Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 52

Morgunblaðið - 23.06.1985, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNl 1985 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Virðisaukaskattur: „Vísað til ríkis- stjórnarinnar — eftir tíu ára athugun í kerfinu Það bar til tíóinda á síðustu dögum þings að fjárhags- og viðskiptanefnd efrí deildar Alþingis lagði einróma til, stjórnarliðar og stjómarandstæðingar, að stjórnarfrumvarpi um virðisaukaskatt væri vísað til ríkisstjórnarinnar, þar sem það „þarfnist fyllri undirbúnings og frekari athugunar". Þingdeildin samþykkti síðan, einnig samhljóða, frávísunartillögu nefndarinnar. Sennilegt er að stjórnarfrum- varp um virðisaukaskatt hafi frekar verið lagt fram til kynn- ingar en samþykktar, enda þótt það eigi langan aðdraganda, en virðisaukaskattur hefur verið til umræðu hér á landi i meira en áratug. Hér á eftir verður lítillega fjall- að um söluskatt og virðisauka- skatt. Söluskattur fjörutíu ára Söluskattur hefur verið inn- heimtur hér á landi í einhverri mynd allt frá árinu 1945, að und- anskildum tveimur árum, 1946 og 1947. Frá 1945-1960 var innheimt- ur „fjölstigasöluskattur" með mis- munandi hætti. Hann gekk undir ýmsum nöfnum, svo sem veltu- skattur, og skattstofnar vóru ekki þeir sömu á tímabilinu. Árið 1960 var nýtt söluskatts- kerfi tekið upp með lögum nr. 10/1960, sem enn eru í gildi að stofni til. Söluskattur er nú lagður á andvirði seldra vara og þjónustu í innlendum viðskiptum og á inn- fluttar vörur til eigin nota eða neyzlu. Söluskatturinn er almennt bundinn við síðasta stig viðskipta eða sölu til neytenda og er því ein- stigasöluskattur, með nokkrum undantekningum. Skatturinn leggst einnig á fjölmörg aðföng fyrirtækja, svo sem fjárfestingu, orku og ýmsar rekstrarvörur. Fyrirtæki ríkis og sveitarfélaga greiða söluskatt á sama hátt og annar rekstur. Undanþágur frá söluskatti eru margar. Hér verða tíundaðar helztu undanþáguvörur, en ekki tæmandi: 1) hverskonar matvörur, 2) vörur, sem seldar eru úr landi, 3) sala á fasteignum, skipum og flugvélum, 4) vélar og tæki til samkeppnisiðnaðar, 5) fóðurmjöl og áburður og 6) fiskumbúðir. Af þjónustu, sem er undanskilin söluskatti, má nefna: 1) vinna við húsbyggingar, 2) vinna við við- gerðir samgöngutækja, skipa og flugvéla, 3) vöru- og fólksflutn- Söluskattur og virðisaukaskattur af einkaneyslu 1980 og dæmi um áætluð verðhækkunaráhrif virðisaukaskatts Lauslega Par af: Álagður Álagður Áælluð áztlud útgjöld Skattstofn sölu- virdisaukaskattur verdhækkunaráhrif 1980 án Skattstofn virðisauka- skattur m.v. Fjárharðir I m.kr. skatts soluskatts skatts (23%) 20% 21% 20% VASK 21%. VASK 1. Matvæli 1 573 117 1 573 27 315 330 18,0% 18,9% 2. Drykkjarvörur og tóbak 468 468 468 108 94 98 -2,4% -1,7% 3. Fatnadur og einkamumr 881 881 881 203 176 185 -2,5% -1,7% 4 Húsnædi, Ijósog hiti 1 358 212 441 49 88 93 2,8% 3,1% 5. Varanlegir búsmunir 857 857 857 197 171 180 -2,5% -1.6% 6 Heilsuvernd og snyrting 522 93 93 21 19 20 -0,4% -0,2% 7. Samgöngur 783 623 703 143 140 148 -0,3% 0,5% 8 Menntun og skemmtanir 839 670 154 9. Onnur neysla 105 52 | 834 12 | 167 }175 | 0.1% | 0,8% 10. Einkaneysla alls 7 386 3 973 5 850 914 1 170 1 229 3,1% 3,8% 11 Flutt af töflu 2 2 414 1 812 555 362 381 12. Samtals 6 387 7 662 1 469 1 532 1 610 Tafla 2 Söluskattur og virðisaukaskattur af