Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 45
MORGUNgLADIÐ, MIDyiKUDAGUR 31. JtlLÍ, 19§5 Magnús Gíslason, Hvammi - Sjötugur Vinur minn or frændi, MaKnús, er einstaklega hópvær og lítillátur maður og þegar ég fékk vitneskju um að hann yrði sjötugur þann 31. júlí sló ég því fram, að þess yrði að geta í blöðum heima. Hann brást næsta reiður við og kvað lífshlaup sitt ekki vera með þeim hætti að það ætti erindi til almennings. Ég var og er hins vegar á ann- arri skoðun og álít að líf óþekktra alþýðumanna á borð við Magnús eigi brýnt erindi til almennings og þá sérstaklega til hinna ungu, sem nú vaxa úr grasi, og lítt eða ekkert þekkja til þeirrar lífsbaráttu sem sjötugur maður á að baki. Magnús er fæddur á Akranesi árið 1915 og voru foreldrar hans hjónin Gísli Einarsson frá Ak- urprýði og kona hans, Halldóra Þorsteinsdóttir. Magnús er næst- elstur fimmtán systkina og af þessum stóra hópi eru níu á lífi í dag. Akranes var á þessum tíma aðeins lítið og fátækt fiskiþorp og þá sem endranær bjó þar dugmik- ið og æðrulaust fólk, sem átti ailt sitt undir óblíðum náttúruöflum. Gísli, faðir Magnúsar, var mikíll atorku- og dugnaðarmaður og má hvað best marka það af framsýni hans og þrótti er hann ungur og efnalítill réðist í að byggja hið reisulega hús að Hvammi yfir ört vaxandi fjölskyldu sína. Trúlegt þykir mér að fjölskyldan í Hvammi hafi á þessum erfiðu tím- um lifað við rýmri og betri kjör en títt var á þessum tíma og mun það fyrst og fremst hafa orsakast af elju og dugnaði Gísla, sem alla tíð var farsæll og dugandi formaður og mótoristi. Það gefur augaleið að í mörg horn var að líta á hinu stóra heim- ili í Hvammi og ekki ávallt tími svo sem skyldi til þess að sinna stóra barnahópnum, en þá eins og svo oft fyrr og síðar áttu börnin í Hvammi sér athvarf og skjól hjá afa og ömmu í Akurprýði og oft hefi ég heyrt Magnús tala um afa og ömmu og þá jafnan með klökk- um huga og sárum söknuði. Ég get mér þess til að gömlu hjónin í Ak- urprýði hafi haft meiri og dýpri áhrif á líf Magnúsar en nokkurn kann að gruna. Þegar Magnús var fimmtán ára gamall urðu mikil og afdrifarík þáttaskil í lífi fjölskyldunnar í Hvammi; stóra reisulega húsið var selt og fjölskyldan fluttist búferl- um til Reykjavíkur. Búferlaflutn- ingur þessi olli því ekki hvað síst, að allmikið rót komst á líf Magn- úsar og má með sanni segja að þá hæfist hið ævintýralega líf, sem hann hefir lifað allt fram á þenn- an dag. Aðeins sextán ára gamall gerð- ist Magnús ásamt jafnaldra félaga laumufarþegi á gamla gufuskipinu „ísland“ og komust þeir félagar eftir viðburðaríka reisu til kóngs- ins Kaupmannahafnar. Félagi Magnúsar varð að sætta sig við að verða sendur heim til íslands taf- arlaust, en Magnúsi tókst hinsveg- ar með einhverjum hætti að tala svo máli sínu að hann fékk ótrufl- aður að dvelja áfram í Danaveldi og er sönn unun að heyra hann rifja upp minningar frá hinu ljúfa lifi þessarar Danmerkurdvalar. Magnús sneri svo aftur til fóst- urjarðarinnar og þá fyrst tók við alvara lífsins, armæða og brauð- strit þessarar jarðnesku tilveru. Meginhluta ævinnar var Magnús við störf á sjó en brá þó oft fyrir sig vinnu í landi og veittist honum jafnan auðvelt að fá starf, enda fjölhæfur og kappsfullur alla tíð. Eins og sagt var hér áður og fyrr meir þá er Magnús sérlega hagur bæði á tré og járn og liggja eftir hann ýmsir listilega gjörðir smíðisgripir. