Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 20
Fjölþætt átak til alþjóðlegr- ar kynningar á gróandanum í nútímalistum Islendinga Hilda hf. og Bókaútgáfan Vaka hafa tekið höndum saman um viðamikla kynningu á gróandan- um í nútímalistum íslendinga. Kynningin er samsett úr þremur meginþáttum, þ.e. stórri Ijósmyndasýningu, kvikmynd og bók. Hér er um sérstæðan viðburð að ræða í menningarlífi íslend- inga. Ráðgert er að fara með kynn- ingu þessa víða um lönd á næstu árum, en forsýning hennar verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 13. júlí og mun standa þar fram til 28. júlí, frá klukkan 14 til 22 daglega. Kynningin hefur hlot- ið yfirskriftina Iceland Crucible. Ljósmyndirnar Á kynningunni er sýning á 330 ljósmyndum af um 170 íslenskum listamönnum úr öllum greinum, eftir heimskunnan ljósmyndara, Vladimir Sichov. Hann starfar að staðaldri fyrir ýmis helstu myndskreytt viku- og mánaðarrit vestan hafs og austan og hefur fengið fleiri myndir birtar en nokkur annar ljósmyndari í heim- inum á síðustu sex árum. Ljósmyndasýningin á Kjarvals- stöðum er stærsta og fjölbreyti- legasta mannamyndasýning sem nokkru sinni hefur verið efnt til hérlendis. Kvikmyndin Annar hluti kynningarinnar er hálftíma kvikmynd um grósku ís- lenskra lista í nútímanum. Mynd- in nefnist Iceland Crucible og er gerð af tveimur kunnum banda- rískum kvikmyndagerðar- mönnum, Hal Calbom og Phil Davies, sem átta sinnum hafa ver- ið sæmdir hinum eftirsóttu Em- my-verðlaunum fyrir sjónvarps- þætti sína. Til skamms tíma unnu þeir fyrir bandarísku sjónvarps- stöðina NBC, en starfa nú sjálf- stætt. Kvikmyndin er í litum og koma þar við sögu ýmsir kunnir lista- menn á mörgum sviðum. Myndin verður sýnd a.m.k. tvisvar daglega meðan á kynningunni á Kjar- valsstöðum stendur. Bæði kvikmyndin og ljósmyndir Vladimirs Sichov voru gerðar að frumkvæði og á kostnað Hildu hf. Bókin í tengslum við sýningarnar á Kjarvalsstöðum kemur út á veg- um Bókaútgáfunnar Vöku stór bók á ensku með úrvalsmyndum Si- chovs af um 170 íslenskum lista- mönnum úr hinum ýmsu greinum og á öllum aldursskeiðum. Bókin ber heitið Iceland Cruci- ble, A Modern Artistic Renaiss- ance. Texta hennar samdi Sigurð- ur A. Magnússon, rithöfundur, og rekur hann þróun og helstu afrek hverrar listgreinar frá öndverðu fram á þennan dag. Heimskynning Á næsta ári er ráðgert að fara með ljósmyndasýninguna og kvikmyndina um Bandaríkin og Kanada og koma bókinni á fram- færi við lesendur sem allra víðast vestan hafs. Bókaútgefendur og forstjórar sýningarsala og sjón- varpsstöðva hafa sýnt þessu fram- taki verulegan áhuga. Síðan er ætlunin að snúa sér að Evrópu og Asíu og þá fyrst og fremst Japan. Með því að hefja kynninguna hérlendis vakir fyrst og fremst fyrir aðstandendum bókar og sýn- inga að vekja athygli heimamanna á þeirri ótrúlegu blómgun, sem átt hefur sér stað í öllum listgreinum á undanförnum áratugum. Þar koma bæði við sögu listamenn sem unnið hafa afrek á heimavelli og fjölmargir listamenn sem gert hafa garðinn frægan með öðrum þjóðum. Hvers vegna? Eðlilegt er að fólk spyrji: Hvers vegna eru einkaaðilar að ráðast í slíkt kynningarátak á íslenskri menningu og listum í útlöndum? Helsta ástæðan er samt sú, að sögn útgefenda, að þeir er að út- flutningi standa og aðrir, sem tengjast íslandskynningu í út- löndum telja sig hafa séð að þörf sé orðin á viðameiri menningar- kynningu íslendinga erlendis en verið hefur. Kynning á náttúru, landslagi, sem tengist menningu og lífi fólksins í landinu verði yfir- leitt áhrifameiri fyrir land og þjóð og um leið fyrir þá sem selja út- lendingum vöru og þjónustu. Forráðamenn Hildu hf. sem hafa stundað viðamikinn ullar- vöruútflutning um árabil höfðu frumkvæði að þessari kynningu sem hlotið hefur yfirskriftina Ice- land Crucible, sem þýða mætti ís- lensk deigla. Með henni er ætlunin að sýna hvernig alþjóðlegir straumar í listum blandast ís- lenskum áhrifum og verða til þess að hér er nú meiri gróandi í listum en víðast hvar annars staðar. Bókaútgáfan Vaka annast einn þátt málsins, sem er gerð og út- gáfa bókar um þetta efni, en ljósmyndasýningin og gerð kvik- myndarinnar er á vegum Hildu hf. Líklegt er að fleiri fyrirtæki tengist þessu kynningarátaki á síðari stigum, jafnframt því sem það gæti orðið allmiklu víðtækara. Höfundarnir Sichov er heimskunnur ljós- myndari af rússnesku bergi brot- inn. Hann hefur búið í París síðan 1979 og starfar fyrir ýmis helstu viku- og mánaðarrit austan hafs og vestan, svo sem Paris Match, Stern, Life, People, Vogue og Esquire. Hann fæddist í Kazan á Volgubökkum árið 1945. Að loknu námi í rafmagnsverkfræði gegndi hann um tveggja ára skeið her- þjónustu í Baykonur-geimstöðinni og varð liðsforingi. Eftir lausn úr hernum starfaði hann á eigin veg- um sem Ijósmyndari og tók eink- um myndir fyrir minjakort og hljómplötukápur. Á þessum tíma tók hann um 180.000 ljósmyndir og lánaðist að smygla úr landi til vina á Vesturlöndum 5.000 ljós- myndaspólum, áður en hann flutt- ist úr landi ásamt fjölskyldu sinni. Þótt bæði Vladimir og kona hans Aida heyri til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni (eða grísku-orþódoxu kirkjunni) fengu þau vegabréfsáritanir til Israel með því að „uppdikta" gyðinglega ættingja og afla sér þannig heim- boðs frá ísraelsstjórn. Vladimir Sichov hefur gefið út einstæða bók um Sovefríkin, Les

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.