Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985 Sýnir og gamlir gripir í Dómkirkjunni mu hrekkur upp og það gengur illa að kveikja. Loks kemur ljós og Krla ýtir mér á undan inn. Þegar inn kemur færi ég mig frá dyrun- um og Erla gengur inn loftið. Þeg- ar innar dregur verður henni þó sýnilega um og ó. „Það er einhver kona að þrífa þarna," hvíslar hún. „Það er ekki gott að festast hérna inni. Hér myndi ég ekki vilja vera ein. Hér er líka allt svo óþrifalegt. Hér er eitthvað frá Suðurlöndum," heldur hún áfram, „eitthvað gam- alt, frá Ítalíu, eitthvað sem hefur yfir sér hallaráhrif." Nú lítur hún á mig, hallar sér að mér og segir: „Þegar við komum að kirkjunni veistu,“ segir hún, „heyrði ég í ur þrjár sólir. Þegar Kristján Bldjárn gekk inn sá ég að það voru yfir honum þrír einsog ljóslausir kúplar en það var ekkert yfir Vigdísi. Það var hins vegar ljós- geisli yfir og í kringum forseta- stólinn. En þegar Vigdís var kom- in út í Alþingishús var hún komin með þessar ljóslausu sólir yfir sig en þá var ekkert lengur yfir Krist- jáni.“ Hún segir mér einnig að yfir lútherskum biskupi sé blár bátur, sama hugform og sé yfir kirkjum. Hún kveður fleiri hafa séð þetta og skrifað um þetta. Við stöndum upp og höldum niður í skrúðhús á fund séra Þóris Stephensen. Á leiðinni segir hún við hlið mér en hún hopaði á hæl, bandaði frá sér annarleg á svip. Loks settist hún og hvíslaði að okkur hljóðlega að það hafi maður setið á stólnum svo hún hafi ekki komist að honum strax. Meðan við spjöllum við séra Þóri verður Erla svolítið annars hugar og nokkru seinna spyr hún séra Þóri hvort einhverntíma hafi komið upp eldur í Dómkirkjunni. Hann tekur því víðsfjarri. Hún segir þá að hún hafi séð fólk þyrp- ast út um glugga og dyr með mik- inn skelfingarsvip á andlitunum. Því hafi hún haldið að um elds- voða hafi einhverntíma verið að ræða. Séra Þóri leikur forvitni á að vita hvort Erla hafi nokkuð séð Matthíasi Þórðarsyni bregða fyrir. Hún kemur með greinargóða lýsingu á öldruðum manni með háan hatt og gat sú lýsing vel átt við hinn látna þjóðminjavörð. Nú fórum við Erla að tygja okkur til farar, kvöddum séra Þóri og geng- um saman út i erilinn í Kirkju- stræti. Vorgolan ýfði hár okkar og sólin skein á Alþingishúsið, við stóðum aftur báðum fótum í ver- öldinni hér og nú. Daginn eftir þegar ég sat við að skrifa þessa grein hringdi Erla í mig og sagði mér að hún hafi ekki gert sig ánægða með þá skýringu að aldrei hefði kviknað í Dóm- kirkjunni, sýnin hafi verið alltof sterk til þess. Hún hafi því farið að leita að skýringu og fundið í bókinni „Landið þitt — ísland“ að á hvítasunnudag 1825 hafi brotist Séð inn háaloft Dómkirkjunnsr. Sigurverk Dómkirkju- klukknanna. hestum.“ Hún þagnar og heldur svo áfram eftir svolitla stund: „Hér á þessu lofti hefur einhvern- tíma einhver verið hræddur. Æ komdu héðan ég fæ hausverk hérna.“ Ég gef gömlu kertasúlunum sem áður voru notaðar við jarðarfarir auga, lít yfir allt þetta gamla og rykfallna dót sem kúrir í skotum sínum undir óhreinni súðinni og flýti mér að slökkva og læsa. Á leiðinni niður segir Erla: „Það hefur verið mest um að vera á neðra loftinu." Við höldum rak- leiðis niður og setjumst á bekkina sem áður voru í uppáhaldi hjá skólapiltum í Menntaskólanum. Það er hljótt og hátíðlegt and- rúmsloft í kirkjunni og Erla fer að segja mér í lágum hljóðum að henni þyki merkilegt