Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1985 Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði: Líst ekki vel á að loðnuverð verði frjálst Innan við tíu skip hefja loðnuveiðar 1. ágúst „Okkur líst ekki vel á það að loðnuverð verði frjálst. Ég get ekki séð ao það sé aðilum í hag,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraöfrystihúss Eskifjarðar, sem rekur fiskimjölsverksmiðjuna þar, er hann var spurður um álit verksmiðjueigenda á því að loðnuverð verði frjálst, en Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur lýst sig hlynnt- an því, að svo verði. „Þetta verð, sem er ákveðið af verðlagsráði sjávarútvegsins er lágmarksverð og ég held að það sé alveg nauðsynlegt að eitthvert lágmarksverð sé ákveðið fyrir okkur bræðslumenn. Ég held að það sé ekki síður nauðsynlegt fyrir sjómenn og bátaeigendur að svo verði, því annars setja bræðslurn- ar einhliða upp eitthvert verð og ég get ekki ímyndað mér, að það yrði ánægja með það,“ sagði Aðal- steinn ennfremur. Aðalsteinn sagði það sína skoð- un, að loðnukaupendur myndu ákveða eitthvert lágmarksverð í sameiningu, ef verðlagsráð sjávar- útvegsins léti undir höfuð leggjast að ákveða það. Hann sagði það gefa auga leið að loðnukaupendur myndu reyna að koma sér saman um það loðnuverð, sem þeir teldu sig geta borgað. Aðspurður um yf- irborganir á loðnu undanfarin ár, sagði Aðalsteinn að það hefði ver- ið allur gangur á því. Menn væru mismunandi heppnir að selja loðnuafurðirnar, mjölið og lýsið og þeir sem hefðu getað borgað eitthvað hærra verð, hefðu látið bátana njóta þess. Það hefði hann gert, þegar hann hefði verið hepp- inn með sölu. Aðspurður hvort hann héldi að það yrði áframhald á yfirborgunum í ár, sagði Aðal- steinn að ennþá væri ekki ljóst, hvernig gengi að selja mjöl og lýsi í ár. Þó væri lýsisverð eitthvað að hækka, en mjölverð væri ennþá lágt. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að hann vissi til þess að nokkur skip hygðust hefja loðnu- veiðar nú 1. ágúst, þegar leyfilegt er að hefja veiðarnar. Nefndi hann þar til Júpíter, Gísla Árna, Hákon og Svaninn, en sagði það sína skoðun að þessi skip yrðu ekki fleiri en 10 af þeim 48 skipum sem fengu úthlutað loðnukvóta. Krist- ján sagði verðið í Færeyjum fyrir 20% feita loðnu vera 2.200 krónur íslenskar fyrir tonnið og væri það verð hlutfallslega lægra en það verð sem bauðst erlendis í fyrra. Verðlagsráð sjávarútvegsins heldur fyrsta fund sinn í dag um loðnuverðið á næstu vertíð. Morgunblaðið/Þorkell • • Heyskap nær lokið í Olfusi BÆNDUR voru í óða önn að hirða hey af túnum sínum í gær er blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins áttu leið um sveitir Ölfuss í gær í góðviðrinu. Að Núpum er þríbýli og bjugg- ust bændur þar við að ljúka hey- skap í dag. Guðmundur Albert Birgisson, bóndi að Núpum 3, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði nú heyjað á met- tíma, eða á rúmum tveimur vik- um. „í fyrra tók heyskapurinn mánuð hjá mér vegna stöðugra rigninga eins og menn muna. Segja má að of mikill þurrkur hafi verið hér. Það hefur nánast ekki rignt hér í marga daga. Guðmundur Albert kallaði á nokkra vini sína úr Reykjavík til að hjálpa sér í heyskapnum og voru þeir þrír piltarnir, sem komu og tóku til hendinni við að hirða baggana upp af túnunum. Það voru ólafur Þorsteinsson, Þórður Kristján Karlsson og Jón Bjarni Gunnarsson og sögðust þeir kunna