Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 29 Islax hefur látið gera frumáætl- anir um byggingu og rekstur klak- og seiðaeldisstöðvar á Nauteyri til framleiðslu á 250—300 þúsund gönguseiðum og matfiskeldis- stöðvar í Reykjanesi til fram- leiðslu á 300 tonnum af laxi á ári. Stofnkostnaður á Nauteyri er áætlaður 25,7 milljónir kr. og í Reykjanesi 61 milljón kr. Gert er ráð fyrir að söluverðmæti seið- anna verði 10 milljónir kr. á ári og söluverðmæti á laxi frá Reykja- nesstöðinni verði 60 milljónir kr. og sýna áætlanir góða arðsemi af framkvæmdunum. Klak- og seiðaeldis- stöð á Nauteyri Klak- og seiðaeldisstöðinni á Nauteyri hefur verið valinn staður á eyri við ósa Hafnardalsár og hefur þar verið byggt 423 fer- metra hús yfir eldið og vinna við innréttingar er komin á lokastig. í húsinu er auk eldisaðstöðu íbúð fiskeldismanns og vinnuaðstaða. Á þessu ári verður hafist handa við að byggja annað hús af svip- aðri stærð við hlið þess fyrra. Heitt vatn er tekið úr borholum og leitt að stöðinni í einangruðum plastpípum, um 2,7 kílómetra leið. Gerður var samningur við Naut- eyrarhrepp um lands- og hitarétt- indi til 25 ára með forleigurétti. íslax kostar boranir en borholurn- ar verða eign Nauteyrarhrepps í lok samningstímans. Kalda vatnið er tekið úr lokræsum meðfram Hafnardalsá og úr dælubrunni, en líka er hægt að fá sjálfrennandi vatn úr ánni. Engilbert sagði áformað að taka fyrra húsið í notkun í byrjun ág- úst með aðkeyptum seiðum. í haust yrði stöðin síðan með eigið klak og næsta vor þyrfti seinna húsið að vera tilbúið til að taka við seiðum úr klakinu. Hann sagði að af þeim 250—300 þúsund göngu- seiðum sem framleidd yrðu í stöð- inni á ári væri gert ráð fyrir að 100 þúsund seiði yrðu tekin til framhaldseldis í Reykjanesi en hitt yrði til sölu á einhverju stigi innan héraðs eða þá sett í hafbeit. Fyrirtækið hóf hafbeitartilraunir á Nauteyri í fyrrasumar með því að sleppa 4.500 seiðum í ós Hafn- ardalsár, en enginn lax hefur enn sem komið er skilað sér til baka. Hann sagði að nokkrir bændur hefðu áhuga á að kanna möguleika á fiskeldi, bæði í ám og til fram- eldis þar sem jarðhiti væri til staðar. Hann sagði að menn færu ekkert suður á land til að sækja seiði til slíkra tilrauna og væri seiðaeldisstöð innan héraðs því Reykjanes. Tilraunastöð tslax hf. er Ijósa húsið til hægri i myndinni. grundvöllur allra raunhæfra til- rauna á þessu sviði. Við stöðina munu verða 2 ársstörf, en við upp- bygginguna starfa mun fleiri. Engilbert sagði að samvinna væri ágæt við núverandi hreppsnefnd í Nauteyrarhreppi og þegar hefði orðið vart við jákvæð áhrif stöðv- arinnar í sambandi við tryggingu búsetu á svæðinu. Hann sagði að það væri kannski umdeilanlegt hvort rétt væri að halda þessu svæði í byggð, „en menn verða að gera það upp við sig hvort þeir leggja pening í að flytja fólkið í burtu eða að byggja hér upp,“ sagði Engilbert. Matfiskeldi í Reykjanesi f frumáætlunum sem gerðar hafa verið fyrir matfiskeldisstöð í Reykjanesi er gert ráð fyrir að þar verði laxaseiði frá Nauteyri alin frá gönguseiðastærð í sláturstærð. Eldið verður sambland af strand- kvíaeldi og flotkvíaeldi. Seiðin verða fyrst alin í strandkvíum í upphituðum sjó í um eins kg stærð, en stór hluti þeirra síðan færður út í flotkvíar þegar sjávar- hitinn er orðinn nægilega hár og alin þar í sláturstærð. I Reykja- nesi er mesta jarðhitasvæðið við ísafjarðardjúp, og ræður það fyrst og fremst staðarvali, en þar er líka gott landrými, og aðstaða til sjávartöku, rafmagn frá dreifi- kerfi Orkubús