Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 25

Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 25
MORGUNBLAÐiÐ, FÖSTUDAGUft 5. JÚLl 1985 25 Bandaríkin: Skógareldar í fjórum ríkjum Lofl Angeles, 3. júlí. AP. MIKLIR skógareldar geisa nú í fjóram ríkjum í Bandaríkjunum. Tveir menn hafa látió lífið, en þúsundir mann hafa þurft að flýja heimili sitt vegna skógareld- anna. Er talið að íkveikja hafi valdið skógareidunum, sem geisa i Kali- forníu, Idaho, Washington-fylki og Arizona, en 175 búðarhús og um 32 þúsund hektarar lands hafa eyði- lagst. Tjón af völdum eldanna, sem náðu útbreiðslu fyrir viku, er nú talið nema um 31 milljón dollara i Kali- forníu einni. Borgarstjórinn í Los Angles, Tom Bradley, lýsti i dag yfir neyðar- ástandi eftir að tveir höfðu farist í skógareidunum og 65 íbúðarhús eyðilagst. Borgarstjórinn f San Diego Hoger Hedgecock, lýsti yfir neyðarástandi í gær, en ástandið í grennd við borgina hefur verið mjög slæmt undanfarna daga. Portúgal: Þingrof 13. júlí og síðan kosningar Stjórn Craxis áfram við völd AP/Símamynd Francesco Cossiga, hinn nýi forseti Ítalíu, tekur I hönd Bettions Craxi, forsætisráðherra, eftir að forsetinn hafnaði lausnarbeiðni stjórnar Craxis. , 4. júlí. AP. ANTONIO Ramalho Eanes, forseti Portúgals, flutti ávarp í útvarp og sjónvarp í Lissabon í gærkvöldi, mið- vikudagskvöld, og sagðist hafa ákveðið að leysa upp þingið 13. júlí nk. daginn eftir að gengið verður frá formlegri staðfestingu á aðild Portú- gala að Evrópubandalaginu. Eanes sagði að stjórn Mario Soares myndi sitja fram yfir kosningarnar, sem verða að fara fram innan 90 daga eftir þingrof. Eanes sagði að stjórnarkreppan nú kæmi á afar óheppilegum tima fyrir Portúgal. Erfið og flókin staða væri í efnahagsmálum að þvi ógleymdu að sveitarstjórnarkosn- ingar ættu að fara fram f landinu f haust og forsetakosningar nokkru síðar. Sú ríkisstjórn sem mynduð verð- ur að kosningum loknum verður sú 16. síðan byltingin var gerð i Portú- gal í apríl 1974 og sú níunda síðan Eanes varð forseti fyrir tæpum tfu árum. Eanes sagði að hann hefði kosið að biðja Soares og stjórn hans að sitja fram yfir kosningar fremur en velja utanþingsstjórn, enda væri ákvörðun hans í meira samræmi við breytingar á stjórnarskránni Kínverjar vilja bæta samskipti við Rússa Mario Soares mun sitja fram yfir kosningarnar. um þessi atriði sem voru gerðar fyrir þremur árum. Eanes sagðist taka á sig ábyrgð- ina af að boða þingrof en það væri á ábyrgð flokkanna hvernig komið væri. Hann ræddi við forystumenn þeirra áður en hann hélt ræðu sína til að freista þess að finna grund- völl fyrir starfhæfri ríkisstjórn svo að ekki þyrfti að koma til kosninga, en hafði ekki erindi sem erfiði. Peking, 4. júli. AP. KÍNVERSKIR leiðtogar ámuðu ný> um forseta Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, heilla með nýja embættið sl. miðvikudag og fylgdu skeytinu óskir um að sambúð nágrannaríkj- anna tveggja færi batnandi. í skeytinu óskuðu forseti Kína, Li Xiannian, og Peng Zhen, forseti alþýðuþingsins, Gromyko vel- gengni í starfi, að sögn opinberu fréttastofunnar Xinhua. „Það er von okkar að með sam- eiginlegu átaki, góðum og vina- legum samskiptum milli Kína og Sovétríkjanna takist að mynda tvö stór og vinveitt nágrannariki á grundvelli reglanna fimm um frið- samlega sambúð tveggja ríkja,“ sagði í skeytinu. Reglurnar fimm, sem fyrrum forsætisráðherra Kína, Chou En- Lai, setti fram árið 1954, eru grundvöllur utanrikisstefnu Kin- verja, en í reglunum er lögð megin- áhersla á afskiptaleysi i stjórnmál- um annarra landa. Síðan Mikhail Gorbachev kom til valda í Sovétríkjunum í mars sl. hefur sambúð ríkjanna tveggja far- ið ögn batnandi, þrátt fyrir að Kínverjar segist enn hafa miklar áhyggjur af afskiptum Sovét- manna af Afganistan, Kambódiu svo og hergæslu Sovétmanna við landamæri Kína. Búist er við að fimm ára við- skiptasamningur milli ríkjanna verði undirritaður í Moskvu í þess- um mánuði. Bjórverkfallið í Danmörku leyst Kaupmannahörn, 4. júlí. AP. STARFSMENN bjórverksmiðja í Danmörku hafa nú ákveðið að