Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 23. JtMf 1985 53 neyzlustýring og undanþágu- ákvæði, sem valda erfiðleikum í skatteftirliti. íu ára könnun viröisaukaskatts Virðisaukaskattur hefur verið til athugunar hér landi í rúman áratug. Margvíslegar kannanir hafa farið fram, hann varðandi, og a.m.k. tvær skýrslur um hann gerðar á vegum fjármálaráðu- neytis, 1971 og 1975. Það eru fyrst jpg fremst megingallar söluskatts- ins, sem knúið hafa á um könnun virðisaukaskatts, en þá má draga saman í tvo höfuðpunkta: • Undanþágur frá söluskatti, sem hér viðgangast, raska samkeppn- isaðstöðu framleiðslugreina og framleiðsluaðferða og hafa óeðli- leg áhrif á neyzluval. • Þær skapa og verulega erfið- Íeika við framkvæmd og eftirlit >neð skattinum. Virðirsaukaskattur viðgengst nú í flestum ríkjum V-Evrópu. Hann er talinn bæta úr höfuðgöll- um söluskattskerfisins, ef skatt- skyldusvið er jafnframt víkkað út. Hann er hinsvegar flóknari, viða- bieiri og dýrari í framkvæmd. ; Virðisaukaskattur er neyzlu- skattur sem lagður er á söluverð vöru og þjónustu á öllum við- skiptastigum, þ.e. fjölstigaskattur. Hann hefur ekki margsköttun í för með sér. Hvert fyrirtæki greið- ir ríkissjóði aðeins skatt af VIRÐ- ISAUKA, sem hjá því myndast. Aðaleinkenni virðisaukaskatts er sá að hann leggst í raun aðeins einu sinni á sama verðmætið, hversu oft sem það gengur milli viðskiptastiga, og verður hann því hlutlaus gagnvart söluverði til endanlegs neytanda. Ef 21% virð- isaukaskattur verður upp tekinn svarar heildarfjárhæð skattsins til endanlegs neytanda. Undanþágulaus virðisauka- skattur raskar hinsvegar illa því „samræmi" sem nú er milli mis- munandi vöru. Virðisaukaskattur, sem kæmi af fullum þunga á mat- vörur, sem eru undanþegnar sölu- skatti, þyngdi mjög, að öðru óbreyttu, almenna framfærslu heimila. Hinsvegar kynnu aðrir útgjaldaþættir en matvæli að lækka nokkuð. Meðfylgjandi töfl- ur, sem teknar eru að láni úr frumvarpi um virðisaukaskatt, sem Alþingi hefur á ný vísað til ríkisstjórnarinnar, sýnir áætluð verðáhrif virðisaukaskatts, í sam- anburði við söluskatt, miðað við einkaneyzlu o.fl. þætti 1980. Samdóma álit þingnefndar Fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis segir m.a. í samdóma nefndaráliti um virðis- aukafrumvarpið: „Allir eru sammála um að hár virðisaukaskattur yrði ekki lagður á brýnustu lífsnauðsynjar sem nú eru undanþegnar söluskatti nema víðtækar hliðarráðstafanir yrðu gerðar, en um þær eru engar ákveðnar tillögur fram komnar. Nefndin hefur spurzt fyrir um það hvernig álagningu virðisauka- skatts væri háttað í öðrum Evrópulöndum og hefur nú fengið þær upplýsingar að þar sé víða um misháan skatt að ræða eins og eft- irfarandi bréf ríkisskattstjóra til fjármálaráðuneytisins, dags. 22. maí sl., ber með sér: „Hér með sendist ráðuneytinu svar við fyrirspurn varðandi virð- isaukaskatt sem barst símleiðis 17. maí sl. Fyrirspurnin var: Hvaða virðisaukaskattshlutföll eru í nágrannaríkjum okkar og ef um fleiri en eitt skatthlutfall er að ræða, hvert er skatthlutfallið á vörum annars vegar og þjónustu hins vegar? Skipta má nágrannaríkjum okkar í tvo hópa að því er varðar virðisaukaskattshlutfall. Annars vegar eru ríki sem hafa í aðalat- riðum eitt skatthlutfall með til- tölulega fáum undanþágum, hins vegar eru ríki sem hafa eitt al- mennt skatthlutfall en með all- miklum frávikum. Hér á eftir er tafla sem sýnir hið almenna virð- isaukahlutfall í 12 nágrannaríkj- um okkar og meginfrávik frá því: Ríki með „eitt“ virðis- aukaskattshlutfall Danmörk ..._________ 22% Noregur .............. 