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var Magnús uppá sitt bezta og svall svo sem mörgum öðrum móður í brjósti og vildi fyrir hvern mun fá með ein- hverjum hætti að leggja sitt af mörkum í þeirri baráttu, sem þá var háð gegn helstefnu nasismans. Og fyrr en varði hafði Magnúsi tekist að fá skiprúm á danska skipinu Sonja Mærsk sem þá var í föstum siglingum á hina stóru sovésku flotahöfn, Murmansk. Þarna um borð upplifði hann allar þær hörmungar sem áttu sér stað úti á jökulköldu og helmyrku norðuríshafinu, þar sem þúsundir skipa hurfu í djúpið með manni og mús. Eftir nokkrar ferðir á þessari háskalegustu siglingaleið siðari heimsstyrjaldarinnar réðst Magn- ús á norska skipið Spika frá Berg- en og sigldu þeir með fisk frá ís- landi til Bretlands. Auk þessa var hann svo á norskum selveiðara sem sigldi með varning fyrir setu- liðið á íslensku ströndina. Enginn vafi leikur á þvi, að þessar sigling- ar Magnúsar á þessum ógnartím- um hafa markað djúp spor í vit- und hans og veit trúlega enginn nema sá, sem reynt hefir, hvílík mannraun fólst í beinni þátttöku i þessum mesta hildarleik mann- kynssögunnar. Eftir að styrjöldinni lauk var Magnús svo við ýmis störf til sjós og lands og gekk á ýmsu í lífsstriti hans. Hann starfaði m.a. í mörg ár sem viðgerðarmaður á Hornafirði og kom sér þar, sem og annars staðar, afar vel og á þar enn í dag margt góðra vina og minnist dval- ar sinnar á Hornafirði jafnan með virðingu og þakklæti. Fyrir nokkrum árum varð Magnús að hætta allri vinnu vegna erfiðs sjúkdóms og vafalítið hefir það verið honum þungt áfall þótt fátt eitt hafi hann um það talað, en þeir sem til þekkja vita að iðjuleysi hefir alla tíð verið fjarlægt atorkumanninum Magn- úsi Gíslasyni. Magnús fluttist aft- ur búferlum til Reykjavíkur og dvaldi þar í nokkurn tíma eða allt til þess að hann tók sig upp fyrir rúmu ári og flutti til Gautaborgar. Hér ytra á Magnús sitt eina barn og er það gift sæmdarkona, Ester að nafni, margra barna móðir og STJORN ríkisrekna kolanámufé- lagsins í Bretlandseyjum segir að tapi námarekstri nemi 2,2 miíljörð- um sterlingspunda, 119 milljörðum íslenskra króna, undanfarið ár. Stjórnin kennir verkfalli náma- manna, sem stóð 357 daga og lauk í mars síðastliðnum, um bróður- hluta tapsins eða 1,75 milljarða sterlingspunda. __________________________ eru börn hennar svo sem að líkum lætur afar eisk að afa sínum. Hér ytra hefir Magnúsi vegnað frábærlega vel, hann hefir hér eignast hlýlegt og fallegt heimili og veit ég að ýmsir jafnaldrar og vinir Magnúsar heima á Fróni mundu tæpast trúa eigin augum ef þeir fengju tækifæri til þess að heilsa uppá hann í fallegu íbúð- inni sem hann hefir fengið hér í Gautaborg. Hér líður Magnúsi vel, hann unir glaður og ánægður við sitt, felur líf sitt allt í Guðs hönd og er til ómældrar blessunar fyrir alla þá er hann umgengst. Enda þótt Magnús hafi nú náð því að verða sjötugur að árum, segir það næsta lítið um hinn eig- inlega aldur hans, þvi hann er í senn unglegur í öllu útliti og hreyfingum og svo það sem mestu veldur, hann er síungur í anda og unir sér hvað best í hópi ungs fólks. Ég og fjölskylda mín viljum með þessu fátæklega afmælis- rabbi hylla Magnús á þessum merkisdegi og þakka honum fyrir ljúf og góð kynni og óska honum hlessunar Guðs, sem hann sjálfur telur athvarf sitt og skjól. Þorvaldur Sigurðsson, Angered Heimilisfang Magnúsar er: Paprikagatan 21, 424 47 Angered, Göteborg. Kolaframleiðsla minnkaði tals- vert á síðasta rekstrarári, hrapaði úr 105 milljónum tonna 1983—84 niður í 42 milljónir tonna 1984—85, og er talið að hver námamaður, sem lagði niður vinnu allt verkfallið, hafi að með- altali tapað 10 þúsund pundum, 520 þúsund krónum, í verkfallinu.- Brelland: Taprekstur á kolanámum ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN - LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BAN6SINN - TENINGURINN - FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN BIJNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.