Morgunblaðið - 30.06.1985, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGUR 30. JÚNÍ 1985
I
Steypt í plast eru blómin eins
og þau séu enn lifandi, og verða
þaö um ókomna tíö. Þarna hef-
ur Guörún notað í botninn mosa
úr fjallshlíöinni og gleymmér-
eyjar, rósir sem hún ræktar í
pottum inni og blóm ræktuö í
garðinum úti.
byggja hér eitthvert skýli, svo að
hægt væri að hafast þar við. Ég tók
því til minna ráða. Ákvað að hreyfa
ekki tryggingarféð eftir brunann,
fékk til viðbótar bankalán og lét
smíða hér lítið hús með herbergi og
salernisaðstöðu. Davíð skipti sér
ekkert af þessu, en Höskuldur son-
ur minn stóð með mér i því. Við
fluttum svo hingað 1973. Þá snerist
Viðtal við Guðrúnu Einarsdóttur í Sellátrum
mál og pólitík. Sjálf get ég ekki fellt
mig við neinn af pólitísku flokkun-
um.
Við komuna hafði Guðrún tekið á
móti blaðamanni Morgunblaðsins
með orðunum: „Vertu velkomin, EI-
ín, þú ferð ekkert lengra í kvöld.
Það er svo sjaldan sem ég hefi fólk
til að tala við um pólitík!" Ekki leist
mér á blikuna, þvi á leiðinni hafði
góður maður sem heyrði hvert ferð-
inni væri heitið sagt að Guðrún
væri hreint afbragð, „en farðu bara
ekki að tala við hana um pólitík."
Þið verðið á algerlega öndverðum
meiði. En nú sátum við þarna í
notalegu eldhúsinu og spjölluðum í
bróðerni um þjóðmálin og það sem
efst er á baugi í pólitík landsins —
tvær sæmilega skynsamar konur og
viðruðum skoðanir okkar ágrein-
Álgslaust. Ekki var gesturinn kom-
inn til að leysa með Guðrúnu lands-
málin. Það var bara aukaánægja,
áður en við gengum um húsið til að
skoða það sem hún er þar að skapa
af listmunum og um garðinn sem
hún ræktar vel, eins og raunar lífs-
ins garð.
Húsið sjálft var byggt fyrir rúm-
um áratug, flutt í það 1973. Gamli
bærinn, þar sem Guðrún hafði búið
alia ævi og eignast í átta börn,
h'afði brunnið. Þar missti fjölskyld-
an allar eigur sínar. Davíð Davíðs-
son var oddviti sveitarinnar og þau
fluttu inn á Sveinseyri. „Þar kunni
ég aldrei við mig, segir Guðrún.
„Vantaði sjóinn og brimið. Þarna er
svo lygnt og lokað, oddinn tekur af.
Davíð varð stundum að aka mér
hingað út eftir til að ég gæti fengið
að sjá lifandi sjó. Davíð vildi að við
settumst að innfrá, en ég var ekki
sá(,t við það. Vildi að minnsta kosti
En Guðrún situr ekki aðgerðar-
laus og horfir á hafið. Hún hefur
ýmislegt fyrir stafni, sem ekki ber
aldeilis merki einbúa á afskekktri
sjávarströnd. Uppi á loftinu hjá
henni er heljarmikill vefstóll, sem
hún vefur í refla og stólaáklæði.
Litar allt bandið úr eigin jurtalit-
um. Niðri hjá henni er góður leir-
brennsiuofn, sem hún brennir í
skálar, fugla og annað sem hún hef-
ur mótað úr leir. í hinum endanum
á loftinu er allt fullt af blómum
sem hún er að þurrka með sinni
eigin aðferð og lyktin sem berst á
móti manni er af plastvökvanum
sem hún notar til að steypa í þurrk-
uð blómin, svo þau geymist sem ný
í tærum íshjúp. Skeljar og alls kyns
sjávargróður hefur hún unnið og
notað sem mynstur í borðplötur og
steinum hefur hún safnað víða að,
sagað í steinsög og slípað til að ná
fallegum formum. Og á veggjum
hanga blómamyndir sem hún hefur
teiknað á staðnum og málað. Hún
er sannarlega fagurkeri, hún Guð-
rún i Sellátrum, og kann að nýta
það sem umhverfið býður upp á.
