Morgunblaðið - 30.06.1985, Side 24

Morgunblaðið - 30.06.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 Leitíniii dauða hans, þar sem hann hefði óttazt þær afleiðingar, sem það hefði getað haft fyrir fjölskylduna og þá sem hjálpuðu föður hans, ef frétzt hefði um andlátið. „En nú er þrýstingurinn orðinn of mikill," sagði hann. „Ég studdi ekki föður minn, en ég vildi heldur ekki svíkja hann.“ Rolf þiggur ekki greiðslu frá „Bunte" fyrir gögnin, sem hann afhenti tímaritinu. Hann kveðst ekki vilja hreinsa nafn föður síns. Þvert á móti hafi hann djúpa samúð með öllum þeim sem urðu fórnarlömb til- rauna hans í Auschwitz. Máliö útkljáð? Atburðirnir, sem leiddu til þess að líkið fannst skammt Sao Paulo, hófust í Jerús- alem í febrúar sl. þegar tvíburar, sem Mengele gerði tilraunir á í Auschwitz, efndu til „réttarhalda" gegn honum. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum og bandaríska dómsmálaráðuneytið fyrir- skipaði rannsókn. Kerfisbundin leit var hafin og miklum verðlaunum heitið, ef Mengele næðist. Ríkisstjórnir ísraels og Vestur-Þýzka- lands, sem lítið höfðu gert til að finna Mengele, hétu einnig miklum verðlaunum. Umfjöllun bandarískra fjölmiðla og að- gerðir bandaríska dómsmálaráðuneytisins höfðu þau áhrif að Hans-Eberhard Klein, saksóknari i Frankfurt, fékk nauðsynleg leyfi til símahlerana og lögregluaaðgerða. Þær aðgerðir leiddu til þess að nauðsynleg gögn fundust. Staðfesting sonar Mengeles virðist lokasönnunin. Ljóst er að Bandaríkjamenn, Vestur- Þjóðverjar, ísraelsmenn og jafnvel Bretar gátu gert miklu meira til að finna Meng- ele. Ein af ástæðunum til þess að hann gekk laus svo lengi var að áhugi Banda- ríkjamanna á stríðsglæpamönnum nazista dofnaði þegar kalda stríðið hófst og ýmsir gamlir nazistar voru ráðnir til leyniþjón- ustustarfa gegn Rússum. Nýbirt skjöl sýna að Bandaríkjamenn vissu talsvert um ferðir Mengeles i Suður-Ameríku eftir 1949, án þess að reynt væri að draga hann fyrir lög og dóm. Ef lík Mengeles er fundið missa nazista- veiðarar eins og Símon Wiesenthal og Be- ate Klarsfeld spón úr aski sínum. Hvorugt þeirra virðist trúa því að líkið sé fundið. Og fyrrverandi yfirmaður ísraelsku leyni- lögreglunnar Mossad, Isser Harel, er ekki sannfærður um að Mengele sé látinn. Hann bendir á að „áður hafi verið reynt að tilkynna eða sanna dauða hans og þær til- raunir reyndust allar gabb til þess ætlað að fá fólk til að gleyma Mengele-málinu". GH skv. Observer o.fl. CUPRIIMOL alvörufúavarnarefnið sem fegrar og fyrirbyggir Um allangt skeiö hafa verið til alls kyns undraefni, fúavarnarefni, sem áttu að verja timbur fyrir rotnun. í Ijós hefur komið að aðeins örfá þeirra rísa undir nafni. Vandinn er því sá að velja rétta efnið og nýta það skynsamlega. Vísindalegar kannanir sýna ótvírætt að Cuprinol er með bestu fúavarnarefnum sem framleidd hafa verið. Þetta er reynslan, hún er ólygnust. Cuprinol fúavarnarefni greinist í 4 aðalflokka: 1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu. 2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda viðarlita. 3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum. 4. Grænt fúavarnarefni í vermireiti og á gróðurhús. 1-2 yfirferðir af Cuprinol grunnfúavarnarefni með 1-2 yfirferðum af hálfgagnsæju eða þekjandi Cuprinol. Cuprinol þjónar tilgangi sínum við hinar ólíkleg- ustu aðstæður-allt frá vermireitnum upp í háfjalla- skálann. Umboðsmenn um land allt! 1 Slippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími 84255 p\as\skór \Vttð Litir: rautt, gult, blátt og grænt. St. 24—38 Kr. 50.oo Litir: dökkblátt, Ijósblátt og rautt. St. 27—40 Kr. 98.oo Póstsendum. Barónsskór Barónsstíg 18, s: 23566. ' r w NU A MYND- BANDI! Gamanmyndin vinsæla er nú komin á allar helstu myndbandaleig- ur landsins. Dreifing NÝTT LÍF Hafnarstræti 19, símar 19960 og 17270. Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.