Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 13 Flotta galleríið Myndlist Valtýr Pétursson Nú er komin þridja sýningin i galleríið, sem heitir um þessar mundir Flotta gallerftð, en er ég skrifaði seinast um sýningu á sama stað, hét það Salurinn. Það skiptir í sjálfu sér engu máli, staðurinn er á Vesturgðtu 3 í kjallaranum i því húsi, þar sem i eina tíð var fataverslun og í aðra tíð vélaverslun. Nú er þar sem sé galleri, og er það ungt fólk, sem að þvi stendur. Þarna eru til sýnis ýmis verk, og er það kven- fólk, sem þau hefur unnið, að undanskildum Magnúsi Þór, sem mun þekktari undir nafninu Megas. Kritarmyndir og grafík eru undirstaðan i þessari sýn- ingu hjá kvenþjóðinni, en Megas sýnir olíumálverk og kemur nú miklu sterkari til leiks en á fyrri sýningu á sama stað. Hann er þegar á góðri leið með að skapa sér sérstæðan stfl og tekur á viðfangsefnum sínum með festu og tilfinningu, minnir jafnvel á suma af gömlu fóvistunum (þá villtu), er létu einkum til sín taka eftir seinustu aldamót. Guðný Björk Richards á þarna nokkrar litrikar teikningar, en hún kemur sterkari út i sviðs- mynd sinni, sem nú má sjá i leik- ritinu Piaf sem sýnt er i Gamla Bíói þessa dagana. Margrét Birgis teiknar meðal annars ýsubein og gerir því góð skil. Sigrún Ögmundsdóttir sýn- ir einnig nokkur tilþrif og þá er hópurinn upp talinn. Það er ekki hægt að segja mik- íft um þetta fólk. Það er allt i mótun og hefur sjáanlega mikla þörf fyrir að koma verkum sín- um á framfæri. Það er virð- ingarvert framtak að stofna gallerí, en það útheimtir mikla vinnu og þolinmæði að halda slíku fyrirtæki í horfinu. Engu vil ég spá um, hver framvinda verður hjá þessum hópi, en nokkuð mörg gallerí hafa séð dagsins ljós hér i borg og orðið mismunandi langlíf. Vonandi verður þetta framtak til að þroska og efla þetta unga fólk í anda og verki. Það er því lítið annað að gera en óska því alls hins besta og bíða framvindu mála. Þetta er ferskur hópur og verkin tala sinu máli. Það er skemmtilegt að koma við þarna í kjallaranum á Vesturgötu 3, og sem betur fer virðist Megas ætla að lifa af konurikið á sýning- unni. Ina Salome Myndlist Valtýr Pétursson í Gallerí Langbrók stendur nú yfir sýning á verkum ungrar listakonu. Ina Salome. Hún mál- ar myndir sínar með textíllitum á bómuilarefni og nær með þvi alisérstæðum blæbrigðum, sem sjaldséð eru á sýningum hér- lendis. ína hefur sýnt verk sín hér á samsýningum í nokkur skipti, en ég held, að um hennar fyrstu einkasýningu sé að ræða. ína byggir verk sín á sterkan og einfaldan hátt. Hún notar stór form og fáa liti og nær þannig fram sérstökum svip, sem er einkennandi fyrir vinnu- brögð hennar. En ína er, eins og flestir aðrir ungir listamenn, litt skrifað blað, þótt ekki leyni það sér, að hún hefur til að bera góða hæfi- leika, sem geta komið að góðu gagni, ef rétt er á haldið. I heild er sýning ínu samstæð og gefur góða innsýn í mynd- heim hennar. Ina hefur næma tilfinningu fyrir heitum litum og kemst vel frá myndbyggingu sinni, sem er ákveðin og einföld eins og áður segir. Það eru að- eins sjö verk á þessari sýningu, enda er húsnæðið litið, en það var verulega gaman að sjá þessi verk og sjá, hvað listakonan unga er að fást við í útlegð sinni í Finnlandi, en þar mun hún bú- sett um þessar mundir. Mætti segja mér, að þar væri hún í góð- um félagsskap, hvað textílvinnu snertir, því að Finnar eru fremstir manna á því sviði. Það er ætíð ánægjulegt, þegar ungir listarnenn koma heim eftir að hafa stundað nám erlendis og sýna verulegan árangur. Sú er raunin þessu sinni, og ég óska til hamingju með þessa snotru og einlægu sýningu. Því má bæta við, að ekkert þeirra verka, sem á sýningunni eru, hefur titil, og sýnir það í sjálfu sér, hvernig listakonan hugsar — látlaust og tilgerðarlaust. Þeir eru kraft- miklir litirnir á veggjum galleri Langbrókar þessa dagana. JMtogmtMafeife Áskriftarsíminn er 83033 Atmonna auglytinqaato'an h< 8 ^'&assafr, ’OOOnT**' A/s, lláHuvéla marhaðurinn Smiðjuvegur 30 E-gata, Kópavogur Simi 77066 Sláttuvélar wfyrir allar stærðir garða 0 Landsins mesta úrval viðurkenndra sláttuvéla. Æ • Liprir sölumenn veita faglegar ráðleggingar. Æ 0 Ars ábyrgð fylgir öllum vélum. Æ 0 Öruggar leiðbeiningar um geymslu og meðferð sem tryggir langa endmgu. Æ 0 r.óð varahtuta- og viðgerðarþjónusta. m Yfir 20 tegundir sláttuvéla Fisléttir Flymosvifnökkvar. sem Uægt er að legqja saman og hengja upp á vegg eftir notkun 0 Rafsvifnökkvar 0 Bensinsvifnökkvar fyrir htla og Æ meðalstóra grasfleti 0 Atvinnusláttuvélar fyrir fina grasfletijafnt sem ' sumarbustaðalóðir 0 Snotra með aflmiklum 3.5 hestafla motor 0 Hjólabúnaður stillanlegur með einu handtaki 0 Með eða án grassafnara. Westwood garðtraktorar Liprír. sterkir og fjölhæfir. 7.5—16 hestafla mótor. Margvislegir fylgihlutir fáanlegir. Henta vel fyrir sveitarfélög og stofnanir. Crittall gróðurhús Margar stærðir. Einnig vermireitir. Versliö þar sem úrvaliö er mest og þjónustan er best. ggtEgjlFlymo/fflTffTTT Westwood hummel hittið strákcma hjá (dag er stjörnudagur í Miklagarði. Hittið íslensku íþróttastjörnumar. Dagskráin er svona: Kl. IS^-1600 Kemur knattspyrnustjarnan Ásgeir Sigurvinsson, gefur gestum plakat og áritar. Kl. 1600-™00 lOnMk »,»,30- Mánud.-m<öv''kud' •* 9-20.00 ..............9-21W .............. ... Lokað ^ laugard- Kemur íslenska landsliðið í handknattleik í heimsókn. Þar eru m.a. Sigurður Gunnarsson, sem valinn var í heimsliðið á dögunum, Páll Ólafsson „leikmaður Flugleiðamótsins" og markvörðurinn frækni Einar Þorvarðarson. Strákarnir gefa einnig áritaðar myndir af liðinu. Kl. 17°°-1730 Þá gefst viðskiptavinum einstakt tækifæri til að skora raunverulegt mark hjá landsliðsmarkvörðunum, en það hefur ekki verið auðvelt upp á síökastið._-—-rrr\ mssssss 0regiö^J^i. Gerið hagstæð og skemmtileg helgarinnkaup. /VIIKLIGdRDUR MIKIÐFYRIRLlTIÐ VI jyx

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.