Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1985 t Ástkær elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HJÁLMAR KARLSSON, Stigahlíö 36, Raykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þelm sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagiö. Sólveig Engilbertsdóttir, Ingvar Hjálmarsson, Arndís Qná Theodórs, Sveinbjörn Hjálmarsson, Aöalheiður Skarphéðinsdóttír, Ásbjörg Hjálmarsdóttir, Rúnar Antonsson, Karl Hjálmarsson og barnabörn. t Móöir okkar, GUNNJÓNA VALOfS JÓNSDÓTTIR, er andaöist þann 16. þ.m. veröur jarösett í Fossvogskirkjugaröi 24. þ.m. kl. 3 e.h. Halldóra Karlsdóttir, Rósa Karlsdóttir, Katrin Karlsdóttir, Eymar Karlsson, Guórún Karlsdóttir Watt, Óttar Karlsson. t Bróöir okkar, GUÐMUNDUR ANGANTÝSSON, Hrafnistu, Reykjavik, sem andaöist 17. júní sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 26. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Guójón Angantýsson, Jóhann Angantýsson. t Útför móöur minnar, HALLBERU KRISTBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 25. júní kl. 13.30. Þorsteinn Sveinsson. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför SIGRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Mosgerói 1, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfólki á deild 11A á Landspítalanum. Ólafia Arnórsdóttir, Ragnheióur Arnórsdóttir, Siguröur Arnórsson, Rósa Arnórsdóttir, Ásgerður Runólfsdóttir, Axel Helgason, Ingíbjörg Betúelsdóttir, Jón Gestur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför, BALDURS ÞORGILSSONAR frá Vestmannaeyjum. Alúðar þakkir til starfsfólks deildar 2b, Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun viö hinn látna. Ruth Einarsdóttir, Þröstur Þorgils Baldursson, Haukur Þorgilsson, Grátar Þorgilsson, Jón Þorgilsson, Þorbjörg Sveinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og jarö- arför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, MAGNÚSÍNU SÓLBORGAR ARNGRÍMSDÓTTUR, Úthaga 18, Selfossi. Guömundur Sófus Ólason, Anna Hjaldested, Baldur Gíslason og barnabörn. Hjálmar Karls- son - Minning Fæddur 12. rebrúar 1926 Dáinn 12. júní 1985 Á morgun, mánudag, verður til moldar borinn vinur okkar og vinnufélagi, Hjálmar Karlsson, sem lést í Landspítalanum að morgni 12. júní eftir erfiða sjúk- dómslegu, en Hjálmar var aðeins 3 daga heima frá vinnu þar til hann var fluttur á spítala þar sem bar- áttan var háð þar til yfir lauk. Hann var fæddur á Djúpavogi 12. febrúar 1926 og varð því 59 ára gamall. Á þessu ári höfum við hjá Reykjavíkurhöfn þurft að kveðja 4 af samstarfsmönnum okkar og er það okkur mikið áfall. Hjálmar var alinn upp á Djúpa- vogi í stórum systkinahópi, þar til hann hafði aldur til vinnu eins og þá tíðkaðist. Hugurinn dró hann að sjónum og byrjaði hann fyrst sjómennsku á bátum, en fór síðan á togarana og var meðal annars á Jóni forseta. Eftir allmörg ár á togurum breytti Hjálmar til og fór að sigla á flutningaskipum, fyrst hjá Skipaútgerð ríkisins, en síðan hjá hf. Eimskipafélagi Íslands. Lengst var hann á Gullfossi með Kristjáni Aðalsteinssyni skip- stjóra, sem hann mat mikils og skal Kristjáni hér þökkuð tryggð og vinátta við Hjálmar í erfiðum veikindum. Þegar Hjálmar hætti á sjónum byrjaði hann sem afleysari við hafnarvörslu og vatnsafgreiðslu hjá Reykjavíkurhöfn. Hann var síðan fastráðinn i þau störf og vann við þau síðan. Ekki sagði Hjálmar alveg skilið við sjóinn og sjómennskuna því hann fór stund- um í sumarfríum sínum eina ferð með Eimskipafélagsskipi sem skipsmaður og virtist hafa gaman af að kynnast þróuninni á nýju skipunum, bæði í vinnubrögðum og tækni. Auðvelt mun hafa verið fyrir Hjálmar að fá afleysingu hjá sínu gamla félagi, Eimskip, því hann var harðduglegur maður, sem kunni vel til verka, og var sérstakur reglumaður á öllum sviðum og góður vinnufélagi. Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Sólveig Engilbertsdóttir ættuð frá Súðavík. Börn eignuðust þau 4 og 6 barnabörn, sem nú eiga öll á bak að sjá góðum og ástkærum vini og heimilisföður. Við samstarfsmenn og vinir hans vottum Sólveigu, börnum þeirra, barnabörnum, tengdabörn- um svo og öðrum ættingjum, okkar dýpstu samúð og erum þakklátir fyrir að hafa kynnst góðum dreng. Hvíli hann í friði. Starfsmenn Skipaþjónustu Reykjavíkurhafnar Ég vil með fáeinum orðum kveðja minn góða vin og svila, Hjálmar Karlsson, sem verður jarðsettur mánudaginn 24. júní. Hann lést þ. 12. júní. Hann var hraustur og aldrei misdægurt, þar til er hann veiktist skyndilega í nóvember á síðasta ári. Veikindi hans urðu þá þegar svo mikil, að hann dvaldist nær samfleytt á sjúkrahúsi eftir það, og síðustu mánuðina var orðið ljóst að hverju stefndi. Hjálmar fæddist á Djúpavogi þann 12. febrúar 1926, sonur hjón- anna Bjargar Árnadóttur og Karls Steingrímssonar. Hjálmar var áttundi af ellefu börnum þeirra hjóna. Hin eru: Steingrímur (lát- inn), Arnór, Kjartan (látinn), Ásbjörn, Sigríður (látin), Egill (látinn), Ásgeir (látinn), Hörður, Katrín og Már. Um tvítugt fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Hann starfaði til sjós og lands, en var lengst af farmaður á milli- landaskipum, en síðustu árin starfsmaður við Reykjavíkurhöfn. Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Sólveig Engilbertsdóttir og eru börn þeirra fjögur: Ingvar, kvænt- ur Arndísi Gná Theódórsdóttur, Sveinbjörn, kvæntur Aðalheiði Skarphéðinsdóttur, Ásbjörg, maki Rúnar Antonsson, og Karl, ennþá í föðurhúsum. Barnabörnin eru 6, það yngsta drengtuJ fæddur nótt- ina sem Hjálmar lést. Hjónaband þeirra Hjálmars og Sollu var sterkt og ástríkt, og bar heimili þeirra vott um reisn og myndar- skap. 1 veikindum Hjálmars sýndi Solla einstæðan kjark, dugnað og úthald og var manni sínum nálæg til hinstu stundar. Hjálmar var í mínum huga sér- stæður maður. Það sem einkenndi hann mest var góðgirni. Hann unni börnum og var sífellt með hugann við þau; sífellt að gauka einhverju góðu að ungviðinu, í orðum eða gerðum. Ég held að hann hafi verið sælastur þegar hann hampaði barni á sterkum örmum sínum með glampa í aug- um. Hann var maður lítillátur og ófrakkur, óeigingjarn, og flest sem hann gerði var í annarra þágu. Heimilið og fjölskyldan var hon- um ómetanleg gæði. Störf sín rækti hann af vandvirkni og ein- stakri samviskusemi. Saman unnum við Hjálmar að hugðarefnum okkar og við þau störf kynntist ég honum best. Þær stundir sem við áttum saman eru mér ómetanlegar. Agnes, kona mín, vill við þetta tækifæri þakka Hjálmari fyrir allt, frá þeim tíma, þegar heimili Hjálmars og Sollu var hennar annað heimili. Börnin okkar, Ása Valgerður, Kristín og Eiríkur, þakka alla þá góðvild, sem hann sýndi þeim. Við söknum hans sárt. Með Hjálmari er genginn góður maður. Drottinn gefi dánum ró, en hin- um líkn sem lifa. Gunnsteinn Gunnarsson Minning: Gunnjóna Valdís Jónsdóttir Gunnjóna Valdís Jónsdóttir lést í Landspítalanum 16. júni sl. Hún fæddist 19. júní 1903 á Mýrum í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Gunnarsson og Guðrún Hall- dórsdóttir. Ung að aldri missti Gunnjóna móður sína og fluttist með föður sínum að ósi í Bolungarvík. í Bolungarvik kynntist hún Jóni Karli Eyjólfssyni, bakara frá Eskifirði, og giftu þau sig árið 1925. Þau eignuðust sex börn: Óttar, giftur Ingibjörgu Sæ- mundsdóttur, Guðrún Watt, ekkja, búsett i Bandaríkjunum, Eymar, giftur Sigríði Guð- mundsdóttur, Katrín, gift Jóni Óttari ólafssyni, Rósa, gift Helga Hallssyni og Halldóra, gift Viðari Gestssyni. Karl og Gunnjóna ráku brauð- gerð og verslun i Bolungarvík til ársins 1943 er Karl lést. Tveimur árum síðar fluttist Gunnjóna, ásamt börnum sínum, til Reykjavíkur og stofnaði heimili þar. Gunnjóna var ákaflega geðþekk kona. Hún hafði einstaklega prúða framkomu og það var notalegt og um leið lærdómsríkt að vera i ná- vist hennar. Hún var mjög listelsk og lék á sínum yngri árum í ýmsum leik- ritum í Bolungarvík. Gunnjóna var glæsileg kona og fáar konur hef ég séð bera is- lenska þjóðbúninginn betur en hún gerði. Einn var sá þáttur í fari hennar, sem er mér afar minnisstæður, en það var hinn mikli áhugi hennar á ferðalögum um landið sitt. Hún var mikill náttúruunnandi og það var unun að sjá hvað hún naut þess að dvelja í faðmi íslenskrar náttúru. Þegar Gunnjóna var búin að finna sér grasivaxna laut í fögru umhverfi til að leggjast þar og festa blund, þá held ég að hún hafi verið alsæl. Nú er hún farin i sína hinstu ferð. Blessuð sé minning hennar. Heígi Hallsson + Þakka hjartanlega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eigin- manns míns, EINARS VIGFÚSSONAR. Hulda Sveinbjörnadóttir. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.