Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST1985 BLAD Vfltu ekki Andstætt víni batna orgel sjaldnast með aldrinum og hið tæplega 60 ára gamla pípuorg- el í Fríkirkj- unni í Reykja- vík hefur látið töluvert á sjá: trépípur hafa rifnað, málmpípur dældast, skinnið, sem í eina tíð var notað fyrir loftopin, hefur hrörnað og innþornað. Afleið- ingin: nótur eru daufar eða þagnaðar með öllu. Og það er orðið langt um liðið frá því hljóðfærið var tekið rækilega í gegn. En nú er verið að ráða bót á því. f sumar hafa feðgar tveir frá Þýskalandi unnið að því að gera við orgelið og færa til nút- ímalegri vegar. Organistinn Pa- vel Smid aðstoðar þá eftir föng- um, og álengdar fylgist Sigurður ísólfsson, fyrrum organisti Frí- kirkjunnar í röska hálfa öld, með öllum framkvæmdum af sama áhuga og viðkvæmni og verið sé að skera upp besta vin hans. Samlíkingin er ekki út i hött, því iður orgelsins liggja eins og hráviði út um alla kirkju, tæplega 2400 pípur af öllum stærðum og gerðum. Sigurður gengur með blaðamanni um kirkjuna, handleikur pipurnar og blæs í, jafnframt því að greina frá þeim flóknu hljóð- fræðilegu lögmálum, sem gerð og lögun þeirra lýtur. Fríkirkjuorgelið var smíðað hjá W. Sauer i Frankfurt am Oder árið 1926 og sett í kirkjuna um vorið það sama ár. Dr. Páll ísólfsson tónskáld, bróðir Sig- urðar, vígði orgelið í lok júlí er hann lék á það við messu. Dr. Páll hóf störf sem organisti Frí- kirkjunnar þetta haust og var orgelið m.a. keypt „svo viðun- andi orgel til afnota fyrir hr. Pál ísólfsson væri í kirkjunni," eins og segir í bréfi nokkurra aðila í Reykjavík, sem tóku sig saman, ásamt stjórn Fríkirkjusafnaðar- ins, og öfluðu fjár til orgelkaup- anna. „Þetta hefur verið mikið fyrir- tæki á sínum tíma,“ segir Sig- Sigurður ísðlfsson vid orgelið í Fríkirkjunni. Myndin er tekin fyrir 20 érum. urður, „hljóðfærið kostaði sem svarar tveimur einbýlishúsum. Margir mætir menn lögðu hönd á plóginn svo kaupin mættu verða að veruleika. Annars fór þetta framhjá mér að mestu leyti, ég var úti á landi þegar þetta var og vissi ekki að von væri á orgeli fyrr en ég sá það standa í kössum á hafnar- bakkanum í Reykjavik. Þá var ég 18 ára gamall, og hefði aldrei getað látið mér detta i hug að ég ætti eftir að sitja við þetta hljóðfæri á hverjum sunnudegi í hálfa öld,“ segir Sigurður og undrast glettni örlaganna. Sem ekki er undarlegt, því þegar þetta var hafði Sigurður að nokkru markað sér framtíð- arbraut, var nemandi í úrsmíði hjá Árna Björnssyni gullsmiði. Hann útskrifaðist nokkrum ár- um síðar, en „sveik svo stéttina“, eins og hann segir sjálfur, og fór að vinna hjá Rafveitunni í Reykjavík við að hreinsa og gera við mæla. „Ég þoldi ekki að vera í þess- um litlu kvenúrum allan daginn, þau voru að gera mig taugabilað- an og því var ég feginn þegar mér bauðst starfið hjá Rafveit- unni: Það var eins og að fara úr bilmótor yfir í stóra gufuvél að hætta í úrunum og taka til við mælana. Og ég hef aldrei séð eft- ir því,“ segir hann, en Sigurður átti eftir að starfa hjá Rafveit- unni samfleytt frá árinu 1939 til 1976, þegar hann komst á eftir- laun. En það er önnur saga. Sigurður er tíundi í röð tólf barna hjónanna Isólfs Pálssonar frá Seli á Stokkseyri, organleik- ara og hljóðfærasmiðs, og Þuríð- ar Bjarnadóttur frá Símonar- húsum. Fjöldskyldan bjó lengst af á Stokkseyri þar sem ísólfur lék á kirkjuorgelið, milli þess sem hann stundaði sjóinn og önnur störf í landi. Einnig sinnti hann þvi áhugamáli sínu að finna upp hluti þegar tóm gafst til. „Pabbi var uppfinningamaður fyrst og fremst,” segir Sigurður, „fann upp á ýmsum nýjungum, eins og til dæmis netakúlunni úr steini (sem kallaður er Isólfur í Rœtt við Sigurð ísólfsson, fyrrverandi organista í Fríkirkjunni í hálfa öld, um starfið og orgelið, sem nú er verið að breyta og endurnýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.