20% Svíþjóð .............. 23% Bretland ________...... 15%. Ríki með fleiri en eitt virðisaukaskattshlutfall Austurríki 20% almennt hlut- fa.ll, 32% hækkað hlutfall og 10% lækkað hlutfall; Belgía (samsvar- andi tölur): 10%, 25%, 6% og 5,5%; Frakkland 18,6%, 33%, 7% og 5,5% ...“ í frekari upptalningu, sem á eftir fylgir, er Irland með hæsta almennt hlutfall, 35%, en Luxemborg með lægst, 14%. Síðan segir áfram í bréfinu: „Þeir flokkar vöru og þjónustu sem falla undir hækkað eða lækk- að hlutfall eru yfirleitt tilgreindir í reglum einstakra ríkja sem und- anþága frá hinu almenna skatt- hlutfalli. Almennt má segja að hækkað hlutfall leggist á lúxusvörur, svo sem skartgripi, ljósmyndavörur, hljómflutningstæki, bifreiðar, skinnavörur o.fl. Almennt má segja að lækkað hlutfall komi á matvörur ýmiss konar, þjónustu leikhúsa, hljóm- leikahald, fólksflutninga, lista- verk, blöð, bækur, ýmsa þætti landbúnaðar, lyf, ýmsa ferða- mannaþjónustu o.fl. o.fl. Reglurnar um hækkað eða lækkað skatthlutfall eru dálítið mismunandi eftir ríkjum ...“ Lokaorð nefndarálitsins eru þessi: „Ljóst er af framansögðu að mál þetta þarfnast fyllri undirbúnings og frekari athugunar og því leggur nefndin til að því (frumvarpinu) verði vísað til ríkisstjórnarinnar." Fulltrúar allra þingflokka, sex talsins, vóru samdóma um fram- angreint nefndarálit og frávísun, svo og viðkomandi þingdeild. Virðisaukaskattur hér á landi stendur því í sömu sporum eftir þetta þing sem fyrir það. Vegna skrifa Helga Hálfdanarsonar um Kermóafoss: Á hverju ári er sett fyr- irstaða í vesturkvíslina göngu í þessar ár og laxinn hefur af af einhverjum ókunnum ástæð- um valið að ganga í austurkvíslina en aldrei í vesturkvíslina. Yfirleitt er gengið ákaflega Sumarbúðir á Hólum — segir Haukur Pálmason, aðstoðarraf- magnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur „Á hverju ári um laxveiöitímann, sem stendur frá 10. júní til 10. septem- ber, er sett fyrirstaða í svokallaða vesturkvísl í Elliðaánum og vatninu beint í austurkvíslina til að tryggja að laxinn komist upp árnar,“ sagði Haukur Pálmason, aðstoðarrafmagnsstjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur þegar hann var inntur eftir hversvegna ekkert vatn væri í Kermóafossi í vesturkvísl f Elliðaánum. í Morgunblaðinu föstudaginn 21. júní síðastliðinn fer Helgi Hálfdanarson þess á leit við þá aðila, sem bera ábyrgð á vatns- leysi í Kermóafossi að þeir skýri mál sitt. Að sögn Hauks háttar þannig til við Höfðabakkabrúna að árnar skiptast í austur- og vesturkvísl og svo lengi sem hann man, eða frá því hann kom til starfa hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur 1950, hefur á hverju vori verið sett fyrirstaða í árnar á þessum stað ofan við fossinn. Fyrirstaðan er úr timbri og skorðuð við steyptan þröskuld á árbotninum þann tíma sem hún er í ánum. Þröskuldurinn er í kafi þegar vatnið er eðlilegt I ánum. „Það geta auðvitað allir verið sammála um að Kermóafoss er fallegri með miklu vatni heldur en litlu sumarvatni, en þarna er ekki um neinar beinar aðgerðir að ræða við fossinn sjálfan, við hon- um hefur ekkert verið snert,“ sagði Haukur. „Þó að við vildum allt gera til að halda fullu