Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 46
*** 46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 st. Úrskjjrður dómstóls KSÍ í Jónsmálinu • „Eru hinir ekki aö koma?“ Steve Cram, aem nýlega setti heime- met í 1500 m hlaupi, veröur á meöal keppenda á Bielet í dag. Hver vinnur míluhlaupið? Grand Prix-mótiö GRAND Prix-frjálsíþróttamótiö fer fram á Bíslet-leikvanginum í Ósló í dag. Þar verða margir af fremstu frjélsíþróttamönnum heims. Stœrsti viðburðurinn verður án efa keppnin í mílu- hlaupinu. „Þetta veröur örugglega „draumamila“ hjá flestum sem fylgjast náiö meö hlaupagreinum. Þarna veröa mörg stór nöfn og eru mörg þeirra aö keppa í fyrsta sinn saman á þessu ári. I mílu- hlaupinu veröa meöal annars eft- irtaldir hlauparar: Sebastian Coe, Steve Cram, Steve Scott, John Walker, Jose Luis Gonzal- es, Thomas Wessighage, Pierre Deleze, Mike Hillardt og Chuch Aragon. Þaö má alveg eins gera ráö fyrir aö þaö veröi sett nýtt heimsmet i míluhlaupi. Mörg heimsmet hafa veriö sett á Bis- let-leikvanginum á undanförnum árum og telja margir hlauparar aö hlaupabrautirnar á Bislet séu með þeim bestu í heimi og svo eru norskir áhorfendur frægir fyrir aö hvetja hlauparana mikiö og hjálpar þaö óneitanlega til aö ná betri árangri en ella. Steve Cram sem setti heims- met í 1500 metra hlaupi í Nice fyrir skömmu og hljóp þá á 3 min. 29,67 sek. hefur haldiö því fram, aö míluhlaupiö á Bislet sé merkilegasta hlaupiö á þessu ári. Heimsmetið í 1500 metra hlaupi hefst í Osló í dag sem Sebastian Coe á er 3 mín. og 47,33 sek. og var sett 1981. „Ég verð aö hlaupa nálægt 3 mín. og 45 sek. til aö eiga möguleika á aö vinna í þessu hlaupi, en ég hef ekki trú á því að þaö veröi sett heimsmet að þessu sinni. Se- bastian Coe og Steve Ovett hafa oftsinnis á undanförnum árum barist innbyröis um sigur í þess- ari vegalengd og átt heimsmetiö til skiptis, en þetta veröur örugg- lega spennandi og skemmtilegt hlaup,“ sagöi Cram, sem hefur ekki verið þekktur fyrir að vera að setja heimsmet heldur einblínt á að vinna þá keppni sem hann tekur þátt í. Heimsmetin eru aukaatriöi hjá honum. „Aö setja met án þess aö hafa mikla keppni er ekki auövelt,” segir Cram. Það veröur án efa hart barist í dag og er helst aö búast viö því aö keppnin standi helst á milli Cram sem er heimsmeistari og á heimsmetiö í 1500 metra hlaupi, og Coe, sem er tvöfaldur ólymp- íumeistari i 1500 metra hlaupi og á heimsmetið í míluhlaupi. Þaö munu því allra augu bein- ast aö þessu merkilega mílu- hlaupi á Bislet í dag. Enginn islendingur er meöal keppenda á mótinu. Til stóö aö Einar Vilhjálmsson, Oddur Sig- urösson og Oddný Árnadóttir myndu vera meö, en af því verö- ur ekki. DÓMSTÓLL KSÍ úrskuróaði í fyrradag aö úrskurður aganefnd- ar KSÍ frá 28. maí (í Jónsmálinu svokallaöa) skyldu úr gíldi falla. Morgunblaðiö birtir hór í heild dómsúrskurð dómstóls KSÍ, með leyfi formanns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar: „Ár 1985, fimmtudagur 25. júlí, kom dómstóll KSÍ saman í húsi KSl i Laugardal. Dóminn sátu Jón Steinar Gunn- laugsson, dómsforseti, Hafsteinn Guömundsson og Jón Gunnar Zoega. Fyrir var tekiö máliö nr. 2/1985, KR gegn aganefnd KSl og knatt- spyrnufélaginu Þrótti. Þá komu í dóminn Gunnar Guö- mundsson, formaöur knattspyrnu- deildar KR f.h. áfrýjanda, Tryggvi Geirsson og Guömundur Vigfús- son, f.h. knattspyrnufélagsins Þróttar. Lagt var fram: nr. 28 greinar- geró knattspyrnufélagsins Þróttar. Dómsforseti beinir þeirri spurn- ingu til umboösmanns knatt- spyrnufélagsins Þróttar, hvort hann óski eftir aö dómstóllinn fjalli um þaö efnislega, hvort dæma beri umræddan leik tapaóan Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur, fari svo aö dómstóllinn komist aö þeirri niöurstöóu, aö ekki