Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 39 Kjarnfóðurgjald- ið og neytendurnir — eftir Agnar Guðnason í hvert sinn sem breytingar hafa verið gerðar á kjarnfóður- gjaldinu er engu líkara en hafin sé styrjöld milli framleiðanda og neytenda. Þeir sem stjórna þess- um styrjaldaraðgerðum eru örfáir hænsnabændur og forystumenn Neytendasamtakanna. Þær blekk- ingar, sem gripið er til, eru heldur óvandaðar. Þar er fyrst og fremst reynt að fá neytendur til að mót- mæla kjarnfóðurgjaldinu með því að nefna ógnvekjandi tölur um hækkun á verði eggja, svínakjöts og kjúklinga. Nú undanfarið hefur verið rætt um 15—25% hækkun vegna kjarnfóðurgjaldsins. Flest- ir, ef ekki allir framleiðendur ali- fugla- og svínaafurða, vita að þetta er ekki rétt. Það er ákveðið að endurgreiða hluta gjaldsins og allar líkur á að það verði % hlutar þess. Ef ekkert yrði endurgreitt, þá gæti mesta hækkun orið 16%. Miðað við fyrirhugaða endur- greiðslu hefur kjarnfóðurgjaldið í för með sér 4,0—5,5% hækkun á afurðum alifugla- og svína. Er miðað við smásöluverð. að útfluttar mjólkurafurðir skil- uðu ekki einu sinni verði erlendra aðfanga við framleiðsluna árið 1980. Kjarnfóðurgjaldið var hugsað sem tæki til að stjórna framleiðsl- unni. Það má eflaust deila um hversu vel hefur tekist til með það. Meginhluti kjarnfóðurgjalds- ins hefur verið endurgreitt bænd- um. Upphaflega var eingöngu um að ræða skattlagningu vegna fram- leiðslustjórnunar og allt sem inn kom fór í Kjarnfóðursjóð. Á þessu hefur verið gerð breyting. Nú er lagt 50% gjald á cif-verð fóður- vörunnar og það gjald rennur í ríkissjóð. Einnig er lagt á 80% gjald, sem að öllum líkindum verður að mestu endurgreitt búvörufram- leiðendum. Reglur um endur- greiðslu verða birtar í dag eða næstu daga. Ég vona að allir geti skilið að það er ekki hægt að leggja t.d. 100% gjald á kýrfóður- blöndu en aðeins 10% á heilfóður handa varphænum. Kúabændur mundu einfaldlega kaupa hænsna- blönduna. Þess vegna verður að finna skynsamlega leið til að endurgreiða hluta af gjaldinu til alifugla- og svínabænda. Það verður að leggja sama gjald á allt fóður en haga svo endur- greiðslunni með tilliti til markað- arins. Eins og er þá er ekki um offramleiðslu að ræða á svína- eða alifuglakjöti, þess vegna þarf eng- ar sérstakar ráðstafanir nú til að stjórna þeirri framleiðslu. VerÖlag, kjarnfóður- gjaldið og endurgreiðslur Lengi vel var ekki mjög mikill verðmunur á búfjárafurðum hér og í nágrannalöndum okkar. Fyrir um 10 árum eða svo fengu bændur í mörgum Evrópulöndum hærra verð fyrir dilkakjöt en íslenskir bændur. Það má nefna að hrossa- kjöt hefur oftast verið mun ódýr- ara hér á landi en í öðrum löndum. Aftur á móti hefur verðlag á eggj- um, kjúklingum og svínakjöti ver- ið langtum lægra en í öðrum lönd- um nema þá helst í Noregi. Þetta hefur ekkert breyst þrátt fyrir stækkun þessara búa hér á landi og afurðameiri fugla. Verulegar hækkanir hafa orðið á hefðbundn- um búvörum á síðustu árum vegna hækkaðs framleiðslukostnaðar. En hækkun á afurðum alifugla og Agnar Guðnason „Það getur varla hugs- ast að svína- og alifugla- bændur ætlist til þess, að fóðurblöndur handa mjólkurkúm séu skatt- lagðar en fóðrið í ali- fugla og svín undanþeg- ið skatti?“ svína hefur síst verið minni. Verð- lag á þessum afurðum hér á landi stafar ekki af háu verði á fóður- blöndum. Það eru allt aðrar ástæður sem liggja þar á bak við og þar gætu þessir framleiðendur helst lagfært hjá sér, til að lækka verð á þessum afurðum. Það hefur lengi verið stefna DV að gera sem minnst úr hefð- bundnum landbúnaði en í stað þess að gera veg hænsnabænda sem mestan. Það kalla þeir hjá DV þjóðlega reisn. Þeir hafa fengið lítinn hóp neyt- enda til að trúa því að skipulag í *- sölumálum þeirra er stunda alif- uglarækt væri til fyrirmyndar. Þetta er að nokkru það sjónarmið sem fram kemur hjá forystu- mönnum Neytendasamtakanna. Þessi áróður er furðulegur og það verður að líta svo á að hann stafi fyrst og fremst af vanþekkingu en ekki illgirni. Það má búast við að hjá mörg- um alifuglabóndanum sé andstaða gegn skattinum fyrst og fremst vegna þess, að nú er ætlast til að þeir leggi fram skýrslur um sölu þessara afurða til að geta fengið endurgreiðslu. Það getur varla hugsast að svína- og alifugla- bændur ætlist til þess, að fóður- blöndur handa mjólkurkúm séu skattlagðar en fóðrið í alifugla og svín undanþegið skatti. í staðinn fyrir þetta eilífa rifr- ildi ættu alifuglabændur að taka upp ný vinnubrögð. Þeir eiga að ræða