Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.07.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1985 V egagerð á yillígötum - eftir Magnús Andrésson í Borgarfirði er búið að byggja nýja brú yfir Hvítá á Kljáfossi hjá Hurðarbaki og Síðumúia og var hún opnuð á föstudaginn var. Þann sama dag átti ég ieið um þessa nýju brú á leið minni um Geldingadraga úr Reykjavík, að Laugarmel í Hvítársíðu. Þegar ég kom upp á brúna heltók mig orðið „Nánös“. Ástæða þess var sú er ég ætla nú að reyna að lýsa og koma til ferðamanna er þarna eiga leið, svo þeir aki með sérstakri varúð þarna um. Meðan gamla brúin var þarna, datt engum í hug að hægt væri að mætast á henni, enda var hún held ég 2,60 m breið og með háum handriðum sem báru hana uppi og þótt vegurinn að henni væri bæði brattur og mjór og stórhættulegur vegna hálku og hæðar niður í ána þá veit ég ekki til að þarna hafi nokkurn tímann orðið slys á mönnum eða farar- tækjum síðan brúin var byggð ár- ið 1920. Ástæða þess mikla láns held ég að liggi í augum uppi, brú- in sjálf sá um að aðvara ferða- menn, það blasti við að brúin og umhverfi hennar mundi vera stór- hættulegt og það hve augljós hættan var hefur áreiðan/ega komið í veg fyrir öll slys. Þá er ekki úr vegi að mynda sér skoðun um framtíð þessarar nýju ' brúar með tilliti til slysahættu. Brú þessi er felld inn í nýja veglínu sem myndar stórt öfugt S, mér sýnist það muni vera tákn- rænt að essið er öfugt því allt veldur þetta mannvirki fólki, sem þekkir þennan stað og umhverfi best, áhyggjum. Ég reikna með að þessi vegur, sem er önnur aðalleið- in frá Reykjavík til Norðurlands, muni verða það breiður að hægt verði að mætast á honum á öllum farartækjum þar til kemur að brúnni nýju, þá allt í einu mjókkar vegurinn yfir hana, þar sem alls ekki má henda óhapp, vegna hæð- arinnar á veginum og brúnni yfir ánni. Það er augljóst að hendi þarna slys og farartæki kastist út- af, þá sér hæðin á veginum og áin um afganginn. Ekkert annað en dauðaslys gæti hent þarna ef útaf er ekið. Nýja brúin er miklu hærri en gamla brúin og þess vegna mun meiri fallhæð niður í ána og þeim mun óhugnanlegra að hugsa til þess að einhver lenti þarna útaf. Nú, ég held ég megi segja að öllum sem hafa skoðað þetta er óskilj- anlegt af hverju brúin er ekki höfð tvíbreið á þessari miklu umferðar- æð og þessum stórhættulega stað. Þarna á trúlega að notast við þessi hefðbundnu hættumerki og fela þeim varðveislu lífs þeirra er eiga leið um. Ekki finnst mér það full- nægjandi. Þá er ekki heldur úr vegi að virða fyrir sér hvernig vegagerðin ætlar að haga vega- mótunum eftir að yfir brúna kem- ur fyrir vegfarendur er fara Geld- ingadraga og Hestháls á leið sinni til Norðurlands og hugsanlega vita af vegi, sem lítið er talað um og enn minna merktur og liggur yfir Grjótháls úr Þverárhlíð til Norðurárdals og styttir Norður- leiðina um 30 km eða meira. Leið þessi er af öllum sem ég hef heyrt í, talin sérstaklega falleg og fær öllum litlum bílum. Þeir bílar er koma yfir Kljáfoss og ætla til Norðurlands um Grjótháls eða í Hvítársíðu skyldu ekki auka hrað- ann strax og brúnni sleppir því nú þurfa þeir að vanda sig á væntan- legum vinkilvegamótum er taka skal með farartækið hallandi, öfugt við