íbúðarbyggingum, opinberum byggingum, samgöngumannvirkjum, samneyslu og skattskyldum aðföngum Fjárhædir í m.kr. Lauslega áztlud útgjöld 1980 án skatts í»ar af: Skattstofn Skattstofn virðisauka- söluskatts skatts Álagdur sölu- skattur (23%) Álagður virðisaukaskattur 20% 21% Áztlud verðhzkkunaráhríf midad við miðad við 20% VASK 21% VASK 1. íbúðarbyggingar 665 338 338 78 68 71 -1.3% -0.9% 2. Opinberar byggingar 192 97 192 22 38 40 7,5% 8.4% 3. Samgóngumannvirki 362 170 362 39 72 76 8.2% 9,2% 4 Samncysla 1 576 200 550 46 110 116 3,9% 4.3% 5. Skattskyld aðföng atvinnurekstrar o. fl. . 1 609 370 370 74 78 Samtals 1.—5. 2 414 1 812 555 362 381 , Hækkunaráhrif virðisaukaskatts Töflur þær sem hér sjást sýna verðbækkunaráhrif virðisaukaskatts, ef upp væri tekinn, sem einkum bitnuðu á matvælum, en þau eru undanþegin söluskatti hér á landi. Frumvarpi um virðisaukaskatt var vísað til ríkisstjórn- arinnar til nánari undirbúnings. ingar, 4) rekstur sjúkrahúsa, 5) sala á neyzluvatni, heitu vatni, olíu og rafmagni til húshitunar, 6) þjónusta lækna, lögfræðinga, verkfræðinga og hliðstæðra aðila og 7) þjónusta banka og spari- sjóða. Undanþágur frá söluskatti eru það margar hér á landi að þær eru taldar „hafa veruleg áhrif á alla framkvæmd kerfisins og öryggi þess“. Þær valda mismunun í sam- keppnisaðstöðu atvinnugreina og framleiðsluaðferða (uppsöfnun- aráhrif). Ljóst er að neytendur beina vali sínu fremur að vörum og þjónustu sem eru undanþegnar söluskatti. Söluskatturinn hefur því áhrif á neyzluvenjur. Kostir söluskattskerfis, eins og hér ríkir, er einföld og ekki sízt ódýr framkvæmd. Gallar þess eru, eins og fyrr segir, fólgnir í mis- munun í samkeppnisaðstöðu, Einar Aron Pálsson - Minning Hundadagahátíð á Akureyri Fæddur 10. janúar 1968 Dáinn 16. júní 1985 Stórt skarð hefur myndast í okkar vinahóp er Einar Aron er hrifinn svo snögglega frá okkur í blóma lífsins og þetta skarð verð- ur aldrei fyllt. Einar Aron var sonur hjónanna Ingu Einarsdóttur og Páls Arons- sonar. Hann var yngstur sjö systkina. Flest okkar hafa fylgt Einari allan grunnskólann og stór vin- átta myndaðist utan og innan skólaveggjanna. Hann lagði sig strax fram við námið og það sem hann tók sér fyrir hendur kappk- ostaði hann að gera vel. í skólan- um tók hann drjúgan þátt í félags- lífinu og átti hann stóran hlut í að mynda þann góða anda sem ríkti meðal okkar skólafélaganna. Einar var alltaf einu skrefi framar en aðrir. Mikið keppnis- skap var í honum og ætíð var hann til í að keppa við hvern sem var hvort heldur var í íþrótt sem tengd var huganum eða líkamlegri íþrótt. Hann tók ósigri vel og reyndi þá bara að gera betur næst ef svo vildi til að hann bæri lægri hlut. Við munum minnast Einars sem dugmikils og atorkusams drengs sem horfði björtum augum til framtíðarinnar. Við vottum foreldrum hans Ingu og Palla, systkinum hans og öðrum aðstandendum hans dýpstu samúð og biðjum Drottin Guð að blessa þau og styrkja í þessari miklu sorg. Fyrir hönd bekkjarfélaga úr Austurbæjarskóla. Díana ívarsdóttir, Björn Óskarsson og Jón Örn Kristinsson. HALDIN verður svokölluð „Hunda- dagahátíð“ á Akureyri dagana 8.