Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 163. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Olíuráðherrar OPEC-ríkja: Samkomulag um verðlækkun? Genf, 23. júli. AP. SAMKOMIILAG um Iskkun á nokkrum tegundum oiíu frá Samtökum olíu- útflutningsríkja (OPEC) er í sjónmáli, að því er Arahed Zaki Yamani, olíuráð- herra Saudi-Arabíu, skýrði blaðamönnum í Genf frá í kvöld. Olíuráðherrar OPEC-ríkjanna tólf sitja þar á fundi. „Við erum nálægt því, að komast að málamiðlun," sagði Yamani, en vildi ekki skýra frá því hver lækk- unin yrði. Fyrr í dag var haft eftir heimild- um á fundi olíuráðherranna, að lík- lega yrði samið um að olíutunnan lækkaði um 50 bandarísk cent (jafnvirði um 20 ísl. króna), en lækkunin tæki aðeins til gæða- minni olíu, sem nú er seld á 26,50 Líbanoh: ísraelar réðust á kaupskip Beirút, 23. aprd. AP. STJORN Líbanons hefur kært til Sameinuðu þjóðanna skot- árás, sem fjórir fallbyssubátar frá fsrael gerðu í morgun á flutningaskip fyrir utan strönd Suður-Líbanons. Skipið varð fljótlega alelda, en líbanska strandgæslan bjargaði sjö mönnum, sem voru um borð. Hernaðaryfirvöld í Tel Aviv hafa staðfest að árásin hafi verið gerð, en segja að sigling- ar skipsins hafi verið „grun- samlegar". Þau segja að einn ísraelskur hermaður hafi særst lítillega í skotbardaga við skipverja og libanska strandgæslumenn. Flutningaskipið, sem ísrael- ar réðust á, heitir Roula og er skráð í Hondúras. Skipstjór- inn segir að það hafi verið að flytja sement frá Rúmeníu til hafnarborgarinnar Sídon f Suður-Líbanon. dollara (rúmar 1.000 ísl. krónur) hver tunna. Talið er fulltrúar írans beiti sér gegn tillögum Saudi-Araba um lækkun olíuverðsins. Þeir eru sagð- ir hlynntari því að framleiðsla olíu- útflutningsríkjanna verði dregin saman. Ráðherrarnir samþykktu hins vegar í gær, að bíða með allar ákvarðanir um samdrátt í fram- leiðslu til haustsins. Subroto, olíumálaráðherra Indó- nesíu, sem er forseti OPEC um þessar mundir, sagði á fundi með blaðamönnum í gær, að hlutdeild OPEC í olíumarkaði heimsins hefði lækkað verulega á undanförnum árum. Árið 1979 hefði hún verið rúmlega 63%, en á síðasta ári 43%. Á þessu ári væri hún um 30%. Öryggissveitir lögreglunnar í Jóhannesarborg á ferð í Kwa-Thema í gær AP/Símamynd Fjöldahandtökur halda áfram í Suður-Afríku: Neyðarlögin megna ekki að lægia ólguna í landinu Jóh»nnf»arbore. 23. júli. AP. YFIRVÖLD í Suður-Afríku segja, að 441 maður hafi verið handtekinn á grundvelli laga um neyðarástand, sem tóku gildi í landinu á sunnudag. Lögin voru sett til að koma á röð og reglu eftir kynþáttaóeirðir, sem staðið hafa með litlum hléum í eitt ár. Samkvæmt neyðarlögunum þarf ekki að gefa út ákæru á hendur mönnum sem sitja í varðhaldi á meðan rannsókn fer fram á meintu broti þeirra. Nær allir hinna hand- teknu eru svertingjar. Neyðarlögin hafa ekki megnað að lægja ólguna í Suður-Afríku. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Jóhannesarborg hafa a.m.k. átta svartir menn beðið bana í óeirðum síðan þau voru sett. Þá hafa a.m.k. AP/Símamynd Forseti Kína í Bandaríkjunum Li Xiannian, forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, átti í gær viðræður við Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, ( Hvíta húsinu ( Washington. Þeir ræddu samstarf þjóðanna á ýrasum sviðum. Sjá: „Undirstöður lagðar að vináttu þjóðanna", á bls. 24. 