir bitar í lofti, fremur skuggsýnt enda dökkar viðarþiljur á veggjum, stólar í röðum og borð undir súð- inni. Þar hanga á veggjum tvö skjaldarmerki sem einu sinni prýddu veggi kirkjunnar að utan. Annað með fangamarki Kristjáns áttunda sem hékk á turninum en var tekið niður þegar kopar var settur á turninn um 1950. Gamla merkið með flatta þorskinum var skemur útivið á turni kirkjunnar. Óskar Gíslason gullsmiður var formaður sóknarnefndar þegar loftið var lagfært og hann endur- gerði þessi gömlu merki. Safnaárin í lofti hanga gömul gasljós sem Dómkirkjan í Reykjavík er gamalt hús á okkar mælikvarða. Eldri hluti hennar var vígður árið 1796. Byggt var við kirkjuna og hún vígð í núverandi mynd árið 1848. I Dómkirkjunni er, fyrir utan sjálft kirkjuskipið, kórinn og fordyrið, skrúðhús, tvö loft, turn og lítill kjallari. Ég hafði aldrei komið í Dóm- kirkjuna nema til að vera við kirkjulegar athafnir. Það var á einhvern hátt undarlegt að koma þar klukkan átta á björtum vor- morgni í júní. Það var svo hljótt í kirkjunni, vantaði hljóð frá söfn- uðinum, þessi venjubundnu hljóð sem fylgja kirkjulegum athöfnum. Menn setjast, aka sér í sætum, standa upp, það heyrist hark í gólfum frá skóm, ræskingar og nefsog. Nú var þetta allt víðsfjarri og rödd mín lætur óviðkunnanlega hátt í eyrum þegar ég reyni að gera vart við mig. Kjallarinn Eftir skamma stund kemur séra Þórir Stephensen niður lítinn stiga, hafði verið uppi á lofti. Hann heilsar mér og biður mig að fylgja sér, hann þurfi að fara að- eins niður í kjallara. Mér hafði aldrei dottið í hug að það væri kjallari undir kirkjum, en mikið rétt, það er lítill kjallari undir kórnum. Veggir þar eru með ein- dæmum þykkir, þar eru tvö lítil herbergi, annað þeirra þiljað, var eitt sinn útbúið sem athvarf fyrir aldraðan kirkjuvörð. Fyrir utan kjallaradyrnar eru tvær öskutunnur og ég fylgist svolítið blendnum huga með séra Þóri brjóta niður gamlar þilplötur svo hægt sé að koma þeim í tunn- urnar. Þetta minnir mig á þá stað- reynd að kirkja er einnig hús sem þarf að þrífa og halda við. Að þessu loknu göngum við inn í skrúðhúsið. Á tröppunum hittum við mann sem fengið hafði leyfi til að æfa sig á orgelið. Djúpir tón- arnir þess auka enn á alvarlegan hátíðleika umhverfisins. Gömul slökkvistöð í skrúðhúsinu blasir við, þegar ------------------&------------ inn kemur, grá höggmynd, af- steypa af höfði styttu Jóhannesar postula úr Dómkirkjunni í Niðar- ósi. Myndin er gjöf til séra Sigur- geirs Sigurðssonar fyrrum bisk- ups frá norsku kirkjunni. Skrúðhúsið var fyrsta slökkvi- stöð Reykvíkinga. Slökkvidælan sem þar stóð hefur að líkindum tilheyrt kirkjunni en föturnar sem geymdar voru í skúr vestanvert við skrúðhúsið voru eign Reykja- víkurbæjar. Uppi yfir útidyrunum hangir altaristafla sem um tíma var í gömlu kirkjunni, taflan kom ný hingað til lands erlendis frá árið 1818. Lengi vel var hún í Bessastaðakirkju en kom aftur í Dómkirkjuna árið 1950. Af ein- hverjum ástæðum hefur verið sag- að ofan og neðan af altaristöfl- unni. Nýtt orgel Við gerum stuttan stans í skrúðhúsinu en höldum inn í sjálft kirkjuskipið. Séra Þórir segir að til standi að hefja senn viðgerðir á kirkjunni, setja í hana nýtt furu- gólf og nýtt orgel og verður kirkj- unni lokað af þessum sökum fyrsta júlí nk. Þórir kvað furuna verða sérstaklega herta með olíum til þess að hún gefi betri hljóm- burð. Sótt hefur verið um að fækka bekkjum í kirkjunni um þrjá hvorum megin eins og gert er ráð fyrir á frumteikningum af kirkjunni. Þessari málaleitan hef- ur ekki verið endanlega svarað. Með guðsorðið á milli sín Stúkan sem er að norðanverðu í kirkjunni er upphaflega ætluð stiftamtmanni, síðan landshöfð- ingja, þá Islandsráðherra og nú aðallega forsætisráðherra. Þar var konungurinn þegar hann var viðstaddur athafnir í Dómkirkj- unni og biskupinn í stúkunni á móti, hið andlega og veraldlega vald með guðsorðið á milli sín. Spádómar Uppi í kirkjunni sátu skólapilt- ar hér á árum áður meðan það var skylda í Menntaskólanum í Reykjavík að sækja kirkju með ákveðnu millibili. Þeir helguðu sér gjarnan vissa bekki. Þá var kirkj- an öðrum þræði samkomustaður og unga fólkið notaði tækifærið við guðsþjónustur til að gefa hvort öðru hýrt auga. Þetta gekk svo langt að blöðin skrifuðu um það að ungu mennirnir ættu ekki að vera að fara í kirkju til þess eins að horfa á ungu stúlkurnar. Fyrir kirkjubrúðkaup söfnuðust menn saman kvöldið áður til að horfa á brúðhjónin æfa sig fyrir athöfn- ina, öll tilbreyting var vel þegin á þeim árum. Séra Þórir gat þess að um síð- ustu aldamót hafi verið gerð sam- þykkt á safnaðarfundi, þess efnis að biðja formenn að róa ekki á messutíma, til að auka kirkjusókn, einnig voru járnsmiðir beðnir að nú eru raflýst, gamlar ljósasúlur úr kórnum tróna á gólfinu, for- gylltar og fallegar en þær fóru þó illa þegar þær voru lánaðar úr kirkjunni fyrir nokkuð mörgum árum. Landsbókasafnið var frá 1825 á kirkjuloftinu. Fyrst því gamla en svo á núverandi kirkjulofti til árs- ins 1879 að það flyst út í íþöku og síðan í Alþingishúsið þar til safnahúsið var byggt skömmu eft- ir aldamót. Þjóðminjasafnið var á Dómkirkjuloftinu 1863 til 1879. Þá var framkvæmd mikil viðgerð á kirkjunni. Þá urðu bæði söfnin að víkja. Þjóðminjasafnið fór í hegn- ingarhúsið á Skólavörðustíg og þaðan trúlega niður á loft í safna- húsinu. Bókmenntafélagið hafði einnig aðsetur á loftinu í Dómkirkjunni. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður hafði umsjón með eignum félagsins og var jafnframt í sókn- arnefnd kirkjunnar, það voru því hæg heimatökin hjá honum. í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.