Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 17

Morgunblaðið - 11.08.1985, Side 17
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR.1,1. AQUST 1985 ■ B 17 Hænsni sem gæludýr! Við hjónin erum nýkomin frá Danmörku, þar sem við dvöldumst í fimm- tíu þúsund manna borg á Jót- landi. Við bjuggum við götu þar sem fólk sem komið er á eftirlaun býr. Á hverjum morgni vöknuðum við við hanagal. Hvernig stóð á þessu? Við spurðum hús- ráðanda hverju þetta sætti. „Jú, það var mjög algengt að eldra fólk hefði hænsni sem heimilisdýr." Þegar ég var að alast upp á Seyðisfirði hafði næstum hvert heimili hænsni, en þá var ekki hægt að fá keypt egg. En sem gæludýr, nei, mér finnst hænsni ekki svo aðlaðandi. I þá daga voru hænsni nokk- uð falleg, allavega á litinn og verptu bæði hvítum og brúnum eggjum og han- inn var oft hinn skrautlegasti, þar sem hann gekk um hnarreistur og litskrúð- ugur með grænar glampandi stélfjaðrir. Hann hafði alveg efni á því að vera reig- ingslegur. Nú kaupum við eggin í búðum í öskjum merktum framleiðanda og oft stendur stórum stöfum á öskjunni: „Ný- orpin egg“. Eru eggin alltaf nýorpin? A mörgum öskjum er engin dagsetning, en þó hefur með tilkomu Sambands eggja- framleiðanda verið sett á öskjurnar: Best fyrir ..." Það segir ekki nóg. Eggin þarf að dagsetja. Fjögurra til tíu daga gömul egg eru best, eftir það fara þau versnandi. Hægt er að sjá, hvort eggin eru ný með því að brjóta þau á disk. í nýorpnum eggjum er rauðan kúlulaga og hvítan þétt og samfelld, en í gömlum eggjum er rauðan flöt og hvítan rennur út. Þau egg sem við sjóðum og steikjum þurfa að vera ný, að ég tali ekki um „pokaegg" (pocheruð egg) sem alls ekki er hægt að búa til nema úr nýjum eggj- um. Þegar eggjahvíta er þeytt, þarf að gæta þess að enginn vottur af fitu sé á áhöldunum og engin ögn af rauðu. Best er að þeyta eggjahvítu, sé hún vel köld, og gott er að setja ögn af salti, ediki eða köldu vatni út í hana. Hin síðari ár, hef- ur fengist smááhaldt til að stinga gat á egg, sem á að sjóða. Þegar gat er stungið á eggið, springur það ekki í suðu. Þetta áhald fæst a.m.k. í einni búð í Reykjavík. Hér birtist mynd af þessu áhaldi. Þegar harðsjóða á egg er best að setja þau í sjóðandi vatn, láta þau síðan sjóða við hægan hita í 5 mínútur, slökka þá á hell- unni og láta þau standa í vatninu í 8 mínútur. Setja þau síðan í kalt vatn og taka skurnina af. Sé þetta gert, losnar skurnin vel af og engin hætta er á að grænn hringur myndist um rauðuna. Egg á aldrei að þvo. Örþunn himna um- lykur skurnina og varnar því að óhrein- indi berist í eggið, en skurnin er þakin ótal örsmáum ósýnilegum götum, sem óhreinindi geta farið inn um, sé himnan þvegin af. Til að athuga hversu vel egg eru soðin, er hægt að láta þau snúast í borðinu með því að taka þau með tveim- ur fingrum eins og sýnt er á meðfylgj- andi mynd. Því hraðar sem eggið snýst, því harðsoðnara er það. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Harðsoðin egg með skinku, sósu og ólífum Handa 5 sem forréttur en 2—3 sem aðalréttur 5egg 10 þunnar sneiðar skinka 1 dós sýrður rjómi 2 msk. olíusósa (mayonnaise) 3 msk. tómatmauk (puré) 2 tsk. chillisósa 1 tsk. karry 10 fylltar ólffur 1. Sjóðið eggin eins og sagt er í formála hér á undan. Takið af þeim skurnina og skerið hvert í 6 aflanga báta. 2. Skerið hverja skinkusneið í fernt, vefjið síðan hvern bút f kramarhús. 3. Raðið skinkukramarhúsunum og eggjabátunum á víxl á fat. 4. Blandið saman sýrðum rjóma, olfusósu, tómatmauki, chillisósu og karry. Hellið á víð og dreif yfir eggin/ skinkuna. 