hefja aftur störf eftir tæplega tveggja mánaða verkfall. íslenski hesturinn vinsæll í Danmörku Um síðustu helgi birtist grein í helgarblaði Berlingske Tidende um íslenska hestinn og vinsældir hans í Danmörku. í greininni segir m.a. að inn- flutningur á hestum hafi aldrei verið leyfður á íslandi síðan Al- þingi samþykkti lög þess efnis fyrir 900 árum og nú flytji ís- lendingar út meira en 20.000 hesta á ári. í Danmörku eru nú á milli 3.000 og 5.000 íslenskir hestar og um síðustu helgi kepptu 80 bestu hestarnir á danska meistaramótinu, þar sem þeir unnu til 13 verðlauna. Sjö þeirra verða valdir til að keppa á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Svíþjóð í ágúst. Til er sérstakt danskt-íslenskt hestamannafélag og sagði Stef- an Langvad, meðlimur í félag- inu, að yfirleitt ynnu islensku hestarnir ekki til verðlauna á mótum, en sagði hins vegar að menn nytu náttúrunnar og fé- lagsskaparins mun betur þegar farið væri í reiðtúra á íslenskum hestum og væri það allt sem máli skipti. Stefan hefur verið dómari á mörgum hestamannamótum, en í ár fylkti hann fram tveimur íslenskum gæðingum sem hann festi kaup á í fyrra, þeim Sörla og Klæng. í greininni sagði að íslensku hestarnir væru fremur dýrir og stundum hækkaði verðið á þeim um 10.000 d.kr. þegar þeir væru fluttir milli landa. „íslenski hesturinn er smærri en aðrir keppnishestar sem fullorðnir geta riðið, en það sama gildir ekki um verðið á honum," sagði í greininni. Einnig sagði að hvergi væri hægt að finna betri fjölskyldu- hest en íslenska hestinn. Hann væri vinalegur, blíður og hentaði vel fyrir börn, jafnframt því sem hann væri nógu sterkur til að bera fullorðna, að sögn Stefans. íslenski hesturinn væri auk þess hagstæð langtímafjárfest- ing, þar sem til væru dæmi um að íslenskir hestar næðu 30 ára aldri. íslenski hesturinn teldist ekki fullvaxinn fyrr en fimm vetra gamall, á meðan aðrar hestategundir væru fullvaxta á þremur til fjórum árum. En ís- lenski hesturinn héldist við góða heilsu í allt að tuttugu ár. Dansk-íslenska hestamanna- félagið var stofnað fyrir um 17 árum og telur nú um 1.000 með- limi sem skiptast í um 30 klúbba víðs vegar um Danmörku. Félag- ið heldur landsmót öðru hverju og gefur auk þess út bækur um íslenska hestinn. Einnig á félag- ið bók með íslenskum hestanöfn- um, því forráðamönnum félags- ins fyndist ótækt að láta hestana heita „Pjuske" eða „Pjevs", þar sem íslensku nöfnin lýsa oftast útlitseinkennum hestanna eða persónueinkennum. BERLINGSKE * Á^Vl 7,-4% U)Rf>AG Magasin w.' WÍTV J Jí SSSííSAS' J 1» «■»>»» I Den lille store hest Mndcrai cr dcn sv. ,<w kkcíVt \an\iiw-hcM % ui t dnft.. *{**• l wepkowkn nw- - ■ ‘ «' ckvipagcr !i! da»«n«vk.Mt\C' swrrNkÆb Greinin sem birtist ( helgarblaði Berlingske Tidende. Verkfall 3.600 starfsmanna Carlsberg- og Tuborg-bjórverk- smiðjanna hófst 8. maí sl. vegna deilna um atvinnuöryggi þeirra á tímum örrar tæknivæðingar hjá verksmiðjunum. í dag lýstu þei yfir ósigri sínum og greiddi yfir gnæfandi meirihluti starfsmann anna atkvæði með tillögu um að snúa aftur til starfa. Forsvarsmaður bjórverksmiðj- anna, Ole Andreasen, sagði hins vegar að búast mætti við að bjór- forði verslana myndi ekki komast í samt horf fyrr en í lok mánaðar- ins, en dagleg bjórneysla í Dan- mörku er um fimm milljónir flaskna, og eykst hún töluvert á sumrin. (ÍENGI (iJALI)MIÐLA: Lítil breyting á dollar og gulli London, 4. júli. AP. Óverulegar breytingar urðu á gengi dollars í Evrópu í dag og sömu sögu er að segja um verð á gulli. Viðskipti voru frekar lítil vegna þjóðhátíðardags Bandaríkjamanna. í London lækkaði dollar gagn- vart sterlingspundinu. Kostaði pundið 1,3157 dollara í stað 1,3105 í gær. Gengi dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum var á þann veg að hann kostaði 3,0325 vestur-þýzk mörk (3,0350), 2,5447 svissneska franka (2,5403), 9,2370 franska franka (9,2325), 3,4200 hollenzk gyllini (3,4165), 1.936,50 ítalskar lírur (1.931,00), 1,3588 kanadíska dollara (1,3564) og 247,70 japönsk jen (248,13).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.