Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 40 Minning: Steinn Jóhann Randversson Fæddur 8. ágúst 1936 Dáinn 26. mars 1985 Það hefur ríkt djúp sorg yfir íbúum ólafsvikur síðan fregnin kom svo snöggt, svo óvænt, Berg- vík SH 43 hvarf skyndilega á heimsiglingunni úr fiskiróðri með fimm vöskum sjómönnum á besta aldri innanborðs. Byggðarlag eins og Ólafsvík, þar sem öll afkoma íbúanna hefur ávallt byggst á sjó- sókn og aflabrögðum, hefur orðið að sjá á bak fjölda sjómanna á liðnum áratugum í hafið. Slík blóðtaka var oft árlegur viðburður þegar farkosturlnn var litlir opnir árabátar, en þegar vélbúin traust skip eru komin til sögunnar, er eins og allir séu óviðbúnir slfkum atburðum, og áhrifin verða jafnvel enn sárari. Sjómenn í Ólafsvík hafa ávallt verið í fremstu röð, miklir afla- menn, sem með starfi sínu hafa lagt grunninn að uppbyggingu byggðarlagsins öðrum fremur, sem m.a. hefur orðið til þess að fátæka sjávarplássið Ólafsvík er nú orðið að myndarlegum bæ, þar sem velmegun ríkir. Að missa heila skipshöfn, eins og hér hefur gerst, er mikið áfall fyrir byggðarlagið, sem aldrei verður bætt. Það ríkir því djúp sorg í Ólafsvík. í dag eru jarðsettir i Ólafsvík tveir af þeim vösku sjómönnum er fórust með ms. Bergvík. Lík þriggja félaga þeirra fundust skömmu eftir slysið, en lík þeirra tveggja sem í dag eru jarðsettir fundust með stuttu millibili um síðustu helgi. Var það mikil Guðs- blessun að lík allra skipverjanna er fórust f þessu hörmulega sjó- slysi skyldu finnast, er það mikil harmabót fyrir alla ástvini og vini hinna látnu. Leit hefur staðið óslitið síðan slysið varð, fyrirbæn- ir og vonin um árangur hefur ræst sem gerir sorgina léttbærari. Steinn Jóhann Randversson var fæddur í Ólafsvík 8. ágúst 1936. Foreldrar hans voru Gyða Gunn- arsdóttir og Randver Kristjáns- son, sjómaður í Ólafsvík. Randver lést af slysförum er Steinn Jóhann var aðeins 9 mánaða gamall, stóð Gyða þá ein uppi með 4 ung börn. — Saga Gyðu Gunnarsdóttur er hetjusaga, eins og hægt er að segja um svo margar, ekki sfst sjómannskonur á þessu tímaskeiði þjóðarinnar, þegar fátækt og atvinnuleysi voru allsráðandi. Þá voru ekki almannatryggingarnar, en Gyða var ung og hraust, trúði á lífið og var staðráðin í að komast áfram með barnahópinn. Elfas Þórarinsson, sjómaður f Ólafsvík, varð seinni eiginmaður Gyðu, gekk hann börnum hennar í föð- urstað og reyndist þeim góður og umhyggjusamur f alla staði, ekki síst hafði hann miklar mætur á Steini Jóhanni gegnum árin. Gyða og Elías eignuðust 6 börn. Þeim tókst með einstökum dugnaði og samstilltum vilja að koma þessum stóra barnahópi upp, sem öll urðu myndarfólk og traustir þjóðfé- lagsborgarar. Elías og Gyða eru látin fyrir nokkrum árum. Ávallt hefur verið hlý vinátta og sam- band milli þessa stóra systkina- hóps og afkomenda þeirra þótt þau búi víðsvegar um landið. Steinn Jóhann lærði strax sem drengur að vinnusemi var mikil- vægust i lífinu, hann kynntist strax harðri lífsbaráttu og tók þátt í henni þegar á barnsaldri, hann studdi móður sína og syst- kini af alefli. Hann byrjaði að stunda sjó aðeins 14 ára gamall, siðan nær óslitið til dauðadags. Hann var með traustustu sjó- mönnum, jafnvígur á öll störf, en sérgrein hans var matreiðsla, var hann oftast matsveinn á fiskibát- um. Þótti hann afbragð annarra í þessari grein, kunni að laga sig eftir aðstæðum, vinsæll meðal sjó- manna, hann var glaðlyndur og frjálslyndur i skoðunum, barðist ötullega fyrir réttindamálum verkamanna og sjómanna, sagði umbúðalaust skoðun sina á þeim