hafi átt undir aganefnd KSÍ aö fjalla um málið. Tryggvi Geirsson óskar eftir eft- irfarandi bókun: „Knattspyrnufé- lagiö Þróttur getur ekki fallist á aö dómstóll KSÍ fjalli nú efnislega um mál þetta, ef dómur ykkar gengur i þá átt aö aganefndin hafi ekki haft lögsögu í þessu máli. Viö teljum okkur ekki hafa haft tækifæri aó skýra okkar sjónarmiö varöandi efnisatriöi nægilega enda hafa þau ekki veriö til álita fyrir dómstólum KRR og KSl heldur eingöngu valdamörk aganefndar." Gunnar Guömundsson óskaöi eftir eftirfarandi bókun: „Vegna mikils dráttar sem oröiö hefur á máiinu, einkum vegna afstööu sérráösdómstóls KRR, og fyrir- sjáanlegs enn frekari dráttar á því lýsir sóknaraöili, knattspyrnudeild KR, því yfir aö falliö er frá aöal- kröfu í málinu. Af því leiöir aö sjálfsögöu aö varakrafan veröur aöalkrafan og þrautavarakrafan veröur varakrafan. Fallist dómstóllinn á aöalkröfu sóknaraðíla og til þess aö liöka fyrir endanlegri lausn málsins, samþykkir sóknaraðili meó hlið- sjón af niöurstööu sórráösdóm- stóls KRR aó máliö verói tekiö til efnislegrar umfjöllunar í heild sinni og endanlegrar afgreiöslu á grundvelli fyrirliggjandi gagna í málinu, enda væri tímasóun aö vísa málinu á ný til sérráösdóm- stóls KRR sem jiegar er búinn aö afgreiöa máliö efnislega, en gífur- lega brýnt er aö máliö dragist ekki frekar á langinn." Gunnar Guðmundsson tók til máls og vísaöi til framlagöra gagna og taldi máliö liggja skýrt fyrir. UM helgina fer urslitakeppni Poll- amóts Eimskips og KSÍ fram á Akureyri. Alls taka 12 lið þaft í keppninni, 6 A-lið og 6 B-lið. í undankeppninni kepptu alls 66 lið eða um 800 drengir á aldrinum 9 og 10 ára. I keppni A-liöanna eru þessi liö i úrslitum: UBK, ÍA, KA, ÍBK, Þróttur N og KR. I B-liöakeppninni eru þessi félög: Víkingur R. ÍBK, KA, Tryggvi Geirsson reifaöi máliö og vísaöi til greinargeröar sinnar. Báóir aöilar lögöu máliö i dóm. Viöstaddir umboösmenn aöila viku nú af dómþingi. Var nú kveöinn upp svofelldur dómur: Meö dómi dómstóls KSÍ 4. júlí 1985 var lagt fyrir sérráösdómstól KRR aö leggja efnisdóm á kröfu áfrýjanda um aö úrskuröur aga- nefndar KSÍ frá 28. maí 1985 yröi úr gildi felldur. Þetta hefur sér- ráösdómstóllinn ekki gert, heldur tekiö úrskurö aganefndarinnar til efnislegrar endurskoöunar. Meö því aö úrskuröir aganefndar KSl eru fullnaöarúrskuröir, sem ekki veröur áfrýjaö, sbr. 4. gr. starfs- reglna aganefnda KSÍ, þykir mega túlka dóm sérráösdómstóls KRR þannig, aö hann telji aganefndina hafa skort vald til aö kveöa upp úrskurö sinn, og þannig felist í hin- um áfrýjaöa dómi afstaöa til dómkröfu áfrýjanda. Málinu veröur því ekki vísaö heim á nýjan leik af þessum sökum, heidur tekiö til efnislegrar úrlausnar um þá kröfu áfrýjanda aö fella beri umræddan úrskurö aganefndar KSl úr gildi. Aganefndin starfar eftir Starfs- reglum aganefndar KSÍ sem settar eru í samræmi viö 5. gr. 4. tl. dóms- og refsiákvæöa ISÍ. Skv. þessum reglum hefur hún afmark- aö starfssviö og innan þess á hún fullnaöarúrskurö. Þaö á aö sjálf- sögóu undir dómstóla knatt- spyrnuhreyfingarinnar aö dæma um mörk starfssviös nefndarinnar. Komist dómstólarnir aö þeirri niðurstöðu, aö nefndin hafi úr- skuröaö mál sem á undir hana, veröur þeim úrskuröi ekki hnekkt, enda sé meöferö máls hjá nefnd- inni ekki áfátt. Til athugunar kemur þá hvort nefndin hafi mátt úrskuröa um ágreining þann, sem uppi er um hvort skeyti sent KR hafi haft þau áhrif aö leikbann umrædds leik- manns hafi tekiö gildi, þrátt fyrir aö móttakandi haldi því fram, aó skeytiö hafi aldrei borizt honum. Ákvæöi í lögum og reglum íþróttahreyfingarinnar, sem fela þaó i sér aö mál séu tekin undan hinni almennu dómstólameöferö og fengin sérstökum úrskuröaraö- ilum ber aó túlka þröngt. Þau mál- efni sem fengin