Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 Suður-Afríka: MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 29 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Sovéskar flotaæfingar Flotaæfingar Sovétmanna í nágrenni íslands eru ein skýrasta vísbendingin um þá miklu áherslu sem Kreml- verjar hafa lagt á það að byggja upp herafla, sem þeir geta notað til að sýna vald sitt hvar sem er í veröldinni. Undanfarna daga hafa Sov- étmenn efnt til heræfinga fyrir sunnan, austan og norð- an ísland. Wesley L. McDon- ald, yfirmaður Atlantshafs- herstjórnar NATO, hefur sagt, að þessar æfingar séu líklega þær víðtækustu sem Sovétmenn hafa nokkru sinni haldið. Fréttir af þessum æfingum eru næsta brotakenndar. Þótt fylgst sé með þeim af varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli hefur verið erfitt að fá heild- aryfirlit þaðan yfir það sem er að gerast. Af þeim heimild- um sem tiltækar eru má ráða, að flotasveit Sovétmanna hafi safnast saman fyrir sunnan ísland eða vestur af írlandi og haldið þaðan norður í gegnum GIUK-hliðið svokall- aða. í hliðinu, það er á haf- svæðinu á milli íslands, Bretlands og Noregs, höfðu Sovétmenn raðað kafbátum til að stöðva flotasveitina. Önnur svipuð víggirðing var norðar og enn norðar var sov- éska flugmóðurskipið Kiev ásamt fylgdarskipum. í stuttu máli voru Sovétmenn að æfa það á Noregshafi, hvernig þeir gætu komið í veg fyrir að liðsauki bærist til Norðmanna á hættu- eða átakatímum. Sunnar á Atl- antshafi snerust æfingarnar einnig um það, hvernig hindra mætti siglingar á milli Norður-Ameríku og Vestur- Evrópu, en þær eru horn- steinn varnarstefnu NATO. Þá var það einnig þáttur í æfingum Sovétmanna, þegar norðar dró, að verja kjarn- orkukafbáta sína í Norður- höfum og hinar risastóru flotahafnir á Kóla-skaganum, umhverfis Murmansk. Þegar til þess er litið, að þessar flotaæfingar Sovét- manna hefjast töluvert fyrir sunnan ísland, hljóta menn að huga að því, hvaða hlut- verki landið gegni í þeim vegna hnattstöðu sinnar. Þeir sem gerst eiga að hafa kynnt sér hernaðarstefnu Sovét- manna hafa bent á það, að í upphafi átaka um yfirráð á Norður-Atlantshafi mundi sovéski herinn reyna að gera strandhögg í Noregi og leggja undir sig að minnsta kosti nyrsta hluta hans. Þar með fengi herstjórn Sovétmanna fótfestu nærri Noregshafi og gæti veitt flota sínum vernd úr lofti. Þá er því einnig spáð að strax í upphafi myndu Sovétmenn reyna að ná tang- arhaldi á íslandi með einum eða öðrum hætti, þó ekki væri nema til þess að tryggja að héðan yrði ekki ráðist á sov- ésk herskip. Loks er líklegt að Sovétmenn myndu leggja mikið á sig til að gera hernað- armannvirki í Skotlandi óvirk á fyrstu stigum átaka. Þótt að lokum kunni að fást um það haldgóðar fréttir, hvar herskip og flugvélar Sovétmanna sáust í lofti og ofansjávar í þeim umfangs- miklu æfingum, sem nú fara fram, fæst líklega seint upp- lýst, hvar sovésku kafbátarn- ir héldu sig í undirdjúpunum í þessum æfingum. Þessar upp- lýsingar eru einhver við- kvæmustu hernaðarleyndar- mál á Vesturlöndum. Hitt er eitthvert mesta leyndarmál Sovétmanna, að á friðar- tímum hafa þeir komið sér þannig fyrir á Vesturlöndum, að þeir ráða yfir sérþjálfuð- um sveitum, sem eru tilbúnar til skemmdarverka, hvenær sem merki er gefið. Frá þess- um sveitum, svokölluðum Septnaz-sveitum, hafa land- flótta Sovétmenn og aðrir skýrt. Lýsingarnar á þeim hryðjuverkum sem þær eiga að stunda í upphafi átaka hafa víða vakið óhug. Það er hreinn