Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JULÍ 1985 fclk í fréttum JC félagar í Þórsmörk Félagar úr JC-hreyfingunni tóku sig til og efndu til fjölskylduferðar í Þórsmörk. Það voru þátttakendur úr Mosfellssveit, Reykjavík, af Seltjarnarnesi, úr Kópavogi og af fleiri stöðum sem fóru með. Ýmislegt var sér til gamans gert og m.a. haldin grillveisla mikil og fegurðarsamkeppni þar sem Villi Þór rakari, sigurvegari "'f' sl. árs var kynnir. Fjallkonuávarp flutti Sigurður Sigurjónsson þar sem hann rakti sögu íslands í léttum dúr. Að kunna ekki að lesa ... Þegar maður kann alls ekki að lesa þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að fá sér sund- sprett í næstu laug þó hún tilheyri einhverjum öðrum sem kannski gæti orðið obbolitið vondur og rek- ið mann í burtu. Anthony Quinn er margt til lista lagt Sagt er að Anthony Quinn hafi náð hámarki leikferils síns er hann lék Zorba í eina tíð. Fáum er samt kunnugt um það að Anthony Quinn hefur sýnt mikla hæfileika og náð verulegum árangri sem málari og höggmyndasmiður. Það er ekki ýkja langt síðan á markaðinn komu eftir- líkingar af nokkrum listaverkum tileinkuðum Zorba, ein stytta sem kölluð er „Zorba-söngvar“ önnur sem hlaut nafnið „Zorba-andi“ og þriðja listaverkið er árituð sjálfs- mynd . Á meðfylgjandi myndum má sjá Reagan Bandaríkjaforseta taka á móti slíku safni sem honum var fært af Anthony Quinn sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.