eru aganefndinni samkvæmt starfsreglum hennar eru nánast aö formbinda tilgreind viöurlög, sem ákveöin eru viö brot- um, þar sem staöreyndir eru Ijósar og óumdeildar sbr. upphafs- ákvæöi 2. gr. starfsreglna aga- nefndar KSÍ. Engan veginn er hins vegar sjálfgefiö aö aganefndin eigi úrskuröarvald ef deilt er um staö- reyndir eöa lagaatriöi, sem teljast vera forsendur fyrir því aö viöur- lögum sé beitt. I máli því sem aganefnd úr- skurðaói 28. mai 1985 og hér er deilt um var ágreiningur um þaö, hvort skeyti meö tilkynningu um leikbann tiltekins leikmanns heföi þorizt áfrýjanda með þeim hætti, KR, Fram og Þróttur N. Þetta er í annaö sinn sem Polla- mót Eimskips og KSÍ, hiö óopin- bera Islandsmót 6. flokks í knatt- spyrnu, er haldiö. Allir þátttakend- ur í mótinu fá viðurkenningarskjal með Ijósmynd af liöi sinu og í úr- slitunum er keppt um farand- og eignarbikara í A- og B-liöunum, gull-, silfur- og bronsverölauna- peninga í A- og B-liöum auk þess aö leikbann tæki gildi sbr. 2. gr., 2. mgr. starfsreglna aganefndar KSÍ. Varöar máliö sþurninguna um, hvort leikbann telst nægilega til- kynnt ef skeyti er sent af stað, jafnvel þó þaö berizt aldrei til við- takanda. Ágreiningurinn var því í reynd um, hvort notaöur heföi ver- ió í leik KR og Þróttar 13. maí leik- maöur í leikbanni skv. 6. gr. 8 tl. i starfsreglum aganefndar KSf. Veröur ekki taliö, aö nokkurn tíma hafi verið ætlunin aö fela aga- nefndinni úrskuröarvald um slíkan ágreining, enda væri þá veriö aö taka undan hinni almennu dóm- stólameðferð ágreiningsmál um dæmigeröa réttarágreining varö- andi framkvæmd knattspyrnu- leikja og fela aganefndinni fullnaö- arúrskuröarvald um hann. Heföi ætlunin veriö aö fela nefndinni slíkt vald, hefði þaö þurft að koma ótvírætt fram í starfsreglum nefnd- arinnar. Meö hliösjón af framansögöu og meö vísan til fordæmis í dómi dómstóls KSl frá 26. ágúst 1980 í málinu nr. 2/1980 er óhjákvæmi- legt aö taka kröfu áfrýjanda til greina og fella ur gildi úrskurö aganefndar KSl frá 28. maí sl. um aö leikur KR og Þróttar í 1. deild 13. maí 1985 skuli vera tapaður KR meö markatölunni 0:3 auk þess sem KR var gert aö greiöa kr. 50.000.- í sekt til KSl. DÓMSORD: Fyrrgreindur úrskuröur aga- nefndar KSl frá 28. maí 1985 er úr gildi felldur. Jón Steinar Gunnlaugsson (sign ), Hafsteinn Guðmundsson (sign.) SÉRATKVÆÐI JÓNS GUNNARSZOÉGA Fallist er á niöurstööu meirihluta dómsins varöandi heimvísunar- kröfu knattspyrnufélagsins Þrótt- ar, aö túlka megi dóm sérráós- dómstóls KRR þannig, aö hann telji aganefndina hafa skort vald til aö kveöa upp úrskurö sinn, og þannig felst í hinum áfrýjaöa dómi afstaöa tif dómkröfu áfrýjanda. Aganefnd KSÍ eru fengin sér- stök verkefni sem sett eru í sór- stakri reglugerð fyrir hana, starfs- reglur aganefndar KSÍ. Skv. 3. gr. starfsreglna aga- nefndar KSÍ sbr. og 6. gr. 8. tl., skal aganefnd KSl fjalla um þau mál þar sem félag notar leikmann í leikbanni. Ekkert hefur komiö fram í máli þessu um aó aganefnd KSí hafi fariö út fyrir starfsviö sitt eöa aö nefndin hafi ekki gætt réttra aöferöa vió niöurstööu sína frá 28. maí 1985, jsegar hún úrskuröar aö leikur KR og Þróttar í 1. deild 13. maí 1985 skuli tapaöur KR meö markatölunni 0:3. Úrskuröur aganefndar er því gildur. Dómsorö úrskuröar aganefndar KSí frá 28. maí 1985 er gildur. Jón Gunnar Zoega (sign.)“ sem besti varnarmaöurinn, besti markmaöurinn og markahæsti leikmaöurinn fá sérstök verölaun, bæöi í A- og B-liöakeppninni. Urslitakeppnin hefst kl. 13 í dag á KA-vellinum. I dag veröa leiknar tvær umferðir. Á morgun veröur síöan haldiö áfram kl. 10 og leikn- ar þrjár umferðir. Verölaunafhend- ing fer fram strax aö mótinu loknu. Úrslit Pollamótsins á Akureyri um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.