Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 17
Það kostar 4 kr. 96 aura að flytja hvert kg hingað með bíl frá Reykjvík en 2 kr. 40 aura með skipi og þá á eftir að sækja vöruna á Reyðarfjörð. Ofan á þetta bætist síðan 25% söluskattur. Með flugi er þetta margfalt dýrara, t.d. kost- ar 151.- kr. undir allt að 4 kg; 208.- kr. undir 5—9 kg; 265.- undir 10—14 kg og 400.- kr undir 20—24 kg að viðbættum söluskatti. Af þessu má sjá hvað flutningskostn- aðurinn getur verið stór hluti vöruverðsins hér. Ég held raunar að jöfnun vöruverðs sé ein for- senda fyrir hinu margumtalaða jafnvægi í byggð landsins — en vörudreifing Smjörlíkis hf. er stórt spor ( rétta átt svo að maður skyldi ekki örvænta. — Hvernig hefur verslunin annar gengið undanfarið? Allvel. Sumrin eru alltaf góð hjá okkur. Að vísu hefur veðrátt- an sett strik í reikninginn síðustu daga en það er nú bara til þess að við gleymum ekki að þakka fyrir þá veðursæld sem við annars búum við hérna á Héraði. Síðan við fluttum inn í þetta nýja versl- unarhús hér að Lagarfelli 4 í des- ember ’83 hefur orðið umtalsverð söluaukning og reksturinn orðinn allur annar. Nú er starfsemin öll undir einu þaki en var áður tvístr- uð. Jú, jú, ég er bjartsýnn á viðgang verslunarinnar. Veltuhraðinn verður að vísu alltaf of lítill í svona verslun úti á landsbyggð- inni og vitanlega kemur það niður á vöruúrvali en takist að lækka eða jafna flutningskostnaðinn er góðum áfanga náð. Og verði rang- látum skatti á verslunarhúsnæði aflétt, versluninni greitt fyrir inn- heimtu söluskatts og eðlileg sam- keppni tryggð er bjart framundan fyrir verslunina, — sagði Sigurður Grétarsson að lokum. — Ólafur TOFRA.ORÐ ÞEIM SEM TIL ÞEKKJA GW^fjan Esja hf ’ Völuteig Mos(ei^22!L SÍMI 666160 esid reglulega öllum öl fjöldanum! MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1985 17 Kristberg Kristbergsson doktor í matvælaverkfrædi KRISTBERGUR Kristbergsson varði doktorsritgerð sina í matvæla- verkfræði við Rutgers University í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum þann 5. nóvember sl. Ritgerðin fjallaði um áhrif vatns á matvælum á niðurbrot á C-vítamíni, einkum m.t.t. hvort vatnið sé bundið risamólekúlum. Koma fram nýjar hugmyndir um hvernig má lýsa og reikna út ástand vatns í matvælum og áhrifum þess á niðurbrot nær- ingarefna, sem brjóta nokkuð í bága við hina hefðbundnu kenningu um vatnsvirkni. Ritgerðin heitir á ensku „Effect of the state of water in foods on ascorbic acid degradation." Rann- sóknirnar og ritgerðin voru mjög lofuð af öllum andmælendum. Kristberg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina og lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Islands 1979. Hann hefur st.undað rannsóknir og fram- haldsnám í matvælaverkfræði við fyrrnefndan háskóla í Bandaríkj- unum og lauk M.Sc. og M. Phil (Hon) gráðum þaðan árið 1982. Kristberg hefur einnig starfað sem ráðgjafi í pökkun á matvæl- um og matvælaverkfræði við mörg stórfyrirtæki í Bandaríkunum. Dr. Kristberg hefur ásamt Dr. Edvard Seltzer hlotið 100.000 doll- ara styrk til framhaldsrannsókna í matvælaverkfræði. Verkefnið heitir „Effect of ectrusion and extrusion cooking on textural and rheologycal properties of foods". Kristberg er sonur hjónanna Kristbergs Guðjónssonar, flug- umsjónarmanns, og Valgerðar Ármannsdóttur. Hann er kvæntur Guðrúnu Marteinsdóttur líffræð- ingi sem vinnur að doktorsritgerð í fiskalíffræði. Þau eiga eina dótt- ur, Hlín, sem er 5 ára. Dr. Kristberg Kristbergsson B 0 K I N Sparibókmeðsávaxtim Gullbókin sameinar kosti annarra spamaðar- leiða, en sníður af vankanta þeirra. og þeim fer sífellt fjölgandi,enda höfum við hækkað vextina um 2% - úr 31 upp í 33% á ári. Samkvæmt spá Seðla- bankans, hækkar lánskjara- vísitala um 10,6% til áramóta, | en það samsvarar 22,3% á ári. Ársfj órðungslega er gerður samanburður á kjömm Gullbókar og verðtryggðum þriggja mánaða reikningum. Pað skiptir engu máli hve oft þú tekur út, þú færð ætíð fulla vexti á alla þína innstæðu. Dæmi: Þú tekur út 10.000 kr. af 100.000 króna innstæðu. 1,7% vaxtaleiðrétting, 170 kr. af 10.000 króna úttekt, dregst frá við vaxta- færslu um næstu áramót. Innstæðan, 90.000 krónur, ber eftir sem áður hæstu vexti - nú 33% - allan tímann. BÓNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.