málum. Hann var virkur f verka- lýðsfélagi sinu og f Sjómanna- dagsráði Ólafsvíkur, sótti fundi, þing og ráðstefnur um málefni verkalýðs og sjómanna og átti traust og vináttu samferðamanna. Eiginkona Steins Jóhanns er Kristjana Kristjónsdóttir frá Ytri-Bug. Þau stofnuðu heimili f Ólafsvík í janúar 1956 og giftu sig 1964. Þau eignuðust 4 börn, þau eru Guðlaug Jóhanna, gift Guð- mundi Gísla Egilssyni, Leydi Kar- en, gift Jóhanni Magna Sverris- syni, Randver Ágúst, giftur Krist- ínu Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur, Ragnheiður Guðmunda, sambýlis- maður Gunnar Björn Gfslason. Heimili Kristjönu og Steins Jó- hanns hefur ávallt einkennst af dugnaði þeirra og samstilltum vilja. Kristjana er hamhleypa til verka, eiginlega jafnvíg á hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Þau hjónin ráku um tímabil Sjóbúðir hf. í ólafsvfk með mikl- um myndarskap. Steinn Jóhann Randversson var um margt eftirminnilegur maður, hann var lffsglaður að eðlisfari, hann átti til að bera vináttuþel sem er fágætt, þess vegna var svo gott að eiga hann að vini. Milli okkar var gagnkvæmt traust gegnum öll samferðarárin, ég mætti ávallt glaðlegu og hlýju við- móti sem ég mat mikils. Ólafsvík hefur misst mikið við fráfall Steins Jóhanns og félaga. Guð blessi minningu þeirra. Við hjónin sendum Kristjönu og börnum þeirra og öðrum ástvinum einlægar samúðarkveðjur. Við biðjum góðan Guð að blessa þeim minninguna um góðan og traustan vin. Minningin um Stein Jóhann mun lifa. Alexander Stefánsson Mig langar að minnast mfns elskulega bróður, Steins Jóhanns, sem fórst með mb. Bervík SH frá ólafsvík. Þó maður viti að ein- hverntíma verði allir menn að deyja, þá er það alltaf svo sárt að sjá á eftir ástvinum sfnum. Steini eins og hann var ávallt kallaður er mér svo minnisstæður sem góður drengur er öllum vildi gott gera. Einstakur húmoristi var hann og hreif með sér alla sem í kringum hann voru. Hann hafði alltaf tíma til að heimsækja kunn- ingjana, hvort heldur þeir voru skyldir eða ekki. Hans er sáít saknað af þeim. Giftur var hann Kristbjörgu K. Kristjónsdóttur, góðri, dugmikilli konu, sem aldrei hefur fallið verk úr hendi. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Guðlaug Jóhanna, Karen, Randver og Ragnheiður. öll hafa þau stofnað eigið heimili og eru barnabörnin orðin 7 talsins og eins og aðrir f fjölskyldunni sakna þau afa sins mikið. Jana mín. Ég og fjölskylda mfn biðjum algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P) Rósa í dag, föstudaginn 5. júli, verður gerð frá Ólafsvfkurkirkju útför Steins Jóhanns Randverssonar frá ólafsvík sem fórst með m/b Ber- vík SH 43 frá ólafsvfk 27. apríl síðastliðinn. 27. apríl verður lengi grópaður í vitund flestra hér á Hellissandi og gleymist sennilega aldrei íbúum ðlafsvíkur. Dagurinn byrjaði sem venjulegur dagur fyrir okkur sjó- mennina. Allir bátar á sjó. Veðrið eins og gengur, norðan þræsingur þegar líða tók á daginn. Þegar við erum nýlagðir af stað í land um kvöldið kemur kall frá bát, sem nálgast Rif, að fundist hafi gúmmíbátur á floti. Þegar svona frétt heyrist í talstöðvum bátanna táknar það alltaf eða oftast nær eitthvað skelfilegt, enda kom það nær samstundis að hún hefði átt að vera lent fyrir hálftfma. Já, hún, hver var þessi hún? Kannski skipti það ekki máli. ( mínum huga var bara eitt nafn sem kom til greina. Og þó. Það var varla mögulegt í ekki verra veðri, jafn stór bátur, og kominn því sem næst inn í höfn. Nafnið kom svo skýrt fram í huga minn, Bervfk, þó að það væri ómögulegt að trúa