Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGIÍR ll. ÁGCST1985 Munið Valskonu- kafflö í leikhlé og eftir leik í félags- heimilinu. VÍSINDI/Sverrir Ólafsson var þróuð við Lawrence Liver- more-rannsóknarstöðina í Cali- forníu og byggist á þeirri stað- reynd að hægt er að nota leysi- geisla af ákveðinni bylgjulengd til að losa einungis rafeindir frá atómum annarrar ísótópagerð- arinnar. Vegna mismunandi uppbyggingar atómkjarna ísó- tópana tveggja er orkuástand (bindiorka) rafeinda þeirra ekki hið (hin) sama. Til þess að losa rafeind frá atómi (slíkt nefnist jónun) þarf að nota orku, t.d. á formi ljóss, sem er nákvæmlega jöfn bindiorku rafeindarinnar. Rafeindin losnar ekki ef orka ljóssins er örlítið undir eða yfir þessu ákveðna gildi. Bylgjulengd leysigeislans er valin þannig að hann losar ein- ungis rafeindir frá atómum 235-ísótópans, sem við það öðlast jákvæða hleðslu. Úraníum-238 atómin eru enn sem áður óhlað- in. Eftir það er auðvelt að nota rafsvið til að greina ísótópana að, en einungis hlaðnar eindir verða fyrir kraftvirkni í rafsviði. Aðgreiningin sjálf fer fram í stórum stálgeymi. Leysigeislan- um er beint í gegnum úraníum- blönduna, sem er á loftkenndu formi og staðsett á milli tveggja rafhlaðinna platna innan stál- geymisins. Eftir að atóm ísótóp- ans-235 hafa öðlast jákvæða hleðslu hrannast þau niður á annarri plötunni, sem býr yfir neikvæðri hleðslu. Fram að þessu hafa í Lawr- ence Livermore fimm kíló úraní- ums verið auðguð á þennan hátt og sýnt hefur verið fram á að þessi aðferð er bæði ódýrari og afkastameiri en þær sem lýst var hér að framan. Vísindamenn við Lawrence Livermore-stofn- unina áætla að laser-aðferðin minnki kostnaðinn við auðgun úraníums um 50—70%, en það þó ekki fyrr en að 7—8 árum liðnum. Valsmanni leiksins ásamt maka er boöiö til kvöldveröar á ^%TAUWVNT séx^fnf@r Ó5 SEM STEINIST STAÐAN í dag í 1. deild er þannig: Fram 11 8 1 2 26:17 25 ÍA 11 7 2 2 20:10 23 Valur 11 6 3 2 17:9 21 KR 11 6 3 2 24:17 21 Þór 11 6 1 4 18:15 19 ÍBK 11 5 1 5 16:14 16 Þróttur 11 3 1 7 14:23 10 FH 11 3 1 7 12:22 10 Víöir 11 2 3 6 12:24 9 Víkingur 11 1 0 10 11:25 3 Fram Valur liöa fyrri umferö Leik þessara lauk meö jafntefli i einum besta leik sumarsins Notkun leysigeisla tU auðgunar úraníums Tæknilegt og efnahagslegt mikilvægi úraníums byggist á þeirri staðreynd að það er mik- ilvægast þeirra málma sem not- aðir eru til brennslu í kjarnorku- verum. Úr 500 grömmum af úr- aníum, sem eru 16 rúmsenti- metrar að stærð, er hægt að vinna orku er jafngildir orku- innihaldi 1,36 milljón kílóa af kolum. Þessi staðreynd hefur gert úraníum að mikilli gersemi, en magn þess í jarðskorpunni er álitið vera fjórir milljónustu hlutar, þ.e. 4 kíló úraníums á móti milljón kílóum annara efna, að meðaltali. Náttúrulegt úraníum saman- stendur að mestu leyti af ísó- tópanum úraníum-238. Það inni- heldur einungis 0,7% af ísótóp- anum úraníum-235, sem notaður er til orkuframleiðslu í kjarn- orkuverum. Til þess að úraníum sé nothæft til brennslu í kjarna- ofnum, þarf hlutur úraníum-235 hins vegar að vera 3—4%. Úr- aníum það sem finnst í náttúr- unni þarf því ákveðinnar með- höndlunar við, til þess að auðga innihald þess af 235-ísótópanum. Meðferð þessi er mjög kostnað- arsöm og því hefur það verið kappsmál þeirra landa er reka kjarnorkuver til orkufram- leiðslu, að leita eftir hagkvæm- ari leiðum til auðgunar úraní- ums. Efnafræðilegir eiginleikar ís- Laser Rafhlaain plata Laser- geisli □raniumgufu Leysigeislinn fer í gegnum loftkennda blöndu úraníums og losar rafeind- ir frá atómum ísótópans úraníum-235. Vió þetta öðlast atómin jákvæða hleðslu og hrannast niður á neikvett hlöðnu plötunni. ótópana tveggja eru hinir sömu og því er ekki hægt að beita efnafræðilegum aðferðum sem eru mjög flóknar og umfangsm- iklar. Hingað til hefur nær ein- göngu verið notast við tvær mis- munandi aðferðir, sem báðar greina ísótópana að þegar úraniumblandan er á loftkenndu formi. Fyrst skal nefnd sk. gas- flæði tækni er byggist á þeirri staðreynd að léttari ísótópinn, úraníum-235, ferðast hraðar I gegnum ákveðnar síur en þyngri-bróðir hans, úraní- um-238. Með marg-endurtekinni síun, er hægt að ná eins góðum árangri og hugsanlegt er. Aðferð ,Uraníum það sem finnst í náttúrunni þarf því ákveðinnar með- höndlunar við til þess að auðga innihald þess af235-ísótópanum. Meðferð þessi er mjög kostnaðarsöm og því hefur það verið kappsmál þeirra landa er reka kjarnorkuver til orkuframleiðslu að leita eftir hagkvæmari leiðum til auðgunar úr- aníums.“ þessi er mjög seinvirk og þarfn- ast gífurlega mikillar orku. Hin aðferðin byggist á sk. skilvindu- iögmáli. Hér er úraníumblönd- unni komið fyrir í nokkurs konar strokk (rotar), sem snýst með miklum hraða um miðás sinn. Miðflóttakraftur sá er verkar á úraníum ísótópana, er háður massa þeirra, en því meiri sem massa mismunur þeirra er, því betur greinast þeir að innan skilvindunnar. Nýlega hefur verið tekin í notkun aðferð er nefnist ALVIS, sem stendur fyrir; Atomic Laser Vapour Isotope Separation. Hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.