Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985
Minning:
Jón Björnsson
Stykkishólmi
Fsddur 31. ágúst 1903
Dáinn 28. júní 1985
Hinn 28. júní sl. andaðist á St.
Fransiskusspítalanum í Stykkis-
hólmi Jón Björnsson, húsgagna-
bólstrari, 81 árs að aldri, eftir
langvarandi veikindi, sem hann
bar af einstöku jafnaðargeði.
Fimmtíu ár eru langur tími, en
að sama skapi eftirminnilegur,
þegar rifjuð eru upp svo löng og
góð kynni. Nú að leiðarlokum
skilja þau eftir minningar um
sannkallaðan gentlemann, lífs-
glaðan, með létta lund, og um
fram allt góðan dreng. Barn að
aldri kynntist ég honum. Síðast
bar fundum okkar saman er við
heimsóttum hann á spítalann 1
Stykkishólmi fyrir tveimur árum.
Hversu grannt sem skoðað er
finnast ekki nema hlýjar og góðar
minningar um Jón Björnsson.
Jón Björnsson fæddist að
Karlsskála við Reyðarfjörð 31. ág-
úst 1903, sonur Björns Eiríkssonar
bónda þar og konu hans Guðrúnar
Þorsteinsdóttur. Karlsskála-
systkinin voru sex talsins og er
Jón sá fyrsti sem kveður. Hin eru:
Sigurbjörg, gift Magnúsi Stephen-
sen, fyrrverandi bónda og bókara,
Eiríkur, læknir, kvæntur Önnu
Einarsdóttur, Sigríður, verzlunar-
stjóri, ógift, Þorsteinn, sem lengi
starfaði hjá Reykjavfkur Apóteki,
kvæntur Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur og Helga, gift Inga Árdal, stór-
kaupmanni. Svo oft minntist Jón á
sitt æskuheimili að Karlsskála, að
ekki leikur vafi á því að þar hefur
búið gott fólk.
Átján ára gamall hleypir Jón
heimdraganum, og árið 1924, þá
tuttugu og eins árs að aldri, kemur
hann til Reykjavíkur að leita sér
menntunar. Komst hann þar í
nám í húsgagnabólstrun sama ár
til Einars Waage, sem var með
virtustu meisturum í þeirri grein í
Reykjavík á þeim tíma. Jón lauk
þar námi árið 1928. Hann var einn
af stofnendum Sveinafélags hús-
gagnabólstrara árið 1931 og sat í
fyrstu stjórn þess og prófnefnd.
Meistarabréf í iðn sinni fékk Jón
árið 1936. Hann var heiðursfélagi í
Sveinafélagi húsgagnabólstrara.
Hinn 1. maí 1935 réðst Jón á
húsgagnaverkstæði föður míns,
Kristjáns Siggeirssonar á Lauga-
vegi 13, og við það fyrirtæki starf-
aði hann óslitið á meðan heilsa og
kraftar entust, eða allt fram til
júnímánaðar 1975. Það var mikil
gæfa fyrir föður minn, þegar Jón
réðst til starfa hjá honum.
Hvorttveggja var, að þá um leið
kom inn í fyrirtækið einn bezti
fagmaður er þar hefur unnið, en
saman fór sem sjaldgæft er vinnu-
hraði og fyrsta flokks fagvinna.
Svo var hitt, að með komu Jóns
eignaðist faðir minn einn sinn
bezta vin og samstarfsmann. Með
árunum þróaðist einlæg vinátta
milli fjölskyldnanna.
Hinn 23. maí 1931 kvæntist Jón
Bergþóru Bergsdóttur, dóttur
Bergs Jónssonar, skipstjóra í
Hafnarfirði, og konu hans Þóru
Magnúsdóttur frá Miðseli í
Reykjavík, en af þeim bæ dregur
Seljavegurinn nafn sitt. Bergur
starfaði sem skipstjóri á Kútter
Surprice hjá hinu virta útgerðar-
fyrirtæki Einars Þorgilssonar í
Hafnarfirði, en Einar og Bergur
voru sameigendur þess skips um
20 ára skeið, en fyrirtækið á sér
100 ára útgerðarsögu að baki. Jón
og Bergþóra voru myndarleg hjón
svo eftir var tekið. Hún var glæsi-
leg kona, hlý og aðlaðandi og
endurspeglaði heimili þeirra
myndarskap þeirra beggja.
