Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 37 Ketill Guðmunds- son — Kveðjuorð Kæddur 21. mars 1955 Dáinn 17. júlí 1985 Ketill er látinn, manni finnst það óneitanlega ranglátt að menn séu kvaddir burt í blóma lífsins, en við því er fátt eitt að gera, það er gangur lífsins. Fundum okkar Ketils bar fyrst saman á Skagaströnd þar sem við unnum saman um tíma hjá Spari- sjóði Skagastrandar, síðar Lands- banka íslands. Það sem einkenndi Ketil mest var það sem aðrir missa svo oft sjónar á í nútíma lífsgæðakapphlaupi, það að vera það sem maður er. Sýndar- mennska var ekki til í Katli, hann vildi aðeins fá að vera það sem hann var, eins og hann var í heim- inn borinn og njóta virðingar jafnt á við aðra sem slíkur, án af- skipta annarra, án fordómafullra radda, radda sem telja sig vita hið rétta og eðlilega um lífsins gang. Þann 16, þ.m. var til hinstu hvílu borinn Reynir Breiðfjörð Vigfússon, Bergþórugötu 14a, Reykjavík. Reynir var fæddur í Flatey á Breiðafirði 16. febrúar 1926, í svokölluðum Brekkubæ, sem nú er löngu horfinn. Hann var sonur hjónanna Vigfúsar Stefáns- sonar frá Galtará og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur frá Bjarneyjum. Reynir var yngstur í hópi barna þeirra Ingibjargar og Vigfúsar, sem áttu auk hans þrjár dætur, Pálínu og Lilju, búsettar í Kópa- vogi og Guðlaugu, sem er for- stöðukona Dvalarheimilis aldr- aðra í Stykkishómi. Auk sinna barna ólu þau Ingibjörg og Vigfús upp bróðurdóttur Ingibjargar, Fjólu Guðmundsdóttir, búsetta í Hafnarfirði. Er Reynir óx úr grasi biðu hans fjölbreytt verkefni við búskap foreldra hans, sem var allt í senn erilsamur og erfiður, þar sem m.a. þurfti að flytja fé milli lands og eyja, sinna garðrækt, hlúa að varpi, svo ekki sé talað um heyskap og lundaveiðar, en hinn harði húsbóndi allra eyjamanna var sjórinn, flóð og fjara. Öll störf Reynis voru foreldrum hans ómet- anlegur stuðningur í harðri lífs- baráttu, miðað við þaö sem nú er. Reynir átti því láni að fagna að vera léttlyndur og gáskafullur. Græskulaust grín og gamansemi voru hans líf og yndi. Hann var fundvís á hinar broslegu hliðar lífsins sem hvarvetna birtast okkur, jafnvel daglega, en svo mörgum yfirsjást í erli dagsins. Þá var honum líka einkar lagið að laða fram bros og hlátur hjá þeim sem hann átti samskipti við. Ég veit að fólk sem var að alast upp í Flatey á árunum um og eftir 1950 minnist margra sólríkra sumar- kvölda, þegar Reynir kom út eftir oft langan vinnudag, til að taka þátt í og leiða leiki sér yngra fólks af lífi og sál og þá var hann sem einn af hópnum, þó aldursmunur væri allnokkur. Og árin liðu. 1. desember 1964 gekk Reynir að eiga Huldu Valdi- marsdóttur frá ólafsvík. Þau hófu búskap í Flatey og eignuðust tvær dætur, Báru, sem býr á Drangs- nesi og Þórunni, búsetta í Reykja- vík. Syni Huldu, Eysteini Nikulás- syni, gekk Reynir í jafnframt í föðurstað og reyndist honum sem besti faðir. Þar kom að ekki var lengur líf- vænlegt í Breiðafjarðareyjum. Fiskur hvarf af miðum, atvinnu var enga að hafa og vegna fólks- fæðar var ekki lengur hægt að lifa þar sama lífi og áður fyrr. Þessi ótímabæra hnignun hins áður blómlega byggðarlags hitti Reyni og fjölskyldu hans ekki síð- ur en aðra. Hvort þau tóku „síð- Ketill barðist fyrir þessari lífs- skoðun sinni hvar og hvenær sem var og held ég að Ketill hafi farið oftar en ekki með sigur af hólmi. Ketill var góður og skemmtileg- ur vinnufélagi og umfram allt mjög hæfur starfskraftur. Ketill starfaði hjá Sparisjóði vélstjóra er hann lést, þar er nú stórt skarð í röðum starfsfólks sem erfitt mun að fylla. Ég þakka Katli samfylgdina, hún gaf mér mikið þó stutt væri. Foreldrum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Helgi Gunnlaugsson Maður á erfitt með að sætta sig við að þrítugur maður, fullur lífs- vilja og orku, skuli vera horfinn frá okkur, eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. asta skip suður" veit ég ekki, en þau fluttu eins og allur fjöldi ann- arra eyjamanna og settust að í Reykjavík, þar sem Reynir réðst til afgreiðslustarfa. Hann var vinsæll af viðskiptavinum sínum og kom sér þar vel léttleiki hans og sá eiginleiki, að geta slegið á létta strengi við háa sem lága. Síð- ustu árin átti hann við mikla van- heilsu að stríða, þótt hann léti þess lítt getið og væri alltaf jafn hress og kátur. Eiginkonu hans, börnum og öll- um skyldmennum votta ég samúð mína við fráfall góðs drengs. En verið þess minnug, mitt í söknuði ykkar, að minningin um Reyni Vigfússon lifir og hún er björt. Hvers er frekar hægt að óska sér á stundu sem þessari? Ólafur Ásg. Steinþórsson Við Ketill Guðmundsson kynnt- umst er ég hóf störf hjá Sparisjóði vélstjóra í febrúar 1984. Urðum við fljótlega góðir vinir og á ég margar góðar minningar um einlægan og góðan dreng. