Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 53 Þrenna hjá Tryggva TRYGGVI Gunnarsson skoraði öll þrjú mörk KA þegar liöiö sigraði Skallagrím, 3:0, í 2. deildinni í knattspyrnu á Akureyri í gœr- kvöldi. Staöan í leikhléi var 0:0. Skallagrímur sótti undan noröanstrekkingi í fyrri hálfleik og voru heldur atkvæöameiri en lítiö var þó um markverö marktæki- færi. Þaö bar helst til tíöinda í hálf- leiknum aö Tryggvi Arnarsson, markvöröur Skallagríms, varö aö yfirgefa völlinn á 20. mínútu vegna meiösla og í markiö fór Björn Jónsson i síöari hálfleik var jafnræöi meö liðunum framan af og fátt um fína drætti þar til Tryggvi skoraöi fyrsta markiö. Það var á 57. minútu sem Ágúst Asgrímsson átti langa sendingu inn fyrir vörn Skallagríms og Tryggvi og markvöröurinn kljáöust um knöttinn. Boltinn hrökk af Birni og inn fyrir þar sem Tryggvi átti ekki í vandræöum meö aö skora. Á 83. mínútu skoraöi Tryggvi annaö mark. Njáll Eiösson gaf fyrir markiö þar sem Tryggvi skoraöi af stuttu færi mjög aðþrengdur af varnarmönnum Skallagríms. Þrennuna fullkomnaöi Tryggvi jsegar tvær mínútur voru til leiks- loka. Löng sending inn fyrir vörn- ina og Tryggvi náöi knettinum og skoraði með góöu skoti af mark- teigshorninu. - AS Aftur fimm hjá IBV SVO ER aö sjá sem knattspyrnu- menn ÍBV séu þegar komnir í þjóöhátíöarskap þó svo þjóöhá- tíðin í Eyjum sé ekki fyrr en um aöra helgi. ÍBV sigraöi KS í 2. deildinni í gærkvöldí, 5:1, annar leikurinn í röö þar sem Eyjamenn skora fimm mörk Eyjamenn skoruöu tvö mörk í fyrri hálfleik en þrjú í þeim síðari. Jóhann tryggði ÍBI sigur ÍSFIRÐINGAR sigruöu Fylki, 2:1, í 2. deild í knattspyrnu á ísafiröi í gærkvöldi og var sá sigur alltof lítill miöaö við gang leiksins. ís- firöingar voru svo til stanslaust í sókn og voru óheppnir aö skora ekki fleiri mörk. Staöan í leikhléi var 1:1 eftir aö Fylkir haföi náö forystunni. Óskar Theodórsson náöi foryst- unni fyrir Fylki á 24. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir og skor- aöi af öryggi. Aöeins niu mínútum síöar jöfnuöu heimamenn. Jóhann Torfason, besti maður vallarins, tók þá aukaspyrnu. Boltinn fór fyrir markiö þar sem Guöjón Reynisson skallaði og Örnólfur Oddsson kom á fleygiferð og skoraöi meö góöu skoti. jsfiröingar héldu áfram stórsókn sinni en allt kom fyrir ekki, inn vildi boltinn ekki. Þaö var ekki fyrr en á 78. mínútu sem heimamönnum tókst aö tryggja sér sigur. Atli Geir Jóhannesson átti þá frábæra sendingu yfir endilangan völlinn á Jóhann Torfason sem tók knöttinn niöur og sendi hann meö fallegu skoti í netiö rótt utan vítateigs. — GÞ. Eina mark Siglfiröinga kom tuttugu mínútum fyrir leikslok. Eyjamenn fengu sannkallaöa óskabyrjun í leiknum þegar Tómas Pálsson skoraöi strax á fyrstu minútu. Col- in Thacker uröu þá á hrikaleg mis- tök er hann sendi boltann beint á Tómas sem var óvaldaöur rótt utan vítateigs og Tómas skoraöi af öryggi. Hlynur Stefánsson skoraöi ann- aö mark Eyjamanna á 9. mínútu eftir aukaspyrnu Ómars Jóhanns- sonar og þvæiing i vítateig KS. Eyjamenn voru nær því aö bæta við mörkum, sérstaklega Tómas á 18. mínútu þegar hann átti skot í stöng. Hann átti einnig skot fram- hjá úr dauöafæri á sömu mínútu. Á 53. mínútu skoraöi Ómar Jó- hannsson þriöja mark iBV. Jóhann Georgsson átti skot í slána og boltinn fór til Ómars sem þrykkti honum i netiö. Ómar var aftur á ferðinni á 61. mínútu, fylgdi þá vel eftir