Synir þeirra eru: Bergur, f. 1934,
verkfræðingur, Rafmagnseftirlits-
stjóri ríkisins, kvæntur Ingunni
Guðmundsdóttur, þau eiga fjögur
börn: Magnús, 23 ára, Bergþóru
22ja ára, Jón örn, 19 ára og Ás-
gerði, 14 ára. Halldór, f. 1942,
viðskiptafræðingur, forstöðumað-
ur erlendra viðskipta Iðnaðar-
banka íslands, kvæntur Kristínu
Bjarnadóttur, þau eiga þrjú börn:
Magnús Má, 21 árs, Valgerði, 16
ára og Bjarna Vilhjálm, 11 ára.
Halldór er sonur Magnúsar
Bergssonar, bakarameistara í
Vestmannaeyjum, bróður Berg-
þóru og konu hans Halldóru
Valdimarsdóttur, og kom Halldór
til Jóns og Bergþóru fjögurra
mánaða gamalll eftir lát móður
sinnar. Voru þeir synir báðir mikl-
ir sólargeislar i lífi Bergþóru og
Jóns. Reyndust þeir foreldrum
sínum eins og bezt verður á kosið
og var fallegt að fylgjast með
þeirri umhyggju, sem þeir báru
fyrir föður sínum í langvarandi
veikindum hans.
Árið 1975 fór Halldór og fjöl-
skylda hans til starfa í Stykkis-
hólmi og fluttist Jón þá með þeim
þangað. Undi Jón sér þar vel enda
þótt heilsu hans færi hrakandi.
Árið 1979 lagðist hann inn á St.
Fransiskuspítalann í Stykkis-
hólmi og dvaldi þar í góðum hönd-
um þeirra St. Fransiskussystra til
æviloka. Þegar við nokkur úr fjöl-
skyldu minni heimsóttum hann á
sjúkrahúsið leyndi sér ekki að Jóni
leið vel enda þótt sjúkdómurinn
hefði sett mjög mark á hann.
Okkur var ljost, að á betri umönn-
un var vart kosið. Það var gest-
kvæmt hjá Jóni þennan sólbjarta
sumardag og útsýnið úr herberg-
inu hans yfir Breiðafjörð fagurt.
Og gleðin skein úr andliti hans yf-
ir því að hafa fólk í kringum sig.
Lengst af bjuggu Bergþóra og
Jón á Bókhlöðustíg 6c. Það var
myndarbragur yfir þeirra heimili,
þar ríkti gleði, þau höfðu yndi af
tónlist og léku bæði á píanó. Það
er gott að minnast þeirra hjóna
beggja.
Nú þegar genginn er góður sam-
starfsmaður og vinur fjölskyld-
unnar, viljum við votta Bergi,
Halldóri og fjölskyldum þeirra
innilega samúð okkar og blessum
minningu Jóns Björnssonar.
Hjalti Geir Kristjánsson
Látinn er í Stykkishólmi Jón
Björnsson, húsgagnabólstrari á
82. aldursári. Er þar genginn góð-
ur maður og gegn, eindæma
skapgóður maður og æðrulaus sem
hvergi mátti vamm sitt vita.
Jón Björnsson var fæddur á
Karlsskála við Reyðarfjörð 31. ág-
úst 1903. Foreldrar hans voru
hjónin Björn Eiríksson bóndi þar
og kona hans, Guðrún Þorsteins-
dóttir. Björn var sonur Eiriks
Björnssonar bónda á Karlsskála
og Sigríður Pálsdóttur, en af þeim
er kominn mikill fjöldi niðja sem
Eiríkur Benedikz hefur skráð. Má
geta þess að tvær systur Björns,
Pálína og Guðný, giftust til Fær-
eyja. Guðný giftist Jóhannesi Pat-
ursson, kóngsbónda þar, og varð
hún því ættmóðir Patursson-
ættarinnar sem mörgum er kunn.
Þau hjónin á Karlsskála, Björn
og Guðrún, eignuðust 6 börn sem á
legg komust og eru þau þessi talin
í aldursröð: Sigurbjörg, gift Magn-
úsi Ó. Stephensen, bónda og bók-
ara, sem nú er látinn. Eiríkur,
læknir í Hafnarfirði, kvæntur
Önnu Einarsdóttur frá Hafranesi
við Reyðarfjörð. Sigríður, fyrrum
verslunarstjóri Hygeu hf. í
Reykjavík. Jón, sem hér er minnst.
