Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bladburóarfólk óskast! Vesturbær Uthverfi Kópavogur Látraströnd Austurströnd Kvisthagi Alfheimar 4-30 Kópavogsbraut Alfheimar 17-42 Hraunbraut Alfheimar 43-54 Víöihvammur Seiöakvísl JltargmiiribiMto Um launakjör fiskvinnslufólks Ólafur Á. Kristjánsson skrifar: Mikið er nú rætt og ritað um léleg launakjör fiskvinnslufólks og flótta frá þeirri atvinnugrein, svo að til vandræða horfir. Meðal annars sem rætt er um til úrbóta er að komið verði á skatta- ívilnun, til að stöðva flóttann og övfa fólk til þátttöku í þessum þjóðarnauðsynlega atvinnuvegi. En sú hugmynd að skattalækk- un nái aðeins til þeirra, sem vinna 1700 vinnustundir á ári eða lengur nær ekki fyrirhuguðum tilgangi. Vitað er að við alla frystihúsa- vinnu starfar fólk í hlutastörfum, þá sérstaklega konur, sem sjá sér fært að vinna að þessum störfum hálfan daginn en ekki lengur. Þátttaka þessara kvenna ræður úrslitum með framleiðsluna í dag og hætt er við að þær settu sig ekki við lakari kjör í þessum efn- um, en þær sem vinna fullan vinnudag eða lengur. Hér yrðu all- ir að sitja við sama borð, hvort sem þeir vinna lengur eða skemur. Skattaafsláttur yrði að vera viss hundraðshluti af tekjum, sem fengist hafa fyrir vinnu við fisk- verkun, hverju nafni sem nefnist. Þannig mun þetta vera með skattaafslátt sjómanna. Þá er einnig rætt um kunnáttu þeirra sem að fiskvinnslu vinna og í því sambandi talað um námskeið sem fólk sæki, sem ætlar sér að vinna að þessum störfum. Hér er ábyggilega um góða hugmynd að ræða og að slíku námskeiði loknu fengi þetta fólk vottorð um þátt- töku sína, sem ætti að gefa því hærri laun en þeir hefðu sem ekki hafa sótt þessi námskeið. Sagt hefur verið að enginn sé neitt nema það sem hann hefur bréf uppá. Að sjálfsögðu yrði fólk, sem SÍS-lýðræði Sigurður skrifar: í minni sveit trúðu flestir á samvinnuhreyfinguna, sem heppi- legasta verslunar- og viðskipta- formið, og jafnvel var talað um ungmennafélags- og samvinnu- hreyfinguna í sama orðinu. Dönsk verslunareinokun var fólki enn í fersku minni. í seinni tíð hafa SÍS og kaupfé- lögin oft verið orðuð við ákveðin pólitísk öfl í þjóðfélaginu, en for- ráðamenn þeirra hafa ætíð svarið af sér slíkar aðdróttanir. Þangað væru menn úr öllum flokkum velkomnir. Þrátt fyrir efasemdir mínar um ópólitískt SÍS, varð ég undrandi, þegar ég frétti af uppsögn Júlíusar Kr. Valdimarssonar fram- kvæmdastjóra VMS úr starfi. unnið hefur árura saman við fisk- vinnslu, að fá pappír, sem jafn- gildi slíku vottorði og tekjur þess yrðu ekki minni. Við sífellt auknar kröfur um fiskgæði, væri sjálfsagt að frysti- húsin létu kunnáttumenn halda fyrirlestra í frystihúsunum í vinnutíma svona af og til, til þess að fræða fólk og övfa til sem allra bestrar vinnu við fiskvinnsluna. Hvernig má það gerast, að mjög hæfum og vel látnum starfsmanni, eins og Júlíus er að dómi þeirra sem til þekkja, er fyrirvaralaust sparkað eftir rúmlega 20 ára starf hjá fyrirtækinu? Er það kannski brottrekstrarsök hjá SÍS, ef starfsmaður hefur kjark til að standa við hugsjón sína um rétt- látara þjóðfélag? Sem félagsmaður í KRON skora ég á alla raunverulega samvinn- umenn, að mótmæla slíkum geð- þóttavinnubrögöum, eins og upp- sögn Júlíusar, og láta alla SlS- kóngana, bæði smáa og stóra, vita það að fyrirtæki Sambandsins eru ekki þeirra einkaeign, heldur eign allra félagsmanna jafnt. Karlremba á ljóðlistarhátíð Messína Tómasdóttir skrifar: Þegar ég las um fyrirhugaða norræna ljóðlistarhátíð í Reykja- vík í haust sló það mig, að í 10 manna undirbúningsnefnd skyldi engin kona eiga sæti. Þó gekk fyrst fram af mér, þegar talin voru upp þau 27 ljóðskáld sem skyldi kynna, þar af 6 íslensk, en af þeim 27 voru aðeins 2 konur, önnur dönsk en hin samísk, sem sagt enginn fulltrúi íslenskra skáldkvenna. Víst er, að ef þessi hátíð vekur athygli í Reykjavík sem háborg ljóðlistar, þá vekur hún líka at- hygli á henni sem háborg karl- rembu. irnar og geta þau auðveldlega valdið slysi í rökkri ef ekki er klippt af þeim. I fyrra kom það fyrir mig að ég meiddi mig á þessu er ég var á gangi þar sem trén sköguðu langt fram á gangstétt. Maður getur rekið sig illilega á þetta er skyggja tekur. Eru Vestfirðir týndir? Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Fyrirspurn til veðurfræðinga sjónvarpsins: Eru Vestfirðir týndir? Undan- farið í veðurfregnum sjónvarpsins er eingöngu minnst á veður á Norðurlandi, Norðausturlandi, Suðausturlandi og Suðvesturlandi, en aldrei á aðra hluta af landinu. Ég hef tekið eftir þessu oft nú upp á síðkastið. Því er lækurinn þurr? Magnús Kristjánsson hringdi: Ég vil koma á framfæri kvörtun til réttra yfirvalda yfir því að heiti lækurinn í Nauthólsvík skuli hafa verið þurr í allt sumar. Ég veit að ég mæli hér fyrir munn margs eldra fólks sem sótt hefur mikið í lækinn, því hann hefur reynst því sannkallaður heilsubrunnur. Ég segi fyrir mig að ég hef náð úr mér allri gigt með því að stunda böð í læknum og hef ekki þurft til gigt- læknis síðan ég byrjaði á því. Sér- staklega er gott að sitja með axl- irnar undir heitu bununni efst í „Læragjánni". Núna hefur þessi heilsubrunnur verið þurr í að minnsta kosti sex vikur, nema einn einasta dag um daginn. Er ekki hægt að hleypa vatninu á aft- ur svo við sem farin erum að eld- ast getum aftur farið að sækja okkur heilsubót á þennan ágæta stað? Stórútsala á öllum efnum, bútum 10°/o—50% afsláttur Einnig 10% afsláttur á öllum vörum í búðinni. Svo sem varmalökun- um vinsaelu, rúmfötum, dúkum, snyrti- vörum o.fl. Vefnaðarvöruverslunin, Laugavegi 26, Reykjavík. S. 14974. STANDAR SLÁR OG HENGJUR SOKKAHENGJUR SLÆÐUKLEMMUR AFGREIÐSLUBORÐ og margt fleira til' afgreiðslu af lager ÞRÍGRIP HF. SKÚLATÚNI 6, SÍMAR 29840 OG 29855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.