beygjuna. Og af hverju skyldi þetta nú allt vera hannað svona, jú ástæðan mun vera draumur þeirra Borgnesinga að öll umferð milli landshluta, er sker Borgarfjörð, skuli fara um Borgarfjarðarbrú. Þessi viðleitni þeirra til að ráða því hvaða leiðir menn velja, gengur ekki betur en svo að þótt Dragavegurinn megi heita torfær vegna skorts á við- haldi þá sýna umferðarteljarar að varanlegt slitlag muni verða lagt á Magnús Andrésson „Ég hef verið að virða þessi fyrirhuguðu mannvirki fyrir mér núna undanfarið því þessi vegamótatilfærsla snertir land, sem mér hefur verið falið að varðveita til næstu kynslóðar.“ þessa leið á næstu árum, eftir því sem vegagerðarmenn sögðu mér. Eins og nú hagar til eru þessi vegamót því þyrnir í þeirra aug- um, því vegurinn frá brúnni liggur beinn til Þverárhlíðar og Grjót- háls með vegamótum til Borgar- ness í vinkil. Nú á hins vegar að snúa þessu alveg við, þótt mér sýnist það blasa við að sú umferð er kemur yfir Dragann og Hestháls og ætlar til Norðuriands muni reyna að komast Grjótháls til Norðurárdals og stytta leiðina um 30 km eða meira og njóta þeirrar fegurðar er Þverárhlíð og Grjótháls hafa uppá að bjóða. Umferð sú er færi Hvít- ársíðu notaði líka þessi vegamót, svo að umferðin um Kljáfossbrú, er þyrfti að taka Borgarnesaf- leggjarann, virðist síst meiri en sú umferð er færi um Grjótháls og Hvítársíðu og þvf ekki ástæða til að gera upp á milli þessara leiða. Auðvelt væri að laga þessi vega- mót með því einu að víkka eitt- hvað beygjuna frá brúnni inn á Borgarnesveg. Liggur það mjög vel við bæði hvað landið snertir og brúna nýju og kostaði smámuni miðað við að byggja bogann og fara þar bæði yfir djúpa gróf og lægð í landinu og ennfremur sneiða af túnum frá Síðumúla- veggjum. Ég hef verið að virða þessi fyrir- huguðu mannvirki fyrir mér núna undanfarið þvf þessi vegamótatil- færsla snertir land sem mér hefur verið falið að varðveita til næstu kynslóðar. Væri þessi áætlun framkvæmd mundi hún eyðileggja svokallaðan Búðarblett f landi Síðumúla er liggur í krikanum sem vegurinn frá brúnni um vega- mótin til Borgarness afmarkar. Staður þessi er óvenju miklum kostum búinn frá náttúrunnar hendi. Þar er fegurst bæjarstæði f Síðumúla utan bæjarstæða þar sern fjallið lyftir landinu. Þarna er fegurst útsýni inntil landsins með Éiríksjökul fyrir botni dalsins. Þarna er stutt í hveri í nágrenninu með sjálfrennandi heitu vatni á staðinn. Þarna er kjörinn án- ingarstaður fyrir ferðamenn hvort heldur þeir eru á bílum eða hest- um, svo æskilegt væri að þarna væri aðstaða fyrir þá. Af þessum sökum hef ég verið að ræða við vegagerðarmenn og reyna að fá þá til að hlifa þessu landi. Hef ég lengi leitað að þeim aðila er hefði völd til að koma í veg fyrir þetta slys. Þá kom margt einkennilegt í Ijós, valdið var ekki auðfundið, ekki þýddi að tala við vegamálastjóra eða yfirverkfræð- ing vegagerðarinnar né alla undir- menn þeirra, því þeir ráða engu. Valdið fann ég loks hjá hrepps- nefnd Hvítársíðuhrepps og undan- farið hef ég verið að glima við hana. Þar sem ég er landeigandi þarna ásamt öðrum, bar ráðamönnum skylda til að hafa samráð við mig áður en vegarstæðið væri ákveðið, en af einhverjum orsökum var það ekki gert og hafði þó erindi vega- gerðarinnar