Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.06.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 23. JÚNÍ 1985 37 % , ^ A Níu dauðir fuglar Bak við bogadregna tréhurð í turnherbergi er geymt sigurverk klukkunnar. Einu sinni i viku kemur þar Ólafur Tryggvason úr- smiður og dregur þrjú gífurleg granítlóð upp í turn með þar til gerðri sveif sem á milli er geymd á veggnum í turnherberginu. Þau eru svo þung að ef þau slitnuðu niður myndu þau mola allt sem fyrir yrði. Þegar þrifið var í vistarverum turnsins í vetur sem leið fundust þar 9 dauðir fuglar, löngu upp- þornaðar leifar frá gamalli tíð, pakkaðir inn í bréfpoka, ein ugla var í hópnum, allt hitt voru dúfur. Þegar hringt er klukkum Dóm- kirkjunnar eru dregnir upp hlerar á hliðum turnsins og þá berst klukknahljómurinn jafnvel vestur á Mela þegar kyrrt veður er. Kirkjan er með turni sex hæðir. Vilja fornleifa- rannsókn Kirkjuklukkurnar eru mjög gamlar, þær eru danskar og á efri klukkunni er mynd og nafn Krist- jáns VII og ártalið 1777. Hin virð- ist vera frá svipuðum tíma. Gamla kirkjan, kirkja Reykjavíkur frá upphafi vega, stóð þar sem nú er stytta Skúla fógeta. Að sögn séra Önnur af klukkum Dómkirkjunnar. il sem enginn veit hvernig er þangað komin. Möskvarnir eru stórir svo mér virðist það hljóti að vera tiltölulega einfalt að sleppa úr því neti. f kistli á gólfinu við hlið álagildrunnar er einnig nokk- uð af prentuðu máli frá Biskups- skjalasafni sem verður fljótlega afhent Þjóðskjalasafni. Út í horni standa gamlir veggstjakar fyrir kerti, svartir á lit, þar fundust einnig fjórir kyndlar sömuleiðis svartir, hafa sennilega verið notaðir við jarða- farir, mjög trúlega við jarðarför Jóns Sigurðssonar. Út undir súð- inni er gamalt skrautverk úr kirkjunni sem að líkindum hefur orðið að víkja þegar núverandi orgel var sett upp. Nokkrir boga- dregnir hlerar standa þarna upp á endann. Þeir passa í kórgluggana, sumir segja að þeir hafi verið not- aðir til að gera dimmt og drunga- spyr ég hann hvort hann hafi aldrei orðið var við neitt yfirnátt- úrulegt í þessu gamla húsi innan um alla þessa gömlu muni. Hann segir svo ekki vera en segir mér jafnframt að kona að nafni Erla Stefánsdóttir hafi margoft sagt sér frá ýmsu af því tagi sem fyrir hana hafi borið í kirkjunni. Ég hafði samband við Erlu og það varð til þess að ég skoðaði Dóm- kirkjuna aftur daginn eftir í fylgd með henni. Erla Erla er dökkhærð þéttvaxin kona með afar rólyndislegt yfir- bragð. Við ókum saman niður í Dómkirkju, lögðum bílnum fyrir framan Þórshamar oggengum inn í fordyri kirkjunnar. Erla er hljóð þegar við göngum inn eftir kirkju- gólfinu. Við fáum leyfi kirkjuvarð- ar til að skoða okkur um. Uppi á neðra loftinu er hljótt og rökkvað. Ég fæ mér sæti með skrifföng mín en Erla gengur hægt fram og aft- ur. Hún skyggnist i hornin, virðir fyrir sér gömlu merkin, strýkur hendi eftir gamalli bjálkastoð sem gengur upp í gegnum gólfið upp til lofts. Ég þegi og bíð. Loks tekur Erla til máls, hún er lágmælt og ber ótt á. „Ég sá,“ segir hún, „um leið og ég kom upp marga stráka bograndi yfir löngum borðum. Þeir voru að keppast við að skrifa. Svo sá ég borð tvö og tvö í röðum, það er yngra. Maður gæti haldið að hér hafi verið skóli. Það voru hér líka einhverjar rannsóknir. Hér er kuldi. Þetta eru bæði ljós- hærðir og dökkhærðir menn, þeir eru í grófum fötum og hlýlega búnir, það virtist vera svo kalt hérna. Þetta eru allt karlmenn, ungir strákar um og yfir tvítugt. Nú sé ég bara einn og einn við borð, stórt borð. Þeir eru að gramsa í kassa, mér sýnist þeir vera með einhverja steina og plöntur eða jafnvel pöddur. Skyldi ekki vera neitt krot hérna, strákar eru alltaf að krota?" Hún gengur um og skoðar digra bita og þiljur undir súðinni. „Nei, þeir eru svo niðursokknir í bækurnar að þeir hafa ekki gefið sér tíma til að krota.“ Það er allt í litlum olíu- Það er merkt með blýanti „W. Cooper & Son Joiners, Douglas, Is- le of Man“. Hvaðan þetta kassalok kemur eða hvað það er að gera þarna veit enginn en það verður geymt þarna áfram. háaloftinu. lömpum hér. Hún tekur í mig og við göngum gegnum gömlu lyftu- dyrnar og það brakar í gólfinu. „Hér er allt nýrra,“ segir hún, „áð- ur var þetta allt einn geimur." Ég spyr hvort hún vilji skoða gömul rykkilín. Hún hryllir sig og neitar og segir það fylla sig óhugnaði. „Það er búið að breyta hér svo miklu," segir hún. „Þetta var áður einn geimur. Ég sé fólk sem sefur héma. Það er svo blautt og kalt, þetta er fólk sem á alveg hrikalega bágt, eins og það hafi fengið að vera hérna útigangsfólk, það er yf- ir því svo mikið vonleysi og ótti. Þá virðist hér hafa verið hálf- byggt.