Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 KJörbúd Verslunarfélags Austurlands að Lagarfelli 4, í Fellabæ. Verslunin er opin til kl. 19 á fostudögum og á Úr kjörbúö VAL. Veruleg söluaukning varð hjá félaginu eftir að hin nýja laugardögum kl. 10—15. Það kunna ferðamenn vel að meta. kjörbúð var opnuð í desember 1983. MorgunblaðiA/Ólafur Egilsstaðir: Jöfnun yöruverðs er mjög brýnt hagsmunamál landsbyggöarinnar — segir Sigurður Grétarsson, framkvæmdastjóri Verslunarfélags Austurlands Kgilsstödum, 19. júlí. „ÞAÐ ER mjög áríðandi fyrir okkur öll á landsbyggðinni að fá flutn- ingskostnað vörunnar felldan niður með einhverjum hætti — nánast lífsspursmál — sagði Sigurður Grét- arsson, framkvæmdastjóri Verslun- arfélags Austurlands, í stuttu spjalli við tíðindamann Morgunblaðsins. Ég treysti raunar á skilning heildsalanna i þessu máli og æ fleiri munu feta í fótspor Davíðs Schevings hjá Smjörlíki hf., sem sér nú um dreifingu á öllum vör- um sínum til smásöluverslananna á landsbyggðinni, þeim að kostn- aðarlausu. Þetta hefur Smjörlíki hf. raunar lengi gert varðandi eig- in framleiðsluvörur en það tekur nú orðið til allra vörutegunda er þeir selja i heildsölu. Þessi vöru- flutningur fer þannig fram hingað til Austurlands að Smjörlíki flyt- ur vöruna sjóleiðis til Reyðar- fjarðar en Austmat á Reyðarfirði sér síðan um dreifinguna til hinna ýmsu smásöluverslana hér um slóðir og fleiri fylgja í kjölfarið. Heildverslunin Sund hf. gerir nú tilraun til að dreifa vöru sinni vítt og breitt um landið með eigin bif- reiðum, smásölunni að kostnaðar- lausu — og ég hef ástæðu til að ætla að fleiri heildsalar séu að at- huga þessi mál og sjái sér hag í því að minnka flutningskostnað- inn svo sem frekast er unnt. Heil- dsalan hefur mun betri aðstöðu til að semja við flutningsaðilana og koma flutningskostnaðinum niður en einstaka smásöluverslanir. Heildsalinn getur t.d. samið um svonefnda framhaldsflutninga til hafna innanlands þegar samið er um flutning vöru til landsins er- Sigurður Grétarsson, framkvæmda- stjórí Verslunarfélags Austurlands, á skrifstofu sinni. lendis frá og lækkað þannig flutn- ingskostnaðinn verulega. — Hvað er flutningskostnaður stór hluti af vöruverði hér? „Sífellt auknar kröfur um öryggi þeirra sem vinna við blóðtökur og blóðsýni“ — segir dr. Ari Kr. Sæmundsen, örverufræð- ingur og stjórnarformaður Grócó, sem flytur inn lokað blóðtökukerfi NOTKUN lokaðra blóðtökukerfa færist í vöxt í Morgunblaðinu laug- ardaginn 6. júlí var kynnt eitt slíkt kerfi frá bandarísku fyrirtækis. En það eru fleiri tegundir lokaðra blóó- tökukerfa flutt til landsins og er eitt þeirra frá fyrirtækinu Starstedt í Þýskalandi og er það flutt inn af Grócó hf. „Því meiri sem þekking okkar verður á veirum og hegðun þeirra eykst krafan um fullkomið öryggi þeirra sem vinna við blóðtökur og rannsóknir á blóðsýnum, en ljóst er að ýmsar hættulegar veirur berast fyrst og fremst með blóði eins og til dæmis AIDS-veiran, sem veldur ónæmistæringu," sagði Dr. Ari Kr. Sæmundsen, örveru- fræðingur og stjómarformaður Grócó hf. í samtali við blm. Morg- unblaðsins. „Við höfum einbeitt okkur við þjónustu við sjúkrahús og rann- sóknarstofur og hefur fyrirtækið notið góðs af sérþekkingu þeirra sem