legið lengi hjá hreppsnefndinni, en þegar ég af tilviljun komst að fyrirætlunum vegagerðarinnar að eyðileggja Búðarblettinn og fór af stað að reyna að bjarga honum þá tókst þeim að fá hreppsnefndina til að samþykkja teikninguna, og þar með virtist ekkert geta komið í veg fyrir framkvæmd þessa. Þegar málið var athugað nánar kom í ljós að hreppsnefndin hafði ekki verið löglega skipuð og samþykkt- in því ekki gild. Éins hafði láðst að Um „Nafn rósarinnaru Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Umberto Eco: Reflections on the Name of the Rose. Translated from the Italian by William Weaver. Secker & Warburg 1985. Eco skrifar kver um tilurð „Nafns rósarinnar". Hann fjallar um fjölmargt í þessum skrifum, bókmenntir, miðaldir, heimspeki o.fl. o.fl. Titillinn hefur vakið for- vitni. Rósin er göfugust blóma, hún blómstrar og ilmar skamma stund, en meðan varir fyllir hún skynjunina. „Stat rosa pristina nomine, nomina nuda tenemus" segir Adso í bókarlok. Höfundur vitnar í þessu sambandi í Villon: „Mais oú sont les neiges d’antan" — og „ubi sunt“-þemað. „Hvar er mjöll sem féll í fyrra“ (Pétur Gautur). Eco vitnar í Abelard: „Nulla rosa est ... “ í sambandi við að taia má um það sem ekki er *• eða er glatað (sbr. Eyjólfur Kjalar Emilsson: Ilmur af nafni rósar- innar. Heimspeki Vilhjálms af Baskerville og nafna hans af Ockham. Grein um hugsanlegar heimspekilegar forsendur að „Nafni rósarinnar„ T.M.M. 1985. 2). Eco segir í umfjöllun sinni um titilinn, að hann „láti lesanda eftir að draga sínar ályktanir". Adso Umberto Eco situr í „skiptorium" og horfir út á Dóná og íhugar og minnist og veit ekki handa hverjum hann hefur sett saman frásögnina og ekki heldur lengur um hvað hún fjall- ar: „Af rósinni forðum stendur nafnið eitt; vér höldum aðeins I nakin nöfn.“ (Nafn rósarinnar. ísl. þýðing: Thor Vilhjálmsson.) Eco skrifar: „Ég ákvað að skrifa ekki aðeins um miðaldir. Ég ákvað að skrifa á miðöldum f stíl króníkuskrifara samtímans." Þegar hann tók að'stökkva sér niður í miðaldakróníkur vitnaðist honum aftur það sem allir skrá- setjarar og höfundar hafa alltaf vitað (og hafa sagt okkur aftur og aftur), „að bækur eru um bækur og sérhver saga segir okkur sögu sem hefur áður verið sögð. Hómer vissi þetta, Ariosto vissi þetta, óþarfi að nefna Rabelais og Cerv- antes“. Þess vegna fann hann handritið og það var ekki nóg. „Ég skrásetti það sem Valet skrifaði og Mabillon hafði eftir honum og síðan Adso ..." Inngangurinn var fyrst skrifaður, síðan var 12 mánaða hlé ... Síðan hófst sköp- un heimsins, heimssögunnar, heims þeirra miðalda, sem Eco segir undan og ofan af í þessari skemmtilegu skáldsögu, sam- kvæmt hans skilningi. Táknfræði og sérgrein Ecos og þá einkum miðalda táknfræði og sagan er full af táknum. Heim- speki og guðfræði þjóna táknun- um, meira að segja tilvitnanir í Wittgenstein. Eco segist hafa haft mjög gaman af því, þegar gagn- rýnendur og lesendur hafi talið hann halda fram mjög nútíma- legum skoðunum fyrir munn sögu- persóna sinna. I hverju einasta til- viki, sem nefnt var, hafði Eco not- að 14. aldar texta. Aftur á móti voru aðrir lesendur sem hældu honum fyrir miðaldakeiminn í frásögnum eða samtölum, en sem Eco fannst sjálfum bera í sér nú- tíma keim. „Allir