Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, F03TUQAQUR 5. J&U 1986 34 Njósnir samlyndra vina Kvikmyndir Árni Þórarinsson Háskólabío: Filkinn og Snjómað- urinn — The Faicon and the Snowman ☆☆☆ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Steven Zaillan, byggt i bók eftir Robert Lindsay. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Tim- othy Hutton, Sean Penn, David SucheL Þetta er sönn saga um það hvernig tveir al-amerískir kór- drengir gerast landráðamenn, — njósnarar fyrir Sovétríkin: Christopher Boyce, traustur og vandaður að upplagi, fyrrum guðfræðinemi með dálæti á fálk- um, og ekki róttækari en meðal demókrati, og Daulton Lee, rót- lausari, háður fíkniefnum og fikniefnasölu en sannfærður repúblíkani. Báðir vel stæðir og af grandvöru foreldri. Skýringin á njósnastarfsemi þeirra félaga liggur því síður en svo i augum uppi. Og hin endanlega skýring er heldur ekki í þessari bíómynd. En þegar Boyce ræðst til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni ákveður hann engu að siður að selja gögn sem hann kemst yfir til sovéska sendiráðsins í Mexico City fyrir milligöngu Lees. Hon- um kann að hafa blöskrað ihlut- un CIA í innanrikismál annarra landa, ótrúlegt eftirlitsleysi og sukk á vinnustað sinum og báða langaði þá félaga í það frelsi og sjálfstæði sem greiðslur Sovétm- anna fyrir njósnir áttu að færa þeim. Samt er eitthvað sem van- tar í þá orsakakeðju sem myndin um Fálkann og Snjómanninn rekur sig eftir af mikilli vand- virkni. Þessi nýjasta mynd breska ieikstjórans John Schlesingers er þrátt fyrir það hið forvitni- legasta verk, og trúlega besta mynd hans frá Midnight Cowboy árið 1969. Eins og í þeirri góðu mynd er viðfangsefnið hér sérk- ennileg vinátta tveggja manna sem eru utanveltu við þjóðfélag- ið. Fálkinn og Snjómaðurinn er þannig ekki njósnaþriller f ven- julegum skilningi. Viðfangsefn- inu gerir hún skil með nákvæmri persónusköpun og umhverfislýs- ingu frekar en hraðri og flókinni atburðarás. Hún er þéttingsfull af smáatriðum sem stundum jaðra við hreina smámunasemi; bygging myndarinnar hefði þurft talsverða heflun og ein- földun og aukaatriðin drepa söguefninu stundum á dreif. En þrátt fyrir 131 minútu sýn- ingartima er Fálkinn og Snjómaðurinn ævinlega áhuga- verð, ekki síst fyrir frammistööu ungu stjarnanna tveggja f tit- ilhlutverkunum, Timothy Hutt- on og Sean Penn. Upplýsingar myndarinnar í lokin um örlög Fálkans og Snjómannsins eru aftur á móti ekki nákvæmar. Ég veit ekki betur en Fálkanum hafi tekist að fljúga burt úr prfsund- inni. Timothy Hutton og Sean Penn sýna afburða samleik sem Fálkinn og Snjómaöurinn. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Grundarfjörður Umboösmaöur óskst til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Upplýsingar hjá umboösmanni í síma 8864 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík í sima 83033. Skrifstofustarf ein af stærstu heildverslunum landsins þarf aö ráöa í starf aðstoöargjaldkera. Umsóknir er greini frá menntun, starfs-- reynslu, fyrri vinnustööum, aldri og ööru sem máli skiptir sendist augl.deild. Mbl. sem allra fyrst merkt „Aðstoðargjaldkeri-2982“. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Sjúkrahúsiö Patreksfiröi óskar aö ráða hjúkrunarfræöing og sjúkraliöa til starfa sem fyrst eöa eftir samkomulagi. Einnig vantar hjúkrunarfræöinga og Ijósmóöur til sumaraf- leysinga. Gott húsnæði fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Sigríöur Karlsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 94-1110 eöa 94-1386. Sjúkrahúsiö Patreksfiröi. ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR Lausar stöður Staða forstöðumanns tæknideildar ísa- fjaröarkaupstaöar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Staöa fjármálafulltrúa ísafjaröarkaupstaöar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur undirritaöur í síma 94-3722 eöa á bæjarskrifstofunum. Bæjarstjórinn á ísafiröi. Þórshöfn Umboösmaöur óskast til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunbiaöiö. Uppl. hjá umboösmanni í síma 81281 og hjá afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033. fttngtiiiMfifrifr Hellissandur Umboösmaður óskst til aö annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaöið. Upplýsingar hjá afgreiöslunni í Reykjavík í síma 83033. Grunnskólinn Ólafsvík Kennara vantar í eftirtaldar stööur: íþróttakennslu, raungreinar — stæröfræöi, kennslu yngri bekkja, handmennt drengja. Umsóknarfrestur er til 8. júlí. Nánari upplýs- ingar veita Gunnar Hjartarson skólastjóri í síma 93—6293 og Ólafur Arnfjörö form. skólanefndar í síma 93—6444. Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stööur viö framhaldsskóla. Umsókn- arfrestur til 20. júlí. Menntaskólinn í Kópavogi, staöa efnafræöi- kennara. Flensborgarskólinn í Hafnarfiröi, staöa íþróttakennara stúlkna, % staöa. Fjölbrautaskólinn á Akranesi, staöa íþrótta- kennara. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykavík. Menntamálaráöuneytiö, 28. júii 1985. Laus staða Staöa fiskmatsstjóra viö Ríkismat sjávaraf- uröa er laus til umsóknar. Staöan veröur veitt frá 1. ágúst nk. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist Sjávar- útvegsráöuneytinu fyrir 20. júlí 1985. Sjávarútvegsráöuneytiö. Aðstoðarverk- smiðjustjóri Sláturfélag Suöurlands vill ráöa til starfa starfsmann í stööu aöstoöarverksmiöjustjóra í kjötvinnsludeild. Starfiö er aðallega fólgiö í eftirfarandi: — Skipuleggja framleiöslu. — Sjá um áætlanagerö. — Vera staögengill verksmiöjustjóra. Viö mat á umsækjendum veröur lögö áhersla á reynslu og/eöa menntun í skipulagningu og stjórnun. Viökomandi aöili þarf aö vera ákveðinn og eiga gott meö aö umgangast fólk, hafa vilja til aö berjast meö einu stærsta matvælafyrir- tæki iandsins á síbreytilegum markaöi. Gerö er krafa um háskólamenntun, helst á sviöi matvæla — iönaöar — eöa vélaverk- fræöi. í boöi eru: — Góö laun. — Góö vinnuaöstaöa. — Spennandi verkefni. Skrifleg umsókn — þar sem fram koma upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist starfsmannastjóra SS fyrir 29. júlí nk. Fariö veröur meö allar upplýsingar sem trún- aöarmál. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu félagsins aö Frakkastíg 1. Sláturfélag Suöurlands. Starfsmannahald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.