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta móður hans, Lilju Halldórsdóttur, og systkinum mína dýpstu samúð. Katli þakka ég stutt en góð kynni. Ragnheiður Hauksdóttir Leiðrétting í minningargrein um Nóa Berg- mann Þórhailsson hér í blaðinu í gær var sagt að systur hans hefðu verið þrjár. Þær voru fjórar og féll niður nafn einnar þeirra, Sóleyjar, systur hans. Það leiðréttist hér með. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Alúöarþakkir og góöar óskir sendum viö venslafólki og vinum, starf sliöi Sjúkrahússins á Akureyri og öörum er veittu hjálp og sýndu hlýhug og samúö viö fráfall eiginkonu minnar, móöur okkar og tengdamóöur, EYJÓLFÍNU EYJÓLFSDÓTTUR frá Heiöarseli á Síöu. Árni Sigurösson, Þórunn Árnadóttir, Rafn Jón Jónsson, Halldóra Sigurrós Árnadóttir, Rafn Valgarösson, Guörún Áslaug Árnadóttir, Pálmi Andrésson, Elín Gíslina Árnadóttir, Kristjón Guöbrandsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför, HARÐAR M. FELIXSONAR. Ragnheiöur Hjálmarsdóttir, Drífa Haröardóttir, Jack E. James, Daöi Haröarson, Pat A. Dixon, Leifur Harðarson, Rafn Haröarson, Ragnheiöur Haröardóttir, Jóhann Melsteð og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins mins, föður okkar, tengdafööur, afa og bróöur, STURLAUGS GUDNASONAR, Klébergi 13, Þorlákshöfn. Aðalheiöur Eyjólfsdóttir, Guörún Sturlaugsdóttir, Þorsteinn Alfreösson, Guöni Sturlaugsson, Ósk Gísladóttir, Margrét Sturlaugsdóttir, Höröur Pálsson, Viktor Sturlaugsson, Sigríöur Th. Mathiesen, Einar Sturlaugsson, Svala Valgeirsdóttir, Jakob Guönason, Oddný Rfkharösdóttir, Margrét Guönadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Reynir Breiðfjörð Vigfússon - Minning + SIGRÍOUR ANNA JÓNSDÓTTIR frá Heigadal, Dalbraut 27, lést í Landspítalanum þann 22. júlí. Systkini hinnar látnu. 4 + Fósturmóöir mín, tengdamóöir, amma, systir og mágkona, INGIGERDUR Ó. SIGURDARDÓTTIR, áöur Álfheimum 50, tést á Elliheimilinu Grund, mánudaginn 22. júní. Ragnhildur J. Pálsdóttir, Vilhelm Ingimundarson, Hjörtur I. Vilhelmsson, Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Sæmundur Sigurósson, Sigrföur Þóröardóttir. + Faöir okkar, HJÖRTUR NIELSEN, kaupmaöur, Baröaströnd 11, andaöist þann 21. júli. Erna Nielsen, Svala Nielsen, Sophus Nielsen. + Faöir okkar, ERLENDUR BALDVINSSON söölasmiöur, Leirubakka 30, andaöist föstudaginn 12. júlí. Bálför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd varidamanna. Baldvin Erlendsson, Pátur Erlendsson. + Fósturmóðir okkar og systir, ' RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Brimnesvegi 24, Flateyri, lést 20. júlí í Borgarspítalanum. Minningarathöfn veröur í Fossvogskapellu miövikudaginn 24. júlí kl. 15.00. Fósturbörn og systkini hinnar látnu. + Móöir okkar, ELÍN INDRIÐADÓTTIR, Teigageröi 15, Reykjavík, er andaöist i Sjúkrahúsi Húsavíkur 19. júli sl. veröur jarösungin frá Bústaöakirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.30. F.h. vandamanna, Anna Albertsdóttir, Sigtryggur Albertsson. + Móöir okkar og tengdamóöir, MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Hjallalandi 24, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 15.00. Einar Kristjánsson, Matthías Kristjánsson, Oddný Kristjánsdóttir, Siguröur E. Kristjánsson, Ingileif Eyleifsdóttir, Hjördfs Magnúsdóttir, Ragnar Bjarnason, Hólmfrfóur Sigmunds. + Þökkum samúö og vinarhug vlð andlát og jaröarför, JÓNU SIGRÍOAR SVEINSDÓTTUR, Hamrabakka 12, Seyöisfiröi. Eva Björk Helgadóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Hulda Sveinsdóttir, Ólafur Kjartansson, Stefán Sveinn Ólafsson, Sveinveig Siguröardóttir, Úlfur Ingólfsson og aörir vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.