Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1985 39- Lilja Bjarna- dóttir - Minning Fædd 31. október 1906 Diin 16. júlí 1985 í dag þegar elskuleg tengdamóð- ir mín er borin til hinstu hvílu vildi ég minnast hennar. Þegar ég fyrir óralöngu, að mér finnst en eru þó aðeins 26 ár, kom í fyrsta skipti á heimili tengdafor- eldra minna, hitti ég fallega alúð- lega konu, sem gaf mér þó ekkert til kynna hver staða mín væri á hennar yfirráðasvæði og var augljóst að hún vildi sjálf að at- huguðu máli velja sér vini. En þeir sem stóðust prófið urðu hennar til æfiloka. Ég tel mig geta fullyrt að tilfinningar hennar til okkar tengdabarna sinna, voru þær sömu og sinna eigin barna og gagnkvæmt. Þegar hún var farin finnum við hve hlutur hennar var stór í fjölskyldumyndinni. Fjöl- skyldan og velferð hennar var það sem varðaði hana öllu. Lilja var fædd í Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi og voru foreldrar hennar Bjarni Jónsson, bóndi, ættaður sunnan úr Hreppum, og Herdís Einarsdóttir, ættuð undan Jökli. Þau eignuðust 11 börn, svo að það er augljóst að lífsbaráttan hefur áreiðanlega oft verið hörð við að framfleyta svo stórri fjöl- skyldu. Börn þeirra Bjarna og Herdísar voru Björgvin, Jón, Sig- ríður, Einar, Guðmundur, Krist- laugur, Jónína Helga, Helga Jón- ína, Lilja, Helgi og Ingimundur. Af öllum þessum barnahópi kom- ust sjö til fullorðinsára og létu þau eftir sig 17 afkomendur. Eftir lifa: Sigríður, saumakona í Reykjavík, og bræðurnir Krist- laugur og Helgi, búsettir á Grund í Grundarfirði. Þegar Lilja er sautján ára göm- ul fer hún til Reykjavíkur. Fyrst vinnur hún í vist, sem heimilis- störf voru kölluð á þeim tímum. Síðan ræður hún sig á saumastofu til náms í saumaskap. Vann hún síðan við sauma í bænum og við fiskvinnu úti í Viðey á þeim tím- um sem mest var umleikis þar. Árið 1930 giftist Lilja Zophoní- asi Sigfússyni, ættuðum úr Svarf- aðardal, sem þá var sjómaður og síðan pípulagningameistari hér í borg til æviloka. Zophonías var sannur sóma- og dugnaðarmaður, sem sjá má af því að aðeins fjór- um árum síðar voru þau búin að eignast eigið hús á Vesturvalla- götu 12, þar sem þau bjuggu síðan lengst af og eignuðust þrjú af fjór- um börnum sínum, sem eru: Sjöfn, fóstra. Maki: Gunnar Steinssen, verkfræðingur. Börn: Snorri og Lilja Anna. Soffía, fóstra. Maki: Örn Þór Karlsson, skrifstofumað- Leiðrétting í UPPHAFI minningarorða um Sigríði Guðjónsdóttur frá Bæ, hér í Morgunblaðinu sl. laugardag, eftir Dísu, féll niður úr greininni þessi málsgrein: Já, hún fóstra mín er horfin yfir móðuna miklu og það er óneitan- lega einkennileg tilfinning að heimsóknum til hennar skuli nú vera lokið. Það myndast tóm og söknuður sem tíminn einn fær læknað. En eftir stendur minning- in um yndislega konu. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og rainningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ur. Börn: Karl Friðjón og Úlfar Snær. Bjarni, kennari: Maki: Margrét Jónsdóttir, kennari. Börn: Jón Trausti, Bjarki Valur og Davíð. Herdís, kennari. Maki: Páll Tryggvason, læknir. Börn: Orri Gautur og Dís. Þegar Lilja og Zophonías höfðu búið nærri í 30 ár á Vesturvalla- götunni fluttu þau heimili sitt í nýtt hús við Rauðalæk 38 og bjuggu þau þar í nokkur ár. Þegar Zophonías, sem var sem áður var sagt mjög vel gerður maður, fékk þann sjúkdóm, sem síðar dró hann til dauða vildi hann létta Lilju umsvif og keyptu þau þá fallega og þægilega íbúð við Markland 6, en hann andaðist rétt áður en flutt var þangað. Lilja bjó síðan þar til ársins 1983. Árið 1979 varð hún fyrir því að missa heilsuna og þeg- ar hún þurfti meiri umönnun en hægt var að viðhafa heima flutti hún á Droplaugarstaði. Lilja var alla tíð mikil húsmóðir og varð það henni ekki sársauka- laust að þurfa að verða öðrum svo háð. Hún varð síðan sátt við orð- inn hlut, kvartaði aldrei og var mjög þakklát fyrir allt, sem henni var vel gert og skal það þakkað hér. Þó að tengdamóðir mín væri orðin algjört borgarbarn eftir meira en 60 ára búsetu hér í borg var stutt í sveitastelpuna, sem varð að