Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985 43 — eftir Magníis Sigurðsson Félag Álftfirðinga og Seyðfirð- inga vestra efndi til hópferðar til Súðavíkur dagana 14. til 17. júní sl. Lagt var af stað frá Umferðar- miðstöðinni í Reykjavík föstudag- inn 14. júní, klukkan 8.00 árdegis, í björtu og góðu veðri, sem fylgdi okkur síðan allt ferðalagið til enda í fjóra daga. Leiðin lá um Vestur- landsveg fyrir Hvalfjörð. Á Akra- nesvegamótum bættist fríður flokkur í hópinn. Nú var haldið áfram í Borgarnes og stoppað þar smástund. Aftur var lagt af stað upp Borgarfjörð og yfir Holta- vörðuheiði að Brú í Hrútafirði, en þar var stoppað örlítið. Nú var ek- ið út strandir að Hólmavík og þar stansað smástund. Frá Hólmavík var ekið fram Staðardal og yfir Steingrímsfjarðarheiði niður Langadal og að Arngerðareyri, síðan fyrir ísafjörð og yfir í Mjóa- fjörð að Djúpmannabúð, þar var einnig smástopp. Gnnþá var lagt af stað og nú í siðasta áfangann til Súðavíkur. Ekið var framhjá Ögri fyrir Skötufjörð og Hestfjörð og niður í botn Seyðisfjarðar, síðan út með firðinum að Eyri. Þar höfðu marg- ir, sem í hópnum voru, fermst á sínum tíma. Var nú gengið í kirkju, höfð þar hljóð stund og sunginn sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni". Og nú var lagt af stað i síðasta spölinn með smástoppi á Kambsneshálsi. Þar er eitthvert mesta og fegursta útsýni sem hægt er að fá yfir ísafjarðardjúp. Þaðan blasir allur Álftafjörðurinn við sjónum manna og Súðavík og Kofrinn hinum megin við fjörðinn beint á móti. Svo var ekið inn Sjötúnahlíð, fram hjá Hattareyri, Meiri- og Minni-Hattardal, fyrir botninn, fram hjá Seljalandi, Svarfhóli, Svarthamri, Dverga- steini, Hlíðarbæjunum, Langeyri og út í hinn langþráða stað Súða- vík. Klukkan var nú rétt að verða 8.00 að kvöldi og höfðum við því verið 12 klukkustundir á leiðinni og ekið 532 kílómetra samtals. Þegar til Súðavíkur kom var tekið á móti okkur með svo mikl- um myndar- og rausnarskap að því verður ekki með orðum lýst, fánar voru við hún á hverri stöng og veizlukvöldverður sem beið okkar í matsal Hraðfrystihússins Frosta hf. Að kvöldverði loknum var svo öllum fylgt til þeirra staða sem þeir áttu að dvelja á meðan á heimsókninni stóð. Allir voru kát- ir og hressir eftir góðan dag. Laugardagurinn 15. júní rann upp bjartur og fagur. Hvert sem litið var sást fólk í hópum á göngu um þorpið, voru menn að skoða fornar slóðir og heilsa gömlum vinum og kunningjum. Þannig leið morguninn fram til hádegis, en þá tóku allir stefnu á Frosta hf. Þar beið okkar hádegismatur í boði heimamanna. Að hádegisverði loknum var farið í ferðalag til Bol- ungarvíkur, en þangað vorum við boðin af burtfluttum Seyðfirðing- um, sem nú eru búsettir þar. Til Bolungarvíkur komum við klukk- an 3.00 og var ekið beint að Fé- lagsheimilinu og þar var tekið á móti okkur af miklum myndar- skap og hlýhug. Okkar biðu miklar og rausnarlegar veitingar, sem strax var sezt að, einnig voru skemmtiatriði: söngur, ræðuhöld og harmónikkumúsik, svona til að krydda þetta allt með. Var þetta ailt mjög svo ánægjulegt. Klukkan 5.00 var svo aftur haldið til Súða- víkur með smáviðkomu á ísafirði. Klukkan 8.00 um kvöldið var svo skemmtun í samkomuhúsinu, sem hófst með kaffidrykkju, síðan voru ýmis skemmtiatriði, ræðu- höld og að lokum stiginn dans til klukkan 3.00 um nóttina. Allt tókst þetta með ágætum vel og fólk var mjög svo ánægt með dag- inn. Sunnudagurinn 16. júní rann einnig upp bjartur og fagur eins og laugardagurinn, og nú endur- tók sig sama sagan frá deginum áður, fólk gekk um götur þorpsins í stórum hópum og heilsaði upp á vini og kunningja. Klukkan 11.00 var guðsþjónusta í Súðavíkur- kirkju. Sr. Jakob Hjálmarsson, sóknarprestur messaði og kirkju- kór staðarins söng. Að messu lok- inni afhenti Haukur Helgason, skólastjóri, smá minningargjöf frá okkar nýstofnaða átthagafé- lagi, áletraðan silfurskjöld í ramma. Sagðist