vatni I fossinum á sumrin þá getum við ekki gert það. Meðal annars vegna þess að það er líka ákveðin nátt- úruvernd í því að tryggja laxa- varlega um Elliðaársvæðið og það haft að leiðarljósi að spilla ekki umhverfinu þrátt fyrir að um svæðið hafi verið lagt holræsi og hitaveita." Meðalrennsli í ánum eru 4 rúmmetrar á sek., en á sumrin fer rennslið allt niður í 1,2 til 1,5 rúmmetra á sek. Vatnsmiölun úr vatninu er nýtt á veturna og þá notuð til rafmagnsframleiðslu. Á vorin hefur hinsvegar gengið það mikið á vatnsforðann í vatninu, sem er í hæstu stöðu á haustin, að þörf er á vatnssöflun til vetrarins. Bae, Höfdwrtrönd, 21. Júnf. ÞAÐ var sól og sumar eins og get- ur best orðið er við Stína Gísla- dóttir, guðfreðinemi, beimsóttum sumarbúðir barna á vegum þjóð- kirkjunnar á Hólum. Þarna voru 40 börn í fimm daga orlofi, 9 til 12 ára gömul. Áætlað er að þar dvelji 160 börn í sumar, en á þeim þrem- ur árum sem búðir þessar hafa starfað hafa þar verið 500—600 börn og mörg af þeim sækjast eftir að koma ár eftir ár. Nú voru þarna 20 úr Skagafirði og 20 úr Húna- þingi. Kostnaður í hverjum flokki er krónur 1000 á barn. Sumarbúða- stjóri er Karl Lúðviksson, Varmahlíð, en þar að auki eru þar til skiptis prestar úr Skaga- firði og Húnavatnssýslu og skól- astjórinn á Hólum. Er við kom- um þangað var Hjálmar Jóns- son, prófastur Skagfirðinga, þar starfandi. í þessum sumarbúð- um eru börnum kynntir ýmsir þættir sem þroskað geta skap- höfn þeirra. Staðurinn og kirkj- an eru skoðuð, búskapur í mörg- um greinum, sem rekinn er á Hólum, sund og þjálfun á hest- um, hirðing á herbergjum og föt- um, skyndihjálp og æfing í fé- lagsmálum sem uppvaxandi fólki má að gagni verða. Börnin eru stillt og prúð og full af áhuga að taka þátt í þessu uppbygg- ingarstarfi. Því miður er ekki hægt að fullnægja öllum þeim umsóknum sem berast, en sann- kölluð lífsfylling fannst mér að kynnast þessu starfi. Björn í Bæ. Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra ásamt hinum nýskipuðu sendiherrum: Francizek Stachowiak, Muz- ammel Hussain og Abdelaziz Kara. Þrír nýskipaðir sendiherrar NÝSKIPAÐUR sendiherra Pól- lands, hr. Franciszek Stachowiak, nýskipaður sendiherra Bangla- desh, hr. Muzammel Hussain, og nýskipaður sendiherra Alsírs hr. Abdelaziz Kara, afhentu forseta Islands trúnaðarbréf sín þriðju- daginn 11. júní að viðstöddum Matthíasi Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra. Síðdegis þáðu sendiherrarnir boð forseta íslands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Póllands hefur aðsetur í Osló en sendiherrar Als'r og Bangladesh í Stokkhólmi. (Frétutilkynning.) Flateyringum færð þrektæki FUteyrí, 13. júní. LIONSKLÚBBUR Önundarfjarð- ar gaf nýlega mjög fullkomin þrektæki, að verðmæti um 70 þús- und krónur, til Sundlaugar Flat- eyrarhrepps. Ægir E. Hafberg, sparisjóðs- að gjöf stjóri, afhenti tækin fyrir hönd Lionsmanna, en Eiríkur Finnur Greipsson, oddviti, tók við þeim fyrir hönd Flateyrarhrepps. Sagði Eiríkur þessa rausnarlegu gjöf sýna glöggt hvern hug lionsmenn bæru til heimahag- anna. glH " Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. S.HELGASONHF STEINSNIIOJA SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIOJA SKOvWLfVEGI 48 SÍMI 76677 V LEGSTEE ^AR “ H.F. ími 81960 MOSAIK Hamarshöfða 4 — S m Itfgnndiifeifr tn CO MetsöluUað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.