Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLl 1985 fólk í fréttum Ljósmynd/E.T. María Gröndal við hluta af vinnu sinni. Myndina á veggn- um flosaði hún sjálf, áklæðið á rokkokó-stólnum er hennar, lampann og vasann málaði hún. MARÍA GRÖNDAL, LISTASMIÐJUNNI, HVOLSVELLI „Það er svo gaman að út- búa allskonar föndur fyrir jólin og lífga upp á stofurn- ar eða gefa börnunum." eitthvað r , Eg tek í einhverja handavinnu daglega. Þetta er orðinn vani hjá mér að grípa í eitthvað við sjónvarpið og verða að hafa eitthvað í höndunum. Ég hef aldrei lært neitt í þessu sam- bandi, er bara mikil áhugamann- eskja og þegar börnin mín voru lítil þá saumaði ég allt á þau og prjónaði, þannig að ég hef verið að dútla mér við þetta í herrans mörg ár. — Postulínsmálning, keramik, útsaumur, flos, glervinna, já, öll handavinna sem nöfnum tjáir að nefna prýðir heimili Maríu Grön- dal á Hvolsvelli, sem við heim- sóttum á ferð okkar um Suður- land fyrir nokkru. En María lætur sér ekki nægja að fegra heimili sitt með hinum ýmsum listaverkum, hún er einn- ig að segja öðrum til og koma fólki á sporið við að skapa ýmsa muni og rekur ennfremur verslun þar sem finna má efnivið til ým- iskonar handíða. „Þetta byrjaði af einskærri til- viljun. Ég er meðlimur í Kiwanis- klúbbnum hérna og eitt árið gerð- um við okkur það til skemmtunar að búa til jólatré og fengum hlut- ina frá Keramikhúsinu. Ég tók þá að mér það verkefni að útvega efni og var þar með alveg fallin fyrir þessu. Þegar jólatrén voru búin þá vildu konurnar óðar og uppvægar gera meira svo ég var þarna á næstunni eins og grár köttur í Keramikhúsinu. Þegar húsnæði var svo laust hérna samdi ég við bóndann og opnaði Listasmiðjuna. Það eru reyndar tímamót hjá mér þar núna því hingað til hef ég keypt flest í keramikið frá Keramik- húsinu, en er nú að fara aö steypa í höndunum sjálf og fæ mótin frá Bandaríkj- unum. Er nóg að gera hjá þér í versl- unni á ekki stærri stað en Hvolsvelli? „Ég hef minn fasta viðskipta- hóp og hann kemur allar götur frá Þykkvabæ og úr Holtahreppi, Landeyjum og Fljótshlíð. Ég hef farið og kennt í Vík í Mýrdal, á Klaustri og sl. fjögur ár hef ég t.d. farið í Ólafsvík og kennt þar. Ég kenni þá ýmist keramikvinnu, að mála á gler, jólaföndur og fleira. Viðskiptin gefa ekki mikið af sér, en ég er ein að vinna við þetta og hef enga aðstoðarmann- eskju. Eg hef bara gaman af því að vasast í þessu. Hér á árum áður var ég heimavinnandi hús- móðir en núna þegar ungarnir mínir eru flognir úr hreiðrinu þá er þetta upplyfting að komast út á meðai fólks öðru hvoru. Lampann málaði hún og skerm- inn saum- aði hún. Það eru heilu matar- og kaffi- stellin sem frúin á þess- um bæ hefur mál- að á liðnum árum. Ég verð alltaf að hafa V NATHALIE STENMARK eins árs S itla hnátan hans Ingemars Sten- ™ mark, Nathalie, dafnar bara vel og varð nýlega árs gömul. Við tækifærið var ljósmyndurum boðið að taka mynd- ir af augasteini foreldranna og henni varð ekki hverft við enda vön því að pabbinn sé að smella af henni myndum í tíma og ótíma. Fjölskyldan dvelur í Svíþjóð þessa dagana í sumarfríi en heldur að því loknu til Monte Carlo þar sem þau búa þessi árin. Móðirin þurfti að skipta um klæðnað á dóttur sinni nokkrum sinnum en amman, móðir Ann, á heiðurinn af saumaskapnum. Ann sagði stolt að Nathalie væri yndislegt barn, fjörug og falleg, og væri strax farin að líkja eftir hreyfingum föður síns á skíðunum. Hver veit nema við eigum eftir að fá að berja augum nýjan Stenmark innan tíðar. FjöLskyldan sam- ankomin. Hún er orðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.