5. Skerið ólífurnar í sneiðar og stráið yfir. Meðlæti: Ristað brauð Harðsoðin egg með kryddsfld og graslauk eða dilli Handa 6 sem forréttur en 3 sem aðalréttur 0 egg 1 peli rjómi 1 lítil dós kryddsfld nokkur strá graslaukur eða væn grein dill 6 meðalstórir tómatar 1. Sjóðið eggin eins og sagt er í formála hér á undan. Takið af þeim skurnina og skerið eggin í tvennt langs- um. 2. Merjið kryddsíldina með gaffli. 3. Þeytið rjómann, hrærið kryddsíldina út í. 4. Takið rauðurnar úr hvítunum og merjið í gegnum sigti. 5. Skiptið rjómahrærunni jafnt í eggjahvíturnar. 6. Stráið eggjarauðunum yfir rjómahræruna. 7. Klippið graslaukinn eða dillið og stráið yfir. 8. Skerið helming tómatanna í sneiðar og setjið á miðju kringlótts fats. 9. Skerið hinn helming tómatanna í báta. 10. Raðið eggjahelmingum og tómatbátum utan með tómatsneiðunum. Meðlæti: Ristað brauð og smjör. Siingií gat á egg, sem á að sjóoa. Snúi^ eggi é boÆi, til ad athuga hveisu vel það er soðið. Egg meö bufftómötum osti og lauk Handa 2 4 egg 2 bufftómatar V4 tsk. salt 1 msk. worcestersósa nýmalaður pipar 2 stórir laukar 1 msk. matarolía 50 g rifinn feitur mjólkurostur 1. Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar. 2. Hitið olíuna og steikið laukinn í henni. Látið hann brúnast en ekki mikið. 3. Skerið tómatana i tvennt, skafið innan úr þeim og setjið saman við laukinn. Látið sjóða við hægan hita í 5 mínútur. 4. Blandið saman salti, worchestersósu og pipar, pensl- ið tómatana að innan með þessu. Brjótið síðan egg í hvern tómathelming. 5. Setjið lauk/tómatmaukið á eldfasta skál. Raðið tóm- athelmingunum með eggjunum ofan á maukið. Stráið osti yfir eggin. 6. Hitið bakarofn í 200°C og bakið þetta í 10—15 mínút- ur. Meðlæti: Heitt snittubrauð og smjör Athugið: Vefjið snittubrauðið í álpappír og hitið um leið og tómat/eggin bakast. Gott er að kljúfa snittubrauðið að endilöngu og smyrja það áður en það er sett í álpapp- írinn. Egg með rjóma, graslauk og steinselju Handa 6 6 egg 3 eggjarauður 1V4 dl. rjómi ‘A tsk. salt Vk tsk. nýmalaður pipar nokkur strá graslaukur væn grein steinselja 1. Þeytið eggjarauður og rjóma saman, setjið salt og pipar út f. 2. Klippið graslaukinn og steinseljuna og setjið saman við. 3. Smyrjið eldfasta skál eða álmót. Hellið rjóma/eggja- massanum i skálina. 4. Brjótið 6 egg með jöfnu millibili i skálina. Gætið þess að hreyfa skálina ekki mikið, svo að eggin haldist að- skilin. 5. Hitið bakaraofn. Setjið vatn í steikingarpottinn eða skúffuna úr eldavélinni, setjið skálina ofan í vatnið. Gætið þess að vatnið fljóti ekki yfir. Látið sjóða í 15—20 mínútur. Þetta á að stifna alveg, en eggjarauðurnar mega vera örlítið linar. 6. Berið á borð Meðlæti: Blaðsalat og tómatbátar. Eggjahlaup 4 heil egg v2 eggjarauður 1 peli rjómi Vfe tsk. salt V* tsk. nýmalaður ljós pipar 1. Þeytið saman egg, rauður og rjóma. Setjið síðan salt og pipar út i. 2. Smyrjið eldfast fat eða álmót. Hellið eggjamassan- um gegnum sigti í mótið. Setjið lok á skálina eða ál- pappír yfir. 3. Hitið bakarofn í 170°C, setjið vatn í steikingarpott eða skúffuna úr eldavélinni, setjið síðan skálina með eggjunum ofan í vatnið. Gætið þess að vatnið fljóti ekki yfir. Bakið i 20—30 mfnútur. Baksturstíminn fer eftir þvi, hversu þykkt eggjalagið er, en það fer að sjálfsögðu eftir stærð mótsins. 4. Hvolfið á fat, skerið í ræmur eða teninga. Látið kólna. Meðlæti: Reyktur silungur, lax eða síld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.