því. Samt var það staðreynd eftir ör- fáar mfnútur. Bervíkin hafði far- ist með allri áhöfn, 5 mönnum, rétt við innsiglinguna f Rifi. Bát- urinn átti ekki að komast til hafn- ar, dagar þeirra taldir sem um borð voru. Eftir þetta slys verður ekki öðru trúað en hver og einn eigi sinn skamma ævitíma. Þessir menn á þessum bát voru eins og einn mað- ur. Þeir voru búnir að vera á sjó í áraraðir og höfðu farið þessa leið f öllum veðrum án þess að brotnaði svo mikið sem ein fjöl. En nú var kallið komið. Með hjálp kafara og manna úr slysavarnadeildum á Nesinu hafa lík þriggja manna fundist, bróður okkar, Úlfars, sonar hans, Jó- hanns óttars, og Sveins Hlyns Þórssonar. Steinn heitinn fannst rekinn skammt frá slysstað 28. þessa mánaðar. Ófundinn var þá Freyr Hafþór Guðmundsson, en nú hefur lík hans einnig fundist. Góður guð hefur bænheyrt þá mörgu sem báðu þess að jarðnesk- ar leifar hans mættu finnast svo að ekki yrði gert upp á milli vin- anna og þá ekki síst mismunað ástvinum sem eftir lifa. Þótt það séu mikil og ljót sár sem myndast á sálu hvers og eins þegar ástvin- irnir hverfa svona snögglega þá er það mikil huggun að fá að hlúa að jarðneskum leifum hinna látnu. Slysavarnadeildum og köfurum og öllum, sem tekið hafa þátt f leit- inni að mönnunum í þrjá mánuði, viljum við bræðurnir færa okkar innilegustu þakkir. Það er með ólíkindum hvað sumir eru búnir að leggja á sig við leitina. Steinn Jóhann Randversson var fæddur 8. ágúst 1936 og var einn af tíu systkinum sem fæddust og ólust upp í ólafsvík. Hann missti ungur föður sinn. Steini, eins og hann var ávallt kallaður, fékk fljótt að finna fyrir því að koma sér áfram á lifsbrautinni. Hann átti auðvelt með að fá vinnu, ekki vantaði dugnaðinn, knár á velli, síbrosandi og elskulegheitin geisl- uðu af honum. Eftirlifandi konu sinni, Krist- jönu Kristjónsdóttur, kynntist Steini heitinn 1956. Þau stofnuðu heimili í Ólafsvík og eignuðust fjögur börn. Þau eru Guðlaug Jó- hanna, gift Guðmundi Gfsla Egils- syni; Leidi Karen, gift Jóhanni Magna Sverrissyni; Randver Agn- ar, giftur Kristínu Ingibjörgu Rögnvaldsdóttur og Ragnheiður Guðmunda, býr með Gunnari Birni Gfslasyni. Eitt af því sem lýsir vel hvern mann Steini hafði að geyma var umhyggja hans fyrir gamla fólk- inu. Hann lét sér mjög annt um móður okkar, Jóhönnu Kristjóns- dóttur, sem bjó hjá honum. Hvar er Steini, er Steini kominn af sjón- um, spurði gamla konan oft. Alla tíð var hann einstaklega góður við tengdamóður sína. Hún er nú vistkona á Dvalarheimili aldraðra sjómanna f Reykjavík. Það væri svo mikið hægt að skrifa um Steina heitinn og alla þessa góðu drengi sem voru kall- aðir burtu svo skjótt. Þeir hafa nú samfylgd áfram, hann og Freyr Hafþór, útför beggja gerð frá Ólafsvikurkirkju í dag. Með þess- um fáu línum viljum við bræðurn- ir þakka Steina fyrir allt það góða sem hann lét af sér leiða. Megi góður guð hugga og styrkja alla þá sem syrgja vinina fimm. Lifi minning þeirra um ókomin ár. Sigurður, Guðmundur, Sigurvin, Einar og Björn Kristjónssynir. Minning: Ólafía Vilborg Björnsdóttir Fædd 1. janúar 1914 Dáin 29. júní 1985 í dag, föstudaginn 5. júlí, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni f Hafnarfirði Ólafía Vilborg Björnsdóttir, en hún lést laugar- daginn 29. júní sl. Frænka, en það kölluðum við systkinin hana ávallt og börnin okkar lfka, var fædd 1. janúar 1914 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannsson (dáinn 1942) og Guðný Jónsdóttir (dáin 1977). Tvo bræður átti frænka, Guðna Vilberg og Jóhann sem er faðir okkar sem