hafa sínar hug- myndir um miðaldir. Aðeins vér múnkar þessara tíma vitum sannleikann, en ef við segjum hann getur það stundum þýtt bálköstinn." Þessi „Postille a II nome della rosa“ er leikvangur Ecos, hann segir margt, fjallar um enn fleira og segir þó aldrei síðasta orðið, enda er þetta leynilögreglusaga. Það hefur vakið furðu hvers vegna þessi bók „Nafn rósarinnar" fékk slíkan hljómgrunn nú á ofanverðri tuttugustu öld. Hún var þýdd á flestar þjóðtungur og seldist í gíf- urlegum upplögum. E.t.v. eru tím- arnir ekki eins frábrugðnir og oft er af látið, margt í bókinni á sér hliðstæður nú, en aðalástæðan er sú, að sagan er mjög skemmtileg leynilögreglusaga með annarlegu ívafi. Sagan hefur vakið aukinn áhuga á miðöldum. Það hefur lengi tíðkast, allt frá frönsku stjórnarbyltingunni að líta á mið- aldir sem tímabil andlegs svart- nættis og hjátrúar. Þessi áróður var iðkaður af byltingarmönnum sem hugðust heldur en ekki upp- timra dýrðar samfélag mannanna, híerarki, lögerfðaregla og trúar- brögð voru að þeirra áliti hemill á framþróun mannsins. Heimspeki miðalda var talin tómt fjas og guðfræðin sömu leiðis. Þetta var sams konar áróður og rekinn var af hinum nýju valdhöfum í Rúss- landi eftir byltinguna, það þurfti að sverta fortíðina til þess að réttlæta valdaránið, falsa söguna og bæta við því sem hentaði vald- höfunum. . Þessi mynd miðalda er nú óðum að fölna fyrir endurmati á þessum Brotnu línurnar sýna nýja vegarstæð- ið. kynna mér sem landeiganda áætl- anir þessar, svo sem skylt er. Fékk ég því komið til leiðar að hrepps- nefndin héldi nýjan fund og fjall- aði um þessa vegagerð að nýju. En það er mjög óþægilegt fyrir hreppsnefnd að þurfa að funda tvisvar um sömu teikninguna og breyta fyrri samþykkt. Þó náðist ekki samstaða um teikninguna óbreytta, svo segja má að vegur- inn liggi út í óvissuna um þessar mundir. Fróðlegt væri því að sjá línur frá þeim sem áhuga hefðu á þess- ari framkvæmd vegagerðarinnar. Ekki veitti af að hjálpast að við að gæta hagsýni og taka fullt tillit til landsins, næg eru verkefnin fram- undan. tímum. Guðfræði og heimspeki miðalda ber í sér mun víðari heimsmynd en sú ömurlega nyt- semishyggja sem þrengir að allri mennskri hugsun nú á dögum. Það er mál til komið að hin menning- arlega einangrunarstefna, sem nú er höfð á oddi, og er: „moldvörpu- andi (sem) sig einn sénan fær hann sér ekki lengra," verði ekki leiðarljós í menningarefnum mik- ið lengur. Saga Ecos hefur fremur stuðlað að því, að rjúfa þessa svartnættis- einangrunar- og sjálfsdýrkunar- stefnu nútíma gutlara. Mafían á kreiki í Palermo Palermo, Sikik-y, 29. júlí. AP. LÖGREGLUFORINGI í Pal- ermo á Sikiley var skotinn til bana aðfaranótt mánudags er lögregla réðst til atlögu við Mafíu-hreiður í fiskibæ fimmtán kflómetra fyrir norðan Palermo. Lögregluforinginn Giuseppe Montana var í fyrirsvari sérþjálf- aðrar sveitar sem hafði það verk- efni að hafa hendur í hári með- lima Mafíunnar. Vegatálmanir voru settar upp eftir atburðinn, en morðingjarnir höfðu ekki náðst þegar fréttist síðast. Mont- ana hafði stjórnað rannsókn sem leiddi í sl. viku til þess að flmm menn úr stærstu Mafíufjölskyldu Sikileyjar voru handteknir. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.