Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 21 „Nær allt í leikjaformi“ — segir Valdimar Stefánsson leiðbein- andi hjá knattspyrnuskóla Fram leitt æfingarnar á að allt liðið er drifið inn að drekka og horfa á Tomma og Jenna. Það vekur mikla ánægju." Eru þeir margir snillingarnir sem þið hafið komið auga á í knattspyrnuskólanum sem hefðu kannski ekki komið á fótboltaæfingu? „Þeir eru nokkrir, ungir og feimnir, sem hefðu kannski aldrei komist inn í hópinn á 6. flokksæfingu og ekki fengið þá athygli sem þeir eiga skilið en hafa komið hingað og tekið miklum framförum og æfa nú með félaginu líka,“ svarar Valdimar. Hafa allir þessir krakkar mik- inn áhuga á fótbolta eða eru sumir settir hingað í geymslu yfir daginn, í pössun til ykkar? „Mæðurnar hafa komið með nokkra hingað í einskonar pöss- un. Sumir hafa áhugann aðrir ekki, sumir fá áhugann og aðrir ekki. Maður sér það best þegar farið er að spila þá eru alltaf nokkrir sem eru bara að leika sér fyrir utan völlinn." Er knattspyrnuskólinn ekki það eina sem ungum stúlkum býðst til að læra knattspyrnu, það eru engir yngri flokkar hjá þeim eða hvað, enginn 6. flokk- ur, enginn 5. flokkur? „Það er rétt. Það eru engir yngri flokkar fyrir stelpur, því miður, en það þyrfti að auglýsa enn betur til að laða þær í knattspyrnuskólana." Reynir það ekki oft á taugarn- ar að stjórna þessu? „Það gerir það stundum en þetta er bara svo skemmtilegt og þau áhugasöm, þannig að það gleymist fljótt. Baráttan hérna í fótboltanum er gífurleg, oft ótrúleg og gildir þá einu hvort stelpurnar leika með eða gegn strákunum." Fáið þið leikmenn í heim- sókn? „Já, já. Um daginn kom Guð- mundur Torfason og afhenti verðlaun og slíkt. Sýndi hvernig hann tekur vítaspyrnur. Þeim þykir mikið til um það þegar fyrirmyndirnar láta sjá sig. Að vísu spurði einn fjögurra ára guttinn Guðmund: „Vinnurðu hérna?" Morjfunbladid/Árný Stelpurnar gáfu strákunum lítið eftir í fótboltanum en gáfu sér þó tíma til að sitja fyrir á einni mynd. Þetta eru þær Þuríður, Heiða, Árný og María. Eruð þið nokkuð skotnar í strákunum sem eru bestir hérna í fótboltanum? „Neei, og eigum enga kærasta hérna." Hvernig finnst ykkur Sigur- bergur og Valdimar? „Þeir eru ferlega góðir og skemmtilegir." Ætlið þið að halda áfram í fót- bolta þegar þið eruð orðnar stór- ar? „Neei,“ sögðu ein eða tvær en hinar jánkuðu þessu og sögðust jafnvel ætla að verða atvinnu- menn. Knattspyrnumenn framtíðarinnar? Það er aldrei að vita. Þeir Hjalti, Örn, Pétur og Heiðar brosa alla vega við lífinu enda fjörkálfar hinir mestu. Það er mest lagt upp úr því hér að krakkarnir hafi gaman af leiknum, - segir Vald- imar Stefánsson, knatt- spyrnumaður, en hann leiðbein- ir í knattspyrnuskóla Fram ásamt Sigurbergi Sigsteinssyni. „Hér er allt meira eða minna í leikjaformi," segir Valdimar. „Þau hafa ekki eins gaman af þessu þegar þau eru komin á 6. flokks æfingu, því þar er hugsað allt öðruvísi." Hver er helsti munurinn á knattspyrnuskólanum og fót- boltaæfingum? „Fyrir það fyrsta þá leggjum við aðaláhersluna á tækniæf- ingar. Sýnum hvernig á að spyrna knetti, ristarspyrnur, innanfótarspyrnur, hvernig á að skalla, hvernig á að taka innköst og svo framvegis." Hvernig hefur þátttakan ver- ið? „Virkilega góð. Á þessu hálfs- mánaðarnámskeiði sem nú stendur yfir eru 50 þátttakend- ur.