Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 Patrick Nouvel ad störfum við nýju varnargirðinguna. Staurarnir eru 3,5 m á lueé. Tvær varnargirðingar gegn snjóflóðum settar upp fyrir ofan Ólafsvík Horgunblaðift/Magnús Gottfreðsaon Roger Gateff, Eggert Kristjánsson, Kristófer Edinosson, Ingi Ragnar Sigurbjörnsson, Patrick Nouvel, Sigurður Oddsson og Guðmundur Tóm- asson við flekana er hafa áhrif á hvar vindur setur niður snjó. í ÓLAFSVÍK hefur að undanförnu verið unnið að uppsetningu girð- ingar til varnar gegn snjóflóðum. Í henni verða staurar með stálnet strengt á milli, fest við jörðina með vírum. Gert er ráð fyrir að girðing- in verði í tvennu lagi, samtals 200 m á lengd. Mannvirkjum þessum er einkum Ktlað að verja heilsugRslustöðina og að auki fjölbýlishús í nágrenn- inu. Sams konar varnarnet var sett upp í Auðbjargarstaðabrekku í Kelduhverfi síðastliðið haust. Tveir Frakkar, Roger Gateff og Patrick Nouvel frá franska iðnaðarfyrirtækinu L’Enreprise Industrielle, eru staddir hér- lendis og hafa leiðbeint við upp- setningu búnaðarins, en auk þess hefur verslunarfulltrúi Frakk- lands, Gina Letang, sýnt málinu sérstakan áhuga. L’Entreprise Industrielle var stofnað árið 1921 og nú starfa um 6.500 manns hjá fyrirtækinu. Fyrir utan umræddar girðingar ann- ast EI m.a. almenna rafmagns- framleiðslu, raflagnir og jarð- gangnagerð. Umboðsmaður fyrirtækisins hérlendis er Ólafur Gíslason og Co. hf. Frakkarnir létu vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra voru fastir varnargarðar úr stáli mest notaðir áður fyrr, en nú virðist sem umrædd net þyki álitlegri kostur. „Uppsetning netanna er fljótlegri og auðveldari en á þeim búnaði er áður þekktist, þau eru ódýrari og síðast en ekki síst eru þau ekki eins áberandi í Fyrst er netið fest á staurana, síðan eru þeir reistir við. landslagi og varnargarðarnir. Varnargirðingin verður staðsett í fjallshliðinni, þar sem mestar líkur eru á að snjóflóð hefjist. Á fjallstindinum verða hreyfanleg- ir flekar er hafa áhrif á hvar vindur setur niður snjó. Þessar varnir byggjast einkum á því að hindra snjó í því að fara af stað, því ómögulegt er að stöðva hann ef hann er kominn á hreyfingu. „Við vorum í Chile fyrir 2 mán- uðum og settum þar upp bæði snjóvarnar- og grjótvarnargirð- ingar í rúmlega 4000 metra hæð. Snjóskaflarnir geta orðið allt að 15 metra háir þar.“ Sigurður Oddsson frá Vega- gerðinni á Akureyri var á ðlafsvík til að leiðbeina við framkvæmdirnar. „Við settum upp 35 metra langa girðingu í Auðbjargarstaðarbrekku í Kelduhverfi í fyrrahaust. Notað- ir eru 2“ borar til að bora 2,5 metra í jörð niður fyrir festing- um. Til festingar netsins er notaður stálvír, 20 mm í þver- mál, en staurinn sjáifur er ekki niðurgrafinn. Staurarnir vega 80 kg, eru 3,5 metrar á lengd en netið er 3 metrar á hæð. Það er þrælavinna að bora niður i berg- ið í þessum halla. Ef eitthvert framhald verður á þessum fram- kvæmdum tel ég skynsamlegast að settur verði í það ákveðinn flokkur manna sem kann til verka. Uppsetningu búnaðarins verður þannig háttað að 15—20 metra frá brún verða 40 vind- flekar sem verða I 100 metra langri línu. Um 20 metrum neðar kemur fyrri girðingin og 20 metrum fyrir neðan hana kemur hin síðari,” sagði Sigurður. Bæjarstjórinn í Ólafsvík, Guð- mundur Tómasson, sagði 8—10 manns vinna við uppsetninguna að jafnaöi. „Ég geri ráð fyrir þetta verk taki 1—2 mánuöi, það veltur á veðri. Heildarkostnaður er áætlaður 4,5—5 milljónir króna. Nýlega voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem kveðið er á um hlutdeild ríkisins í þeim kostnaði sem hlýst af fram- kvæmdum sem þessum. Heilsu- gæslustöðin hefði ekki verið byggð þarna ef við hefðum vitað um snjóflóðahættuna. Hér eru fyrirhugaðar enn frekari varnir gegn þessari vá. Ýta á upp varn- argarði við heilsugæslustöðina til að beina hugsanlegum snjó- flóðum framhjá. Einnig þyrfti að setja svona varnargirðingu fyrir ofan steypustöðina, um 300 metra langa. Þá reikna ég með að settir verði hlerar fyrir gluggana í heilsugæslustöðinni sem hægt verður að loka ef útlit er slæmt. Síðast en ekki síst er fyrirhugað að hér verði eftirlits- maður sem starfi í samvinnu við Veðurstofuna og hefur verið gef- ið leyfi fyrir þeirri stöðu. Stefnt er að því að hafa eftirlitsmenn í öllum bæjum þar sem snjóflóða- hætta er. í fjölda kaupstaða á landinu er full þörf fyrir varn- argirðingar sem þessar, t.a.m. á Neskaupstað, Siglufirði og tsa- firði. Þetta er mikið átak og má kannski segja að það endurspegli breytt viðhorf stjórnvalda til svona framkvæmda. Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, var staddur I Ólafsvík til að fylgjast með uppsetning- unni. Guðjón var spurður að því hvort hætta væri á því að sama sagan endurtæki sig, byggð yrðu hús, sem síðan reyndust vera í stórhættu vegna snjóflóðahættu. Guðjón sagði að samkvæmt nýj- um lögum mætti ekki byggja á svæðum, þar sem gera mætti ráð fyrir snjóflóðum nema áður hefði farið fram svonefnt hættu- mat, þar sem stærð og líkur á flóðum væru metnar. Gler og bók - Bók og gler Læknamanían Myndlist Bragi Ásgeirsson í MÍNAR hendur hefur borist bók er nefnist á Þýsku „Und ich sprach zu meinen Herzen, lass uns fest zuzammenhalten" — í orðréttri þýðingu: „Og ég talaði til hjarta míns, lát okkur standa þétt saman". Bókin inniheldur óð til gler- listarinnar og mannshjartans, myndarinnar og orðsins, augna- yndis og hugmyndaauðgi, sem Johann Cristoph Hampe. hefur samið. Útgefandi er Kiefel Ver- lag, Wuppertal-Barmen. I bókinni eru allmargar mynd- ir af glerverkum listamanna víða að úr heiminum er hafa ver- ið útfærð á verkstæði Dr. H. Oidtmann í Linnich. Verkstæðið er okkur að góðu kunnugt og er elsta verkstæði í Þýskalandi, sem hefur sérhæft sig í gerð steindra glerglugga, glermál- verka hvers konar og glermósa- ík. Tvær íslenskar konur eiga myndir af verkum eftir sig í bók- inni, þær Svava Björnsdóttir (1) og Halla Haraidsdóttir (8). Þær eru hér í góðum félagsskap því að á meöal listamannanna er nafn Georgs Meistermann, sem er máski nafntogaðasti glerlista- maður Þýskalands á þessari öld. Halla Haraldsdóttir reynist eiga langflestar myndir í bók- inni því að aðrir eru með eina til þrjár myndir. Myndir hinna íslenzku lista- kvenna taka sig ágætlega út á síðum bókarinnar og er það mik- ill heiður fyrir þær að vera með í þessu úrvali. Einkum er það at- hyglisvert að Höllu skuli slegið jafn myndarlega upp en hún hef- ur sýnt og sannað það undanfar- ið, að á þessu sviði er hún í mik- illi sókn. Þykir mér rétt að vekja at- hygli á bókinni um leið og ég samgleðst listakonunum. Myndbönd Árni Þórarinsson Spftalasenur eru áranum al- gengari í kvikmyndum, og þá yfir- leitt sem dramatísk, ef ekki harm- ræn straumhvörf í söguefninu. Á spítölum er svarað spurningum um lif eða dauða. Bandarfska bfómvndin Young Doctors in Love eða Ástir ungra lækna, sem fáan- leg er hér á myndbðndum, er ekki sá eldhúsróman sem nafnið bendir til. Til marks um tóninn f þessari mynd má taka tilkynningalestur- inn sem alltaf heyrist úr hátalara- kerfum f dæmigerðum spftalasen- um: Doktor Jones, gjörið svo vel að koma f simann ... eða: Doktor Smith, neyðartilfelli í skurðstofu fimm. í Young Doctors in Love er þessi lestur hins vegar á þessa leið: Takið eftir, takið eftir, frá og með mánudegi er öllum hjúkrun- arkonum skylt að vera f nærhaldi Þetta er sumsé gamanmynd af gráu sortinni, þar sem gantast er með viðkvæm mál eins og kynlíf hjúkrunarkvenna, mistök lækna, banvæna sjúkdóma, líf og dauða. Gálgahúmor myndarinnar er af ætt Airplane og MASH, en ekki eins beittur og markvisst fram- settur. Fjölskrúðugt persónusafn er að sjálfsögðu til staðar á spftal- anum, sjúklingar sem starfsfólk, allt meira og minna geggjað, drukkið og duflandi og má hafa af ýmsum uppátækjum nokkra skemmtun. Bestir eru valinkunnir skapgerðarleikarar eins og Dab- ney Coleman sem galinn yfirlækn- ir, Hector Elizondo sem mafíósi með tilhneigingu til kynskipta og Harry Dan Stanton sem fordrukk- inn sjúkdómafræðingur. Saman- lagt er Young Doctors in Love gamanmynd með svona 30—40% brosnýtingu. Stjörnugjöf: Young Doctors in Love VrU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.