barnaskapur að ætla að ísland sé undan- skilið i Septnaz-áætlunum Sovétmanna. Hvernig sem menn líta á málið hljóta þeir að komast að þeirri niður- stöðu, að það skipti mestu fyrir Sovétmenn að ná tang- arhaldi á íslandi strax á fyrstu stigum átaka, en helst að sjálfsögðu áður en þau hæfust. Framkvæmd þeirra flotaæfinga sem Sovétmenn efna til um þessar mundir staðfesta þessa skoðun. Þegar um þessi mál er rætt skiptir auðvitað mestu, að á friðartímum séu þær ráðstaf- anir gerðar, sem tryggja að ekki komi til ófriðar. Með það markmið í huga eru íslend- ingar í Atlantshafsbandalag- inu og eiga varnarsamstarf við Bandaríkin. Forvarnir eru öruggasta ráðið til að bægja frá hættum, á það bæði við um líf og frelsi þjóða og ein- staklinga. Landið þar forréttindi, Jóhannesarborg, stærsta borg Suður-Afrfku, er vestræn borg. Aug- lýsinga- og Ijósaskilti koma kunnug- lega fyrir sjónir og byggingar eru vestrænar. Og þaö sama er að segja um aðrar stórborgir landsins. A yfir- borðinu er allt slétt og fellt, en þegar betur er að gáð er andrúmsloftið þrungið spennu. Stjórn hvíta minni- hlutans stendur nú frammi fyrir mestu erfiðleikum sem upp hafa komið í samskiptum hvítra og litaðra kynþátta frá því landið fékk fullt sjálfstæði áriö 1961. í fyrsta skipti í aldarfjórðung hafa neyðarlög verið sett vegna uppþota og óeirða. Ef lýsa á Suður-Afríku kemur aðeins eitt orð upp í hugann, Ap- artheid — aðskilnaður hvítra og litaðra. Hvítum og svörtum er bannað með lögum að eiga menn- ingarlegt, pólitískt, andlegt eða líkamlegt samneyti. Þegar ég dvaldist í Jóhannesarborg í síð- ustu viku var mér ekki í fyrstu ijóst hve óhugnanleg aðskilnað- arstefnan er í reynd. Ókunnugur kemst að vísu ekki hjá því að taka strax eftir að blökkumenn vinna flestöll erfiðisstörfin, við bygg- ingarvinnu, vegagerð, þjónustu og yfirleitt þau störf sem illa eru launuð og þar sem lítillar mennt- unar er krafist. í þessu efni er Suður Afríka ekki frábrugðin mörgum Vesturlöndum, þar sem fólk af lituðum kynþætti sinnir störfum, sem hvítir líta ekki við. Soweto, systurborgar Jóhannes- arborgar, að ég gerði mér fyllilega grein fyrir siðleysi aðskilnaðar- stefnunnar. Ömurleikinn sem við blasti var meiri en orð fá lýst. Ap- artheid tryggir hvíta minni hlut- anum efnahagsleg, félagsleg og pólitísk forréttindi, en langflest- um þeirra, er bera annan hör- undslit, fátækt og ömurleg lífs- kjör. Soweto í Soweto, sem er stærsta borg blökkumanna í Suður-Afríku býr samkvæmt opinberum tölum um ein milljón manna. Það er hins vegar talið að allt að 500 þúsund í viðbót búi þar ólöglega. Eitt helsta einkenni aðskilnaðarstefnunnar er styrk stjórn yfir lífi svartra. Fjölskyldur sem hafa leyfi til að búa í borginni eru skráðar í ákveð- ið hverfi, á ákveðna götu og loks í tiltekið hús. Annars staðar mega Ef lýsa ætti Suður-Afríku kemur að- eins eitt orð upp í hugann, apartheid — aðskilnaðarstefnan. Hvítum og svörtum er bannað með lögum að eiga pólitískt, félagslegt, andlegt og líkamlegt samneyti. Á mörgum stöð- um er jafnvel bannað að fólk af ólík- um litarhætti noti sama salerni. í þessum tilfellum er aðeins hvítum veittur aðgangur að klósettinu, en stutt frá var sérstakt salerni fyrir svarta heldur ömurlegra. fjölskyldurnar ekki búa. Ætli þær sér að flytja verða þær að fá sér- stakt leyfi yfirvalda, sem er ekki hlaupið að, þar sem margar hindr- anir skriffinnskunnar eru í vegin- um. Aðbúnaður íbúanna er misjafn. Langflestir búa í Iágreistum, hlöðnum húsum og lögum sam- kvæmt