að vera við jarðarfarir. Hún segir hinn látna yfirleitt vera viðstaddan, stundum sitji hann hjá sínum nánustu og Ieggi jafnvel kinn við kinn í kveðjuskyni og fari síðan upp í ljósiö sem sé upp í kórnum, þar séu menn komnir til að taka á móti hinum látna og fylgja honum burtu. En hún segir líka að um leið og dauðsfallið snerti fólk verulega þá byrgist sýn. „Maður er svo fullur af eigingirni," segir hún og andvarpar. Hún segir mér einnig að ungur guðfræðinemi sem hafi verið með í að undirbúa þegar Vigdís Finn- bogadóttir forseti var sett inn í embætti hafi hjálpað sér að kom- ast inn í kirkjuna og horfa á at- höfnina. „Mig langaði til að sjá,“ segir hún. „Forsetaembættið hef- mér að svolítill slæðingur sé i kirkjunni en það séu bara myndir. Hún segir mér einnig að sér finn- ist alltaf hátíðlegt að horfa inn í kór á kirkjum, þar sé oftast ljós- bjarmi, hann sé sterkur í Dóm- kirkjunni og enn sterkari í kirkj- unni í Skálholti. Þegar inn í skrúðhúsið kom bauð séra Þórir okkur sæti. Ég settist strax í stól í horninu og benti Erlu að setjast út ofsahræðsla meðal kirkjugesta þegar braka tók uggvænlega f bita í loftinu. Menn óttuðust að kirkjan væri að hrynja og fólkið þusti út um dyr og glugga í skelfingaræði og meiddist margt hvert. Þetta telur Erla að hún hafi séð þegar við sátum hjá séra Þóri í skrúð- húsinu TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGS- DÓTTIR. UÓSM. BJARNI MBL Fimm konur sýna verk sín í húsgagnaverslun í VERSLUN „fslensks húsbúnaöar" á Langholtsvegi 111 hafa fimm nera- endur Myndlista- og handíðaskólans opnað sýningu á textflþrykki. Eru það þær Björk Magnúsdóttir, Fjóla Arnadóttir, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, Ingiríður Óðinsdóttir og Kristrún Agústsdóttir, sem allar voru á 3. ári í textfldeild skólans sl. vetur. „Okkur fannst það vel við hæfi að sýna verkin innan um húsgögn- in í versluninni," sagði Fjóla Árnadóttir, er blm. leit inn á sýn- ingu þeirra. „Það er einhvern veg- inn eðlilegra." Aðspurð um hvern- ig þrykking þessi færi fram sagði Fjóla aðferðina svipaða þeirri, sem notuð er við silkiþrykk í graf- ík. „Tilgangurinn með sýningu þessari er að reyna að opna augu fólks fyrir möguleikum þessarar listgreinar — lyfta tauþrykkinu upp á hærra plan, ef svo má að orði komast," sagði Fjóla. „Á sýn- ingunni er að finna rúmteppi, gluggatjöld, púða og veggmyndir, sem gætu allt eins verið málverk — möguleikarnir eru óþrjótandi,“ sagði Fjóla að lokum. Sýningin verður opin frá klukk- an 9—6 alla virka daga og stendur til 12. júli nk. IT SKATA R JALPAR MorgunblaAið/KrÍBtinn Ólafsson Þeir hyggjast kffa Naga Parbat, Helgi Benediktsson og Snævarr Guð- mundsson. íslensku fjallgöngugarparnir: Komnir til Pakistan Fjallgöngumennirnir tveir, Helgi Benediktsson og Snævarr Guð- mundsson, sem hyggjast klifa Naga Parbat, rúmlega 8.000 metra hátt fjall í Pakistan, eru komnir þangað. Skv. heimildum Morgun- blaðsins hefur áætlun staðist fram að þessu og er reiknað með að þeir hækki sig bráðlega smám saman til að venjast hinu þunna lofti sem jafnan gerir fjallgöngu- mönnum erfitt fyrir. Félagarnir taka þátt í stórum leiðangri og eru ekki væntanlegir til íslands fyrr en í lok ágúst. Málverkasýning í Þrastarlundi Ófeigur Ólafsson opnaói málverkasýningu í Þrastarlundi 16. júní síðastlið- inn. Sýningin stendur til 30. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.