honum mjög vel, eins og vænta mátti af hans hendi. Sóknarprestur þakkaði gjöfina. Kirkjan var að sjálfsögðu þéttset- in, hvert einasta sæti skipað og aukastólar settir upp. Klukkan var nú orðin 12.00 og ennþá lá leið- in í Frosta hf., þar sem okkar beið veizluhádegisverður í boði heima- manna. Kiwanisklúbburinn Básar á ísa- firði fór þennan sunnudag í sína árlegu skemmtiferð með ellilífeyr- isþega frá ísafirði inn í Æðey. Voru þeir svo vinsamlegir að bjóða þeim sem vildu úr okkar hópi að koma með í þessa ferð. Milli 30 og 40 manns þáðu þeirra góða boð. Rétt um klukkan 2.00 kom svo Fagranesið frá ísafirði og sótti okkur. Var nú lagt af stað til Æðeyjar og komum við þangað klukkan 3.00. Þar var lagzt að bryggju og farið í land. Þegar í land kom var gengið um eyjuna og hún skoðuð, síðan var haldið heim að íbúðarhúsinu. Þar biðu okkar miklar og ágætar veitingar þeirra kiwanismanna frá tsafirði. í Æðey var dvalist til klukkan 7.00, en þá lögðum við af stað heim á leið. Til Súðavíkur kom- um við svo klukkan 8.00 um kvöld- ið. Þar kvöddum við þá kiwanis- menn og hópinn, sem með þeim var og þökkuðum fyrir okkur. Nú var runnið upp síðasta kvöldið í Súðavík að þessu sinni og var það notað til enn frekari heim- sókna og svo til þess að kveðja og þakka fyrir allar þær stórkostlegu og höfðinglegu móttökur, sem við höfðum notið í svo ríkum mæli hjá öllum heimamönnum, hvar sem við komum. Mánudagurinn 17. júní rann einnig upp bjartur og fagur eins og hinir dagarnir. Klukkan hálf átta um morguninn byrjuðu hinir ágætu bílstjórar að smala saman fólkinu og skyldi nú lagt af stað heimleiðis kl. 8.00. Að sjálfsögðu skyldi burtfararstaður okkar úr Skálholtsstaður er vel verður heimsóknar. Þar er víðsýnt og helgi staðarins gagntekur hugann auk þess sem þar eru sögulegar minjar sem draga að sér ferðafólk. f Skál- holti hefur um þriggja ára skeið ver- ið rekið sumarhótel til að þjónusta þá sem leggja leið sína að Skálholti og vilja staldra þar við á ferð sinni. f sumarhótelinu eru 10 herbergi leigð út. Að sögn Kristjáns Krist- jánssonar hótelstjóra hefur að- sóknin ekki verið sérlega góð það sem af er sumri en samt í lagi rekstrarins vegna. Hann sagði ferðaskrifstofur koma að Skál- holti með hópa sem hefðu viðdvöl í Súðavík vera frá Frosta hf. Þar var þá mættur stór hópur heima- manna með sveitarstjórann, Stein Kjartansson, í broddi fylkingar til þess að kveðja okkur. Að kveðju- athöfn lokinni var lagt af stað klukkan 5 minútur gengin í níu. Skyldi nú farin önnur leið til baka, hin svokallaða vestari leið. Nú var ekið út Súðavíkurhlíð í gegnum fyrstu jarðgöng á íslandi, fyrir Arnarnes og inn Kirkjubólshlíð, fram hjá flugvelli þeirra ísfirð- inga, fyrir botn Skutulsfjarðar og lagt á fyrstu stóru heiðina á leið- inni, Breiðadalsheiði, sem er 610 metrar yfir sjó og síðan niður í Onundarfjörð. Þar var ekið yfir nýja brú, sem liggur yfir fjörðinn skammt frá þeim stað, sem komið er niður af Breiðadalsheiði. Næst var lagt á Gemlufallsheiði, sem er mun lægri, eða aðeins 283 metrar yfir sjó. Nú erum við komin í Dýrafjörð og ökum sem leið liggur inn með firðinum, fyrir botn hans og síðan út hinum megin að Þing- eyri. Næst er lagt á þriðju heiðina, Hrafnseyrarheiði, sem er 552 metrar yfir sjó og þá erum við komin í Arnarfjörðinn. Áfram er ekið að Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta. Á Hrafnseyri var staðnæmst í 40 mínútur, en síðan haldið af stað aftur inn með Arnarfirði, fyrir botn hans, fram hjá Fjallfossi (Dynjanda) og síðan yfir Dynj- andisheiði, sem er 500 metrar yfir sjó, Hornatær, og að lokum niður í Vatnsfjörð að Flókalundi. Nú var klukkan orðin 12.00 á hádegi og hér beið okkar heitur hádegisverð- ur, sem pantaður hafði verið fyrir allan hópinn með góðum fyrir- vara. í Flókalundi var rúmlega tveggja tíma viðdvöl, sem stafaði meðal annars af því, að þar gekk um beina ásamt öðrum blómarós- um, stúlka frá Nýja-Sjálandi