fara burt úr fallegu sveit- inni sinni, aðeins sautján ára gömul, því þegar við fórum úr borginni í sveitna fannst mér allt- af að Lilja endurfæddist, svo mjög naut hún þess að vera úti í náttúr- unni. Við glöddumst öll með henni þegar hún hitti ástvini sína, sem dvalið höfðu erlendis í langan tíma og hún hafði þráð að sjá áður en jarðvist hennar lyki. Hún var ferðbúin og örugg um endurfundi við ástvini sína. Um leið og ég þakka það sem hún var fjölskyldu minni og okkur öllum óska ég henni velfarnaðar á Guðs vegum. Örn Þór Karlsson t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóöir og amma, RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Nýjabæ á Seltjarnarneai, Eiöistorgi 3, Seltjarnarnesi, lést í Landakotsspítala sunnudaginn 28. júlí. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Sigtryggur Hallgrímsson. Guömundur Jón Helgason, Lilja Ægisdóttir, Vígdís Sigtryggsdóttir, Ragnhildur Sigtryggsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Hallgrimur Sigtryggsson, Ingólfur Árni Jónsson og barnabörn Guömundur K. Guömundsaon, Kristján H. Gunnarsson, Siguröur E. Sigurösson, t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, KJARTAN ÓLAFSSON, Efstasundi 51, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Steinunn Jónsdóttir, Siguröur Kjartansson, Eyrún Gunnarsdóttir og barnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞORVALDUR ÞORVALDSSON kennari, veröur jarösettur frá Akraneskirkju föstudaginn 2. ágúst kl. 14.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Ólína Jónadóttir, Björg Ólfnudóttir, Sara Bjargardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson Anna Ingólfsdóttir, Margrét Þorvaldadóttir, Eva Heiöa Birgisdóttir, Jón Ingi Þorvaldsson, Tinna Þorvaldsdóttir. t Sambýlismaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BRAGI SIGURBERGSSON, húsasmföameistari, Safamýri 36, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlega afbeóin, en þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfólag islandseöa aörar liknarstofnanir njóta þess. Hjördfs Eínarsdóttir, Halldór Bragason, Sigrún Valgeirsdóttir, Trausti Bragason, Ingunn Magnúsdóttir, Bylgja Bragadóttir, Kristinn Kjartansson og barnabörn. t Fóstursystir okkar, HELGA NIELSDÓTTIR frá Hellissandi, lést a Elliheimilinu Grund 27. þ.m. Fyrir hönd systkinanna frá Gimli, Jóhanna Vigfúsdóttir. t Móöir min, ÁSTA KR. GÍSLADÓTTIR, áöur til heímilis í Noröurbrún 1, andaöist á Droplaugarstööum aöfaranótt 30. júlí. Fyrir hönd aöstandenda, Oddgeir Guömundsson. t Móöir mín, VALGERÐUR HELGA JÓNSDÓTTIR, Túngötu 9, Sandgeröi, andaöist í Borgarspitalanum aöfaranótt 29. júli. Ása Arnlaugsdóttir. Faöir okkar og tengdafaöir, JÓN EINAR KONRÁÐSSON, áöur til heimilis á Langholtsvegi 13, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 28. júlí sl. Jaröarförin auglýst siöar. Börnin. + Maöurinn minn, T LESLIE H. NASH major, andaöist a heimili okkar laugardaginn 27. júlí. F.h. fjölskyldunnar, Erna Siguröardóttir Nash. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, VERNHARÐUR KRISTJÁNSSON fyrrum lögreglumaöur, lést i hjartadeild Borgarspítalans mánudaginn 29. júli. Vilhelmfna Þorvaldsdóttir, Kristján Vernharösson, Guörún Vernharösdóttir, Rúnar Vernharösson, Elfsabet Vernharösdóttir, Sigríöur Snjólaug Vernharösdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, INGVELDAR EINARSDÓTTUR, Breiðvangi 57, Hafnarfiröi, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 1. agustkl. 15. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföóur og afa, BJÖRNS SVEINBJÖRNSSONAR, verkfræöings, Sunnuflöt 6, Garöabæ, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 1. ágúst nk. kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á styrktar- og líknarsjóö Oddfellow (sím- ar: 74124 og 18066). Guölaug Björnsdóttir, Nanna D. Björnsdóttir, Stephen Kaye, Ólöf G. Björnsdóttir, Vigfús Árnason, Sveinbjörn E. Björnsson, Ase Gunn Guttormsen, Helga L. Björnsdóttir. Tryggvi Agnarsson, Guórún Þ. Björnsdóttir, Halldór Reynisson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.