að því starfa. Og talandi um AIDS-veiruna þá er væntanlegur um mánaðamótin sérfræðingur frá bandaríska stórfyrirtækinu Du Pont, sem mun kynna nýtt próf til mælinga á mótefnum gegn AIDS-veirunni í blóði,“ sagði Ari um starfsemi Grócó hf. En hvern- ig er framkvæmd blóðtöku með lokuðu kerfi? „Með lokaða blóðtökukerfinu Safety-Monvette er blóðtakan framkvæmd þannig að tvívirkri nál er stungið í æð sjúklings. Nál- Morgunblaðið/Þorkell Ari Kr. Sæmundsen, örverufræðing- ur og stjórnarformaður Grócó hf„ sem flytur inn lokað blóðtökukerfi frá Starstedt í Þýskalandi. in er lokuð í annan endann með gúmmíhettu, þannig að að engin hætta er á því að blóð leki úr nál- inni. Lofttæmdu glasi er síðan þrýst upp á nálina. Lofftæmið sér svo um að draga blóðið inn í glas- ið. Með þessu kerfi á að vera tryggt að blóðdropi leki ekki út sem gæti valdið hættu fyrir þann sem framkvæmir blóðtökuna." — Hverjir eru helstu kostir þýska blóðtökukerfisins frá Sarstedt? „Fyrst má nefna að kerfið er úr plasti og eru glösin því óbrjótandi en t.d. ef glas brotnar við með- höndlun á tilraunastofu og við- komandi sker sig á veiran mjög greiðan aðgang. Sermisglösin eru sérstaklega meðhöndluð þannig að storknun er eðlileg og blóðstorkan klessist ekki. f öðru lagi eru glösin með skrúfloki sem kemur í veg fyrir myndun smitúða þegar glös- in eru opnuð og ekki er hætta á að starfsfólk komist í snertingu við sýnið með því að snerta innri hlið tappans. Þá má nefna að á þessu kerfi er stútur tappans hliðstæður sem auðveldar blóðtöku. Að lokum er einn stærsti kosturinn, að sá sem framkvæmir blóðtökuna býr til lofttæmið sjálfur, rétt áður en blóðtakan er framkvæmd og því er sú hætta ekki fyrir hendi að loft- tæmið tapist í geymslu. Ég er sannfærður um að þetta er eitt snjallasta blóðtökukerfi sem er á markaðnum." — En hvernig hefur gengið að kynna þessa hönnun hér atlandi? „Það er tæpt ár síðan við fórum að flytja inn vörur frá Sarstedt og kynna hér en það er oft erfitt að koma nýjungum á framfæri því markaðurinn er mjög íhaldssamur og lengi að taka við sér. Nokkur sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hafa tekið upp þetta kerfi úti á landi og er notkunin alltaf að aukast og hér í Reykjavík er kerfið í prófun. Það má nefna að Sarstedt hefur nú um 90% af markaðnum í Þýskalandi og vinn- ur stöðugt á í öðrum löndum, en það eru fimm ár síðan fyrirtækið setti þetta nýja blóðtökukerfi á markaðinn. Ég á von á að flest sjúkrahús og heilsugæslustöðvar verði búin að taka lokað kerfi í sína þágu eftir u.þ.b. 1 ár.“ Við fyrstu sýn lítur Safety Monovette-kerfið út eins og venjuleg sprauta en þetta er í raun sprauta, lokað kerfi og glas, allt í senn. Bullan er dregin í botn þar til bulluhausinn smellur fastur, þannig er myndað lofttæmi. Þá er bulluskaftið brotið eða skrúfað af. Nálin er tvívirk og þegar henni hefur verið stungið í sjúklinginn er hinum endanum stungið í gegnum himnu á stút glassins, blóðtakan hefst. Hver nál er útbúin sérstökum kraga sem hent er með nálinni að notkun lokinni. Eftir blóðtöku er nálin fjarlægð og eftir er tilraunaglas með kvarða og skrúfloki, en tilhneiging er í þá átt að nota glös með skrúfloki á rannsóknarstofum nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.