sem sagðist vera Mári. Þessi stúlka hefur dvalið 6 ár hér á landi og talar hreina og góða íslenzku. Hún er heilmikil söngkona og óskaði eftir að fá að syngja fyrir okkur, sem var að sjálfsögðu vel þegið af okkar hálfu. Hún kom síðan inn í matsalinn skrautlega klædd með gítar sér við öxl og byrjaði að syngja og leika á gítarinn, fyrst á sinu eigin máli og síðan á hreinni íslenzku við mikil fagnaðarlæti áheyrenda, sem voru mjög margir, ferðalangar af ýmsu tagi, auk okkar hóps, sem í voru 95 manns. Sem sagt þetta tiltæki hennar setti heilmikinn og eftirminni- legan svip á dvölina í Flókalundi. Frá Flókalundi var lagt af stað klukkan rúmlega 2.00 og skyldi nú haldið sem leið liggur yfir hálsa og hæðir, fyrir víkur og firði í Bjark- arlund. Þangað komum við klukk- an tæplega hálffimm. Þar var nokkra daga og færu í skoðunar- ferðir upp á hálendið. Kristján sagði að nokkuð væri um að fólk kæmi að Skálholti og skoðaði sig um á staðnum. Sókn- arpresturinn á staðnum, Guð- mundur Óli Ólafsson, og Svein- björn Finnsson staðarráðsmaður, hafa kynnt sögu staðarins fyrir ferðamannahópa og sagt frá merkum stöðum í nágrenni Skál- holts. Kristján hótelstjóri sem er að- eins 20 ára sagði það skemmtilegt verkefni að fást við reksturinn og hann kvaðst þess fullviss að sum- arhótelið ætti framtíð fyrir sér. Sír Jóns staðnæmst til klukkan fimm. Frá Bjarkarlundi lá leiðin í átt að Króksfjarðarnesi, inn fyrir Gils- fjörð, að Skriðulandi og yfir Svínadal, niður í botn Hvamms- fjarðar, síðan fram hjá stórbýlinu Ásgarði í Dölum, þar sem hinn landskunni sveitarhöfðingi Bjarni Jénsson bjó á sínum tíma. Hann var bezt þekktur undir nafninu „Bjarni í Ásgarði". Áfram var haldið gegnum Búðardal út Skóg- arströnd að Heydalsvegamótum yfir Heydal niður í Kolbeinsstaða- hrepp. Ennþá var haldið áfram sem leið liggur fram hjá Borgarn- esi, yfir Borgarfjarðarbrú (Hall- dóru) meðfram Hafnarfjalli að Akranesvegamótum. Þar kvödd- um við hinn fríða flokk Akurnes- inganna. Síðan var haldið áfram að Esso-skálanum í Hvalfirði en þar var staðnæmst í 15 mínútur og svo haldið áfram inn fyrir Hval- fjörð. Til Reykjavíkur komum við svo klukkan 10 mínútur yfir 10.00 að kvöldi og höfðum þá verið rösk- ar 14 klukkustundir á leiðinni og ekið 584 kílómetra samtals. Ferðin hafði gengið ágætlega undir stjórn okkar ágætu og skemmti- legu bifreiðastjóra, sem óku okkur alla þessa löngu leið, samtals 1.190 kílómetra með Bolungavíkurferð- inni. Þátttakendur í þessari ferð okkar til Súðavíkur voru 93 auk tveggja bifreiðastjóra, eða sam- tals 95 manns. Ferðanefnd fyrir þessa Súðavík- urferð okkar var skipuð þessu fólki: Árni Markússon, Halldóra Sveinbjörnsdóttir og Svanhildur Hervarsdóttir. Þakka ég þeim hér með fyrir mína hönd og vonandi allra þátt- takenda í ferðinni fyrir þeirra miklu og frábæru störf varðandi allan undirbúning og skipulagn- ingu ferðarinnar. Fararstjóri í þessari ferð okkar til Súðavíkur var Árni Markússon. Fórst honum það starf svo prýð- isvel úr hendi og með svo miklum ágætum og elskulegheitum á allan hátt, að ég fullyrði það hiklaust, að engum manni hefði tekizt það betur. Færi ég honum hér með mínar beztu þakkir fyrir. Öllum þátttakendum í ferðinni, svo og báðum. bifreiðastjórunum okkar færi ég einnig góðar kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Að lokum flyt ég svo öllum Súð- víkingum heima í héraði mínar beztu kveðjur og hjartans þakkir fyrir þeirra stórkostlegu og höfð- inglegu móttökur, sem við nutum svo ríkulega allan tímann, á með- an við dvöldum í Súðavík. Skrifað eftir minni að lokinni ferð, Reykjavík, 25. júní 1985. Höfundur er fyrryerandi banka- starfsmaöur. MorgmiblaóM/Njg. Jónx. Kristjín Kristjánsson hótelstjóri í Skálholti j Bindindismótið Caltalækjarskógi rt~^9n Sumarhótelið á framtíð fyrir sér — segir Kristján Kristjánsson hótelstjóri í Skálholti Seiroflni, 22. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.