“ „Námskeiðin standa yfir frá 9—12 eða 1—4 og þá er allt á fullu en síðan endum við yfir- Sigurbergur Sigsteinsson befur komið mörgum knattspyrnumanninum afstað. Hér útskýrir hann föðurlega fýrir einum þátttakendanna á námskeiði knattspyrnuskólans. „Ahuginn vaxandi“ að sem knattspyrnuskólinn gerir einna helst fyrir þá yngstu er að koma þeim inn í hópinn. Margir þessara krakka komast ekki inn í hópa, ekki einu sinni á leikskólum, nema þar sem vitað er að þeir hafi áhuga á fótbolta, segir kempan Sigur- bergur Sigsteinsson sem hvað ötulast hefur starfað fyrir knattspyrnuskóla Fram síðustu árin og gerir enn. „Auk þess er gefinn meiri tími í að kenna krökkunum nánari snertingu við knöttinn. Það gef- ur auga leið að á kannski 80 manna 6. flokks æfingu sem stendur í 50—60 mínútur gefst lítill tími eða næði fyrir einn þjálfara að kenna hverjum og einum eins og þyrfti. Það er hægt í kanttspyrnuskólanum sem býður upp á xk mánaðar námskeið þar sem krökkunum er skipt í eldri og yngri flokk og leiðbeinendur eru tveir eða fleiri." Það er tiltölulega stutt síðan knattspyrnuskólarnir hófu göngu sína? „Svona 5—6 ár held ég en hinsvegar man ég eftir því þegar ég var svona 9—10 ára, að þá voru haldin svipuð námskeið þegar erlendir menn komu til landsins, þannig að þetta er eng- in ný bóla, en nú er þetta hins- vegar orðið fastur liður sem bet- ur fer.“ Stutt spjall við Sigurberg Sigsteinsson leiðbeinanda Er mikið um það að foreldrar komi hingað með börn sín í pöss- un eins og á dagheimili? „Það er þó nokkuð um það á þessu yngra námskeiði en það er í fínu lagi ef krakkarnir hafa gaman af þessu. Það eru nokkrir strákar í fimmta flokki Fram sem ég man eftir að mömmurnar komu með hingað alveg hágrát- andi. Þeir voru svo hræddir. En svo finna þeir sig í hóp og eru nú N kannski orðnir aðalmennirnir í fimmta flokki." Sýnist þér áhuginn fyrir knattspyrnuskólum fara vax- andi? „Tvímælalaust. Hvort sem það er að þakka auknum knatt- spyrnuáhuga eða barnagæslu." Þarf ekki alveg sérstaka þol- inmæði til að leiðbeina þessum hópi fjörkálfa? Sigurbergur ræskti sig örlítið en svaraði svo: „Þú heyrir það nú!“ „Stelpurnar sko ekki betri en við“ Hjalti, Pétur og Örn fylgdust með yngstu krökkunum á meðan þau voru í boðhlaupi. Af hverju eruð þið ekki með strák- ar? „Við vorum fyrir hádegi, erum sko í eldri hópnum og alltof góð- ir til að vera í þessum hóp,“ svör- uðu þeir hreyknir. Þeir sögðust vera Framarar (hvað annað) og líka æfa með 6. flokki félagsins og voru sammála um það að þeir lærðu meiri tækni í knatt- — Hjalti, Pétur og Örn teknir tali spyrnuskólanm en á sjálfum knattspyrnuæfingunum. Er ykkur alveg sama þó stelp- urnar spili með ykkur? „Þær eru ekki með okkur í flokki núna, voru bara með okkur fyrstu vikuna." Eru þær betri en þið? „Nei ertu vitlaus maður, en þær eru samt góðar, eða allavega ágætar." Pétur vildi endilega koma því á framfæri að um daginn hefði knattspyrnuskóli Fram keppt við 6. flokk Víkings og tapað 0—3. „Það var algjört svindl að þeir skyldu vera með 6. flokk." Hverjir eru uppáhaldsleik- mennirnir ykkar strákar? „Guðmundur Steinsson, Guð- mundur Torfason," kölluðu þeir hver í kapp við annan og þutu svo út á völl til hinna krakk- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.