Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Garðurinn var uppfullur af fyrirbærum og söguhetjum úr sköpunarverkum Disneys. „Margir krakkar uxu úr grasi fullvissir um að Disney- land væri fylki í Bandaríkjun- um, alveg eins og Iowa og Rhode Island," skrifaði háð- fuglinn Phyllis Diller nýverið í Los Angeles Times og vísinda- skáldsagnahöfundurinn Ray Bradbury segir að áhrifa Disneylands komi til með að gæta í fjölda bandarískra borga og bæja og það geti að- eins verið til góðs. Hátíðahöldin 17. júlí eru að- eins hluti af ýmsum uppákom- um í ár og má geta þess að 250 milljónasti gesturinn mun hljóta Cadillac, 30.000 mílna flugferðir og þrjátíu ferðir til Disneylands og Disneyheims í Flórída. Þess er vænst að sá heppni skjóti upp kollinum áð- ur en haustar. Þýtt og endursagt úr International Herald Tribune. ÞyrnirósarkasUlinn í Fant&síulandi. Disneyland þrjátíu ára ÞRJÁTÍU ára afmælis Disneylands var fagnað með 30 klukku- stunda veisluhöldum 17. júlí síðastliðinn. Þrjúþúsundasti hver gestur vann bfl og þrjátíuþúsund blöðrur. Afmælisveislan hófst mínútu yfir miðnætti á því að hin vængj- aða fylgidís Péturs Pans sveif fram af tindi Matterhorns niður til fagnandi áhorfenda og glitrandi regnbogi birtist yfir Þyrnirósar- kastalanum í Fantasíulandi. „Þetta er stórkostlegt," sagði Greg Larson, ellefu ára, og kvaðst móðir hans hafa fylgst með Disneylandi frá upphafi: „Ég sá appelsínutrén felld og hallirnar rísa.“ Dagurinn var Michael Schwartner og frænku hans, Christine Vess, sérstaklega minnisstæður. Þau voru fyrstu börnin til að heimsækja lysti- garðinn þegar hann var opnað- ur 1955 og þau komu aftur í afmælið. „Disneyland hefur aldrei verið betra," sagði Michael. »Ég var sjö ára, rétt nógu gamall til þess að muna eftir opnuninni fyrir þrjátíu árum. Walt Disney tók mig á hné sér og spurði mig hvort ég gæti hreyft eyrun. Þegar hann tal- aði við mig stafaði af honum slíkri hlýju að aðrir viðstaddir hurfu í skuggann." Walt Disney opnaði kynja- ríki sitt 17. júlí 1955 og bauð þar upp á nýstárlega skemmt- un fyrir alla fjölskylduna. Walt Disney ásamt tveimur fyrstu gestum Disneylands, Michael Schwartncr og Christine Watkins. Suður-Kórea: Níu stjórnar- andstæðingar handteknir Seoul, Suður-Kóreu, 23. júlí. AP. NÍU stjórnarandstæðingar voru handteknir í dag í Suður-Kóreu fyrir að standa að útgáfu ólöglegs tíma- rits. Er talið að handtakan sé liður í herferð stjórnvalda gegn stjórnar- andstæðingum, en hún hefur stað- ið síðustu tvo mánuði, eða frá því að nokkrir námsmenn tóku Bandaríska bókasafnið í landinu herskildi í maí. Hafa nú um 84 manns verið handtekin undanfarna tvo mánuði vegna stjórnmálaskoðana sinna. Eðlisfræðing- ur flýr A-Þýzaland Bonn. 23. júlí. AP. Austur-þýzkur eðlisfræðingur, Peter Adler, sem starfar við Alþjóða- kjarnorkustofnunina í Vínarborg, hefur beðið um pólitískt hæli í Vestur-Þýzkalandi, að sögn þýzka blaðsins Bild. Blaðið segir Adler hafa flúið til Vestur-Þýzkalands fyrr í þessum mánuði ásamt konu sinni og syni. Hann var félagi í austur-þýzku vísindaakademíunni. Segir blaðið embættismenn staðfesta í einka- samtölum, að flóttinn hafi átt sér stað. Verður Dobrynin látinn víkja? New Vork, 22. júlf. AP. SAMKVÆMT skýrslu, sem opinber- uð var í dag, hefur stjórn ísraels skýrt Bandaríkjamönnum frá því að hugsanlegt sé að Anatoly F. Dobryn- in, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, verði látinn vfkja innan. Eftir heimildum bandaríska dagblaðsins The