Þorsteinn, fv. húsvörður í Reykja-
víkurapóteki, kvæntur Guðrúnu
Guðmundsdóttur sem er látin.
Helga, gift Inga Árdal, kaup-
manni. Systkini Jóns eru öll á lífi
og er Jón því hinn fyrsti sem fell-
ur frá þessum káta og samheldna
systkinahópi frá Karlsskála.
Þegar Jón var að alast upp á
Karlsskála var þar tvíbýli og
margmennt. Margt ungt fólk var í
sveitinni, söngur og hljóðfæra-
sláttur mikið iðkaður og oft slegið
upp dansi. Alla tíð hafði Jón hina
mestu unun af góðri tónlist, sér-
staklega góðum söng, og iðaði í
skinninu ef hann heyrði góða
danstónlist á gamla visu. Hann
var alla tið hrókur alls fagnaðar
og naut sín vel i glöðum hópi á
góðri stund.
Jón hleypti heimdraganum á
þriðja áratugnum, hélt til Reykja-
víkur og nam húsgagnabólstrun
hjá Einari Waage. Jón vann að iðn
sinni í Reykjavík meðan heilsa
leyfði og lengst af hjá Kristjáni
Siggeirssyni. Hafði hann unnið
þar í 40 ár þegar hann lét af störf-
um 1975, 72 ára gamall. Var hon-
um sýndur heiður fyrir trú-
mennsku í starfi, m.a. var hann
gerður að heiðursfélaga í Sveina-
félagi húsgagnabólstrara og Félag
íslenskra iðnrekenda veitti honum
heiðursskjal í tilefni af 40 ára af-
mæli samtakanna.
Jón kvæntist 23. maí 1931 Berg-
þóru Bergsdóttur, fædd 8. nóv-
ember 1904. Bergþóra var dóttir
hjónanna Bergs Jónssonar, skip-
stjóra í Hafnarfirði, og Þóru
Magnúsdóttur frá Miðseli í
Reykjavík. Þegar Bergur hætti
sjómennsku fluttust þau hjón
ásamt Óskari syni sínum til
Reykjavíkur og bjuggu á Bók-
hlöðustíg 6c. Á meðan Þóra lifði
bjuggu þau Jón og Bergþóra lengst
af í sambýli við þau á Bókhlöðu-
stígnum, en fluttust árið 1956 í
Blönduhlíð 3 og síðan árið 1969 í
Álftamýri 10, þar sem þau áttu
heimili sitt þar til Bergþóra lést
árið 1972.
Þau Bergþóra og Jón eignuðust
einn son, Berg, sem fæddst 16.
apríl 1934. Bergur varð stúdent
frá Menntaskólanum I Reykjavík
og hélt síðan til Múnchen í Þýska-
landi, þar sem hann lauk námi í
rafmagnsverkfræði. Bergur er nú
forstöðumaður Rafmagnseftirlits
ríkisins. Bergur kvæntist árið
1957, Ingunni Guðmundsdóttur
frá Efri Brú í Grímsnesi. Ingunn
er dóttir hjónanna Guðmundar
Guðmundssonar bónda þar, sem
nú er látínn, og Arnheiðar Böðv-
arsdóttur frá Laugarvatni. Börn
þeirra Bergs og Ingunnar eru:
Magnús, rafvirki, fæddur 17.
október 1961, Bergþóra, skrif-
stofumaður, fædd 8. júlí 1963, Jón
Örn, nemi, fæddur 27. apríl 1966
og Asgerður, fædd 3. maí 1971.
Jón og Bergþóra tóku einnig
dreng í fóstur, Halldór S. Magn-
ússon, fæddur 30. apríl 1942, og
ólu hann upp sem sinn eigin son.
Halldór er sonur Magnúsar Bergs-
sonar, bakara í Vestmannaeyjum,
og k.h. Halldóru Valdemarsdóttur.
Halldóra lést er Halldór var nokk-
urra vikna og fól þá Magnús Berg-
þóru systur sinni og Jóni uppeldi
drengsins. Átti Halldór því láni að
fagna í uppvextinum að eiga tvo
pabba sem hann nefndi svo báða
tvo. Reyndust þau Jón og Berg-
þóra honum ætíð sem bestu for-
eldrar. Halldór lauk einnig stúd-
entsprófi frá MR og siðan námi I
viðskiptafræði frá Háskóla Is-
lands og stjórnunarfræðum í
Bandaríkjunum. Halldór er nú
forstöðumaður erlendra viðskipta
í Iðnaðarbankanum. Halldór
kvæntist árið 1963 Kristínu
Bjarnadóttur, kennara, dóttur
hjónanna Bjarna Vilhjálmssonar,
fv. þjóðskjalavarðar, og Kristínar
Eiríksdóttur frá Hesteyri. Börn
Halldórs og Kristínar eru: Magnús
Már, tölvunarfræðingur, fæddur 2.
desember 1963, Valgerður, nemi,
fædd 7. janúar 1969 og Bjarni
Vilhjálmur, fæddur 28. nóvember
1973.