“ Bak við vegginn við sigur- verk klukkunnar segir hún að fólk hafi legið útum allt, kannski hafi eitthvað hræðilegt komið fyrir og það fengið að vera þarna. Við paufumst upp á efra loftið í myrkri og það andar á móti okkur þungu saggalofti. Það marrar í lásnum þegar hurðin að efra loft- Gömul vísa Á langband sem lagt er undir sperrurnar hefur verið skrifuð vísa sem eignuð er kirkjusmiði. Hún er á þessa leið: Nú að víkja eigi er tóm ótal rök það banna drukknar allt við högg og hljóm hagleiksverkamanna. Á nokkrum stöðum hefur nafnið Hallbjörn Pétur Benjamínsson verið ritað á súðina og einnig á stokk sem smíðaður hefur verið utan um klukkulóðin. Annað af merkjunum sem prýddu áðurturn Dómkirkjunnar. Kassalokið frá Mön og bogadregnu gluggahlerarnir á legt við jarðarfarir en líklegra finnst séra Þóri að þeir hafi verið notaðir til að hlífa altarisbúnaðin- um við of sterku sólskini. í einu horninu eru gamlar kertasúlur. Þegar sett voru tjöld á kórbagann við jarðarfarir voru súlur þessar klæddar samskonar efni og var í tjöldunum, svo var látið loga á fjölda kerta efst. Einn- ig fannst þarna gamall og frum- stæður ljósakross sem enginn veit nú til hvers hefur verið notaður. Undir súðinni norðanmegin eru geymdir allir gömlu spýtubakk- arnir sem voru í kirkjunni fram yfir 1950. Gamall búnaður frá gasljósatímanum er þarna einnig og ýmsar gamlar menjar frá bygg- ingartíma kirkjunnar m.a. „skapa- lónar“ sem notaöir voru til að móta múrbrúnirnar utan á kirkj- unni. Við hlið bogadregnu hleranna stendur aflangt kassalok með hinu forna merki eyjarinnar Manar. Gamlir silfurmunir Að lokinni skoðunarferð um kirkjuna fylgi ég séra Þóri eftir niður í skrúðhús. Þar hefur hann skrifborð sitt og ræðir við sókn- arbörn sín. Hann sýnir mér ýmsa gamla muni úr fórum kirkjunnar, svo sem viðskiptamannabók sem séra Jóhann Þorkelsson hélt. Hefst bókin 3. júní 1903. Hann skrifar m.a. það sem hann vinnur fyrir fólk og hve mikið hann fær greitt, kannski til að geta gefið rétt upp til skatts. Hann sýnir mér einnig oblátudósir frá séra Hallgrími Sveinssyni biskup frá 1882, fimmtíu sérbikara frá Thor Jensen ásamt kaleikum, kaleik og patínu með frá árinu 1784 gefið af Johan Christian Synchenberg kaupmanni sem hafði verslun i Reykjavík, þar sem verslunin Geysir er nú. Allt eru þetta góðir gripir úr silfri. Um leið og ég kveð séra Þóri Safn góðra gripa í eigu Dómkirkjunnar. horninu norðanverðu stendur enn skrifpúlt úr eigu bókmenntafé- lagsins. Skrúði og rykkilín Hurðin sem aðskilur safnaðar- salinn og gang og herbergi sem seinna hafa verið útbúin er gömul lyftuhurð úr Reykjavíkurapóteki. I herbergi einu á loftinu þeim megin er málverk af séra Jóhanni Þorkelssyni dómkirkjupresti, for- vera séra Bjarna Jónssonar. Þar inni eru líka geymdir kertastjakar úr kirkjunni, og minningartafla um þá sem fórust með Papey og Skúla fógeta tíunda apríl 1933. Þarna eru einnig eldhús og ræst- ingaherbergi og í litlu herbergi á sama gangi eru geymdir ferm- ingarkyrtlar, gamall skrúði og rykkilín. Þar eru einnig járnkistur sem notaðar voru þegar farið var með biskupskápu Jóns Arasonar út á land eftir að kápan var flutt til Reykjavíkur um aldamótin 1800 þegar Hólastóll var lagður af. Einnig er þarna geymdur hökull sem Frjálslyndi söfnuðurinn gaf séra Jóni Auðuns með því skilyrði að hann notaði enginn nema hann. Hökullinn fer nú senn á Þjóð- minjasafnið. Hann var gerður af Unni Ólafsdóttur. Þegar komið er fram á ganginn, sem lagður er rauðu teppi, er þar á vegg skjöldur úr járni þar sem þess er getið að „Konunglega Kanada-herdeildin var á íslandi frá 16. júní til 27. október 1940 og sótti þá þessa kirkju“. Þóris Stephensen var samþykkt á aðalsafnaðarfúndi Dómkirkjunn- ar í maí sl. að skora á borgaryfir- völd að láta fara fram fornleifa- rannsókn á hinum forna kirkju- stað Reykjavíkur. Kennir ýmissa grasa Háaloftiö í Dómkirkjunni er al- veg undir súð og mjög dimmt og drungalegt. Þar er ýmislegt geymt. Nýlega ver tekið þaðan fyrsta pípuorgel kirkjunar, frá 1840, Þjóðminjasafnið er nú að setja það saman. Einnig fannst á háaloftinu gamalt harmóníum. Fram við dyr er álagildra ein mik-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.