þetta ritum. Að loknu námi við Flensborg- arskóla stundaði frænka verslun- arstörf í verslun Ólafs H. Jónsson- ar sem var ein af stærri verslun- , um f Hafnarfirði f þá daga. Frænka sagði okkur oft frá því þegar hún vann hjá óla H. Eftir að bræður hennar stofn- uðu sin eigin heimili bjó frænka áfram með ömmu á Austurgötu 5 f Hafnarfirði. Margar góðar minn- ingar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Frænka og amma hugsuðu vel um garðinn sinn og ræktuðu bæði blóm og matjurtir, af þeim höfum við mikið lært og margt af því komið okkur að gagni í lífinu. Afa okkar fengum við ekki að kynnast því hann lést af slysför- um áður en við fæddumst. Eftir að amma féll frá kom frænka í henn- ar stað gagnvart yngstu börnun- um og verður hlýtt viðmót hennar og örlæti ætíð í huga okkar allra. Margar gleðistundir áttum við á Austurgötunni og var frænka ánægðust ef allir úr fjölskyldunni gátu komið og verið saman. Ung að árum tók frænka þá ákvörðun að helga starfskrafta sína boðun fagnaðarerindisins um trú á Jesúm Krist og starfaði við það meðan kraftar hennar entust. Við kynntumst að sjálfsögðu trú- arstarfi hennar og höfum notið góðs af fyrirbænum og styrk sem hún veitti fjölskyldum okkar. Þeg- ar við hugsum um frænku þá koma Guðrún og Salbjörg upp í huga okkar en þær störfuðu mjög náið saman í safnaðarstarfinu og viljum við þakka þeim fyrir þá umhyggju og þann hlýhug sem þær sýndu frænku okkar alla tíð. Frænka var mjög dugleg í veik- indum sínum og stóð styrk sem sönn hetja fram á það síðasta. Við viljum að lokum þakka því fólki sem gladdi hana og reyndi að gera stundimar léttbærari síðustu vikurnar. Ósk sína um að fá að vera heima þar til yfir lauk fékk hún uppfyllta og drottinn tók hana til sín rólega og yfirvegaða. Þannig þekktum við hana og minnumst hennar ætið slíkrar. Guð blessi minningu frænku. Guðný, Björn, Ingibjörg, Vilborg, Guðbjörg. Vilborg eða „frænka" eins og hún var jafnan kölluð var dóttir hjónanna Björns Jóhannssonar og Guðnýjar Jónsdóttur. Hún var elst þriggja systkina, en hin eru Jóhann og Guðni Viiberg. Ég var ekki svo heppin að þekkja frænku á æskuárum hennar, því ég er fædd 1971 og þá er hún komin á efri ár. En þær stundir sem við höfum átt með henni hafa ætíð verið skemmtilegar. Nú síðast í mars var ég fermd og var hún þá mætt í veisluna hress og kát, en engum datt þá i hug að eftir þrjá mánuði væri hún öll. Við munum seint gleyma jólaboðunum sem hún hélt ætíð á nýársdag sem jafnframt var afmælisdagurinn hennar. Var þá alltaf húsfyllir i litla húsinu við Austurgötu þar sem hún bjó og börn oft í meiri- hluta. Það er því mikill söknuður að missá svo góða konu, en við eigum minningar sem seint gleymast. Ég vil að lokum þakka frænku samfylgdina og biðja góðan guð að gefa okkur þann styrk sem hún hafði. Guðrún Margrét Björnsdóttir Mig setti hljóða, þegar Guðrún Jónsdóttir í Hafnarfirði hringdi í mig þann 29. júní sl. og tilkynnti mér lát samstarfskonu sinnar, þá um morguninn. Guðrún biður mikið fyrir sjúkum. Það veit ég, að margir sem þekktu störf Vilborgar Björns- dóttur að kristindómsmálum i sambandi við starfið i Hörgshlið 12, hafa eins og ég, orðið harmi slegnir. Vilborg var 71 árs er hún lést. Nokkur ár eru liðin, síðan ég kynntist Vilborgu. Þá fór ég að fara á samkomur i Hörgshlíð 12, sem er samkomustaður, er Sjálfs- eignarsöfnuðurinn á. Er það mjög hlýlegur samkomustaður, sem Guðrún Jónsdóttir, ásamt konun- um Salbjörgu og Vilborgu heit- inni, veittu forstöðu. Á þessar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.