Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. AGUST 1985 =P...S&? Guðmundur V. Lárus son — Minning Fæddur 12. júlf 1926 Dáinn 5. ágúst 1985 Það tekur dálítinn tíma að átta sig á því að það sé komið að hinstu kveðjustund þegar í hlut á maður á góðum aldri sem alltaf hefur verið heilsuhraustur og tekið þátt í lífinu með þrótti og dug. Eftir að Guðmundur tók þann sjúkdóm sem svo marga sigrar nú gekk hann til móts við örlög sín með óvenjulegri hetjulund og síðustu mánuðina og allt til enda sýndi hann æðruleysi og stillingu. Hann fæddist að Krossnesi í Eyrasveit, sonur hjónanna Sigur- laugar Skarphéðinsdóttur og Lár- usar Guðmundssonar, elstur barna þeirra sem voru átta tals- ins. Æskuárin liðu við leik og störf en brátt tók alvaran við. Guð- mundur fór ungur að vinna fyrir sér sem kallað er, var einn af þess- um harðduglegu mönnum sem hlífa sér hvergi, honum var sér- lega lagið að vinna með vélar og að stjórna stórvirkum tækjum var ekkert mál. Alla sina starfsævi var hann eftirsóttur verkmaður, vinsæll og vel látinn af vinnufé- lögum jafnt sem yfirmönnum. í einkalífi gekk Guðmundur gæfuveg með eiginkonu sinni, Rósu Guðjónsdóttur. Heimili þeirra hér í Reykjavík ber vott um sérstaka snyrtimennsku og um- hyggju. Þau eignuðust fimm börn sem nú kveðja ástríkan föður, þau eru Sigurlaug húsmóðir, Guðjón sjómaður, Lára húsmóðir, Þuríður húsmóðir, Anna hjúkrunarkona, búsett í Svíþjóð. Þegar ég nú kveð Munda frænda minn vil ég þakka áralanga tryggð og hlýja vináttu hjá þeim hjónum báðum. Hans er nú saknað af stór- um hópi frænda og vina sem muna glaðlyndi hans og vináttu. Nán- ustu ástvinir hafa þó mest misst. Ég sendi eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur minnug þessara orða: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Kristín Jóhannesdóttir Fæddur var Guðmundur að Krossnesi í Grundarfirði. Foreldr- ar hans voru Sigurlaug Skarphéð- insdóttir og Lárus Guðmundsson bóndi þar. Hann var elstur átta systkina. Tvö þeirra eru farin á undan honum, Jóna sem lést úr hjartaslagi fyrir fáum árum og Lýður er dó af slysförum. Ekki náði Guðmundur að fylla sjötta áratuginn og telst það ekki hár aldur í dag. En ekki þýðir að deila við dómarann. Móðir hans dó er hann hafði rétt náð fermingar- aldri. Faðir hans stóð þá uppi með stóran barnahóp, öll á unga aldri og hann eina fyrirvinnan. Þá var þröngt I búi hjá mörgum smá- bóndanum á íslandi. Kreppunni var rétt að linna og byrjað að rofa fyrir nýjum degi í landinu. Strax og Guðmundur hafði aldur til dreif hann sig til höfuðborgarinn- ar að leita fjár og frama, eins og svo margir aðrir hafa gert fyrr og síðar. Þegar til Reykjavíkur kom var stríðið skollið á og réð hann sig til vinnu við Reykjavíkurflug- völl eins og þúsundir annarra Is- lendinga gerðu þá. Síðan vann hann um tima hjá Haraldi Bjarnasyni og starfaði þá mikið við ýtur og gröfur. Vinnudagurinn var þá oft langur og ekki spurt um Marta Péturs- dóttir - Minning Það fækkar óðum þeim sem ólust upp í „litlu húsi“ hjá foreldr- um sínum og stórum systkinahópi, í sátt og samlyndi við allt og alla. Einn þeirra var Marta mágkóna mín. Marta Pétursdóttir fæddist á Norðfirði þann 15. júlí 1907. For- eldrar hennar voru hjónin Jó- hanna Erlendsdóttir frá Auðkúlu I Húnavatnssýslu og Pétur Bjarna- son, sjómaður og fiskmatsmaður úr Norðfirði. Fljótlega fluttu þau til Eskifjarðar, þar sem Pétur byggði sér lítið hús, eins og þá tiðkuðust og fjölskyldan bjó i. Barnahópurinn varð stór, 9 systur og 1 bróðir. Þrjár systr- anna lifa enn, Metta býr í Reykja- vík, Jóna er sjúklingur á Fá- skrúðsfirði og Jóhanna sem býr I Garðabæ. Marta fór snemma að vinna, bæði á heimilinu og alla vinnu sem til féll í þorpinu. Haustið 1927 fór hún til Reykjavfkur og hugðist fá sér betri og meiri vinnu. Hún var vönust heimilisstörfum og þjónustubrögðum, sem hún vann af einstökum hagleik og gleði. Marta var barnelsk og vildi þvi helst vera á barnmörgum heimil- um. Þess má geta