Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 32

Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR li. JÚLÍ1985 Framkvæmdir við breytingar á Laugavegi hafnar. Breiðari gangstéttir, bætt lýs- ing, trjágróður og ein akrein FRAMKVÆMDIR við breytingar og endurbætur á Laugavegi, i milli Skólavörðustígs og Klapp- arstígs, eru hafnar og gert ráð fyrir að þeim Ijúki í haust. Breytingarnar miða einkum að því að auðvelda gangandi vegfarendum umferð um götuna, meðal annars með breiðari gangstéttum jafnframt því sem umferð ökutækja verður beint á eina akrein. Þessar breytingar eru liður í heildarframkvæmd, þar sem gert er ráð fyrir að gatan öll, frá Snorrabraut að Skólavörðustíg, verði svonefnd vistgata með einni akrein. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar, eru breytingarnar á neðsta hluta Laugavegs gerðar í eins konar tilraunaskyni og áframhaldandi framkvæmdir við götuna miðaðar við þá reynslu sem af þessum breytingum fæst. „Ef þetta gefur góða raun er nokkuð ljóst að á næstu árum verði sams konar breyting framkvæmd á öllum Lauga- veginum og ef til vill á öðrum götum, þar sem þetta fyrirkomulag gæti hentaði ekki síst fyrir gangandi vegfarendur," sagði Vilhjáímur. „Þessar breytingar miða að því að gera götuna vinsamíegri gangandi veg- farendum og auk breiðari gangstétta er gert ráð fyrir bættri lýsingu, trjágróðri og öðru slíku, sem gerir götuna meira aðlaðandi. Hins vegar er áfram gert ráð fyrir umferð ökutækja, þó í minna mæli en áður, og bíla- stæðum á þessum kafla verður fjölgað úr 9 í 12,“ sagði Vilhjálmur ennfremur. Breytingarnar og endurbæturnar á Laugavegi eru hannaðar hjá Borgarskipu- lagi af arkitektunum Jóhannesi Kjarval og Kristjáni Ásgeirssyni í samráði við gatna- deild borgarverkfræðings og Veitustofnanir. Jóhannes Kjarval sagði í samtali við Morg- unblaðið að auk áðurnefndra breytinga yrði útfærsla á yfirborði götunnar með nýju sniði, staðsetning götugagna, svo sem um- ferðarljósa og skilta, breyttist auk þess sem miklar endurbætur yrðu gerðar á skolplögn- um, símalögnum og raflögnum, sem nú væru orðnar gamlar og þyrftu endurbóta við. Áhersla hefði verið lögð á einfaldleikann, en jafnframt reynt að samræma og bæta um- ferð um götuna, hvort heldur væri um að ræða gangandi vegfarendur, almennings- vagna eða almenna umferð ökutækja. Gert væri ráð fyrir minnkandi umferð almennra ökutækja og samhliða breytingum á þessum hluta Laugavegs er gert ráð fyrir að akst- ursleiðum að Laugavegi verði fækkað. Taka þær breytingar gildi um leið og fram- kvæmdum lýkur við þennan fyrsta áfanga Laugavegs. Þá verður leiðin frá Barónsstíg inn á Laugaveg lokuð og bönnuð hægri beygja inn á Laugaveg frá Vitastíg og eins umferð upp Vatnsstíg að Laugavegi. Jó- hannes sagði, að þessar breytingar á milli Skólavörðustígs og Klapparstígs væru að- eins liður í heildarframkvæmd við breyt- ingar á allri götunni að Snorrabraut og ef vel tækist til gæti þetta orðið sú mynd sem Laugavegurinn allur yrði færður í. Hugsan- lega gæti þá næsti áfangi orðið kaflinn á milli Barónsstígs og Snorrabrautar. @ I-ialbik meó kvartssteini @ Náttúrusteinn & Hellur 50x50 cm Góður kippur í Hofsá „Langbesti dagurinn var í gær, þá veiddust 9 laxar, flestir á svæði 2 sem er nokkuð frammi í dal. Þeir urðu talsvert varir við fleiri laxa, einkum á því sama svæði. Þetta voru allt nýrunnir fiskar, grálúsugir," sagði Birna Sverrisdóttir, ráðskona í veiði- húsinu við Hofsá í Vopnafirði, í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Birna hafði ekki haft spurnir af því hvernig mönnum hafði gengið í ánni í gærmorgun, en alls var kominn 21 lax á land síðan að veiðin hófst 5. júlí síð- astliðinn. Birna sagði að laxinn væri yf- irleitt smár, meðalþunginn um 6 pund. Stærstu laxarnir til þessa hafa verið tveir 13 punda fiskar. Heldur dauft í Selá Margrét Helga í veiðihúsinu Hvammsgerði við Selá I Vopna- firði sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærdag, að 18 laxar væru komnir á land. Fjórði veiðimannahópurinn hóf veiðar síðdegis í fyrradag og á hádegi í gær hafði flokkurinn engum laxi grandað. „Hollin á undan fengu, 3, 3 og 11 laxa hvert. Áður en veiðin hófst formlega veiddist svo einn 12 punda lax í tilrauna- veiði og er hann enn stærsti lax- inn sem á land hefur verið dreg- inn. Að sögn Margrétar eru lax- amir sem veiðst hafa yfirleitt smáir, 4—5 punda. Hún sagði einnig, að það væri lífsmark með ánni þótt ekki væri hægt að segja að mikill lax væri genginn í ána. Veiðin hefur öll fengist fyrir neðan Fossinn til þessa, að- eins fjórir laxar hafa gengiö um Eitthvaö virðist gengid af laxi i irnar á AustfjörAum. teljarann, sem komið hefur verið fyrir í Fossinum. Lífsmark með Breiðdalsá! Laxveiðin hófst í Breiðdalsá 20. júní, eða mátti öllu heldur byrja, því það fór ekki nokkur maöur í ána fyrr en á sunnudag. Þá veiddist einn lax og svo annar á þriðjudag er næsti maður fór og freistaði gæfunnar. Þetta voru 4 og 5 punda laxar og það fylgdi sögunni að talsvert líf hefði verið á þeim stað þar sem laxarnir veiddust, í Neðri Belj- anda. Þetta eru góð tíðindi eystra því allt síðasta sumar veiddust aðeins 4 laxar í Breið- dalsá. Þá er alltaf talsverð sjó- bleikjuveiði í ós Breiðdalsár, veiðin hefur gengið prýðilega til þessa, menn hafa fengið allt upp í 23 stykki á dagstund og algengt hefur verið að fá upp í 4 punda bleikjur. Sú stærsta enn vóg 5 pund. Bleikjan tekur jafnt maðk, spón, flugu og jafnvel þunnildi úr áður veiddum bleikjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.