Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 7
■............. .................................. ..........................................I------------------- MOKGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 5 JÖLÍ 1985 ------------------------ 1 Vaöið yfir Norðurá fyrir neðan Laxfoss við stigann og Nikulásarker. Þeir hafa fengið einn á Eyrinni garparnir. Veiðin hefur glæðst talsvert í Norðurá síðustu daga. Tregt í Selá „Veiðin byrjaði 1. júlí og þann dag veiddust þrír smálaxar, 5,5 og 6 punda, en nokkru áður hafði einn 12 punda fiskur náðst í til- raunaveiði. Síðan hefur ekkert veiðst, en veiðimenn séð eitthvað kvikt í ánni," sagði Helgi Þor- steinsson á Ytrinýpum í Vopna- firði er hann var inntur eftir veiði og horfum í Selá. Helgi sagði ennfremur, að byrjunin væri í samræmi við spár fiski- fræðinga, þ.e.a.s. ekki væri reikn- að með stórlaxagöngum að nokkru marki, hins vegar myndu trúlega koma nothæfar smálax- agöngur og „vonandi eru smálax- arnir sem veiddust á mánudaginn undanfari þess sem koma skal", sagði Helgi. Þess má geta, að veiði er vart hafin í Hofsá, einn og einn hefur verið að renna í hana síðustu daga, en talna úr ánni er ekki að vænta fyrr en í byrjun næstu viku. Afspyrnulélegt í Vatnsdalnum „Það eru komnir 40 laxar á land, það er nú allt og sumt, þó sögðu þeir í morgun að hann væri að ganga, þeir fengu þá þrjá ný- gengna laxa, tvo litla og einn stóran, alla á neðsta svæðinu. Annars hafa þessir fiskar veiðst vítt og breitt, meira að segja einn í Álku," sagði Ingibjörg Þorkels- dóttir í veiðihúsinu f Flóðvangi í Vatnsdal í samtali við Morgun- blaðið 1 gærdag. Stærstu laxarnir til þessa vógu 14 pund og hafa nokkrir slfkir verið dregnir upp á bakkann. Svipaða sögu er að segja í flestum eða öllum ám í Húnavatnssýslum, veiðin er treg og það segir mikla sögu að það skuli vera talað um „göngu" þegar þrír laxar veiðast á einum morgni í á þar sem veitt er á sex stangir. Álftá: glæddist eftir rigninguna „Það hefur eitthvað glæðst og þá eftir rigninguna sem kom um síðustu helgi. Þá veiddust fjórir laxar og menn hafa séð dálítið af laxi hér og þar f ánni síðan," sagði Páll Þorsteinsson í Álftár- tungu í samtali við Morgunblaðið f gærdag. Hann sagði laxana alla hafa verið fremur smáa, en gat þess að hann vissi ekki hvort eitthvað hefði veiðst síðustu þrjá dagana. Álftá er afar vatnslftil um þessar mundir og sagði Páll ennfremur, að stórar göngur kæmu upp í ósinn á hverju flóði, en hopuðu aftur, trúlega vegna þess hve vatnið er lítið, „það þarf að rigna og rigna vel ef laxinn á að ganga upp ána," bætti Páll við. Stórar göngur í Laxá í Leir. „Það hafa komið stórar göngur í ána síðustu dagana, Laxfoss er fullur af fiski og strengirnir fyrir neðan einnig. Þetta er yfirleitt smálax, en vænir fiskar f bland. Það komu 17 laxar á land í morg- un,“ sagði Haukur Garðarsson í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Laxá er vatnslitil um þessar mundir, en samt er lax kominn upp um allt. Framan af var al- gengasta stærðin 9—12 pund, al- gengt að fá 13—14 punda laxa, en frá mánaðamótum að kalla hafa 5—6 punda laxar, feitir og falleg- ir, verið tiðastir í aflanum. Það veiðist bæði á flugu og maðk og frá og með komandi helgi verður eingöngu leyft að veiða á flugu fram í ágúst. Bestu flugurnar til þessa hafa verið Þingeyingur og Black Sheep. Stærsti lax sumars- ins til þessa veiddist í morgun, 16 punda lax. Leiöréttingar 1 veiðifréttum Morgunblaðsins í fyrradag var prentvilla ein