Jón og Bergþóra voru mikið fjöl-
skyldufólk og ræktu vel tengsl við
systkini sín og fjölskyldur þeirra.
Nánast var þó samband þeirra og
umhyggja fyrir sonunum og barn-
abörnunum eftir að þau komu til
sögunnar. Vikulega fóru bréf milli
Bergs og foreldra hans í báðar átt-
ir öll árin 12 sem Bergur bjó í
Þýskalandi og árið 1%3 bjuggu
þau Jón og Bergþóra sumarlangt í
Þýskalandi hjá Bergi þar sem þau
kynntust barnabörnum sinum
ungum. Þetta sumar naut Jón sól-
ar og sumars í ríkum mæli, en
hann var mikill sóldýrkandi.
Sama ár tók hann að kenna Park-
inssons-sjúkdóms sem síðan
hrjáði hann í sívaxandi mæli og
má raunar þakka einstaklega
hraustbyggðum líkama, heilbrigðu
líferni og stakri geðprýði hve lengi
honum tókst að standast vaxandi
ásókn sjúkdómsins. Það hamlaði
honum mjög hve snemma talfæri
hans urðu fyrir lömun og hann
átti því erfitt með að tjá sig. Berg-
þóra reyndist honum hin mesta
stoð og stytta og tók að vinna utan
heimilis þegar starfsþrek hans fór
að dvína. I átta ár leiddust þau af
stað í vinnuna um hádegi hvern
dag. Sár harmur var kveðinn að
Jóni er Bergþóra tók sótt og lagð-
ist á sjúkrahús haustið 1971, það-
an sem hún átti ekki afturkvæmt.
Hún lést 4. maí 1972.
Frá 1971 bjó Jón í skjóli sona
sinna, fyrst I Reykjavík og í
Garðabæ, en 1975 fluttist Jón með
fjölskyldu Halldórs til Stykkishó-
ms. Hann dvaldist þó oft langdvöl-
um í Reykjavík hjá Bergi, en frá
árinu 1979 naut Jón umönnunar
St. Franziscus-systra og starfs-
fólks þeirra á spítalanum í Stykk-
ishólmi. Skulu þeim öllum færðar
bestu þakkir fyrir að gera honum
elli og erfiðan sjúkdóm svo létt-
bær sem auðið var með umhyggju
sinni og alúð.
Að leiðarlokum eru efst I huga
þakkir fyrir samfylgd við einstakt
prúðmenni og snyrtimenni. Jón
var sérstaklega lipur I umgengni
og tillitssamur. Hann kvartaði
aldrei en kunni góðar þakkir fyrir
það sem gert var fyrir hann. Vafa-
laust hefur hann ýmiss saknað úr
heimilishaldi Bergþóru, en aldrei
lét hann það á sér skiljast heldur
lagaði sig að nýjum heimilishátt-
um svo að ekki varð á betri sam-
búð kosið. Dauða hans bar að á
hógværan hátt eins og hann hafði
lifað lífinu. Hann fékk hægt and-
lát um óttubil 28. júní. Megi hann
hvíla í friði.
Kristín Bjarnadóttir
Valborg Tryggva-
dóttir — Minning
Valborg Tryggvadóttir, Búðar-
vegi 12, Fáskrúðsfirði andaðist 29.
júní sl. í sjúkrahúsinu Neskaup-
stað, eftir langvarandi og mikil
veikindi. Valborg var fædd 21.10.
1914 á Fáskrúðsfirði og átti þar
heirna alla sína lífstíð að undan-
skildum 10 síðustu árum sem hún
dvaldi mikið á sjúkrahúsum. Val-
borg giftist 6. ágúst 1933 Ottó
Vestmann, miklum sómamanni,
og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði.