mega ekki feiri en tvær fjölskyldur búa í sama húsinu. Að meðaltali eru 15 einstaklingar um hverja íbúð, sem oft er ekki stærri en 40 til 60 fermetrar. Húsunum er ekki haldið við, umhverfi þeirra minnir helst á ruslahauga og víða má sjá merki uppþota — brunna bíla. Hið opin- bera á flest húsanna, en 40% þeirra eru leigð til 99 ára, sem þýðir í raun að þau eru í eigu við- komanda. En í miðri fátæktinni rís fallegt hverfi einbýlishúsa, þar sem hinir betur settu í samfélagi svartra eiga heimili, þar á meðal Desmond Tutu, biskup handhafi friðarverðlauna Nóbels. í daglegu tali er hverfið oft kallað Beverly ■ Aðbúnaður svartra er víðast ömurlegur og umhverfi sóðalegt. Meðaltekjur svartra í Soweto eru um 10 þúsund krónur á mánuði, en eru enn lægri til sveita. Soweto er stærsta borg blökkumanna í Suður-Afríku. Samkvæmt opinberum tölum eru íbúarnir um ein milljón, en talið er að minnsta kosti 500 þúsund búi þar ólöglega. Að meðaltali búa um 15 einstaklingar í húsum svipuðum þeim sem hér sjást. Hills Soweto-borgar. Soweto hefur sjálfstæðan fjár- hag og borgarstjórnin annast stjórn húsnæðismála, velferðar- mála o.fl. sem heyrir undir sveit- arstjórnir. Frá árinu 1982, þegar reglur voru settar um sjálfstjórn svartra, hefur 29 borgum, kaup- stöðum og kauptúnum verið veitt sjálfstæði, mismikið þó. Ríkis- stjórnin aðstoðar þessar heima- stjórnir með ýmsum hætti, eink- um fjarhagslega. Sú aðstoð minnir þó frekar á þegar þeir betur settu láta brauðmola falla af borðum sinum til að friða slæma sam- visku. Meðaltekjur fjölskyldna í Sow- eto á mánuði eru 450 rands eða rúmar 10 þúsund íslenskar krón- ur, þar af greiða þær um 2.100 kronur í leigu. 380 skólar eru í borginni, þar á meðal menntaskól- ar, tækni- og háskólar. Bankar og byggingafyrirtæki eru 10, bens- ínstöðvar 29, bókasöfn (fyrir utan skólasöfn) eru 5, pósthús 5, kvik- myndahús 4, sundlaugar 5, dans- staðir 4, lögreglustöðvar (sem eru nær eingöngu mannaðar svörtum lögregluþjónum) eru 6, og ein slökkviliðsstöð er í Soweto og ein heisluræktarstöð. Þessar upplýs- ingar eru fengnar úr opinberri skýrslu og hér settar fram til að lesendur geti betur áttað sig á ástandinu í Soweto, sem er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Neyðarlögin Það skal engan undra að jarð- vegur sem þessi verði uppspretta mikillar óánægju, sem á stundum brýst fram á stumdum í ofbeldis- verkum. Það eru hins vegar ekki þeir verst settu sem þar eiga hlut að máli, heldur fyrst og fremst menntamenn og námsmenn. Orsakanna er að leita í tvískinn- ungi stjórnvalda, gagnvart svört- um. Á undanförnum árum hefur verið byggt upp menntakerfi fyrir svarta — tækniskólar og háskólar hafa verið stofnaðir. (Menntakerf- ið er skipulagt eftir hörundslit manna í Suður-Afríku, eins og margt annað). Á sama tíma og velmenntuðum tæknifræðingum, verkfræðingum og öðrum háskóla- borgurum hefur fjölgað hafa stjórnvöld ekki veitt svörtum auk- ið frelsi í atvinnulífinu, sem er forsenda þess að menn fái að njóta þeirrar menntunar sem þeir þeir hafa. Þannig horfa svartir menntamenn upp á að geta aldrei notið hæfileika sinna, og á sama tíma eru hvítir menn ætíð teknir fram yfir, án tiltils til hæfileika. Vegna þessa hneigjast margir svartir til sósíalisma og kommún- isma. Andrúmsloftið í Suður-Afríku er eins og áður segir rafmagnað, uppþot, óeirðir og ofbeldisverk hafa færst í aukana. Sum erlend blöð hafa líkt ástandinu við borg- arastyrjöld. Þegar ég var á ferð um Soweto fyrir réttri viku ásamt fleirum í