Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 31 Skáldsagan Grun- urinn gefin út á ný ÚT ER komin hjá bókaklúbbnum VERÖLD skáldsagan Grunurinn eftir Friedrich Diirrenmatt í þýðingu Unnar Eiríksdóttur. Bókin kom fyrst út hjá Iöunni 1968 en hefur verið ófáanleg um árabil. í frétt frá bókaklúbbnum segir göngu lagt stund á skriftir. Dúrr- að Grunurinn sé æsispennandi saga um viðureign upp á líf og dauða milli lögreglufulltrúa og fyrrverandi fangabúðalæknis. „En meira er þó um vert að hún er jafnframt góðar bókmenntir. Frásögnin er svo magnþrungin og gagntakandi að lesandanum finnst sem hann lifi sjálfur hroll- vekjandi veruleika. Þessi bók höfðar því jafnt til þeirra, er góð- um bókmenntum unna, og hinna, sem fyrst og fremst kjósa spenn- andi lestrarefni." Friedrich Dúrrenmatt starfaði framan af sem grafíklistamaður og teiknari. Rétt upp úr 1940 skrif- aði hann fyrsta smásagnasafn sitt. Eftir 1947 hefur hann ein- enmatt er löngu heimskunnur fyrir leikrit sín og skáldsögur sem farið hafa sigurför um heiminn og hvarvetna vakið mikla athygli og aðdáun. í ritverkum sínum beitir hann oft tækni sakamálasögunnar og er svo einnig gert í bókinni Grunurinn. Dúrrenmatt er óum- deilanlega einn virtasti höfundur samtímans. ____ 0' INNLENT Doktor Snorri Agnarsson. Doktor í for- ritasöfnun HINN 10. júní síðastliðinn varði Snorri Agnarsson doktorsritgerð vjð Rensselaer Polytechnic Institute í Troy-borg, New York-fylki í Banda- ríkjunum. Ritgerðin ber heitið „Packages as Substitutions" og fjallar um fræðileg atriði í tengslum við aðgerðir á forritasöfnum. Snorri Agnarsson fæddist í Reykjavík 30. desember 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1975 og BS-prófi frá Háskóla ís- lands í stærðfræði árið 1978, en hefur síðan stundað nám við RPI og jafnframt námi unnið hjá skól- anum m.a. við kennslustörf. Foreldrar Snorra eru Inga Dóra Hertervig og Agnar Gústafsson, hæstaréttarlögmaður. Snorri er kvæntur Júlíönu S. Guðjónsdótt- ur, hjúkrunarfræðingi, BS. Styrkveiting ÚTHLUTAÐ hefur verið styrk úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr fyrir árið 1985 og hlaut dr. Gylfi Árnason, dósent við Háskóla íslands, 155 þúsund krónur til verkefnisins „Agna- dreifing í iðustreymi". Í frétt fra sjóðnum segir að til- gangur hans sé að stuðla að fram- förum á sviði jarðefnafræði, bygg- ingariðnaðar og skipasmíða. Ekið á kyrr- stæða bifreið EKIÐ VAR á yfirgefinn bíl í Hafnar- firði á laugardag eða laugardags- kvöld, þar sem hann stóð á bfla- stæði. Biður rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði þá sem upplýsingar geta gefið um málið að snúa sér til henn- ar við fyrsta tækifæri. Bifreiðin er brún að lit af Su- baru-gerð og stóð hún við Kletta- hraunið til móts við hús númer 3 á laugardaginn er atburðurinn er talinn hafa átt sér stað. Ekið var á afturhurð vinstra megin og eru skemmdir á bifreiðinni talsverðar. Úr týndist í Austurstræti Miðvikudaginn 3. júlí tapaði sendiboði armbandsúri (kvenúr) með gylltu armbandi í Austur- stræti milli kl. 10.30—11.30. Úrið er af gerðinni Favre Luba. Fund- arlaunum er heitið. Tekið er við því í skrifstofu Almenna bókafé- lagsins í húsi Bókaverslunar Sig- fúsar Eymundssonar. Síminn þar er 25544. ÍJ 11 —K>-----*------O- Vegna flutninga 10-40% afsláttur á innréttingum og flísum til 28. júlí í Ármúla Opnum 29. júlí í Skútuvogi 4, flísaverslun í glæsilegu hús- næði með rúmgóðum bílastæðum. Nýborg;c§i Ármúla 23, sími 686755. -----*---------C*----------------O-----------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.