Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 45 Fröken handa frakkaliðinu þekkt til ofangreindra manna, tekur undir ummæli ráðherra, heldur þvert á móti fordæmir þau og fyrirlítur. Enda eru hér full- komin öfugmæli viðhöfð. Mönnum þessum var ekkert fjær en taka að sér störf og sofa „meðvitundarlitl- ir“ á verðinum. Alveg sérstaklega finnst mér þetta óviðeigandi um látna öndvegismenn. MikiII álitshnekkir Ég bjóst við ýmsu góðu af ráð- herradómi Sverris Hermannsson- ar og hafði á honum talsverðar mætur. Vonbrigði mín eru því mikil. Á 27 ára starfstímabili SR hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst allra flokka haft með for- ræði verksmiðjunnar að gera. Engum ráðherra flokksins hefur áður komið til hugar að breyta eignarformi verksmiðjunnar. Hér var því brotið blað í sögu flokksins og hin svonefnda frjálshyggja leidd til öndvegis. Nú skyldi fjár- magnið og arður þess taka að sér stjórn verksmiðjunnar. Fyrst 20% og síðan var rætt um þann mögu- leika að auka þetta hlutfall. Þá brast boginn. Frumvarpið féll á jöfnum atkvæðum, 9:9. Eftirmálinn Daginn eftir að frumvarpið var fellt lætur iðnaðarráðherra dólgslega í blaðaviðtölum. Segir m.a., að Framsóknarflokkurinn hafi svikið í málinu og lætur skína í hefndir. Hinsvegar vildi svo skemmtilega til, að það var at- kvæði sjálfstæðismanns, sem réð úrslitum, en á það minnist hann ekki. Hvað veldur? Skörin er farin að færast upp í bekkinn, ef ætlast er til þess, að þingmenn Framsóknarflokksins séu svo geðlausir að láta teyma sig til atkvæðagreiðslu með málum frá ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins, sem eru svo slæm, að þing- menn hans frábiðja sér þau. Öll framkoma Sverris Her- mannssonar í máli þessu er með endemum. Hann tefldi djarft og tapaði. Meðal flestra lýðræðis- þjóða hefði ráðherra sagt af sér undir slíkum kringumstæðum. Þetta var vantraust Alþingis á hann. Lágmarkið er að hann biðji kjósendur sína, Sjálfstæðisflokk- inn og ríkisstjórnina — sem hann hefur orðið til vansæmdar — af- sökunar á ummælum sínum um stjórnarmenn SR — lífs og liðna — og aðför sína almennt gegn verksmiðjunni. Dýrmæt eign þjóöarinnar Áhlaupinu á SR er hrundið. Margir geta ýmislegt af því lært — ekki síst Sjálfstæðisflokkurinn. Þjóðin öll er reynsliurai ríkari. Það er henni mikiö öryggismál að eiga slíkt fyrirtæki, sem veitir 170—180 mönnum atvinnu og framleiðir 120 þús. tonn af sem- enti, sem stenst samanburð við hvaða sement sem er um verð og gæði. Skuldir verksmiðjunnar nú eru um kr. 153 millj. en ný verksmiðja af þessari stærð er talin kosta kr. 1—1% milljarð. Verksmiðjan er því nytsöm og dýrmæt sameign þjóðarinnar og staða hennar sterk, hvernig sem á hana er litið. Mér finnst að þjóðin eigi að vita þetta og hún megi vera stolt af þessari eign sirini og því öryggi, sem hún veitir í sambandi við byggingariðnaðinn. Þjóðin á vonandi eftir að gera margar varanlegar byggingar úr steinsteypu á næstu árum — bæði stórar og smáar — því þörfin er mikil. Ennfremur að steypa hafn- ir, götur, þjóðvegi og orkuver. Verkefnin blasa alls staðar við og reynir þá á dugnað og framsækni þjóðarinnar, svo málin þokist áfram. I næstu grein verður rætt um „afrek" núverandi stjórnar SR og afskipti Sverris Hermannssonar af málefnum verksmiðjunnar fyrr og síðar. Höfundur er fyrrrerandi bæjar- stjórí á Akranesi og bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann á sæti í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins. Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Djöfuliinn í fröken Jónu — The Devil in Miss Jones ☆ Bandarísk. Árgeró 1982. Handrit og leikstjórn: Henri Trenchard. Aðalhlutverk: Georgina Spelvin. Jæja, þá er komin ein „djörf“ fyrir frakkaliðið. Af einhverjum ástæðum hefur verið lítið um „djarfar" í bíóunum undanfarin ár, hvað sem veldur. Kannski er búið að innlima alla „dirfskuna" í venjulegar bíómyndir, þ.e.a.s. þá dirfsku sem gildandi löggjöf um klám leyfir. Þessi mynd verður illilega fyrir barðinu á þeirri löggjöf. Hún er framhald einnar fræg- ustu klámmyndarinnar sem af- nám klámákvæðanna í banda- rískri löggjöf gat af sér fyrir áratug eða svo. Sú mynd, The Devil in Miss Jones, þótti allvel gerð miðað við aðstæður og gerði aðalleikkonuna, Georgina Spelv- in, að drottningu amerísks kláms. Annar hlutinn sem hér er nú sýndur í Laugarásbíói er með alla fagvinnu í sæmilegu lagi, nokkuð glúrinn húmor og Spelv- in er á sínum stað í byrjun myndarinnar. Hún leikur fröken Jones sem komin er til helvítis, en það er í myndinni rauðlyst, fallísk leikmynd með reykmask- ínu á bakvið. Kölski refsar gest- um sinum með því að ota þeim útí stöðugt kynsvall sem er þeim takmörkunum háð að fullnæging er bönnuð. Fröken Jones sem er orkumikil kona neytir allra bragða til að brjóta þetta bann, m.a.s. notast við nefið á aum- ingja Cyrano de Bergerac sem af einhverjum ástæðum hefur hafnað í neðra. Hagur hennar vænkast þegar kölski sjálfur, sem er smámæltur tittur, fellur fyrir henni og hún fær í staðinn fyrir þjónustu sína nýja jarðvist og lendir þá í að flakka á milli kvenlíkama. Þar með er Georg- ina Spelvin úr sögunni. Mynd þessi hingað komin rétt nær því að mjakast yfir klukku- tíma á lengd. Hún er venjuleg klámmynd sem ekki fær að vera það fyrir skærum siðgæðiseftir- litsins. Hið raunverulega mynd- efni hennar hefur verið burt numið. Eftir standa nokkur stór brjóst og slatti af rössum. Ef til vill geta þeir leikmunir glatt ein- hverja og við þá er bara eitt að segja: Veskú. Vanirmenn Thermopane menn hafa staðíð. lengst allra í sölu eínangrunarglers á íslandi. Og hín frábæra reynsla af glerinu er orðin meira en 30 ára löng. Suöa og líming sitt er nvað Frá upphafi hefur hið dæmigerða Thermopane gler verið soðið á millilistann, en ekki límt. Á því byggjast hin sérstæðu gæði framleiðslu okkar. % Og ekki þarftu ♦ aoþrefalda Thermoplus Comfort er tvöfalt einangrunargler sem einangrar betur en venjulegt þrefalt gler. Lhenmop. Glerverksmiðjan Esja hf., Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. ane Gylmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.