meinleg, þar sagði að Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra hefði dregið 110 laxa úr Kirkju- streng í Þverá á einum morgni. Hið rétta var auðvitað 10 laxar. Þá var haft eftir viðmælanda í veiðihúsinu við Norðurá að trú- lega væru komnir vel á þriðja hundrað laxar úr ánni að Stekk undanskildum. Síðar hefur komið fram að þetta var hógvær ágisk- un Norðurármanna, þeir hefðu getað bætt um 100 fiskum við ágiskun sína án þess að fara með rangt mál. Þetta leiðréttist hér með. 7 Hafnarfjörður: Útboð ekki ákveðið í FRÉTT viðskiptablaðsins í gær var ranglega sagt að Hafnarfjarð- arbær hafi þegar ákveðið að bjóða út skyldutryggingar fasteigna. Hið rétta er, eins og kom fram á baksíðu Morgunblaðsins, að bæjarfélagið hefur sagt upp samningi við Brunabótafélag Is- lands, en ekki liggur fyrir hvort samið verður við félagið aftur eða leitað tilboða. Garðabær hef- ur hins vegar ákveðið að útboð skuli fara fram. Helgar- veðrid UM HELGINA má, að sögn Veð- urstofunnar, búast við breyti- legri átt eða norðangolu. Hiti verður líklega nálægt meðallagi. Á hálendinu verður skýjað með köflum en norðanlands hætt við smáskúrum. íslenskur lögfræðing- ur fær málflutnings- réttindi í New York NÝLEGA stóðst islenskur lögfræð- ingur, Magnús Gylfi Þorsteinsson, próf það sem lögfræðingum í New York er gert að ganga undir til að öðlast málfiutningsleyfi (New York State Bar Exam). Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þetta i fyrsta sinn sem íslenskur lögfræðingur öðlast slík réttindi. Alls tóku 2414 lög- fræðingar prófið en aðeins 47%, eða 1129, stóðust. Talið er að þetta próf ásamt sambærilegu prófi i Kaliforníu sé hið erfiðasta sem lög- fræðingar í Bandaríkjunum þurfa að gangast undir til að öðlast mál- flutningsréttindi. Magnús Gylfi Þorsteinsson fæddist í Reykjavík 1957. Hann varð stúdent frá MR 1977 og út- skrifaðist úr lagadeild Háskóla ís- lands 1983. Hann starfaði sem dómarafulltrúi hjá bæjarfógetan- um í Kópavogi um skeið. Stundaði framhaldsnám i Austurríki við McGeorge School of Law í sam- vinnu við háskólann í Salzborg vet- urinn 1983—84. Hann hlaut styrk austurrísku sjórnarinnar til að stunda sjálfstæðar rannsóknir á sviði mannréttinda. árinu 1983 starfaði hann í tvo mánuði á dönsku lögmannsskrifstofunni Kromann, Nerregaard & Friis. Magnús Gylfi Þorsteinsson Hann hefur verið i New York síð- an í september 1984 og starfaði sem nemandi hjá lögmannafyrir- tækinu DeOrchis & Partners, sem sérhæfir sig í sjórétti og alþjóða- rétti. Magnús Gylfi er búsettur 1 New York og starfar þar sem lögfræð- ingur. Hann er kvæntur Susan Esposito, sem einnig er lögfræðing- ur. Foreldrar Magnúsar Gylfa eru Katrin Magnúsdóttir og Þorsteinn Baldursson framkvæmdastjóri. Málverkasýning opnuð í Listasafni Háskóla íslands LISTASAFN Háskóla íslands hefur Sverris Sigurðssonar, sem eru í nú fengið húsnæði á efstu hæð í eigu safnsins, verður opnuð laug- Odda, hinni nýju byggingu Háskól- ardaginn 6. júlf kl. 13.30. Verður ans sem stendur fyrir neðan Árna- sýningin opin daglega fram eftir garð sumri milli kl. 13.30 og 17.00. Að- Sýning á verkum hjónanna gangur er ókeypis. Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þessi reiknivél frá SHARP þjónar þér vel. Hún er mikilvirk, snörogskýr. Húnprentarút 12 stafa tölurauk tveggja tákna. U.þ.b. 3,1 lína/sek. og mínustölur írauöu. Fluorsent skjársem þægilegt eraö lesa af. Ekki spillir verðið: 5,028.-stgr. SHARP —HLJÖMB/EfflM! HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.