Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 mmfM Mr blb © 1985 Universal Press Syndicate vVici eÁgam eJdci fleiri rau&oínsglöS. verzfifc ab s\tja þétt saman." Ast er ... ab fara sam- an út ab ganga. TM Reg U.S. Pat. Ott.—all rights raserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Ég kunni betur við þá í gamla daga, þegar þeir voru með handsnúnu líru- kassana! HÖGNI HREKKVÍSI Frá hljómleikum bresku hljómsveitarinnar Clash á Listahátíð í Reykjavík áríð 1980. Listahátíð bara í Reykjavík Badda skrifar: Kæri Velvakandi Ég er hneyksluð yfir því að það er bara Listahátíð í Reykjavík, en ekki á neinum öðrum stöðum. Við sem búum úti á landi þurfum að aka eða fljúga langa leið til að sjá einhverja góða hljómsveit á Lista- hátíðinni í Reykjavík. Ég bý á Húsavík og mig langar að fara á Listahátíð ef einhver góð hljóm- sveit verður þar. En nú er ég búin að uppgötva að það er enginn hægðarleikur. Þess vegna hvet ég alla sem eru sammála til að láta nú í sér heyra í dálkum Velvak- anda. Prince í Skonrokk K.B. skrifar: Kæri Velvakandi. Ég er hér ein sem er sammála H.H. Mér finnst að sjónvarpið mætti sýna meira með Duran Duran, Wham, U2, Prince og Frankie goes to Hollywood. Helst vildi ég fá að sjá Prince í sjón- varpinu, Skonrokki, því hann hef- ur bara verið einu sinni í þættin- um og þá var bara hálft lagið spil- að með honum. Ég er Prince-aðdáandi en hef alls ekkert á móti öllum hinum hljómsveitunum. Mér finnst bara óréttlátt að gera svona auðsjáan- lega upp á milli þessara hljóm- sveita. Þessir hringdu .. Auga fyrir auga ... Stefán Guðni hringdi: Þannig er mál með vexti að ég er með tölvusíma sem taldi skref- in of hratt. Ég reyndi oft að ná í 03 en fékk alltaf 08 og varð þetta til þess að ég fór að tala við stúlkurn- ar sem svöruðu þar og síðan seinna við stúlkurnar í 03 og fékk ég ýmislegt að heyra hjá þeim stúlkunum sem maður hefur eig- inlega aldrei hugsað út í neitt fyrr. Þær sögðu að það fólk sem hringdi, væri yfirleitt að skamm- ast og rífast og varð þetta til þess að ég fór að rabba við þær um daginn og veginn. Þessi samtöl hafa setið í mér í nokkuð langan tima því rnaður er nú æði oft bú- inn að hringja í þessi númer án þess að hugsa nokkuð út í það meira, þessar persónur sem eru þarna til að svara og gefa manni þær upplýsingar sem maður biður um. Fólk virðist halda að stúlk- urnar séu einskonar tæki, sem eru bara þarna. Ég fór að spyrja þær hvort þær væru nú ekki búnar að fá tölvur. Þær jánkuðu því, en þá fengu þær jafnframt allt iandið á sína könnu. Þær voru svo elskulegar þegar ég fór að spyrja og rabba við þær að ég held ég gleymi því ekki. Það er svo margt sem hinn almenni borg- ari hugsar ekki mikið um í dag- legu fari heldur er með frekjugang í stað þess að tala hlýlega við náungann. Ef maður er sjálfur elskulegur í símanum þá er maður frekar öruggur með að fá elskuleg svör á móti, það hef ég þó lært af þessu. Þær sögðu mér að yfirleitt tal- aði enginn við þær án þess að skammast eitthvað svo þær eru hálfbrynjaðar fyrir slíku. Götuheiti Valdimar Kristinsson hringdi: í leiðara Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum, var á það minnst að gata í Reykjavík yrði jafnvel nefnd eftir Sakharov. Einhverjar hugleiðingar eru nú um að gera þetta í Osló og víðar á Norður- löndunum. Sá góði maður Sakaharov er alls góðs maklegur og hefur hann sýnt ofurmannlegt hugrekki, en við skulum nú ekki fara að nefna göt- ur eftir erlendum mönnum og hef- ur Morgunblaðið sjálft mótmælt hugmynd af þessu tagi er til tals kom að nefna götu hér í borg eftir Finna, ég held Kekkonen. Þá var hugmyndin að nefna eina götu eft- ir honum í öllum höfuðborgum Norðurlanda. Morgunblaðið mælti i þá daga á móti þvi með þeim rökum að aldrei hefði viðgengist hér á landi að nefna götur eftir útlendingum og heldur ekki eftir innlendum mönnum, lifandi eða nýlátnum. Þetta býður því heim að götu- heitum verði breytt eftir því sem vindur blæs í þjóðfélaginu og hef- ur maður séð slíkt í öðrum lönd- um. Verið er að nefna götur upp sitt á hvað eftir því sem hinir og þessir fá hugdettur um eða í hvaða átt pólitíkin blæs. Athugasemd. Vegna þeirra ábendinga, sem Valdimar Kristinsson er hér með, vill ritstjórn Morgunblaðsins taka undir sjónarmið hans. Engin regla er þó án undantekninga. Sé það samdóma álit þeirra sem gerst vita, að unnt sé að létta undir með þeim sem þola harðræði vegna skoðana sinna með því að nefna götur eftir þeim, ætti frjálsum mönnum ekki að vera það ofraun. Hættuleg tré Göngugarpur hringdi: Nú líður að því að dimmir á ný og víða þar sem maður gengur í bænum skaga tré út á gangstétt- 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.