Þau hjónin eignuðust fimm mann-
vænleg börn og eru þau hér talin
eftir aldursröð: Pálína, gift,
Trausta Gestssyni, eru þau búsett
á Fáskrúðsfirði, Bára gift Guð-
jóni Jónatanssyni og búa þau á
Seltjarnarnesi, Guömundur, gift-
ur Önnu Óskarsdóttur, og búa þau
í Kópavogskaupstað, Ólafur, sem
andaðist 24. apríl 1984, eftirlifandi
eiginkona hans er Elísabet Sigurð-
ardóttir og voru þau búsett á Sel-
fossi, Unnur, gift Þjóðverjanum
Ulfari Vilhjálmssyni og eru þau
búsett í Reykjavík. öll eru börn og
tengdabörn Valborgar og Ottós
mestu myndarbörn og dugnaðar-
fólk sem hafa komið sér heiðar-
lega áfram, og séð sér og sínum
farborða í þessu jarðneska lífi.
Barnabörn Valborgar og Ottós eru
22 og 17 barnabarnabörn. Þau
hjónin ólu upp tvö barnabörn sín,
þá Garðar Harðarson og Vai
Kristjánsson. öll hafa börnin og
barnabörnin reynst afa og ömmu
sinni vel enda mikil) kærleikur
þar á milli.
Hjónaband Valborgar og Ottós
var til fyrirmyndar þrátt fyrir að
þau væru ólík, Valborg var iífsglöö
og söngkona mikil og tók þessu
jarðrieska lífi réttum tökum á
hverju sem gekk og kom það sér
vel fyrir fólk sem var gefin í vega-
nesti lífsgleði og á þeim erfiðu
tímum, kreppuárunum miklu,
milli 1930—1940 því þá var at-
vinnuleysi hér á landi I algleym-
ingi og oft lítið fyrir kaupstaða-
fólk að borða, því þá þekktust ekki
atvinnuleysisbætur sem nú eru
veittar I ríkum mæli að ég eldri
manneskja tel. Valborg var bæði
húsmóðir og húsbóndi á sinu
heimili enda maður hennar sextán
vertíðir á Hornafirði og víðar
langt frá heimili sínu eins og altítt
var I þá daga, að eiginmennirnir
voru frá áramótum og til 15. maí
ár hvert á vertíðum, og aflinn oft
lítill og mennirnir aðeins með
skuldir meðferðis. Valborg var
mikilhæf kona og vildi öllum gott
gera, fólk treysti henni vel og sótt-
ist eftir kynnum við hana, vegna
þess hversu lífsglöð hún var, hún
tók oft lagiö og sló á létta strengi
og fór fólk léttara í skapi og
áhyggiulausara frá henni og
fannsí h'fið alveg dásamiegt. Ég
kynntist Valborgu árið 1976 er við
lágum báðar mikið veikar á Víf-
ilsstaðahæli. Þegar Valborg
hresstist var hún svo kát og létt í
iund og lofaði guði fyrir hverja
ánægjustumi að hafa heilsuna, oft,
sagði hún mér þá aö hún hefði
ekki þakkaó guö' heilsuna fyrr en
eftir að hún missti hana. Valborg
var mikill sjúklingur síðustu 10
árin og dvaldi mikið á sjúkrahús-
um f Reykjavík einnig dvaldi hún
á Rauðakrossheimilinu sér til
hressingar eftir veikindin. Sl. tvö
ár var hún á sjúkrahúsinu á Nes-
kaupsstað og vildi aldrei eiga ann-
ars staðar heima en á Fáskrúðs-
firði þrátt fyrir að læknar segðu
henni að hún yrði að vera í
Reykjavík vegna veikinda sinna.
Valborg og Ottó héldu jólahátíð í
húsi sínu sl. jól, var það mikil
gleði og hjá þeim báðum því tvö
árin áður var hún á sjúkrahúsi um
jólin, en fljótlega eftir nýárið var
hún flutt á Noröfjörð þar sem hún
dvaldi þar til hún lést aðfaranótt
29. júní sl. Ég er þakklát forsjón-
inni fyrir að hafa fengið að kynn-
ast Valborgu Tryggvadóttur.
Guðsblessun fylgi vini mínum,
Ottó Vestmann, og niðjum hans
sem kveðja dugmikia konu og
móður.
Jarðarför Valborgar fer fram á
rnorgun, laugardag frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju. Sóknarprest
ur sr. Þorleifur Kristmundsson
jarðsyngur.
Kegina Thorarensen, Sjúkra-
hóteli Rauðakrosshótelsins.