Hefur prófað sig áfram með form,
liti og efni og er að frá morgni fram
á kvöld.
En fyrst og fremst er hún náttúr-
uunnandi. Hún er formaður Skóg-
ræktarfélagsins í sýslunni og hún á
sæti í náttúruverndarnefnd Vest-
ur-BarðastrandarsýsIu. Undirrituð
hafði hitt hana á náttúruverndar-
þingum. Þegar boðuð var koma
gestsins fyrr um daginn, hafði hún
drifið sig inn á Sveinseyri til að
senda frá sér hluta af 900 plöntum
er henni höfðu horist frá Skógrækt-
inni og þurfti að dreifa í hreppana.
Hún er með eigin bíl. Dreif sig í að
læra að aka og keypti bílinn þótt
komin væri yfir sextugt eftir að
maður hennar lést, svo að hún
þyrfti ekki að flytja burtu. „Börnin
mín segja að nógu slæmt sé að vita
af mér hér einni, en verra þó að vita
af mér með bíl að auki,“ segir hún
og hlær við.
Verklegt líf
En hvers vegna skyldi Guðrún
ieggja ofurkapp á að sitja um kyrrt
á þessum stað við hafið? Þarna eru
hennar rætur. — Ég hafði alltaf
geysimikinn áhuga á að fylgjast
með sjónum. Þegar ég var að alast
upp hér á Sellátrum var róið úr vík-
unum. Róið var úr Miðvík og þar
voru verbúðir, bóndinn frá Arnar-
stapa réri frá stað sem er hér rétt
utan við ána og róið var úr Hvalvík-
inni, en pabbi réri úr Traðarvík.
Eftir að mótorbátarnir komu var
farið að róa héðan heiman frá Sel-
látrum. Við krakkarnir lifðum í
þessu og færðum sjómönnunum oft
matinn. Svo voru brimlendingarn-
ar, lending upp á líf og dauða. Mað-
ur var að springa úr spenningi við
að horfa á þá. Ég þekkti konur sem
Það er ekki hægt að villast, aktu bara eins langt og þú kemst út með Tálknafirðinum
norðanverðum. Þar sem enginn vegur fyrirfinnst lengur, þar býr Guðrún Einarsdóttir. Þetta
voru leiðbeiningarnar til að ná fundi viðmælandans í þessu samtali. Og þetta reyndist
laukrétt. Þarna við endann á veginum býr Guðrún ein í snotru húsi með vestfirskt hamrabelti
í fjallshlíðinni fyrir ofan og útsýni yfír fjörðinn til hins sérkennilega fjalls Tálkna handan
hans. Hún vill vera við „lifandi“ sjó þar sem brimar, en ekki í lygnunni inni í fíröinum. Þarna
er hún fædd og hefur dvalið þar á sama stað nema rétt á meðan hún var við nám í
Staðarfellsskóla og eftir að bærinn brann og hjónin fengu inni í barnaskólanum í þorpinu. Og
þarna lagði hún kapp á að byggja sér hús með seinni manni sínum, Davíð Davíðssyni, sem
látinn er fyrir nokkrum árum.
Þar sem vegurinn
endar út meö
Tálknafiröi stendur
húsiö hennar Guö-
rúnar undir
fjallshlíöinni og viö
„lifandi" haf.
sneru í þá bakinu, gátu ekki afborið
að horfa á þá koma inn. Þetta var
óskaplega tvísýnt líf. En einhvern
veginn finnst manni þetta miklu
verklegra líf en nú er. Það stafaði
svo miklu meira öryggi frá þessu
fólki. Núna finnst mér fólk vera svo
barnalegt og lítt traustvekjandi.
