Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 Um Lima-skýrsluna, Prestastefnu og sam- kirkjulega hreyfingu — éftir Jón Habets Að undanförnu hefur Morgun- blaðið birt nokkrar greinar um hina svonefndu Lima-skýrslu. Hún er ávöxtur af margra ára vinnu all- margra guðfræðinga af ýmsum kirkjudeildum og fjallar um skírn, altarissakramenti og þjónustu presta í kirkjunni. Hugmyndin með útgáfu þessarar skýrslu er að heyra viðbrögð kirkjudeildanna og komast þannig að niðurstöðum um sameig- inleg trúaratriði ef það mætti verða til að binda enda á skiptingu þeirra í trúnni, sem heiðnum mönnum virðist bera kristninni miður gott vitni. Mér virðist sú spurning eiga rétt á sér hvort samkirkjuleg starfsemi hafi jafnmikla þýðingu fyrir Norð- urlandaþjóðir og aðrar kristnar þjóðir. Ég er ekki sérfræðingur í . þessum málum, en leyfi mér þó að láta álit mitt í ljós. Ég er kaþólskur prestur og tel mig vita ýmislegt um kaþólska trú og hef ennfremur gert mér far um að kynna mér nokkuð kenningar Lúters og trú fylgjenda hans. Því ber ég fram spurninguna: Er samkirkjulegt starf mikilvaegt fyrir Norðurlandaþjóðir, fyrir Is- lendinga? Ef til vill má segja, að svo hafi ekki verið fyrir síðari heimsstyrjöld. Þá voru kjör íslendinga fremur bágborin, og fátæk þjóð sem ies biblíu sína, biður og hefur sína presta er tengd Guði. En í kjölfar stríðsins komu velmegun, mammon og allar afleiðingar heimshyggjunn- ar. Auðæfum fylgja oft, eins og við vitum, freistingar og spilling. í stuttu máli sagt: Eftir mínum kynn- um af lúthersku hefur hún ekki þann innri kraft til að bera sem þarf til að standast þar á móti. Lúthersk- una skortir burðarás kristninnar, þar sem hún gætir ekki nægjanlega fyrirmæla Krists er hann sagði: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið ekki blóð hans, hafið þér ekki lífið í yður“ (Jóh. 6,53). Lúth- erskan viðurkennir aðeins tvö sakramenti og sinnir öðru þeirra lít- ið. Hana skortir hið mikilvæga sakrament iðrunarinnar (skriftir), yfirbót er í engum hávegum höfð, því síður meinlæti eða kenningin um góðverk að ekki sé talað um það að helga sig Guði í klausturlífi. Lúther, sem sjálfur var munkur, braut heit sín og kvæntist nunnu. Um heilaga menn og konur er þagað og hvatning Guðs í Biblíunni: Verið heilagir, því ég er heilagur, er að engu höfð. Ekki á að nefna boðorð, aðeins „trú“. Grein Heimis Steinssonar: „Það rúmast allir," sem nýlega birtist í Morgunblaðinu, er afar lúthersk að þessu tilliti en miður biblíuleg. Hann telur boðorð kross, sem mönnum líki ekki við. En Jesús sagði: „Ef þú vilt ganga inn til lífs- ins, þá haltu boðorðin" (Matt. 19,17) og ennfremur „Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður" (Matt. 10,38). Og Páll post- uli segir: „Ég ásetti mér að vita ekk- ert á meðal yðar nema Jesú Krist og hann krossfestan" (1 Kor 2,2). Ef lútherskir menn vilja ekki fást við „boðorð og góð verk“ er það trú, sem er eins „dauð og líkaminn án anda“ eins og Jakob postuli kemst að orði (Jak. 2,26). En hafa lútherskir menn þá að minnsta kosti sanna útskýringu á Heilagri ritningu? Jesús sagði ekki við Lúther: „Sá, sem á yður hlýðir, hlýðir á mig, og sá sem yður hafnar, hafnar mér“ (Lúk. 10,16), hann sagði ekki heldur við Lúther: „Þú ert Pét- ur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himna- ríkis" (Matt. 16,18), en allt þetta sagði hann við Pétur og frá fyrstu tíð var kristnum mönnum ljóst, að Pétur hlyti að eiga sér eftirmann, og hver skyldi það vera annar en eftir- maður hans á biskupsstóli í Róm? En veitir Guð þá kristnum mönnum utan hinnar kaþólsku kirkju náð sína og