New York Times að dæma mun sendiherra Sovét- ríkjanna í Frakklandi, Yuli M. Vorontsov, taka við stöðu Dobryn- ins. Bandarískir embættismenn sögðu að þetta hefði komið fram í viðræðum Vorontsov og sendi- herra ísraels í Frakklandi, Ovadia Sofer, fyrir nokkru. Malaýsíumenn loka landamærum með múr Kuala Lumpur, 23. júlf. AP. Malaysíumenn ætla að loka landamærum sínum og Thailands í orðsins fyllstu merkingu, með gaddavírsgirðingum og steinveggj- um, að sögn inaanríkisráðherra landsins. Ástæðan fyrir þvi að landamær- unum verður lokað með þessum hætti er að hryðjuverkamenn kommúnista í Thaiiandi hafa leit- að skjóls í Malaysíu. Nú mun ætl- unin að koma í veg fyrir að þeir hreiðri um sig þar. Einnig er ætl- unin að stöðva smygl á eiturlyfj- um og vopnum frá Thailandi. Landamæri Malaysíu og Thai- lands eru 600 kílómetra löng. Yfir- völd í Thailandi hafa samþykkt lokun landamæranna með þessum hætti. Veggurinn verður 5 metra hár. Bandaríkin: Kvikmyndir með raunveru- legum morðum vinsælastar Detroit, 18. júlí. AF. Kvikmyndirnar „Andlit dauðans I og 11“ og aðrar, sem sýna raun- veruleg morö og slátrun dýra, veröa sífellt vinsælli á mynd- bandamarkaðinum í Banda- ríkjunum, að sögn þeirra sem sjá um dreifingu kvikmyndanna til myndbandaleiga. „Þetta er hræðilegt," sagði Dennis Peters hjá einni stærstu myrtdbandaleigukeðjunni í Bandaríkjunum. Peters sagði að eftirspurn eftir kvikmyndum sem „Andlitum dauðans" væri ótrúleg og hefði slegið öll fyrri met. „Fólk vill sjá blóðsúthellingar og slíkt,“ sagði Peters. Þessar myndir eru samt ekki eins og venjulegar hryllingsmyndir, þvi fyrir framan myndavélarnar eru framin raunveruleg morð. „Þetta eru í raun heimildar- myndir sem sýna raunverulega atburði," sagði Jeff Robinson, framkvæmdarstjóri einnar myndbandaleigu í Detroit. „Þar eru sýndir atburðir sem eiga sér stað í raunveruleikanum, allt frá aftökum í rafmagnsstólum til sláturtíðar í sláturhúsum." Myndirnar sýna einnig aftök- ur hjá frumstæðum ættflokkum, sjálfsmorð, krufningar og slátr- un apa á veitingahúsi einu þar sem apaheilar eru aðalréttur hússins. Robinson sagði að myndbönd- in hyrfu af hillum leigunnar jafn óðum og hann setti nýjar til leigu. „Þetta komst bara í tísku," sagði hann. Jaffer Ali, aðaldreifingaraðili fyrir „Andlit dauðans I og 11“ sagði að myndirnar hefðu náð ótrúlegum vinsældum þrátt fyrir litla sem enga auglýsingu. Fyrir- tæki hans hefur nú þegar selt yfir 30.000 eintök af kvikmynd- unum. „Við eigum öll eftir að deyja og fólk er bara forvitið um dauð- ann,“ sagði Ali. Upphaflega kvikmyndin „And- lit dauðans" var framleidd í Bandaríkjunum fyrir mynd- bandamarkaðinn í Japan og hefðu vinsældir hennar þar leitt til sölu kvikmyndarinnar í Bandaríkj unum. Ali segist fá nokkuð af kvört- unum um morðin í myndunum, „en,“ segir hann, „það er oftar hringt í mig til að kvarta um meðferðina á dýrunum í mynd- unum en morðunum." ■ þú stígurgæfusporá neuga Hugmyndin að HEUGA gólfteppum í formi 50 x 50 cm flísa hefur marga kosti: ★ ENDINGIN MARGFÖLDUÐ, slitblettir óþarfir, flísarnarfluttar til innbyrðis. ★ Laghentir leggja þær sjálfir og færa húsgögnin til eftir hendinni. ★ Engar áhyggjur af blettum: flísin er tekin upp, færð til eða endurnýjuð. ★ Auðvelt að breyta og/eða bæta. ★ Fastlíming er óþörf. T.d. þessir völdu HEUGA: . I.B.M., SKÝRR, Gjaldheimtan, Husgagnahöllin. HEUGA hentar þér, eins og milljónum annarra um viða veröld. iFanix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.