langferðabíl þótti nauð- synlegt að tveir brynvarðir herbíl- ar væru með í förinni. Opinber stofnun, sem fer með málefni borgarinnar, skipuleggur útsýnis- ferðir fyrir ferðamenn um Soweto og ber það óneitanlega keim af því þegar menn ferðast um þjóðgarða til að sjá villidýr. Daginn eftir að ég fór um Sow- eto gerðu nokkrir blökkumenn at- lögu að heimili borgarstjórnar í Soweto og brenndu það. Sama dag var var langferðabíll þýskra og bandarískra ferðamann grýttur. Allt fram að síðastliðnum laug- ardegi, þegar P.W. Botha lýsti yfir neyðarástandi, fór ofbeldisverkum fjölgandi, ekki aðeins í Soweto heldur einnig í öðrum borgum svartra. Frá því í febrúar á síðasta ári hafa um 430 svartir fallið í óeirðum. Þetta er í fyrsta skipti sem neyðarástandi er lýst yfir í Suð- ur-Afríku í 25 ár. 30. mars 1960 var neyðarástandi lýst yfir, en níu dögum áður höfðu 67 blökkumenn fallið fyrir byssukúlum lögregl- unnar í Sharpeville og viku seinna voru Afríska þjóðarráðið og Sam- afríkanska ráðið bönnuð. Flestir leiðtoga blökkumanna voru hnepptir í varðhald, þar á meðal Nelson Mandela. I kjölfarið fylgdu mikil uppþot, sem kostuðu yfir 600 mannslíf. Neyðarástandið nú endurspegl- ar í raun þær ógöngur sem að- skilnaðarstefnan er komin í. Þetta gera margir hvítir menn sér ljóst, enda vex meðal þeirra andstaðan við Apartheid, sérstaklega meðal ungs fólks. Þeir gera sér ljóst að ef ekki koma til umbætur í stjórn- arfari Suður-Afríku mun ástand- ið, sem sum vestræn blöð hafa líkt við borgarastyrjöld, enn versna. Á hinn bóginn eru margir hvítir menn sem líta á menn af lituðum kynþætti sem óæðri verur, eins- konar vinnudýr, en þeir eru í minnihluta. Mikill meirihluti hvítra hræðist breytingar og vill forðast í lengstu lög að veita þeim pólitísk réttindi. Breytingar í sjónmáli Það er margt sem bendir til þess að breytinga sé að vænta í Suður- Afríku. Hvíti minnihlutinn horfist í augu við þá staðreynd að svartir munu ekki lengur una við sinn hlut. í Suður-Afríku eru í raun tvö ólík þjóðfélagskerfi. Kapítaliskt hagkerfi fyrir hvíta minnihlutann og sósíalískt fyrir aðra þegna, þar sem vald ríkisins er nær ótak- markað og það skipuleggur og ræður stórum hluta lífs einstakl- inga af lituðum kynþætti. Þessu eru stjórnvöld knúin til að breyta. Annað vandamál sem knýr hvíta minnihlutann til að bæta þjóðfélagsstöðu svartra er skipt- ing íbúanna eftir litarhætti. Um 19% íbúa Suður-Afríku eru hvít, 67% eru svört, 11% kynblendingar og um 3% eru komin frá Asíu. Mikil fjölgun meðal svartra mun knýja stjórnvöld til aðgerða. Búist er við að svörtum borgarbúum fjölgi um helming til ársins 2000, í 18 milljónir. Þá er einnig reiknað með að fjölgun svartra á landsvísu verði svipuð, þ.e. þeim fjölgi úr 18 milljónum í 36 milljónir. Á sama tíma verður lítil eða engin fjölgun meðal hvítra. Það má þegar sjá ýmsar breyt- ingar í frjálsræðisátt. Heima- stjórnarlandið Bophutatswana, sem er norður af Jóhannesarborg, er dæmi um slíkt. Þar gilda ekki aðskilnaðarlögin, hörundslitur skiptir ekki máli. Þá hefur svört- um verið leyft í fyrsta skipti að taka lán í bönkum og stofna til eigin atvinnurekstrar innan borg- armarka svartra. Haldi hagvöxtur áfram og at- vinnulífið að styrkjast í Suður Af- ríku hlýtur staða svarta meiri- hlutans efnahagslega og félags- lega að batna. Hæfileikar verða metnir meira en hörundslitur. Þetta þarf þó ekki að þýða að völd hvítra minnki að sama skapi. Þvert á móti má rökstyðja að þeim verði auðveldara að halda um stjórnartaumana, því