hjálp? Kaþólska kirkjan álítur að svo muni vera ef menn eru í góðri trú, þannig mega jafnvel heiðingjar vænta freisunar. Þá kemur fram sú spurning, hvort dæma megi íslendinga eftir lúth- erskri kenningu? Mér virðist, að þeir muni fremur fáfróðir um kenn- ingar sinnar eigin kirkju. Þeir lesa sína biblíu ef þeir á annað borð skeyta nokkuð um trúmál. Það kann að virðast framandlegt, en ég tel að sýna mætti fram á að jafnvel Lúth- er sjálfur hafi hagað lífi sínu meira eftir Biblíunni, jafnvel kaþólskri kenningu, en samkvæmt þeim skoð- unum, sem hann varð upphafsmað- ur að. Hér á ég t.d. við þá virðingu sem hann sýndi hinu heilaga altarissakramenti og mat hans á skriftum allt til síðasta dags. Og hver var frjálslyndari og stórlynd- ari en hann? Hann lagði einnig áherslu á góð verk í sínu eigin lifi. En þó svo að þessu hafi þannig verið varið, þá má segja, að við misnotum frjálslyndi og stórlyndi Guðs ef við höfnum náð samkirkjulegs starfs og virðum ekki bæn Jesú fyrir einingu. „Þeir séu eitt, eins og vér erum eitt, ég í þeim, og þú í mér ...“ (Jóh. 17,22). Ég óttast, að lútherska kirkj- an á Islandi muni fara varhluta af styrkri og nauðsynlegri handleiðslu og leiðbeiningu, ef hún reynir ekki að nálgast uppsprettulindir náðar og upplýsingar móðurkirkjunnar i samkirkjulegu starfi, einkum í sam- bandi við sakramentin. Nýlega mátti fylgjast með því hversu mik- ilvæg heimsókn og leiðbeiningar páfans voru fyrir kirkjuna í Hol- landi. Þar var sungið: „Styrk þú bræður þína“ (Lúk. 22,32). Hefur nokkur lúthcrskur biskup umboð til að gera það? Lúther sjálfur sagði: „Sérhver skírður maður er páfi.“ Það var hlutverk nýafstaðinnar prestastefnu að ræða hina sam- kirkjulegu Lima-skýrslu. Mér virð- ist augijóst, að þar kom enginn raunverulegur áhugi á samkirkju- legu starfi fram, og það er uggvekj- andi, því ísland þarfnast þess. Mér virðist þetta áhugaleysi koma skýrt fram í rangtúlkun og misnotkun hins sígilda texta „svo að þeir séu eitt, eins og vér erum eitt, ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt...“ (Jóh 17,22). í textanum er talað um al- Séra Jón Habets „Það var hlutverk ný- afstaðinnar prestastefnu að ræða hina samkirkju- legu Lima-skýrslu. Mér virðist augljóst, að þar kom enginn raunveru- legur áhugi á sam- kirkjulegu starfi fram, og það er uggvekjandi, því ísland þarfnast þess.“ gera einingu. Þýðir þetta algera eðliseiningu eins og þá, sem Jesús hafði við Föðurinn, hinn eina sanna Guð? Hún er okkur ekki möguleg. Þýðir það einingu í helgisiðum, bænum eða málfari? Alls ekki, því innan rómversk-kaþólsku kirkjunn- ar eru til mismunandi helgisiðir. En í hverju er þá einingin fólgin? Að minnsta kosti í innihaldi trúarinn- ar. Það er mismunandi innihald trú- arinnar sem sundrar. Jesús notar um þessa einingu líkinguna af vín- viðnum og greinunum (Jóh. 15,1—6). Páll notar líkingu af líkamanum (1 Kor. 10,17): „Vér hinir mörgu erum einn líkami." Við vitum að Pétur og Páll vara við sundrungu (1 Kor 3,3.4) og (2 Pét. 2,1): „Eins munu falskennendur líka verða á meðal yðar, er smeygja munu inn háska- legum villukenningum.“ Af þessu má draga eftirfarandi ályktun: Jes- ús biður þess að við séum eitt f trúnni, að innihald trúarinnar sé eitt og hið sama. Þá má spyrja hvernig presta- stefna hafi notað þennan texta. Augljóst bænarefni Jesú er látið lönd og leið, textinn er misnotaður til að finna afsökun fyrir sundrung- unni með því að benda á að þar standi ekki: „Þeir séu eins“. Sú niðurstaða er ekkert annað en af- sökun: Það er alls ekki nauðsynlegt að við séum allir eins. Þannig er krafan um einingu í trúnni bæld niður og samviskan friðuð og í sömu andrá gengið frá samkirkjulegum hugsjónum. Þetta er álit mitt á niðurstöðum prestastefnunnar. Lútherskir prestar og þátttakendur prestastefnu munu vita eins vel og ég, hver það var, sem með undan- brögðum breytti kröfum áðurnefnds texta í afsökun fyrir sundrung- unni... Orðrétt sagði einn prest- anna: „Kristur vildi að við værum öll eitt en ekki öll eins.