Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1985
—-—i f ( it — r*—-r
ánni, en varla höfðu þau riðið langt
þegar stígvél komu sígandi niður á
milli hestanna. f fyrstu datt þeim í
hug að þau væru af himni send. En
þetta reyndust vera gömul slitin
stígvél af Agli, sem fylgdarmaður-
inn hafði tekið með. Mestu erfið-
leikamir reyndust þó vera að halda
sér vakandi þegar sólin tók að
verma um morguninn, enda ekki
komið í haga í Herðubreiðalindum
fyrr en um klukkan þrjú síðdegis 6.
júlí. Höfðu þau þá verið á ferðinni í
32 tíma frá því farið var frá
Hvannalindum. Axel og Egill höfðu
báðir kvefast af volkinu í ánni og
töldu Hofmannsdropa út í heitt
vatn áður en þeir fóru í pokana.
Á sunnudegi vöknuðu ferðamenn
komið i tjaldstað hjá alldjúpum og
stórum vatnspolli undir Hrossa-
borg um ellefuleytið um kvöldið.
Of margir á línunni
Næsta dagleið lá um Námafjall
og að Mývatni. Reyndu þær Rann-
veig og Ellen að hringja á símstöð-
inni í Reykjahlíð, sem var í torfbæ.
Ekki náðist samtalið, því of margir
voru á línunni milli Reykjahlíðar og
Reykjavíkur og skildu þær því eftir
skeyti til að láta vita að þær væru
af fjölium komnar. Þar sem ferða-
fólkið gat ekki fengið tjaldstæði eða
haga í landi Reykjahlíðar var hald-
ið áfram til Grímsstaða í Mývatns-
sveit þar sem vel var á móti þeim
tekið og tjaldað á grasbala við
Ellen og Rannveig í Herðubreiðarlindum.
undir „fallegasta fjalli í heimi“,
Herðubreið, og fer Ellen fögrum
orðum um þann safaríka gróður
sem þarna er, svo að danskar kýr
hefðu verið fullsæmdar af, blóm-
skrúðið mikið og geysimikið af
hvönn, sem er athyglisvert fyrir
nútímaferðafólk á þessum stað.
Segir hún að þau hafi skilið eftir 5
potta brúsa með steinolíu í bústað
Fjalla-Eyvindar, sem smalamenn
noti þegar þeir fara í göngur, „þótt
fátt fé fari svona langt inn á öræf-
in“. Allur farangur var nú bundinn
hærra á hestana, því nú þurfti að
fara yfir dýpstu á sem þau enn
höfðu riðið, rétt að undanskyldu
sundi Axels. Til að komast hjá
hrauninu var farið tvisvar sinnum
yfir Jökulsárkvíslina. Stillilogn og
sólskin var mestallan daginn og
vatnið. Þarna var hægt að fá keypt
egg og mjólk og sporðrenndu þeir
Axel og Filipus hikstalaust tveimur
pottum hvor á stundinni. Gríms-
staðir eiga eyjuna Slútnes og réri
Sigfinnur bóndi með þau fyrir eina
krónu á mann í þessa perlu Mý-
vatns og áttu þau ekki orð til að
lýsa því hve fróður þessi bóndi var
um náttúru landsins og sögu. Hann
var eins og alfræðiorðabók. Næsta
dag skoðaði ferðafólkið sig um við
Mývatn. Vegna sandroks var erfitt
að skoða klettamyndanirnar í
Dimmuborgum og á Kálfa-
ströndinni eða vera á ferli. Rann-
veig var orðin eins og svertingi og
hin að minnsta kosti sem kynblend-
ingar. En þeim mun betur kunnu
ferðalangarnir að meta Stórugjá og
baðið þar í heitu hveravatninu eftir
slarkið á fjöllum í svo marga daga.
Á Geiteyjaströnd veittu þau sér
þann lúxus að kaupa mat hjá gest-
risnu fólki, fengu urriða úr Mývatni
matbúinn á tvennan hátt og nutu
þess að setjast við dúkað borð. Var
haldið áleiðis að Dettifossi um
kvöldið til að stytta dagleiðina
næsta dag og tjaldað við gamlar
bæjarrústir að Austurhúsum.
Síðasta dagleiðin á hestbaki var í
Ásbyrgi með viðkomu við Dettifoss.
Riðið gegnum Hólmatungurnar.