saman og koma með góðar tillögur um endurgreiðslu á kjarn- fóðurgjaldinu. Það er heldur óvið- kunnanlegt að bændur skuli ekki geta komið sér saman og starfað saman. Það er slæmt ef kjúkl- ingabændur telja sig yfir aðra bændur hafna, aðeins af því að þeir nota erlent fóður. Höfundur er blaðaíulltrvi bænda- samtakanna. Hvers vegna kjarnfóðurgjald? Fyrir um 5 árum var í fyrsta sinn lagður sérstakur skattur á innflutt kjarnfóður og fóðurblönd- ur. Fyrir þann tíma eða allt frá árinu 1964 voru fóðurblöndur mjög ódýrar hér á landi miðað við verð á sambærilegum vörum í nágrannalöndum okkar. Innflutt fóður var í mörg ár ódýrara en heimaaflað fóður. Þannig var það mjög hagstætt fyrir kúabændur að nota mikið af fóðurbæti til að framleiða mjólk. Þjóðhagslega borgaði þetta sig illa. Vegna þess Ásmundur R. Richardsson tóku í taumana og gerðu aumingja ökumönnunum ómögulegt að aka beint. Ég gæti bara best trúað að lögreglan hafi tekið í taumana og komið í veg fyrir að það tæki yrði notað aftur því erfitt hefur verið að finna út hver hafði smakkað áfengi undir stýri og hver ekki, sérstaklega um helgar. En þetta er gömul saga. Búið og gert. Én gaman væri að vita hvort klettarnir okkar ætluðu að mal- bika á eftir fræsaranum skemmti- lega eða hvort við ökumennirnir eigum að aka munstrið niður eins og forðum. Hitt er svo annað að athygli ökumanna er til muna skarpari í dag en hún var í gær og er þá tilgangnum kannski náð. Með bjartsýniskveðjum um betri tíð. Höfundur er verslunarmaður og bílaeigandi. Konsúlshjónin í Malaga Texti og myndir: FRIÐRIK Á. BREKKAN Ræðismannsskrifstofa íslands í Malaga er við höfnina í allstórri íbúðarblokk á annarri hæð. íslenzki fáninn og skjaldarmerki mætir þeim sem þar koma og það eru ekki fáir. Þar ráða ríkjum ræðismannshjónin, Marín og Jean Briand de Crevecoeur. Marín er Reykvíkingur, Gísla- dóttir, Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Hinum danska manni sinum, Jean, kynntist hún á balli í Sjálfstæðishúsinu og endaði sá dans með hjónabandi og 20 ára dvöl i Kaupmanna- höfn, þar sem Jean vann i Græn- landsmálaráðuneytinu, en Marin vann um 15 ára skeið hjá stóru tryggingarfyrirtæki þar í borg og sá um 50 tryggingarsölu- umboðsmenn um alla Danmörk, bókhald þeirra og uppgjör og varð reksturinn all umsvifa- mikill. „Ég ætlaði að vera í mán- uð, en árin urðu 15,“ segir Marín og kimir. Jean eiginmaður Mar- ínar er af frönskum ættum, en auk þess af meiði þeirrar þekktu Scavenius-ættar sem fyllti raðir helztu stjórendur Dana um ára- raðir. Afi Jeans starfaði við dönsku gæzluskipin hér við land, forvera Landhelgisgæzlunnar, en varð svo aðmíráll i danska sjóhernum. Fjölskylda Jeans tengist á margan hátt Isla.idi og sögu landsins og er mikil gæfa okkar að Jean skuli og vera tengdur landinu og vinna i þágu Islands ásamt eiginkonu sinni í Malaga. Það er mikill gestagangur og mikið að gera á sumrin þegar islenzkir ferðamenn fjölmenna Ú_______________ Marín á skrifstofu sinni. Marín og eiginmaður hennar, Jean Briand de Crevecoeur, i heimili þeirra í Malaga. til Torremolinos. Alls kyns vandamál koma upp, möguleg og ómöguleg, en það er reynt eftir beztu getu að leysa úr þeim. Marga forvitnilega muni og minningar ber á góma í samræð- um okkar. Myndir Eyfells prýða veggina, dönsk húsgögn og fs- lenzk stemmning i bland við góða veðrið og loftslagið ber vott um hamingjusöm hjón, ánægð með starf og líf. Við fluttum hingað árið 1969, eigum tvö börn, son og dóttur, og búa þau bæði hér i Malaga. Þá eigum við eitt barnabarn. Það hefur margt skemmtilegt skeð, við höfum kynnst góðum þver- skurði íslendinga hér. Ferða- skrifstofumenn og konur, ferða- menn, listamenn og vitaskuld ævintýramenn sem lenda i vand- ræðum. Það er ekki hægt að hjálpa öllum, en við reynum eft- ir beztu getu að greiða úr vand- ræðum. „Það var skemmtilegur tími þear Forseti tslands, Vígdís Finnbogadóttir, kom hér f óop- inbera heimsókn í fyrra. Allt var stopp hér í götunni fyrir neðan, mikið um að vera, ógleymanleg- ur tími sem okkur þótti afar vænt um og hlökkum við til þess að fá forsetann á ný i heimsókn þegar Spánarheimsókn verður næst á dagskrá. Við förum heim til Islands ár- lega til þess að viðhalda tengsl- unum og er alltaf gott að koma. Það er barið að dyrum hjá Marín í Malaga og embættis- verkin kalla. Við kveðjum þessa ágætu fulltrúa Islands og Dan- merkur í Malaga, göngum saman strandgötuna um stund og höld- um síðan frá Malaga í kvöldsól- inni. ■VK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.