Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 12
 MQSGÍINBIADJJX EÚNJÍUDAGUB H,A.G.UST 1985 Andlegheitin það er stykkið í lífinu Þorbergur Jónsson bóndi í Prestbakkakoti á Síðu Þorbergur Jónsson í stofunni í Prestbakkakoti. Að Prestbakkakoti í grennd við Kirkjubæjarklaustur býr maður að nafni Þorbergur Jónsson. Hann hef- ur orð fyrir að vera maður athugull og vel að sér. Ekki færri en þrír sveitungar hans töldu að það væri slægur í því fyrir blaðamann Morg- unblaðsins að ræða við Þorberg og heyra ofan í hann álit hans á mann- lífinu þar í sveit Þeir létu þess jafn- framt getið að það væri ekki víst að hann vildi sinna slíku, hann væri ekki allra. Það var liðið á dag, kominn mið- aftann þegar blaðam. og ljósm. bar að garði í Prestbakkakoti. Börn voru að leik á hlaðinu fyrir framan stórt timburhús og það kemur ung kona til dyra þegar barið er. Hún segir Þorberg tengdaföður sinn vera við mjaltir úti í fjósi og vísar komumönnum til hans. Þorbergur er hár vexti og svar- ar sér allvel, andlitsdrættir fast- mótaðir og öll framganga manns- ins með nokkrum alvörublæ, þó votti fyrir kimni í athugulu augnaráði. Hann svarar erindinu umbúðalaust. Játar og biður menn að biða sín í stofu þar til hann hafi lokið mjöltum og skipt um föt. Stofan er lítil. Hún er þiljuð með gömlum panel sem engin málning eða lakk hefur komist i námunda við en gólffjalirnar eru hins vegar fernisolíubornar. Það eru myndir á veggjum, blóm í gluggum og bækur í hillum. Bæk- ur um fróðleik af ýmsu tagi, m.a. um ættir Skaftfellinga. Eftir drjúga stund kemur Þor- bergur. Hann hefur farið úr gráum mjaltaslopp i dökkbrúna peysu með hvítu mynstri og sest nú í stól við gluggann og biður þess hverju fram vindur. Þorbergur er ræðinn á sinn hægláta hátt, laus við feimni en er þó ekki einn þeirra sem hafa stöð- ugt á hraðbergi sögur af sjálfum sér og öðrum. Hann hefur aðra sýn til manna og málefna. Hann fæddist 23. febrúar 1913, eitt þriggja barna hjónanna Steinunn- ar Bergsdóttur og Jóns Stein- grímssonar.Hann kom með for- eldrum sínum austur að Prest- bakkakoti árið 1921. Fram að þeim tíma höfðu þau hjón ekki haft ör- uggt jarðnæði. Þá var Prestbakka- kot örreytiskot, slægjur litlar og aðeins hægt að hafa fáar skepnur. Efnahagurinn var þröngur. Á kreppuárunum voru brúttótekjur heimilisins kannski 600 krónur að sögn Þorbergs. Fyrir þetta var ákaflega litið hægt að kaupa. Það greiddist ekki úr fyrr en stríðið skall á. Þá hurfu skuldir og lán, eins og jörðin hefði gleypt allt saman, sem aldrei hefði hafst að borga annars. Framleiðslan á búunum hækkaði þá í verði en lán- in hækkuðu ekkert I líkingu við það, eitthvað svipað og þegar verð- bólgan át allt upp, nema þetta var öfugt. Þorbergur segist hafa farið ung- ur til sjós. Var á vertíð i Grinda- vik. Þá voru þar bara trillur sem ekki gátu farið á sjó nema sæmi- legt væri veður. Það voru fjórir til fimm menn á bát og svo voru tveir landmenn eftir að bensínrokkar komu til sögunnar. Sjaldan var beitt úr haug en línan stokkuð upp. Þó kom það fyrir ef góðar gæftir voru og timi naumur. Menn voru snjallir sjómenn syðra, segir Þorbergur, en hjátrúarfullir. Ekki mátti benda á bátana þegar þeir komu inn. Þorbergi var tekinn vari við því. Vertíðin stóð frá því í febrúar og fram að ellefta maí. „En það var aldrei nema meðalfiskirí á þessum trillum. Maður fékk frítt fæði og húsnæði. Fæðið var ágætt. Sjóstakk, galla, stígvél og vettl- inga varð maður að skaffa sjálf- ur,“ segir Þorbergur. „Það gat ver- ið gott að vera á vertíð en það var lítið upp úr því að hafa. Menn voru lítið meira en matvinnungar, máttu þakka fyrir að geta fengið sér ódýr föt í Reykjavík fyrir ver- tíðarkaupið. Útgerðarmennirnir græddu. Einar Einarsson átti næstum alla Grindavík á árunum 1934 til ’36.