Pullorðið fólk engu síður, allt upp í
stjórnvöld. Eins og vanti í það ein-
hvern lífsskilning. Maður hlustar á
allt þetta mas í útvarpi og sjón-
varpi og þetta auglýsingaskrum.
Engu líkara en búið sé að þvo úr
fólki það sem er ætlast til að sé í
því, dómgreindina. Raunar ekki
undarlegt, með þessum vinnubrögð-
um í skólunum sem enginn sleppur
framhjá. Ef það hefði átt fyrir mér
að liggja þegar ég var um fermingu
— ég vanist á að dingla svona án
þess að ákveða nokkuð sjálf — þá
hefði ég verið búin að vera. Við það
fer úr manni allt næmi. Hvernig á
svo þetta unga fólk að meta hlutina,
þegar búið er að þurrka allt næmi
út?“
Guðrún ólst semsagt upp á Sel-
látrum við hefðbundinn búskap
með kýr, kindur og hænsni. Og hún
hélt áfram að búa þar með móður
sinni eftir að faðir hennar dó og
einnig með fyrri manni sínum Ólafi
Finnbogasyni. Þegar hún m:ssti
hann frá fjórum börnum þeirra,
skrifaði henni Björn bróðir hennar
og sagði henni að láta ekki frá sér
börnin, hann skyldi hjálpa til við að
sjá fyrir þeim. Björn hafði farið til
Ameríku ásamt Bjarna móðurbróð-
ur sínum, en þar var Kristján
Kristjánsson móðurbróðir systkin-
anna orðinn skipstjóri. Og raunar
var þriðji móðurbróðirinn, Arn-
grímur Valagils, sestur að vestra.
Þær mæðgurnar bjuggu því áfram
á Sellátrum og Björn sendi peninga
heim eins og hann hafði heitið.
Hann sagði fyrir um hvernig hann
vildi láta byggja upp á jörðinni,
m.a. endurnýja útihúsin. En heldur
voru þær mæðgur miður sín þegar
Dagmar kona Kristjáns skrifaði
þeim að Björn hefði gerst sjálfboða-
liði í hernum, trúðu því ekki að
hann hefði sjálfviljugur boðið sig
fram til að deyða menn. Ekki kom
þó til þess, því hann var liðþjálfi í
þjálfunarbúðum og eftir stríðið
réðst hann sem skipstjóri á skip frá
Boston. Oliuskip sigldi á þá í þoku
og þeir Björn og Bjarni voru báðir í
þeim hluta skipsins sem sökk.
„Davíð Davíðsson hafði verið hjá
okkur við smíðar eftir að við vorum
orðnar tvær einar og ég giftist hon-
um, svo að aldrei fór ég héðan, segii
Guðrún. Davíð var sjómaður en
hanr. var virkur í verkalýðshreyf-
ingunni og gekk því oft illa að fá
vinnu á bátum á þessum fyrstu ár-
um verkalýðsbaráttunnar, þar til
þeir komust að því að skárra væri
að hafa hann úti á sjó en í landi,
segir Guðrún og hlær við. Hann var
fyrst alþýðuflokksmaður og gerðist
síðar alþýðubandalagsmaður, eins
og það heitir nú. Pabbi minn var
stækur sjálfstæðismaður og ég
trúði á það sem hann hafði sagt, svo
að oft lentum við í deilum um málin
framan af. Davíð var svo greindur
maður og þótt við værum ekki allt-
af sammála þá var svo gaman að
tala við hann um málin — því þau
eru það scm pólitíkin snýst um,
ekkert annað. Við ræddum alltaf
svo mikið saman og það þykir mér
verst eftir að ég er orðin ein að hér
er enginn til að ræða við um þjóð-
Guðrún í Sellátr-
um meö eitt af
listaverkum sínum,
blóm þurrkuð og
steypt í glæran
plasthjúp. í baksýn
garöurinn hennar
meö gömlum
birkihríslum og
þoka læðist niöur
hlíöar Tálkna
handan fjaröarins.
TEXTI OG MYNDIR:
ELÍN PÁLMADÓTTIR
Hefði
hvergi
frekar
viljað
búa ein