Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1985 Útflutningur á freðfiski: Rúmlega 12 % hærra meðalverð hjá SÍS HLUTDEILD sjávarafuröadeildar Sambandsins í heildarfreðfiskútflutn- ingi landsmanna hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Þannig jókst útflutningur frystra sjávarafuröa um 18 %á síóasta ári eóa um 7.080 tonn, á sama tíma og hlutdeild annarra framleióenda fór minnkandi. Sé litið á þróunina síðustu fimm ár 1980—84, þá eykst hlutdeild sjávar- afurðadeildar Sambandsins í heildarfreðfiskútflutningnum úr 22,6 af hundraði 1980 í 34 af hundraði 1984. Aukningin nemur 49%eða 13.600 tonnum. Þá hefur sjávarafurðadeildin einnig skilað hærra meðalverði fyrir útfluttan freðfisk, en aðrir. Munurinn á Sambandinu og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í þessu tilliti reyndist vera 12,1% í könnun sem Þjóðhagsstofnun gerði fyrir fyrstu sjö mánuði síð- astliðins árs. Erlendur Einars- son forstjóri gerði þetta atriði að umtalsefni í skýrslu sinni til að- alfundar Sambandsins í vor og sagði þar að tölum sjávarafurða- deildar fyrir allt árið 1984, bæri saman við tölur Þjóðhagsstofn- unar. Samsvarandi tala fyrir ár- ið 1983 er 9,8% hærra meðalverð sjávarafurðadeildar. Sagði hann að þetta hærra meðalverð jafn- gilti 400 milljónum króna á síð- astliðnu ári, auk þess sem fram- leiðsluaukningin á síðasta ári f krónum talin nemur 620 milljón- um miðað við núverandi gengi. Samtals er því um rúman millj- arð að ræða. Erlendur sagði í samtali við Morgunblaðið að ef aðrir fram- leiðendur hefðu náð samskonar meðalverði á afurðum sínum og sjávarafurðadeildin og hefðu verið með sömu framleiðslu- aukningu, þá hefði það skilað þjóðarbúinu á þriðja milljarð króna hærri gjaldeyristekjum á síðasta ári. í ræðu sinni á aðalfundinum nefndi Erlendur þessar ástæður fyrir hærra meðalverði sjávaraf- urðadeildar á frystum botnfiski. Hærra þorskhlutfail hjá Sam- bandsframleiðendum, en með bættum tækjabúnaði hefði þeim tekist að auka frystingu á þorsk- afurðum og koma þannig í veg fyrir að þorskurinn færi í aðrar vinnslugreinar sem gæfu minna af sér. I öðru lagi hærra meðal- verð fyrir þorskblokk og í þriðja lagi hærra vöruþróunarstig hjá Sambandsframleiðendum, ekki aðeins hvað þorskafurðir snert- ir, heldur almennt í verkun á botnfiski. „Það má sennilega rekja um það bil helminginn af þessum mun á skilaverði til hærra þorskhlutfalls okkar framleið- enda, en hinn heiminginn til þess að við höfum verið að setja afurðirnar í verðmætari pakkn- ingar," sagði Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri sjávar- afurðadeildar Sambandsins í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum hins vegar telja okkur nokkuð til gildis þetta hærra þorskhlutfall. Það er ekki bara tilviljun sem ræður, heldur helg- ast það meðal annars af því að við höfum verið með hærra hlut- fall lausfrysta í frystihúsum okkar umfram þessa hefðbundnu plötufrysta og því höfum við get- að fryst meira og ráðið betur við toppa í veiðunum. Þannig höfum við síður þurft á því að halda, að setja fisk í söltun og ekki heldur misst hann út í gámum,“ sagði Sigurður ennfremur. Hann sagði að sennilega væri um 3% aukn- ing í frystingu hjá Sambands- frystihúsunum, það sem af væri þessu ári. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar: SH og SÍS fengu sama verð fyrir sömu vöru — en meiri þorskur og verðmætari pakkningar hjá SÍS „Á ÁRINU 1984 fengu sölusamtökin, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og sjávarafurðadeild Sambandsins, næstum undatekningarlaust sama verð fyrir sömu vöru, þ.e.a.s fyrir sömu pakkningar á freðfiski," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er Morgunblaðið spurði hann um ástæðurnar fyrir hærra meðalverði sjávarafurðadeildar Sambandsins á framleitt pund af freöfiski, en í könnun Þjóðhagsstofnunar fyrir fyrstu sjö mánuöi síöasta árs, kemur fram 12,1 % hærra meðalverð sjávarafurða- deildarinnar. „Ástæðurnar fyrir þessum mun eru einkum tvær. Annars vegar hafa frystihús á vegum Sambandsins meiri þorsk í sinni framleiðslu. Um helmingurinn af framleiðslu þeirra er þorskur, en um þriðjungur hjá frystihús- um innan SH. Auk þess unnu frystihús Sambandsins bæði þorskinn og annan fisk í verð- mætari pakkningar. Þannig er meðalverð á hvert unnið pund af endanlegri freðfiskframleiðslu rúmlega 12% hærra en hjá frystihúsum SH,“ sagði Jón Sig- urðsson ennfremur. Jón sagði að þó allt síðastliðið ár væri tekið, en ekki aðeins fyrstu sjö mánuðirnir, yrði niðurstaðan mjög svipuð eða rúmlega 12% hærra meðalverð hjá Sambandsfrystihúsunum. Á það væri þó rétt að benda að væntanlega hefði hráefni og vinnulaunakostnaður verið hærri á hvert pund hjá Sam- bandinu fyrir þessa verðmeiri framleiðslu. Morgunblaöiö/Júlíus Árekstur á Vesturlandsvegi HARÐUR árekstur varð á mótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar klukkan 17.20. Þar skullu saman fólksbifreið og strætisvagn og er fólksbifreiðin talin ónýt. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var hann fluttur í slysadeild. Samþykkt Norræna skáksambandsins: Einvígi Norður- landa og Banda- ríkjanna hérlendis Verða 4 íslendingar í liðinu? Á FUNDI Norræna skáksambandsins, sem haldinn var í gær í Gjörvik í Noregi, var samþykkt tillaga frá Einari S. Einarssyni, ritara sambandsins, um einvígi milli 10 beztu skákmanna Norðurlanda og Bandaríkjanna á íslandi í febrúar 1986. í tillögu Einars er ráð fyrir því gert að Visa International og Norræna skáksambandið sjái um og standi straum af kostnaði við einvígið. Skáksamband Bandaríkj- anna hefur fallist á að senda 10 sterkustu skákmenn Bandaríkj- anna til einvígisins. Skáklið Norðurlandanna verður ekki valið fyrr en í janúar nk. en samkvæmt lista, sem lagður var fram á fundinum í Gjörvik, myndu íslendingar eiga 4 skák- menn í liðinu miðað við styrkleika skákmanna í dag, þá Margeir Pét- ursson á 3. borði, Helga Ólafsson á 5. borði, Jóhann Hjartarson á 7. borði og Jón L. Árnason á 9. borði. Á fundinum í Noregi var enn- fremur þegið boð Færeyska skák- sambandsins þess efnis að næsta Norðurlandamót í skák fari fram í Norræna húsinu í Þórshöfn haust- ið 1987. Misjafnlega gengur hjá hafbeitarstöðvunum: Endurheimturnar orðnar 7 % það sem af er sumri í Lárósi Selur gerir mikinn usla hjá Vogalaxi Nauðgunarkæran: Síðari maðurinn handtekinn MAÐURINN, sem liðlcga tvítug kona kærði, ásamt félaga hans, fyrir nauðgun og að ógna sér með hnífi við ofbeldisverkið, var handtekinn seint á mánudagskvöldið. Rann- sóknarlögregla ríkisins setti í gær fram kröfu um gæzluvarðhald yfir manninum til 14. ágúst vegna rann- sóknar málsins. Engar játningar um verknaðinn liggja enn fyrir. Atburðurinn átti sér stað í íbúð í Norðurmýri. Lögregia var kvödd á vettvang vegna háreystis í íbúð og var liðlega þrítugur maður handtekinn en félagi hans var þá á brott og var hann handtekinn tæpum sólarhring síðar. HEIMTUR í hafbeitarstöðvarnar ganga misjafnlega vel. Flestar eru stöðv- arnar með um eða undir 1 % heimtur það sem af er sumri og er þá miðað við beildarheimtur í hlutfalli við sleppingu síðasta árs. Tvær stöðvar skera sig úr með góðar heimtur það sem af er: Lárós (tæp 7%) og Vogalax (tæp 4%). I Lárósstöðina eru komnir 1.600 laxar en þar var sleppt 24 þúsund seiðum í fyrra (sem er tæplega 7%). Jón Sveinsson er mjög ánægður með heimturnar, sagði að hlutfall merktra laxa væri hærra en nokkru sinni áður og mikið líf fyrir utan stöðina. Hann sagði að vatnið hefði kólnað og við það hægt aðeins á göngu laxins í stöðina. 