—14. júlí nk. Að hátíð þessari standa ýmsir aðilar, sem kjósa að kalla sig áhugamenn um fjölbreytt og skemmtilegt bæjarlíf. „Verður þetta nokkurs konar framhald á hinni velheppnuðu karnivalhátíð, sem haldin var hér nyrðra fyrir réttu ári,“ sagði Har- aldur Ingi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri, er blm. innti hann eftir nánari upplýsingum um há- tíðarhöld þessi. Meðal dagskráratriða verða t.d. íþróttakeppnir ýmiss konar, sigl- ingar og sjóveiðar, tónleikar, ljóðaupplestur, leikþættir, dans- leikir og margvíslegar uppákom- ur. Að sögn Haralds er mikill áhugi fyrir framtakinu meðal bæjarbúa og allt útlit fyrir að þátttaka al- mennings í gleðskap þessum verði góð. Hólar í Hjaltadal: Heyskapur að hefjast Bjp. Höfdastrtfnd, 21. jiní. SENN líður að heyskaparbyrjun að Hólum í Hjaltadal. Sauðburður gekk þar með ágætum og hliðargreinar í búskapnum hafa gengið vel. Þar er nú verið að hefja smíði á þremur kennaraíbúðum. Umsókn- ir um skólavist eru miklu fleiri en hægt er að sinna. Jón Bjarnason, skólastjóri og frú hans sögðu mér að á staðnum væru um 40 til 90 manns í heimili yfir árið, sem væri að þeirra mati sem ein fjöl- skylda. Raftahlíðin, fyrir ofan Hóla, er senn að verða að sam- felldum skógi og að Hólum komu hinn 19. júní siðastliðinn 140 skagfirskar konur, sem plöntuðu út 3.300 trjáplöntum. Unnið er að því að skógarvörður í Skagafirði verði búsettur að Hólum og fleiri framtíðarmál fyrir Hóla eru í at- hugun. Vesturgata 3 hf.: Markmiðið að tryggja árangur af kvennaári HLUTAFÉLAG hefur verið stofnaö um kaup á húseigninni Vcsturgata 3 í Reykjavík og eru það konur á öllum aldri sem hafa tekið höndum saman um húsakaupin. Markmiðið er að koma á fót menningar- og félagsheimili fyrir konur hvaðanæva af landinu og tryggja þar með að áþreifanlegur árangur náist af kvennaáratugnum. Heimilið skal rekið af konum en karlmenn eru velkomir svo vitnað sé í orð formanns félags- ins Helgu Bachmann á stofn- fundi: „Heilsaðu kónginum gæskan sagði drottningin, ég tók manninn minn með sr. Filippus það er skemmtilegra.“ í tilefni að listahátíð kvenna hafa konur i arkitektafélagi ís- lands ákveðið að kanna alla þá möguleika, sem húsin hafa upp á að bjóða. Hvaða starfsemi geti farið þar fram og hvernig þau nýtast sem best. Þegar eru uppi hugmyndir um að útbúa lítið leikhús og að tónlistafólki verði gefinn kostur á tónleikahaldi. Komið verði upp sýningarað- stöðu fyrir myndlist og aðrar skyldar listgreinar, annaðhvort í veitingasal eða í smærri sölum en meiningin er að koma upp kaffi eða veitingahúsi, sem fyrst í einu húsanna. í húsunum verður ennfremur hægt að halda ýmis námskeið og þar getur farið fram útgáfu- starfsemi. Hægt verður að halda fundi ef svo ber undir en húsin verða algerlega óháð öllum póli- tískum samtökum. Tímabundinni vinnuaðstöðu verður komið upp fyrir konur, sem vantar afdrep til að sinna hugðarefnum sínum hvort sem þær eru búsettar á Stór- Reykjavíkursvæðinu eða eru utan af landi. Þá er einnig gert ráð fyrir að hægt verði að leigja út aðstöðu til margskonar starf- semi tengdri menningu eða list- um í húsunum og að konur af landsbyggðinni eigi kost á gisti- rúmi í húsunum á meðan þær sinni hugðarefnum sínum. Hlutabréfin eru hönnuð af sjö íslenskum listakonum og sölu bréfanna er dreift á eitt ár. Skrifstofa hlutafélagsins Vest- urgata 3, er opin alla virka daga frá kl 16—18 og síminn er 1-90- 55. Þar er hægt að skrá sig sem hluthafa og greiða hlutaféð. Einnig er tekið við greiðslum um póstgiróreikning 40544-2 í öllum pósthúsum og bönkum. Björn í Bæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.