vel við heyskapinn og að hann væri góð tilbreyting frá borgarlífinu. Helgi Bggertsson, aðalráðu- nautur sveitarinnar, var á hey- bindivél hjá Guðmundi bónda að Núpum og sagðist hann hafa keypt sér heybindivél fyrir nokkru og því kölluðu bændur á hann til að binda fyrir sig. „Ég er löngu búinn að heyja fyrir sjálfa mig. Ég bý á bænum Kjarri hér skammt frá en þarf einungis að heyja fyrir nokkur hross. Heyskapartíðin hefur svo sannarlega verið frábær hér í sveit. Heyin eru mjög góð og hljóðið í bændum er einnig gott. Veður hefur verið mjög þurrt og því tafið örlítið fyrir sprettu en annað er ekki hægt að kvarta um nema kannski smávegis rok síð- ustu tvo föstudaga," sagði Helgi. Hjörtur Niel- sen kaup- maður látinn Hjörtur Nielsen lést 21. júlí sl. llann var fæddur á ísafirði 16. apríl 1898. Foreldrar hans voru Sophus Jörge Nielsen, kaupmaður á ísafirði og Þórunn Nielsen, fædd Blöndal. Hjörtur stundaði nám í mat- reiðslu og framreiðslustörfum í Kaupmannahöfn 1920—1921. Hann var þjónn á Hótel íslandi 1915 og síðan á gamla Gullfossi. Hjörtur var bryti hjá Bimskipafé- lagi íslands 1920—1932. Hann setti á stofn veitingahúsið Vífil, þar sem nú er Austurstræti 10, og rak það í tæp 3 ár. Hann hóf störf á Hótel Borg árið 1934 og starfaði þar til áramóta 1952, fyrst sem veitingaþjónn en síðan sem veit- ingastjóri. Haustið 1953 stofnaði hann Verzlun Hjartar Nielsen hf., er selur kristals- og postulínsvör- ur, en seldi hana 1983. Hjörtur Nielsen var um tíma formaður Félags matsveina- og veitingaþjónafélags íslands. Hann var einnig einn af fyrstu félögum í Lionsklúbbi Reykjavíkur. Kona hans hét Marzelina Nielsen Frið- riksdóttir. Hún lést árið 1969. Hlutabréfasala fjármálaráðherra f Flugleiðum og Eimskip: Verð bréfanna of hátt — segja forstjórar félaganna, Sigurður Helgason og Hörður Sigurgestsson ÞAÐ ER samdóma álit ráðamanna Flugleiða og Eimskips sem Morgun- blaðið hafði samband við í gær, að það verð sem Albert Guðmundsson fjármálaráðherra setur upp fyrir hlutabréf ríkisins í þessum fyrirtækjum sé of hátt og þeir þekki engan aðila sem gæti hugsað sér að kaupa bréfin á þessu verði. Sem kunnugt er hyggst fjármálaráðherra selja bréfin á 9- og 10,9-földu nafnverði, 20% í Flugleiðum á 63 milljónir og 5%í Eimskip á um 48 milljónir. Ennfremur á að selja hlutabréf ríkisins í Rafha, 30,05% á 9,5-földu nafnverði. Þess má geta að bréf ríkisins í Iðnaðarbankanum, sem seld voru á dögunum, fóru á þreföldu nafnverði. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að félagið myndi ekki falast eftir kaupum á bréfun- um á þessu verði og reyndar mætti fyrirtæki ekki samkvæmt lands- lögum eiga meira en 10% af hluta- bréfum eigin fyrirtækis, svo það leiddi af sjálfu sér að Flugleiðir gætu ekki keypt allan pakkann, eða 20%. 1 sama streng tóku Indriði Páls- son, varaformaður stjórnar Eim- skips og Hörður Sigurgestsson forstjóri. Sagði Hörður útreikn- inga Fjárfestingarfélagsins ekki vera rétt mat á sannvirði bréf- anna. „Mín skoðun er sú,“ sagði hann, „að mat Fjárfestingarfé- lagsins sé ekki mat á verðmæti hlutabréfanna í Eimskip heldur mat á eigin fé fyrirtækisins. Það fer síðan eftir því hvernig menn meta framtíðarhorfur fyrirtækis- ins og stöðu hvert matið á hluta- bréfunum eigi að vera. Það gæti verið hlutverk markaðarins að ákvaða það, eins og tíðkast erlend- is. Algengast er að það séu ekki bein tengsl á milli eiginfjár og mats á