“ Annar sagði jafnvel: „Hver veit hver eru raun- verulega fræði Guðs? Þetta er dæmigerð lúthersk kenning og það er rökrétt niðurstaða ef öllu kenni- valdi er afneitað og hver maður er sinn eigin páfi. Þetta minnir á spurningu Pílatusar: „Hvað er sann- leikur?" Af þessu má draga þá ályktun, að kirkjunni sé það um megn að segja til um og túlka inni- hald trúarinnar. En hvers virði eru þá orð Páls til Tímóteusar: „Varð- veit það, sem þér er trúað fyrir, og forðast mótsagnir hinnar rang- nefndu þekkingar sem nokkrir hafa játast undir og orðið frávillingar í trúnni." I áðurnefndri grein séra Heimis Steinssonar tekst mér heldur ekki að koma auga á umhyggju fyrir samkirkjulegri einingu í trúnni. Fyrirsögnin segir sitt: „Það rúmast allir“. Og um Lima-skýrsluna segir hann: „í raun og veru komumst við hreint ekki svo skammt." Er hann ekki heldur bjartsýnn þegar hvorki hann né aðrir sýna nokkurn raun- verulegan áhuga á samkirkjulegu starfi? Hann hvetur einungis til „trúar". Hver er þá ástæðan fyrir þessu? Skortir ef til vill kærleika? Okkur mun ekki takast að taka bæn Jesú alvarlega nema kærleikur okkar til hans aukist. Kærleikur er undir- staða samkirkjulegrar starfsemi. Við skulum vona, að við þurfum aldrei aö hlýða á orð engilsins í Opinberun Jóhannesar, sem hann mælti til safnaðarins í Laódíkeu (Opinb. 3,16): „... af því að þú ert hálfvolgur og hvorki heitur né kald- ur, mun ég skyrpa þér út af munni mínum.“ Þessi varnaðarorð gilda fyrir okkur öll, undantekningar- laust. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna J Meinatæknar Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins óskar aö ráöa meinatækni til starfa viö júgurbólgu- rannsóknir. Uppl. á staönum. Rannsóknastofamjólkuriönaöarins, Laugavegi 162, Brautarholtsmegin. Gott framtíðarstarf 21 árs gömul stúlka óskar eftir góöri framtíöarvinnu. Er reglusöm og stundvís. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 51816. Bakari óskast Vantar bakara til afleysinga út á land. Framtíö- arvinna kemur einnig til greina. Nánari upplýsingar í síma 94-4400. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði óskast Ca. 150 fm húsnæöi óskast undir þjónustufyr- irtæki. Upplýsingar í síma 687972 eftir kl. 8.30 á kvöldin. íbúö óskast Höfum verið beðnir aö útvega á leigu fyrir einn umbjóðanda vorn rúmgóöa 5 herb. íbúö eöa raöhús í Reykjavík, helst í Háaleitishverfi. Fyrirframgreiösla. Upplýsingar á skrifstofu vorri í síma 53590. Ingvar Björnsson hdl., Pétur Kjerúlf hdl., Strandgötu 21, Hafnarfiröi. Járniðnaðarvélar Til sölu notaöar járniönaöarvélar. Fræsari, rennibekkur, snittvél, vökvapressa, plötu- klippur, kantpressa, smerglar, vökvatein- klippur, punktsuöuvél. Einnig ventla- og ventlasætaslípivélar o.fl. Kistill, Smiöjuvegi E 30. Sími 79780. húsnæöi óskast Iðnaðarhúsnæði eöageymsluhúsnæöi óskast sem fyrst fyrir léttan iðnað. Æskileg stærö ca. 30 fm og aö húsnæöiö sé á jaröhæö. Uppl. í síma 10816 e. kl. 19.00. Sérbýli óskast Einbýlishús eöa raöhús óskast á leigu, helst í Hafnarfiröi eða Garöabæ. Tilboö leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 1. ágúst merkt: „Sérbýli — 2517“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.