með aukn- um þjóðartekjum aukast tekjur ríkisins og fjárhagslegt bolmagn þess til að standa straum af her og lögreglu og þar með halda uppi lögum og reglu. Það sem hvítir menn hræðast hvað mest við að veita svörtum kosningarétt er að jafnframt er þeim gefið vald til að hafa áhrif á tekjudreifinguna. Því verður ekki á móti mælt að lágir skattar á ein- staklinga og fyrirtæki hafa verið hvati fyrir efnahagslífið. Líklegt er að aukin áhrif svartra leiði til hærri skatta og meiri miðstýr- ingar efnahagslífsins og við það geta hvítir ekki sætt sig við. Það virðist því vera nauðsynlegt að kynþættirnir komist að samkomu- lagi um nýja stjórnarskrá, þar sem vald ríkisvaldsins verður takmarkað og frjálst markaðsk- erfi tryggt. Spurningin er hins vegar sú hvort efnahagsleg þróun verði til þess að auðvelda slíkt samkomulag. Því meiri framfarir, því auðveldara verður það. Það er af þessum ástæðum sem margir leiðtogar blökkumanna eru mót- fallnir efnahagslegum þvingunum vesturlanda gegn Suður-Afríku og samdrætti í fjárfestingum vest- rænna fyrirtækja. Ég átti þess kost að hitta nokkra af borgar- stjómarfulltrúum í Soweto og þeir voru allir sammála um að ef fjár- festingar fyrirtækja og umsvif þeirra minnkuðu leiddi það til þess að enn verra yrði en áður að leysa vandamál Suður-Afríku. Desmond Tutu biskup hefur ekki látið í ljós efasemdir varðandi þessar röksemdir, en hann hefur sagst styðja það að vestræn fyrir- tæki hverfi frá landinu innan fár- ra ára verði ekki breytingar á réttarstöðu svartra. Að lokum Vesturlönd geta haft mikil áhrif á þróun mála í Suður-Afríku. Stjórnvöld eru mjög viðkvæm fyrir dómi Vesturlanda og vilja ekkert frekar en vera tekin í sam- félag þeirra. Það má þó engan ve'g- inn líkja Suður-Afríku við alræð isríki, því fer fjarri að svo sé. Fjöl miðlar eru til dæmis frjálsir og !>■ nokkur tímarit séu bönnuð af póli tískum ástæðum og siðferðisleg- um eru blöð ekki ritskoðuð. Svart ir jafnt sem hvítir hafa fullt málfrelsi og eru ekki sóttir til saka fyrir það sem þeir segja. Þessa staðreynd undirstrikuðu borgarfulltrúarnir í Soweto ræki- lega þegar þeir gagnrýndu stjórn- völd harðlega. Á hinn bóginn er bannað eins og hér á íslandi að hvetja til uppþota og ofbeldis- verka. Þeir hvítu menn sem ég hitti og eru andstæðingar aðskilnaðar- stefnunnar lögðu allir áherslu á að vandamál Suður-Afriku yrðu ekki leyst með friðsamlegum hætti nema því aðeins að frjálsræði í efnahagslífinu yrði tryggt eða eins og þeir sögðu: „Markaðurinn er litblindur.“ Texti: Óli Björn Kárason. Vestmannaeyjar: Hátt f hundrað manns undirbúa þjóðhátíð VeKtmannaeyjum, 21. júlí. „UNDIRBÚNINGURINN fyrir þjóðhátíðina hefur gengið mjög vel enda veðrið verið með afbrigðum gott, sól og logn í Herjólfsdal uppá hvern einasta dag og er reiknað með slíku blíðviðri fram í septem- ber. Við höfum ekki þurft að vinna neinn hlut tvisvar og félagar hafa mætt ágætlega til starfa en allt byggist þetta á sjálfboðavinnu. Ég gæti trúað að 80—100 manns leggi félaginu lið við undirbúning þjóðhátíðarinnar," sagði Olafur Jónsson, formaður Þjóðhátíðar- nefndar knattspyrnufélagsins Týs í samtali við Morgunblaðið. Þjóðhátíð Vestmannaeyja verð- ur haldin í Herjólfsdal um versl- unarmannahelgina, þriggja daga og þriggja nátta hátíð, dagana 2., 3. og 4. ágúst. Raunar hefst hátíð- in strax á fimmtudagskvöldið með sérstökum upphitunardans- leikjum á Skansinum og í Sam- komuhúsinu. Þjóðhátíðin verður sett kl. 14 á föstudag og þá mun prestur okkar