Eftir nokkurra tíma reið komu
ferðalangarnir auga á fólk við hey-
skap. Var það á engjum frá bænum
Svínadal, sem þá var efsti bær í
byggð. Ákváðu þau nú að fá keypta
mjólk heima á bænum, en kýrin
fannst ekki, svo þau urðu að láta
sér nægja að fá kaffi með 12 teg-
undum af kökum. „Enn verður
maður alveg undrandi. Þarna kom-
um við óvænt fimm ferðalangar á
mesta annatíma á bæ langt uppi í
sveit og er veittur slíkur beini, enda
á íslensk gestrisni ekki sina líka,"
skrifar Ellen. „Þið hefðuð átt að sjá
híbýlin, svo gamall og hrörlegur
torfbær að gólfið hallaði þannig að
engu var líkara en maður væri
kominn á sjó og setið á rúmunum
eins og víða annars staðar. Rann-
veig sat svo miklu hærra við hliðina
á mér að engu var líkara en að hún
sæti tröppu ofar í stiga. En konan
þarna var svo ljúf og alúðleg í við-
móti að mér fannst synd að hún
hefði ekki betri aðbúnað. Og við
þessar aðstæður átti hún 12 köku-
tegundir til að veita gestum. Við
skrifuðum í gestabókina og kvödd-
um. Hér í Svínadal er óvenjulega
fallegur og vel ræktaður skógur."
Við Ásbyrgi fékk ferðafólkið að
tjalda innan girðingar að Byrgisbæ,
þar sem Sveinn Þórarinsson list-
málari og Agnete kona hans
bjuggu, en þarna lá þjóðvegurinn
hjá. Fylgdarmaðurinn Egill átti af-
mæli daginn eftir og nú var efnt til
kveðjuveislu og lagað súkkulaði
með Baulumjólk, en hann lagði af
stað heim með tíu til reiðar í býtið
morguninn eftir. Moldrok var og
þáðu ferðamennirnir því kaffi og
veitingar hjá Agnete og Sveini áður
en þau skoðuöu Ásbyrgi. Það kom
sér vel, því nú voru þau að verða
matarlaus, áttu aðeins mat til
kvöldsins og morgunmat um sex-
leytið daginn eftir, til að vera búin
að pakka öllu saman áður en von
var á rútubílnum frá Seyðisfirði kl.
9. En frá Mývatni höfðu þau sent
skeyti um að rútan tæki þau þarna.
Bílstjórinn á þessum 20 sæta rútu-
bíl var víst ýmsu vanur, en þarna
blöskraði honum samt er hann sá
„handtöskur" farþeganna. Viðdvöl
var á Húsavík, þar sem allir farþeg-
amir borðuðu ágætis mat á hótel-
inu, skoðuðu nýju stóru bryggjuna
keyptu miklar birgðir af bolsjum
(brjóstsykri) í búðinni sem líka var
pósthús og „þar sem kaupmaðurinn
kom ekki til að afgreiða fyrr en
B 23
safnast höfðu minnst 10 manns“ við
búðina. Og til Akureyrar var komið
kl. 9 um kvöldið og tjaldað, en
megnið af farangrinum varð að
skilja þarna eftir og fá sendan með
skipi.
Klukkan 7 næsta morgun var enn
lagt upp í rútubíl frá Ákureyri og
ekið í tveimur löngum dagleiðum til
Reykjavíkur, því þurfti að stansa og
aukahlykkir teknir. Gist var í tjaldi
í Grænumýrartungu norðan Holta-
vörðuheiðar.
- E.Pá.
Góðir í
sumarfríið
St. 22—35.
Litir: Rautt og blátt.
Kr.
99.00.
Litir: Rautt, gult, blátt og
grænt.
St. 24—38.
Kr.
50,00
Póstsendum.
Barónsskór,
Barónsstíg 18,
sími 23566.
20 skrefum ofan vib
Laugaveginn!
Á AD ENDURNÝJA ÞANN GAMLA
-FÁ SÉR EITTHVAD
MEIRA SPENNANDI?
Það þarf ekki að verða mjög erfitt
D hefjir þú sðfnun nú,
B safnir ö Plúslönareikning með Ábót,
B og fáir svo Plúslán.
Um þetta getur þú samið við okkur.
Hittu Ráðgjafann f Útvegsbankanum
D og segðu honum hvað til stendur.
B Þið finnið það út sameiginlega hve
mikið þú getur sparað mánaðarlega,
0 í hve langan tíma og
□ í hversu hátt lán þú stefnir að sparn-
aðartíma loknum.
Þú getur því strax farið að hlakka til.
Hefurðu skoðað nýju módelin?
PLÚSLÁN
MEÐ ABOT
ÚTVEGSBANKINN
i EJNN BANKI • ÖLL ÞJÓNUSTA