hlutafé,“ sagði Hörður. I samþykktum Eimskipafélags- ins er ákvæði sem gefur stjórn fé- lagsins heimild til að semja við ríkisstjórn íslands um að ríkis- stjórnin skipi einn mann í stjórn- ina til árs í senn, svo lengi sem ríkissjóður eigi 5% eða meira í fyrirtækinu. Hörður sagði að- spurður, að þetta ákvæði gilti auð- vitað ekki um nýjan eignaraðila, og hugsanlegum kaupum bréfanna fylgdi því ekki sjálfkrafa réttur til stjórnarsetu. Síðast þegar sala hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum var til um- ræðu sýndu nokkur fyrirtæki áhuga á að bjóða í þau, m.a. Sjóvá og hlutafélagið Klak, sem á 6% í Flugleiðum. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá, sagði að vissulega hefði félagið ennþá áhuga á þessum bréfum, en þeir myndu ekki bjóða í þau nú, ein- faldlega vegna þess að verðið væri of hátt. Ágúst Valfells, stjórnar- maður Klaks hf., vildi ekkert um málið segja annað en það að stjórnin hefði ekki komið saman til að ræða það. Morgunblaðið leitaði einnig til Vals Arnþórssonar, stjórnarfor- manns Sambandsins, og innti hann eftir því hvort sambandið hefði hug á að bjóða í bréfin. „Nei, ekki svo mér sé kunnugt," sagði Valur. „Það hefur ekki verið haldinn stjórnarfundur síðan © Sauðárkrókur: Steinullarverksmiðj- an að fara af stað REIKNAÐ er með að rafbræðsluofninn í Steinullarverksmiðjunni á Sauð- árkróki verði gangsettur í þessari viku, en það þýðir að fyrstu ullarinnar verður að vænta úr verksmiðjunni eftir hálfan mánuð til þrjár vikur, að sögn Einars Einarssonar framleiðslustjóra. Þessa dagana er verið að prufu- INNLENT keyra og stilla vélarnar sem ofninn er hitaður upp með. Einar sagði að það tæki i kringum 10 daga að bræða í ofninum áður en hægt væri að byrja að spinna úr bráðinni ull. „Fyrstu prufurnar koma því ekki fyrr en eftir rúman hálfan rnánuð," sagði hann, „og á markaðinn kemur ullin ekki fyrr en seinni part ágústmánaðar." Miðað við fulla nýtingu getur verksmiðjan afkastað um 5—6.000 tonnum á ári, en fram að áramót- um nú er stefnt að því að fram- leiða 7—800 tonn, en 3.000 tonn á næsta ári og auka siðan afköstin ár frá ári og ná 4.000 tonnum árið 1990. þessar fréttir bárust og stjórnin ekki kölluð saman út af þessu máli.“ Jafntefli varð hjá Margeiri MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við Hollendinginn Van der Wiel f 16. umferð millisvæðamótsins í skák í Biel í Sviss í gær eftir að skákin hafði farið í bið. Margeir sat að taflinu í 7 klukkustundir en flestar skákir hans hafa farið i bið. Margeir er sá keppenda sem langlengst hefur setið við skákborðið í Biel. Hver skáka hans hefur að meðaltali staðið í rúmar sjö klukkustundir og hann hefur teflt tvær lengstu skákir mótsins, 107 og 112 leiki. Samtals hefur Margeir setið að tafli í nær 120 klukkustundir. Er hann því orðinn mjög þreyttur, en hefur þó eflst í siðustu umferðun- um. Önnur úrslit i gær urðu þessi: Anderson — Partos 1—0, Vaganj- an — Gutmans 1—0, Torre — Seirawan 'A — 'A, Sokolov — Short !4 —V4, Li — Sax !4 — V4, Jansa — Rodriques 0—1, Polugaevsky — Ljubojevic 1—0, Martin — Quint- eros biðskák, líklega töpuð fyrir þann síðarnefnda. Staða efstu manna er þessi fyrir síðustu umferð: Vaganjan 11 '4 vinningur, Seirawan 11 v., Torre, Sokolov og Van der Wiel 10'/4 v. og Short 9!4 v. Fjórir skákmenn komast áfram. Margeir er í 13. sæti með 6!4 vinning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.