Eyjabúa, séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson, flytja hugvekju. Dagskrá verður alla dagana og vandaðar kvöld- vökur öll kvöldin þar sem fjöl- margir skemmtikraftar koma fram. Öll kvöldin verða síðan dansleikir á tveimur pöllum fram undir morgun. Á stærri danspall- inum spilar hljómsveitin Xport og Pálmi Gunnarsson og á minni pallinum hljómsveitin Lífsmark. Þá er í ráði að setja upp sérstakan diskódanspall fyrir yngra fólkið. Meðal skemmtikrafta sem koma fram á kvöldvökunum má nefna: Xport og Pálma Gunnarsson, Mannakorn, Blúsbandið, Lífs- mark, Helga og Hermann Inga Hermannssyni, Magnús Eiríksson lagasmið, leikarana Sigurð Sigur- jónsson og Randver Þorláksson, leikhópinn Svart og sykurlaust, Hauk Morthens, Kristinn Bjarna- son lagasmið og söngvara og Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hefðbundin atriði á þjóðhátíð verða á sínum stað á dagskránni. Brenna á Fjósakletti á miðnætti föstudagskvöldsins, nú stærri og veglegri en oftast áður. Á laugar- dagskvöldið verður stórkostleg flugeldasýning og bjargsig verður sýnt á föstudaginn. Á sunnudags- kvöldið verður tendraður varðeld- ur og upphafinn brekkusöngur. Keppt verður í frjálsum íþróttum þjóðhátíðardagana og einnig í handknattleik. f dalnum verður Tívolí fyrir krakkana og einnig verður hægt að keppa í minigolfi. Sú nýbreytni verður á dagskránni á föstudaginn að efnt verður til djasstónleika í Herjólfsdal þar sem Blúsbandið og fleiri munu koma fram. Eins og tíðkast hefur í áraraðir hefur verið samið sérstakt þjóð- hátíðarlag og er lagið í ár eftir Lýð Ægisson skipstjóra en textinn eftir Guðjón Weihe. Þá er gefið út vandað og fjölbreytt þjóðhátíðar- blað uppá 120 síður og er ritstjóri þess Grímur Gíslason. Aðgangs- eyrir að þjóðhátíðinni verður kr. 1.500 en börn og ellilífeyrisþegar fá frían aðgang. í þessu verði er innifalinn aðgangur að svæðinu, öll skemmtiatriði og dansleikir í Herjólfsdal í þrjá daga og þrjár nætur. Ferðaskrifstofa Vest- mannaeyja býður upp á pakka- ferðir með Herjólfi og aðgangseyri á þjóðhátíðina á kr. 2.053. Flug- leiðir munu sem fyrr halda uppi loftbrú milli lands og Eyja um þjóðhátíðardagana og er á döfinni hjá Flugleiðum að fljúga einnig frá Hellu. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum á sér orðið merka hefð, meira en aldargamla, og hefur hún öðlast fastan sess sem ein fjölmennasta og best skipulagða útihátíð lands- MorKunblaftid/Torfi Haraldsson Þjóðhátíðarnefnd Týs: Ólafur Jónsson, Arndís Sigurðardóttir og Jakob lAr usson. ins. Það eru íþróttafélögin í Eyj- um, Týr og Þór, sem skiptast á um að halda þjóðhátíðina og hefur all- ur hagnaður af henni runnið til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vest- mannaeyjum. Eitt af mest áber- andi einkennum þjóðhátíðarinnar er það að á þjóðhátíð skemmta sér saman jafnt ungir sem aldnir í sátt og samlyndi. „Við höfum lagt óvenjumikið í skreytingar hátíðarsvæðisins í Herjólfsdal í ár, sem eflaust eiga eftir að njóta sín vel í hinu stór- kostlega umhverfi dalsins. Við vonum að hátiðin fari sem best fram eins og endranær og fólk eigi góðar endurminningar frá þessari þjóðhátíð," sagði ólafur Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar Týs þegar Mbl. truflaði hann frá störf- um í Herjólfsdal um helgina. Ekki vildi Ólafur spá í það hvað margt fólk þeir fengju í dalinn á þjóðhá- tíðina en sagðist hafa það á til- finningunni að aðsókn yrði mjög góð sem jafnan áður. - hkj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.