að hún var í marga vetur hjá þeim heiðurs- hjónum Auðbjörgu Tómasdóttur og Kristjáni Gestssyni verslunar- manni. Börn þeirra voru henni kærir vinir alla hennar æi. Á vor- in fór Marta austur á Eskifjörð til þess að sinna litlu systkinunum sfnum, sem enn voru f ómegð. Árið 1944 giftist Marta elsta bróður mfnum, Sigurði P.J. Jak- obssyni, starfsmanni Rafmagns- veitu Reykjavfkur, þau eignuðust tvo syni, Jóhann Pétur, rafvirkja, sem bjó alltaf með móður sinni, og Jón Ármann, verkstjóra, giftan Ingibjörgu ölvisdóttur frá Þjórs- ártúni, þau eiga 3 börn. Heimili Mörtu og Sigurðar var sérstaklega ánægjulegt og mynd- arlegt. Synirnir undu vel heima við ýmiss konar tómstundaiðkanir með föður sínum. Á sumrin ferð- aðist fjölskyldan oftast öll um landið þvert og endilangt. Marta gekk þó aldrei heil til skógar. Á unga aldri fékk hún mjög slæma liðagigt, sem háði henni alltaf. Hún bar veikindi sín með rósemi. Heilsu hennar hrak- aði mjög sfðustu ár, þar til hún lést 21. júli sl. Minningin um gott og ástríkt æskuheimili verður drengjunum leiðarljós í lífinu. Blessuð sé minn- ig hjónanna Mörtu og Sigurðar. Petrína Kristín hvort helgur dagur væri eða ekki. Guðmundur var dugnaðarforkur til allrar vinnu og kunni vel til verka. Á þessum árum var það að Guðmundur vildi reyna nýjar leið- ir og réð sig á togara. Ekki varð sú ferð til neinnar gæfu, því í fyrstu ferðinni varð sprenging um borð í togaranum og létust menn en aðr- ir urðu fyrir eitrun og var hann einn þeirra. Er ég hræddur um að hann hafi aldrei gengið heill til skógar eftir það. Urðu nú þátta- skil í ævi hans. Álverksmiðjan í Straumsvik hóf starfsemi sfna og þangað réð hann sig til starfa og starfaði þar til dauðadags. Fyrir rúmu ári kenndi Guðmundur sjúk- dóms þess er nú hefur lagt hann að velli. Var hann stöðugt undir Hinir vinsælu' körfu- skór úr mjúku leðri komnir aftur Litir: Hvítir, svartir, dökkbláir og rauöir. St. 36—41. Kr. 899,00 Póstsendum 21212 læknishendi allan timann. Reynd voru öll þau ráð er læknar gátu beitt, en allt kom fyrir ekki. Sá kraftur sem öllu er meiri og við flest öll köllum Guð sagði hingað og ekki lengra. öllu er lokið, tjald- iö fallið. Við, litlu peðin á taflborði lffsins, eigum engan leik, við erum mát. Guðmundur var liðlega meðal- maður á hæð og samsvaraði sér vel að öllu leyti. Mannblendinn var hann og hafði gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi. Var hann hrókur alls fagnaðar og lék þá á als oddi Þannig vil ég muna hann glaðan og reifan, tak- andi á móti mér með silfurskál f hendi á hinni ókunnu strönd, sem bíður okkar allra. Kvæntur var Guðmundur Rósu Guðjónsdóttur héðan úr borginni og lifir hún mann sinn. Þeim varð fimm barna auðið, eins sonar og fjögurra dætra, og eru þau öll á lífi. Fari vinur minn og mágur í friði. Útför Guðmundar fer fram á morgun, mánudag, frá Bústaða- kirkju kl. 10.30. l>orsteinn Brynjólfsson Samskipti á tölvuöld Verðum með kynningarfund og sýningu í Kristalsal Hót- els Loftleiða, mánudag og þriöjudag, kl. 16.00—18.00, báöa dagana. Hr. Clive Norris, forstööumaður tæknideildar One To One í Englandi verður á fundinum og gefur upplýsingar. Kynnist því nýjasta í tölvusamskiptum. One To One-umboðið á íslandi Klapparstíg 16, Reykjavík. Sími: 27113. IL n n n n n ii ii - L um tr. Tnrr rnm$ irir 'li 3Q SMIÐSHÖFÐI Til leigu viö Smiðshöfða, 3 hæöir hver um sig 200 m1. Húsnæðið er fullfrágengið og málað, en óinnréttað. Allar nánari upplýsingar í síma 687450. KÖFUNARNÁMSKEIÐ Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi undirdjúpanna og læra froskköfun. Námskeið verða haldin á Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 8 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu a'þjóðleg réttindi til sportköfunar. Næsta námskeið hefst 24. ágúst 1985. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, simi (91) 10490. Jt kl. 10—18 mánudag og föstudag. m 2 Áskríftarsínmm er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.