Vestfjarða og vara- aflstöð og flugvöllur. Þá er ágæt aðstaða fyrir flotkvíar báðum megin Reykjaness, þ.e. 1 Isafirði og Reykjarfirði. Engilbert sagði að íslax hefði átt viðræður við ísafjarðarkaup- stað, sem er eigandi landsins í Reykjanesi, um lands- og hitarétt- indi fyrir eldisstöð en samninga- viðræðum væri ólokið. „En þar sem Pétur Bjarnason hefur lands- réttindi í Hveravík í Reykjanesi var gengið til samninga við hann um að byggja tilraunastöð á landi hans, þar sem nauðsynlegt þótti að kanna vaxtarforsendur með beinni íblöndun hveravatns i sjó. Einnig þótti nauðsynlegt að prófa laxeldi í netkvíum í sjó. Við byggj- um stöðina en hann rekur hana í tvö ár og á kost á að kaupa hana að þeim tíma liðnum. Við lítum á þetta sem undirbúning og æfingu í að byggja upp stærri stöð annars staðar á nesinu," sagði Engilbert. Þeir hafa nú byggt eldishús í Hveravík með tveimur eldiskerj- um og eru með laxaseiði þar í eldi og í flotkví í Reykjarfirði. „Hafbeit of áhættu- söm við I)júp“ Fyrirtækið Djúplax hf., sem er í eigu Péturs Bjarnasonar fyrrver- andi skipstjóra á ísafirði og fleiri, hóf hafbeitartilraunir í Reykjar- fjarðarbotni í samvinnu við land- eigendur á árinu 1974. Pétur sagði að hafbeitin hefði gengið þokka- lega framan af, endurheimtur hefðu verið 2—5% af 2—3 þúsund seiða sleppingum. En frá árinu 1979, eftir að slepping var aukin upp í 4—6 þúsund seiði á ári, hefðu endurheimturnar brugðist nánast alveg. „Það er lítið um skýringar á þessu,“ sagði Pétur þegar hann var spurður hvað ylli. „Það sem maður þó veit eftir á er að á þessu tímabili hefur legið mjög kaldur pólsjór yfir Vestfjarðagrynning- unni og líklegt að seiðin, sem eru stríðalin, hafi drepist þegar þau gengu út í þennan kalda og æt- issnauða sjó. Ég tel að selurinn hafi einnig tekið sinn toll, en hon- um hefur fjölgað hér í Djúpinu." í vor var engum seiðum sleppt í hafbeit í Reykjarfjarðarbotni í fyrsta skipti síðan 1974. í fyrravor var 2.000 seiðum sleppt þar og var aðeins einn lax kominn til baka um miðjan júlí, þegar blaðamaður var á ferð í Djúpinu. Pétur sagði að framhald tilraunanna væri óráðið. Hann sagði: „Ég tel að haf- beitarrekstur á Vestfjörðum sé ákaflega háður sjávarhita og geti ráðist af því hvernig straumar liggja; hvað golfstraumurinn er sterkur á hverjum tíma. Maður sér þessar sveiflur ekki fyrr en eftir á og hafbeit er því allt of áhættusöm þar til menn geta ráð- ið meira í aðstæður fyrirfram." Tilraunirnar lofa góðu Pétur hefur nú stofnað fyrir- tæki sem nefnt er Laxeldisstöiðin í Hveravík, eftir staðsetningu hennar í Reykjanesi. Meðeigendur hans eru tveir starfsmenn Hér- aðsskólans í Reykjanesi. Þeir ætla að taka við rekstri tilraunastöðv- arinnar af íslaxi aö tilraunatím- anum loknum og stækka hana. Mun stöðin kaupa seiði frá tslaxi og ala þau í sláturstærð, og er stöðin því liður í því að nýta fram- leiðslu Nauteyrarstöðvarinnar. Sagði Pétur að tilraunirnar hefðu komið vel út til þessa. „Það sem aðallega þurfti að fá svör við með tilraununum var hvort hægt væri að dæla sjó allt árið. Það reyndist hægt. Einnig þurfti að kanna áhrif þess á laxinn að blanda hveravatni beint í sjóinn, í stað þess að forhita hann fyrst. Með því móti þarf aðeins 10% af því heita vatni sem annars þyrfti. Þessi tilraun hefur komið jákvætt út og fiskurinn þrifist vel. Hefur náðst allt upp í 1,7% vöxtur á dag, en það er fyrir ofan meðallag," sagði Pétur. - HBj. Vinnumenn við einangrun heitavatnsleiðslunnar frá borholunni að stöðvarhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.