820 laxar eru komnir í Vogalax- stöðina á Vatnsleysuströnd en þar var sleppt 21 þúsund seiðum í fyrra (tæplega 4% heimtur). Sveinbjörn Oddsson sagði að heimturnar væru mun betri en á sama tíma í fyrra og útlit fyrir betri heildarheimtur en í fyrra, sem þá voru 5,5% og þær bestu yfir landið. Sagði Sveinbjörn að þeir ættu í miklum vandræðum vegna ágangs sela í laxinn. Væru margir laxar sem kæmu í stöðina selbitnir og sumir illa farnir. Hann sagði að þeir sæu enga seli við stöð- ina, en þeir virtust sitja fyrir torf- unum, því hlutfall bitinna laxa í torfunum hefði farið allt upp í 10%. Á mánudaginn voru komnir 900 laxar í Kollafjarðarstöðina en þar var sleppt 60 þúsund seiðum í fyrra (1,5%). Sigurður Þórðarson sagði að þeim þættu þetta lélegar heimt- ur og kenndi um vatnsleysi. Hins vegar væri mikið líf fyrir utan stöð- ina, en fiskurinn vildi ekki ganga inn. Hann sagði að þeim þætti lé- legt að fá mikið minna en 5—6 þús- und iaxa í sumar. Um 1.000 laxar eru komnir í Pól- arlaxstöðina í Straumsvík af rúm- lega 100 þúsund seiða sleppingu í fyrra (1%). Á dögunum var rofið gat á stíflu utan við lónið við stöð- ina þar sem laxinn vildi ekki ganga í gegn um stokk, sem þar var, og í kistu og eftir það hefur hann gengið stöðugt inn í lónið og eru starfs- menn þar ánægðir með útkomuna eftir þessa aðgerð. 170 laxar hafa skilað sér hjá ÍSNÓ hf. í Kelduhverfi, en þar hef- ur um 20 þúsund seiðum verið sleppt á hverju ári (tæplega 1%). Er þetta svipað og á sama tíma í fyrra, en í fyrra komu í allt um 350 laxar. 23 laxar eru komnir hjá Fljótum hf. í Haganesvík í Fljótum, en þar var sleppt 20 þúsund seiðum í fyrra (0,1%). Teitur Arnlaugsson sagði að þeir hefðu aldrei náð góðum heimt- um, en í ár vonuðust þeir eftir að fá talsvert af smálaxi, vegna þess að seiðunum í fyrra hefði verið sleppt við mjög góð skilyrði. Taldi Teitur tíma til kominn að laxinn færi að sýna sig. 137 laxar hafa skilað sér hjá Dalalaxi hf. 1 Saurbæ 1 Dölum en þar var sleppt 35 þúsund seiðum í fyrra. öllum laxinum hefur verið sleppt upp í árnar (Staðarhóls- og Hvolsár) og verður ekki byrjað að slátra fyrr en búið er að sleppa 370 löxum upp í árnar. Mest er þetta 2ja ára lax í sjó, en smærri Iaxinn er að byrja að skila sér, að sögn Harðar Guðmundssonar á Kvern- grjóti. Enginn lax hefur skilað sér í Hafnardalsá í Isafjarðardjúpi, en þar sleppti Islax 4.500 seiðum í haf- beitartilraun í fyrra. Þá hafa fáir laxar skilað sér í í Reykjarfjarðar- botn (1 lax hafði skilað sér þegar síðast fréttist), en þar sleppti Djúplax hf. 2.000 seiðum í fyrra í tilraunaskyni. Nánast engar heimt- ur hafa verið hjá Djúplaxi frá 1979, en fyrir þann tíma voru sæmilegar heimtur á laxi í Reykjafjarðarbotn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Næsti fundur á Höfn í Hornafirði NÆSTI fundur þingflokks Sjálf- stæðisflokksins verður haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 12.—13. ágúst næstkomandi. Að sögn Sigurbjörns Magnús- sonar framkvæmdastjóra þing- flokksins verður undirbúningur fjárlaga fyrir næsta ár aðalmál fundarins. Hann sagði að einnig væri gert ráð fyrir að þingmenn færu í fyrirtæki og stofnanir og ef til vill yrðu haldnir almennir stjórnmálafundir á Austurlandi í tengslum við þingflokksfundinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.