þegar 1. deild ÞRÍR leikir veröa í kvöld í 1. deild karla á íslandsmótinu í knatt- spyrnu. Á Akureyri leika Þór og Keflavík, Víöir fær Akranes í heimsókn í Garðinn og á Laugardalsvelli eig- ast viö Þróttur og Valur. Allir leik- irnir hefjast kl. 20.00. Jón skoraði í FRÁSÖGN okkar af leik FH og Víðis í blaöinu í gær er sagt aö Kristjén Hilmarsson hafi skoraö annað mark FH í leiknum eftir góöa fyrirgjöf Jóns Erlings Ragn- arssonar. Þetta hefur einhverra hluta vegna brenglast hjá okkur og á að vera þannig að Kristján Hilmarsson gaf fyrir markið þar sem Jón Erling kom og batt endahnútinn á sóknina. Larus skoraði sjö — Atli lék vel og skoraði þrjú í SÍÐASTA leik þýsku bikarhaf- anna í knattspyrnu, Bayer Uerd- ingen, áöur en haldiö var í æf- ingabúöir í Sviss sat Atli Eövaldsson á bekknum. Rætn- isfullar rægitungur höföu á oröi aö Feldkamp þjálfari vildi hlífa honum vegna úthaldsleysis, en þaö var ööru nær, eftir því sem hiö virta íþróttablaö Kicker seg- ir: „í fyrri æfingaleik, viö knattspyrnuliöið FC Traar, lék Atli í nýjum skóm og voru fætur hans alsettir safaríkum blöörum aö leikslokum.“ Þar er sem sagt komin ástæöan ffyrir því aö hann lék ekki. Uerdingen vann leikinn viö FC Traar meö yfirburöum, skoraöi 24 mörk gegn engu, og þótti samspil nýliöanna í liðinu og fyrrverandi samherja hjá Dúss- eldorf, Rudi Bommer og Atla, lofa góöu. Hvor um sig skoraði þrjú mörk. Lárus Guömundsson virtist fá byr undir báöa vængi viö aö spila meö Atla og skoraði hann sjö mörk í leiknum. Haldi þeir fólagar uppteknum hætti gætu þeir oröiö andstæö- ingum Uerdingen skeinuhættir á komandi keppnistímabili. Bommer und Edvaldsson verstárken Uerdingen — und Gudmundsson taut auf i Zwei Islander heizen den Gegnern ein • Fyrirsögnin úr Kicker: íslendingarnir tveir gera mótherjunum erfitt fyrir. skot Héöins Svavarssonar lenti í stöng og út. Siglfiröingar náöu aö minnka muninn um miðjan hálf- leikinn. Friöfinnur Hauksson nýtti sér siæm varnarmistök Eyjamanna og skoraði. Eyjamenn höföu þó ekki sagt sitt síöasta og á 70. mínútu skor- aöi Hlynur Stefánsson sitt annaö mark eftir aö hann og Tómas höföu leikiö vörn Siglfiröinga grátt. — hkj. Svafar í Breiða- blik SVAFAR Magnússon, hand- knattleiksmaöur úr Gróttu, hefur gengiö til liðs við Breiðablik í Kópavogi. Svafar lék sem kunnugt er með meistaraflokki Víkings i vetur og var dæmdur ólöglegur meö félaginu þar sem hann var félagsbundinn í Gróttu. Svafar mun koma til meö aö leika meö Breiöabliki sem nú leikur í 2. deild. Liðið féll sem kunnugt er niöur á síöasta keppnistímabili. Geir Hallsteinsson mun þjálfa liðið og kemur Svafar til með • Svafar Magnússon. aö styrkja Kópavogsliöiö mik- ið. /Efingar eru hafnar af fullum krafti og ætla Blikarnir aö endurheimta sæti sitt í 1. deild aftur aö sögn eins stjórnar- manna þeirra. INNLÁN Vextir Ávöxtun % % Sparisjóðsbækur 22,0 1,7 vaxtaleiðr. Sparibók með sérvöxtum 33,0 Sparireikningur3 mánaða 25,0 26,6 Sparireikningur 6 mánaða 28,0 30,0 Sparireikningur 18 mánaða 36,0 39,2 Verðtr. reikningur3 mánaða 1,0 Verðtr. reikningur6mánaða 3,5 Tékkareikningur 8,0 Innlendir gjaldeyrisreikningar: USD 7,5 GBP 11,5 DEM 4,5 DKK 8,75 ÚTLÁN Víxlar 30,0 Viðskiptavíxlar 31,0 Yfird ráttarlán 31,5 Almenn skuldabréf 32,0 Viðskiptaskuldabréf 33,5 Verðtryggð lán 2,5 ár 4,0 Verðtryggð lán yfir 2,5 ár 5,0 BUNAÐARBANKIN N TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.