Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ, F03TUQAQUR 5. J&U 1986 34 Njósnir samlyndra vina Kvikmyndir Árni Þórarinsson Háskólabío: Filkinn og Snjómað- urinn — The Faicon and the Snowman ☆☆☆ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Steven Zaillan, byggt i bók eftir Robert Lindsay. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Tim- othy Hutton, Sean Penn, David SucheL Þetta er sönn saga um það hvernig tveir al-amerískir kór- drengir gerast landráðamenn, — njósnarar fyrir Sovétríkin: Christopher Boyce, traustur og vandaður að upplagi, fyrrum guðfræðinemi með dálæti á fálk- um, og ekki róttækari en meðal demókrati, og Daulton Lee, rót- lausari, háður fíkniefnum og fikniefnasölu en sannfærður repúblíkani. Báðir vel stæðir og af grandvöru foreldri. Skýringin á njósnastarfsemi þeirra félaga liggur því síður en svo i augum uppi. Og hin endanlega skýring er heldur ekki í þessari bíómynd. En þegar Boyce ræðst til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni ákveður hann engu að siður að selja gögn sem hann kemst yfir til sovéska sendiráðsins í Mexico City fyrir milligöngu Lees. Hon- um kann að hafa blöskrað ihlut- un CIA í innanrikismál annarra landa, ótrúlegt eftirlitsleysi og sukk á vinnustað sinum og báða langaði þá félaga í það frelsi og sjálfstæði sem greiðslur Sovétm- anna fyrir njósnir áttu að færa þeim. Samt er eitthvað sem van- tar í þá orsakakeðju sem myndin um Fálkann og Snjómanninn rekur sig eftir af mikilli vand- virkni. Þessi nýjasta mynd breska ieikstjórans John Schlesingers er þrátt fyrir það hið forvitni- legasta verk, og trúlega besta mynd hans frá Midnight Cowboy árið 1969. Eins og í þeirri góðu mynd er viðfangsefnið hér sérk- ennileg vinátta tveggja manna sem eru utanveltu við þjóðfélag- ið. Fálkinn og Snjómaðurinn er þannig ekki njósnaþriller f ven- julegum skilningi. Viðfangsefn- inu gerir hún skil með nákvæmri persónusköpun og umhverfislýs- ingu frekar en hraðri og flókinni atburðarás. Hún er þéttingsfull af smáatriðum sem stundum jaðra við hreina smámunasemi; bygging myndarinnar hefði þurft talsverða heflun og ein- földun og aukaatriðin drepa söguefninu stundum á dreif. En þrátt fyrir 131 minútu sýn- ingartima er Fálkinn og Snjómaðurinn ævinlega áhuga- verð, ekki síst fyrir frammistööu ungu stjarnanna tveggja f tit- ilhlutverkunum, Timothy Hutt- on og Sean Penn. Upplýsingar myndarinnar í lokin um örlög Fálkans og Snjómannsins eru aftur á móti ekki nákvæmar. Ég veit ekki betur en Fálkanum hafi tekist að fljúga burt úr prfsund- inni. Timothy Hutton og Sean Penn sýna afburða samleik sem Fálkinn og Snjómaöurinn. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Grundarfjörður Umboösmaöur óskst til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 8864 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík í sima 83033. Skrifstofustarf ein af stærstu heildverslunum landsins þarf aö ráöa í starf aðstoöargjaldkera. Umsóknir er greini frá menntun, starfs-- reynslu, fyrri vinnustööum, aldri og ööru sem máli skiptir sendist augl.deild. Mbl. sem allra fyrst merkt „Aðstoðargjaldkeri-2982“. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkrahúsiö Patreksfiröi óskar aö ráða hjúkrunarfræöing og sjúkraliöa til starfa sem fyrst eöa eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræöinga og Ijósmóöur til sumaraf- leysinga. Gott húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigríöur Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eöa 94-1386. Sjúkrahúsiö Patreksfiröi. ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Lausar stöður Staða forstöðumanns tæknideildar ísa- fjaröarkaupstaöar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Staöa fjármálafulltrúa ísafjaröarkaupstaöar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur undirritaöur í síma 94-3722 eöa á bæjarskrifstofunum. Bæjarstjórinn á ísafiröi. Þórshöfn Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunbiaöiö. Uppl. hjá umboösmanni í síma 81281 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033. fttngtiiiMfifrifr Hellissandur Umboösmaður óskst til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Upplýsingar hjá afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033. Grunnskólinn Ólafsvík Kennara vantar í eftirtaldar stööur: íþróttakennslu, raungreinar — stæröfræöi, kennslu yngri bekkja, handmennt drengja. Umsóknarfrestur er til 8. júlí. Nánari upplýs- ingar veita Gunnar Hjartarson skólastjóri í síma 93—6293 og Ólafur Arnfjörö form. skólanefndar í síma 93—6444. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stööur viö framhaldsskóla. Umsókn- arfrestur til 20. júlí. Menntaskólinn í Kópavogi, staöa efnafræöi- kennara. Flensborgarskólinn í Hafnarfiröi, staöa íþróttakennara stúlkna, % staöa. Fjölbrautaskólinn á Akranesi, staöa íþrótta- kennara. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykavík. Menntamálaráöuneytiö, 28. júii 1985. Laus staða Staöa fiskmatsstjóra viö Ríkismat sjávaraf- uröa er laus til umsóknar. Staöan veröur veitt frá 1. ágúst nk. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Sjávar- útvegsráöuneytinu fyrir 20. júlí 1985. Sjávarútvegsráöuneytiö. Aðstoðarverk- smiðjustjóri Sláturfélag Suöurlands vill ráöa til starfa starfsmann í stööu aöstoöarverksmiöjustjóra í kjötvinnsludeild. Starfiö er aðallega fólgiö í eftirfarandi: — Skipuleggja framleiöslu. — Sjá um áætlanagerö. — Vera staögengill verksmiöjustjóra. Viö mat á umsækjendum veröur lögö áhersla á reynslu og/eöa menntun í skipulagningu og stjórnun. Viökomandi aöili þarf aö vera ákveðinn og eiga gott meö aö umgangast fólk, hafa vilja til aö berjast meö einu stærsta matvælafyrir- tæki iandsins á síbreytilegum markaöi. Gerö er krafa um háskólamenntun, helst á sviöi matvæla — iönaöar — eöa vélaverk- fræöi. í boöi eru: — Góö laun. — Góö vinnuaöstaöa. — Spennandi verkefni. Skrifleg umsókn — þar sem fram koma upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra SS fyrir 29. júlí nk. Fariö veröur meö allar upplýsingar sem trún- aöarmál. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu félagsins aö Frakkastíg 1. Sláturfélag Suöurlands. Starfsmannahald.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.