Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 25 Reynsatindi lagt Reynsatindi, naggskipi færeyska nskiskipaflotans hefur nú verið lagt sök- Kemur þetta fram í færeyska blaðinu „Dagblaðið“. Þegar Reynsatindur var um rekstrarörðugleika og hefur nauðungaruppboð verið auglýst i skipinu keyptur til Færeyja var skipið stærsta fískiskip i Vesturlöndum. 15. igust nk. Finnist ekki lausn i vandanum fer skipið undir hamarinn. Skýrsla á vegum Amnesty Intemational: Pyntingar algengar í tyrkneskum fangelsum New York, 23. júlf. AP. í SKÝRSLU, sem kynnt var í dag i vegum mannréttindasamtakanna Amn- esty International, kemur fram að pyntingar eru algengar í Tyrklandi, og er þeim skipulega beitt. Sovézka sendiráðið f Kabúl: 7 hermenn féllu í árás frelsis- sveitanna Islamahad, 23. júlí. AP. AFGÖNSKU frelsissveitirn- ar hafa þrisvar sinnum gert eldflaugaárás á sovézka sendiráðið í Kabúl það sem af er þessum mánuði, aö sögn vestrænna sendifull- trúa. í einni árásinni biðu a.m.k. sjö sovézkir hermenn bana. Að sögn sendifulltrúanna virðist sem sovézka sendiráðið sé helzta skotmark frelsisafl- anna í árásum þeirra á Kabúl. Á miðvikudag skutu sveitirnar 16 stórum flugskeytum á höfuð- borgina og löskuðust margar byggingar. Tvö flugskeytanna lentu við skrifstofur forsætis- ráðuneytisins. Á fimmtudag gerðu sveitirnar árás á aðalstöð- var sovézka heraflans í Kabúl, en ekki hefur frétzt af tjóni. Fyrir þremur vikum hæfðu nokkur flugskeyti sovézka sendiráðið og biðu 7 hermenn bana, að sögn vestrænna sendi- fulltrúa, sem segjast hafa fengið upplýsingar sínar hjá austur- evrópskum sendifulltrúum. Yfirvöld í Afganistan halda því hins vegar fram að frelsis- sveitirnar hafi goldið afhroð í átökum við stjórnarherinn víðs vegar í landinu. Til að reyna að sannfæra menn hefur verið efnt til sýningar á vopnum, sem eiga að vera úr vopnabúrum frelsis- sveitanna, er stjórnarherinn hefur fundið. Veður víða um heim Lægst H»st Akureyri 9 alskýjað Amsterdam 13 20 skýjaó Aþena 23 36 heióskirt Barcelona 29 mistur Berlín 14 20 skýjaó Brliesel 15 23 skýjað Chlcago 17 24 heióskírt Dublin 12 18 heióskírt Feneyjar 26 heiðskírt Frankfurt 17 24 skýjaó Genl 10 28 heióskirt Helsinkí 13 19 skýjað Hong Kong 28 30 heióskírt Jerúsalem 18 30 heióskírt Kaupmannah. 13 18 skýjaó Las Palmas 25 hállskýjaó Lissabon 20 33 heiðskirt London 14 23 heiðskirt Los Angeles 21 30 skýjaó Lúxemborg ISskýjað Malaga 29 heióskírt Mallorca 30 heiðskirt Miami 24 28 skýjaó Montreal 9 23 heióskírt Moskva 15 27 rigning New York 21 29 heióskírt Osló 11 19 skýjaó París 17 27 skýjaó Peking 23 32 skýjaó Reykjavík 12 skýjaó Rió de Janeiro 12 26 skýjaö Rómaborg 20 36 heióskírt Stokkhólmur 14 19 skýjaó Sydney 8 14 rigning Tókýó 23 31 heióskírt Vinarborg 14 23 skýjaó Þórshöln 12 •kýi»* Samtökin segja að niðurstöður umfangsmikillar könnunar á mann- réttindabrotum í Tyrklandi séu reistar á áreiðanlegum upplýsing- um, sem skipti þúsundum og spanni vítt svið. „Allir þeir, sem sitja í tyrknesk- um fangelsum fyrir stjórnmála- skoðanir sínar eiga á hættu að sæta pyntingum," segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að illa sé farið meö þorra pólitískra fanga í landinu; þeir séu yfirheyrðir með ómannúðlegum aðferðum og illa sé að þeim búið. Eftir skýrslunni að dæma versn- aði ástandið mjög þegar herfor- ingjastjórnin rændi völdum 1980, en þá er talið að tæplega 179 þús- und manns hafi verið tekin hönd- um. Frásögnum af pyntingum hefur hins vegar fækkað nokkuð eftir þessar fjöldahandtökur, en samt sem áður berast enn kvartanir um að farið sé illa með fanga í fangels- um landsins. Samkvæmt skýrslu Amnesti Int- ernational eru það einkum pólitísk- ir fangar, sem sæta pyntingum. Og í flestum tilvikum eru fangarnir pyntaðir af lögreglu, oft meðan á yfirheyrslu stendur. Þó segjast samtökin einnig hafa aflað sér upp- lýsinga um að pyntingum hafi verið beitt í husakynnum hersins. Eru sígarettur oft notaðar við pyntingar og föngum gefið rafstuð. Einnig eru dæmi um að mönnum hafi verið misþyrmt um allan lík- amann með járnstöngum og kylf- um. I skýrslunni eru margar frá- sagnir vitna, sem þurft hafa að sæta pyntingum. Meðal þeirra var konan Sema Ogur, sem kvaðst hafa orðið fyrir pyntingum ásamt manni sinum. Hefði þeim verið misþyrmt í sama herbergi í „pyntingarmiðstöð" ör- yggislögreglunnar, en á máli stjórnvalda nefnist hún „Þróunar- og rannsóknarstofnunin f Ankara“. Sema kvaðst m.a. hafa þurft að horfa á þegar manni hennar hefði verið gefið rafstuð f kynfærin. Hún sagðist einnig hafa þurft að sæta sömu meðferð fyrir framan mann sinn. í lok skýrslu Amnesty Internat- ional er skorað á tyrknesk stjórn- völd að banna pyntingar og skipi nefnd sem hefði að markmiði að rannsaka þessi mál út i hörgul. Þannig yrði unnt að refsa kvala- mönnum og veita fórnarlömbunum einhverjar skaðabætur. Hvetja sjimtökin einnig til þess að réttar- höld fari fram sem fyrst yfir söku- dólgunum og föngum verði leyft reglulega að hitta lögfræðinga sína og fjölskyldur. Tyrknesk stjórnvöld hafa viður- kennt að fangar hafi sætt pynting- um, en neitað því að hér væri um skipulegar misþyrmingar að ræða. Það er gott að sofa í Habitat Túpurúmið er gott dæmi um Habitathönnun Nýstárlegt, þægilegt og vandað. Þessi níðsterku og stöðugu rúm eru til á lager, — einnig springdýnur, sængur, koddar, rúmteppi og sængurföt, því Habitat er heimilisverslun. Túpurúmið er framleitt í rauðum og hvítum lit og kostar kr. 3.980,-. Springdýna kostar kr. 3.270,-. Habitat. Verslun — póstverslun, Laugavegi 13, sími 25808. I$v: habitat
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.