60 manns verið teknir höndum fyrir þátttöku í óeirðum til viðbót- ar hinum 441, sem sitja inni á grundvelli neyðarlaganna. Um 20 til 25 þúsund svertingjar fylgdu í dag 15 kynbræðrum sínum til grafar í Kwa-Thema, útborg Jó- hannesarborgar, en mennirnir lét- ust í uppþotum í vikunni sem leið. Athöfnin fór friðsamlega fram, en fólkið söng baráttusöngva og hróp- aði vígorð gegn stjórn hvíta minni- hlutans. Desmond Tutu, hinn þeldökki biskup í Jóhannesarborg og hand- hafi friðarverðlauna Nóbels, flutti ávarp við útförina. Hann fordæmdi stefnu stjórnvalda og jafnframt þá kynbræður sína, sem myrt hafa aðra svertingja fyrir meint sam- starf við stjórnvöld. „Ef þetta ger- ist aftur, verður erfitt fyrir mig að taka málstað ykkar,“ sagði Tutu. „Þá fer ég ásamt fjölskyldu minni frá þessu landi, sem ég ann svo mjög,“ sagði hann. Á síðasta ári hafa 500 manns lát- ist í pólitískum átökum í Suður- Afríku. Flestir hinna látnu eru svertingjar, sem lögregla hefur skotið til bana, en nokkrir hafa lát- ið lífið fyrir hendi eigin kyn- bræðra, sem hafa sakað þá um að eiga samstarf við yfirvöld og segja til félaga sinna. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, fordæmdi í dag aðskilnaðarstefnu stjórnvalda Suður-Afríku. Hann áréttaði hins vegar, að breska ríkisstjórnin væri andvíg því að beita Suður-Afríku efnahagsþvingunum til að knýja fram stefnubreytingu. Hann sagði, að slíkar þvinganir mundu fyrst og fremst bitna á svertingjum í land- inu og auk þess skaða efnahag ríkja svertingja í nágrenni Suður- Afríku, jafnvel þótt þau ættu ekki aðild að hugsanlegu viðskipta- banni. Sjá á miéopnu frásögn blaðamanns Morgunblaðsins sem var á ferð í Jóhannesarborg og nágrenni um helgina. Danmörk: Hryðjuverkameimirnir eru líklega farnir brott Kaunmannahöfn. 23 hilí AP. ^ Kaupmannahofn, 23. júlí. AP. DANSKA lögreglan telur líklegt, að hryðjuverkamennirnir, sem komu fyrir sprengjunum sem sprungu á tveimur stöðum í miðborg Kaupmannahafnar í gær, hafi komist úr landi. Lýst hefur verið eftir þremur mönnum með „arabískt yfirbragð“ vegna rannsóknar málsins. Einn mannanna, sem leitað er að, sást fleygja frá sér handtösku í sjóinn við brottfararstað flugbáts- ins i Nýhöfn nokkrum klukku- stundum eftir að sprengjurnar sprungu í miðborginni. í töskunni var að finna sams konar sprengju og sprakk hún þegar verið var að gera hana óvirka á æfingasvæði lögreglunnar í borginni. Engan sakaði, en tölvustýrt tæki sem not- að er til að aftengja sprengjur í tilvikum af þessu tagi gereyðilagð- ist. Kunn hryðjuverkasamtök shíta, sem nefna sig „Heilagt stríð" (Jihad) hafa lýst ábyrgð hryðju- verksins á hendur sér. Þau segjast hafa verið að hefna fyrir árás ísra- ela á þorp í Suður-Líbanon. 27 manns særðust í sprengingunni og eru fimm þeirra þungt haldnir. Einum er vart hugað líf. Paul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, hefur frestað fyrir- hugaðri för sinni til Bandaríkj- anna á meðan ríkisstjórnin ræður ráðum sínum. Allur þorri þing- manna á danskra þinginu hefur lýst sig reiðubúinn til að standa að nýjum ráðstöfunum til að vinna gegn hryðjuverkum. Sjá: „Dönsku blöðin fordæma hryðjuverkið“, á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.