Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 23 ’ vernda hið vistfræðilega jafnvægi. Þær eru orðnar valdastofnanir sem þjóna sjálfum sér og hagnýta sér þekkingarskort þjóða í stað þess að stuðla að skilningi á vist- fræðilegu jafnvægi. Upphaflega var markmiðið að vernda villi- dýrastofna til hags fyrir komandi kynslóðir, en nú er aðalatriðið eitthvert tilfinningamál þess efnis hvort drepa eigi þessi dýr eða ekki. Frá mínu sjónarmiði horfa mál- in þannig við: Eftir að umhverfis- verndarmönnum hafði orðið nokk- uð ágengt að því er snertir vernd dýrategunda sem eru í hættu, — vildu þeir halda áfram, hvað sem það kostaði. Þessir menn höfðu fengið mikinn stuðning, mikil pólitísk áhrif, og gífurlegar per- sónulegar tekjur. Til þess að þjóna eigin hagsmunum og fjárhag, urðu þeir að benda á viðbótartegundir dýra, sem þeir gátu gabbað heim- inn til að trúa að þyrftu verndar þeirra. Þeir urðu krossferðaridd- arar. Þessum mönnum er nokkuð sama hvort hlutaðeigandi dýra- tegundir eru í hættu eða ekki. Þessir atvinnunáttúruverndar- menn hafa komist að því, að þjóðir Evrópu og Ameríku vita svo ósköp lítið um menningu annarra, og um fjarlægar dýrategundir, að lítill vandi er að blekkja þær. Þeir gæta þess vel að nefna ekki neinar dýrategundir sem hafðar eru í máltíðir fyrir þá sem styðja þá fjárhagslega. Þeir leiða frétta- menn ekki inn í sláturhús, þar sem blóðið rennur. Nei, þeir fara með sjónvarpsmenn á óvenjulega staði, og fréttamenn eru fúsir til að láta nota sig til þess að skýra frá því sem er kitlandi, kemur á óvart, er dramatískt eða óþekkt. Umhverfisverndarmenn eru nú að reyna að blekkja milljónir sak- lausra og velmeinandi Evrópu- manna og Ameríkumanna með því að þykjast vera að berjast til hags fyrir heim náttúrunnar og villtra dýra. — Við sem lifum á þessum dýrum erum sýndir sem grimmd- arseggir — allt að því villimenn. Ég get fullyrt, að Grænland mun hafa samvinnu við hvern þann hóp umhverfisverndar- manna sem vinnur að jafnvægi í náttúrunni. En við höfum alls enga virðingu fyrir hinum steikar- étandi háttlaunuðu dýra-trúboð- um, sem eru að ferðast um heim- inn á allskonar ráðstefnur, til þess að leggja veiðar okkar í rúst. Fyrir okkur er um líf og dauða að tefla, — hvorki meira né minna, — og við erum ákveðnir í því, að berjast fyrir lífi okkar. Kannski höfum við verið of kurteisir. Kannski höfum við treyst um of á skynsamlegar rök- semdir, jafnvel þótt við sjáum fyrir okkur risaöfl sem eru orðin þáttur í stjórnmálunum hjá mörg- um stórþjóðum. Stjórnmálamenn sem hafa aldrei séð sel eru nú kosnir af fólki sem líka hefir aldr- ei séð sel. Við ráðumst ekki á þær aðferðir sem fólk á Vesturlöndum hefir til að afla sér fæðu — kjúklingaverk- smiðjur, stríðaldir nautgripir, „iðnaðar“-svín, — þetta ræður ferðinni, en ekki næringarnauð- syn. Það sem við erum að mót- mæla, eru utanaðkomandi aðilar, sem ógna tilveru okkar með verndarráðstöfunum gagnvart dýrum sem alls ekki eru í neinni útrýmingarhættu. Kannski ættum við að fara að framleiða glæsileg veggblöð með stórum biðjandi augum inúitbarna, þar sem text- inn er þessi: „Verndið eskimóa frá útrýmingu"! Ef maður spyr umhverfisvernd- armennina — öll þessi fjölbreyti- legu umhverfissamtök — myndu þeir allir segja, að þeir séu alls ekki á móti okkur, inúitum. Þeir munu segja, að þeir séu aðeins á móti því, að við seljum skinnin okkar. Eigum við þá að fleygja skinnunum? Það væri mikil sóun verðmæta. Við verðum að skjóta selina, og við krefjumst þess að fá að selja þau skinn sem við notum ekki sjálfir. Ég tel að nú eigi öll öfl að sam- einast gegn vaxandi misnotkun valds hjá umhverfisverndar- mönnum. Umhverfisverndarswnv- tökin ættu líka sjálf að gefa stuðn- ingsmönnum sínum ítarlega skýr- ingu á því, hvort þau séu með eða á móti menningu okkar. Tilvera menningar okkar er komin undir því, hvort við fáum að selja skinn- in okkar. Þar er engin „millileið". Mig langar til að bæta þvi við, að það hefir verið dýrmæt reynsla fyrir mig og grænlensku sendi- nefndina, að koma hingað til Ný- fundnalands. Á sunnudaginn var heimsóttum við útskagabyggð norðarlega á Nýfundnalandi, þar sem voru selveiðimenn eins og við. — Mannlegar verur sem búa við örðug náttúruskilyrði, — en krefj- ast þess að fá að lifa í þessu óvin- samlega umhverfi, þar sem sel- veiðar eru grundvöllur fæðuöflun- ar. Þetta fólk er líka smánað á óréttlátan hátt, og lífsviðurværi þess er eyðilagt. Fyrir mér er málið einfalt og skýrt, — en fáránlegt: út af einni herferð til að drepa selakópa, sem alls ekki var á neinn hátt á okkar vegum og kom okkur ekki við, — er verið að eyðileggja lífsafkomu okkar. Við veiðum ekki sel bara skinnanna vegna. Við fleygjum ekki selkjötinu. Það eru ekki við sem höfum fundið upp víðtækar iðnaðarveiðiferðir. Við borðum kjötið, við gerum klæði úr skinnunum, — við seljum aðeins það sem umfram er, og veiðar okkar eru einstaklings- bundnar og með því markmiði, að við og fjölskyldur okkar geti lifað. Eins og ég sagði hefi ég enga samúð með kópadrápi og ég er ánægður, að bundinn hefir verið endir á það. En sú staðreynd, að umhverfisverndarsamtökin halda nú áfram hinni kaldranalegu her- ferð gegn okkur, og æsa til árása á okkur, það kalla ég aftöku án dóms og laga. Og allir sem styðja þessa menn eru meðsekir. Framundan er mikið verkefni: að fræða almenning. Af hálfu Grænlands verður allt gert sem unnt er, og sama er að segja um ríkisstjórn Danmerkur. Um það er ég fullviss. Þetta ætti að vera sameiginleg skylda allra, og ég þykist viss um, að almenningur í heiminum muni styðja okkur, þeg- ar menn vita sannleikann. ISUZU TROOPER 1986 á alvöru bílasýningu að Höfðabakka 9, föstudag og laugardag Isuzu Trooper sómir sér alls staðar vel. Hvort sem þú átt leið um þjóðvegi, fjallvegi eða öræfaslóðir, þá er hann sniðinn fyrir þínar þarfir. Þú kynnist Isuzu Trooper á glæsilegri bílasýningu að Höfðabakka 9 föstudag og laugardag, skoðar, reynsluekur og færð svör við öllum þínum spurningum. Þú ættir að nota tækifærið og kynna þér þennan magnaða bil - hann bregst þér ekki. 6 Sjáumst á alvöru bílasýningu BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.