“ Nú þegir Þorbergur um stund en segir svo: „Mér fannst ég vaxa mikið að visku og þroska við að fara á vertíð og þó ég hefði ekki aur uppúr þvi held ég að ég vildi með öngvu móti tapa þessum tíma úr mínu lífshlaupi." Þorbergur segir ástandið í sveit- unum hafa verið hörmulegt á kreppuárunum. Kaupstaðarvara hafi verið nokkuð dýr og ekki ann- að að selja en lömbin. Lambsverð- ið hafi fallið allt niður i tíu krón- ur. Afurðaverðið hafi dottið alveg niður um 1920. „Fólk fékk hvergi vinnu,“ segir Þorbergur. „Einn og einn maður gat komið sér ein- hversstaðar uppá kunningskap, þá svalt fólk í Reykjavík en hér hafði maður þó að éta. Skuldasöfnun var fram úr hófi. Það endaði með því að kreppulánasjóður var stofn- aður þegar ekkert lá annað fyrir en að gera upp fjölda bænda. Ég vissi þó ekki til að neinn væri gerður upp en það fóru margir í þennan kreppulánasjóð. Þetta var hörð aðgerð. Maður skuldaði t.d. þrjú þúsund krónur, fékk tvö til þrjú hundruð krónur að láni hjá sjóðnum, þá upphæð fékk skuldar- eigandi í hendur og annað ekki. Var skikkaður til að fella eftir- stöðvar skuldarinnar niður. Þorbergur og kona hans, Sigrún Jónsdóttir frá Hörgsdal á Siðu, tóku við búi i Prestbakkakoti árið 1945. Þau hjón áttu saman þrjú börn en tvö börn átti Sigrún áður, þau ólust upp hjá foreldrum henn- ar. Og Þorbergur heldur áfram frásögn sinni: „Foreldrar mínir voru enn við búskap þegar við Sig- rún giftumst árið 1940. Við bjugg- um öll saman. Það gekk ótrúlega vel en þetta ættu menn aldrei að gera, það er að bjóða hættunni heim. Konan mín var kát og miklu meiri selskapsmanneskja en ég og tók þessu búskaparbasli okkar ótrúlega létt.“ Konu sína missti Þorbergur árið 1973. Nú búa í Prestbakkakoti ásamt honum son- ur hans og tengdadóttir með sex börn. Bóknám Þorbergur var lengi í Ungmennafélagi i sveitinni en kvað þar aðra hafa verið virkari en hann. Tvo vetur var hann í barnaskóla i Múlakoti. Kennari var Þorlákur Vigfússon. Skóla- byggingin þar stendur enn og að mati Þorbergs ætti að varðveita hana sem heimild. Slíkar bygg- ingar voru eitt sinn almennar þar eystra. Þorbergur var búinn að læra að lesa og skrifa áður en hann fór í skóla. „Það var númer eitt, maður var látinn lesa allt Nýja testamentið. Það var lesið fyrir heimilisfólkið uppúr Passíu- sálmunum og hugvekja með þeim og á sunnudögum úr einhverri postillu. Það var ekki um mikinn bókakost að ræða, maður las það sem maður náði í. Minnisstæðast er mér „Unga ísland" sem mamma hafði keypt um langan aldur og látið binda inn í bækur. Stundirn- ar voru stopular, maður var látinn vinna mikið þó manni væri kannski ekki þrælað út.“ Fólksflótti Úr Síðusveit var ákaflega lítill fólksflótti þegar herinn kom hingað til lands árið 1940 ólíkt því sem gerðist víða annars staðar. Þorbergur kann enga skýringu á þessu nema ef vera kynni að fjar- lægðin hafi valdið þvf að menn gerðu ekkert með þetta þó miklir peningar væru í boði. „Við höfðum lítið af stríðsgróðanum að segja, hefði þurft að vera meira því oft dróst úr hömlu að eignast þau tæki sem nauðsynleg voru. Þessi sveit fór ekkert illa út úr þeim Prestbakkakot á Síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.